Vísir - 22.04.1963, Qupperneq 3
V'f’S'I R . Mánudagur 22. apríl 1963.
3
Þann 5. apríl sl. átti íslend-
ingafélagið i London 20 ára af-
mæli. Minntust félagsmenn
þess með miklum veizlufagnaði
sem haldinn var á einu prýði-
legasta veitingahúsi borgarinn
ar, Dorchester Hotel. Voru þar
saman komnir nær allir íslend
ingar í London og margir Bret
ar sem kynni og tengsl hafa
\
í London
r
við lslendinga og voru alls um
140 manns í fagnaði þessum.
Aðalræðumaðurinn var sendi
herra íslands f London, Hend-
rik Sv. Björnsson, en einnig
flutti ræðu fyrsti formaður fél-
agsins, Björn Bjömsson, kaup-
maður, en hann var formaður
samfleytt til 1956. Rifjaði hann
upp gamlar minningar frá styrj
aldarárunum ,er félagið hóf
göngu sína. Hófinu stjórnaði
formaður félagsins Jóhann Sig-
urðsson.
Við birtum í dag nokkrar
myndir frá hófi þessu. Við há-
borðið má m.a. sjá frá hægri
Karl Strand lækni. Mrs. Ferri-
er, Bjöm Björnsson, frú Sigurð-
son, Henrik Sv. Bjömsson og
frú, Jóhann Sigurðsson, frú
Huldu Björnsson, Mr. Ferrier,
frú Strand, og Eirík Benediktz.
Neðst frá vinstri er fyrsti for
maður félagsins, Bjöm Björns-
son, frú Gróa Jónsdóttir, frú
Hulda Björnsson og Henrik
Sv. Bjömsson.
Á smæstu myndinni má sjá
nokkra gestanna, Loft Jóhann-
esson flugmann og yngismeyjar
sem við kunnum ekki deili á.