Vísir - 22.04.1963, Síða 5

Vísir - 22.04.1963, Síða 5
t V í S IR . Mánudagur 22. apríl 1963. Hofði hníf að barefli Nokkuð bar á stympingum og handalögmáli manna á meðal, eink- um í miðbænum, aðfaranótt sunnu- dagsins. Meðal annars höfðu tveir áflogaseggir, sem lentu í rysking- um hjá Hreyfilsstöðinni við Kalk- ofnsveg, dottið á rúðu £ stöðvar- húsinu og brutu hana. Lögreglan var kvödd á vettvang, sem flutti mennina í fangageymslu. Sömu nótt komu þrír menn inn í lögreglustöðina með þann fjórða milli sín og kváðust þeir hafa lent í ryskingum við hann, en hann tekið upp hníf. Ekki beitti hann samt hnífnum sem lagvopni, held- ur sem barefli. Fengu þeir afvopn- að manninn og yfirbugað og fluttu hann í lögreglustöðina. Drukkmn — Framhald af bls. 1. högg, en ekki alvarlegt. Ökumað- ur Skodabifreiðarinnar reyndist drukkinn og var hann færður til blóðrannsóknar. Báðar bifreiðarnar eru stór- skemmdar og varð Vaka a.m.k. að hirða Volvo-bifreiðina, en Skoda- bifreiðin var einnig stórskemmd. Mér er fyrir ö/lu a$ Þórunn sé hamingiusöm vur skýringm sem Askennsy gnf á ákvörðun sinni Ensku blöðin hafa skrif- að mikið bæði fréttir og greinar um þá ákvörðun Askenasys píanóleikara að setjast að í Englandi. Birta þau m. a. langar frásagnir af blaðamanna fundinum sem Askenasy hélt í Liverpool. Það virðist álit blaðanna, að unn Jóhannsdóttir ,sem hafi i ýtt undir hann að flytja til j Vesturlanda. Hún hafi ekki un- að sér í Rússlandi, þrátt fyrir það, að þau hafi verið búin að fá nýjan Volgabíl. Þá greina þau frá því, að Þór- unn eigi von á barni £ nóvem- ber n. k. og hafi það m. a. ráð- ið miklu að þau ákváðu að flytjast vestur. Telja ensku blöðin, að það sýni einlæga ást Askenasys til konu sinnar,\ að hann hafi á- kveðið að gera eins og hún vildi, þv£ að erfitt muni hafa verið fyrir hann að taka þessa ákvörðun. Skýrðu þau frá því,* að móðir Askenasys hefði brugðið í brún, er hún frétti af ákvörðun þeirra og faðir hans hefði orðið mjög áhyggjufullur. Askenasy sagði á blaða- mannafundinum: „Ég hef á- kveðið að setjast að £ Englandi fyrir konu mína. Mér er það fyrir öllu að hún sé ham- ingjusöm". Askenasy sagði ekkert vit hafa á stjórnmálum og hefðu stjórnmálaskoðanir engin áhrif haft á þessa ákvörðun. „Auð- vitað elska ég Rússland enn. Þeir hafa gefið mér tækifæri til að iðka pianóleik, en nú er eg orðinn 25 ára og braut m£n sem pianóleikara er opin. Mig langar til að verða alþjóðlegur kon- sertleikari og ég vil leika hvar sem er i heiminum, líka i Rúss- landi. DAILY MA -s>’ liggur meðvitund'■ arlaus eftir árás Urukkinn maður réðist harkalega á hjón á Akureyri aðfaranótt s. 1. laugardags, hrinti þeim báðum nið- ur stiga og var maðurinn ekki kom inn til meðvitundar £ morgun. Árás armaðurinn var handtekinn og er hann enn i gæzluvarðhaldi. Síðastliðið laugardagskvöld kom drukkinn maður I heimsókn til hjón anna Kristdórs Vigfússonar og Kristínar konu hans i Aðalstræti 7 á Akureyri. Þegar hann hafði dval ið nokkra stund hjá þeim hjónum og komið var fram yfir miðnætti, kváðust þau vilja ganj»a til náða og báðu gestinn vinsamlega að yfir gefa húsið. Maðurinn brást illa við þessari málaleitan og réðist án frekari um svifa á Kristdór. Eftir nokkur átök þeirra í milli tókst gestinum að hrinda Kristdóri niður kjallara- stiga, en við það hlaut Kristdór mikið höfuðhögg, þannig að hann Ók á hús—> Framhald al bls. I. um út úr bifreiðinni, því hann var klemmdur undir stýrinu. Var stýr- isstöngin í sundur og stýrishring urinn brotinn og beyglaður. Urðu menn að losa sætið til að ná öku- manninum út. Hann var fluttur í slysavarðstofuna fyrst og síðan í Landsspítalann. Þar var verið að kanna meiðsli hans síðast þegar blaðið vissi og var hann þá enn meðvitundarlaus. Bíllinn er ónýtur talinn. missti meðvitund og var enn með- vitundarlaus í morgun. Ekki lét gesturinn sér þessa aðför nægja heldur réðist einnig á Kristínu konu Kristdórs og hrinti henni líka niður stigann. Kristín tognaði illa á handlegg, auk þess sem hún marðist og skrámaðist og loks fékk hún taugaáfall. Þau hjónin voru strax flutt í sjúkrahús og þar liggur Kristdór ennþá. Læknar telja sig ekki geta sagt um meiðsli hans ennþá því þau eru ekki að fullu rannsökuð. En enda þótt hann sé ennþá með- vitundarlaus töldu læknar í morgun að honum myndi líða eitthvað bet- ur. Hins vegar var Kristín kona hans flutt heim eftir að búið hafði verið um meiðsli hennar í sjúkra- húsinu. Lögreglan handtók árásarmann- manninn strax um nóttina og hefur hann í gæzluvarðhaldi síðan. Hann er 22ja ára gamall, og mun eitt- hvað hafa komið við sögu hjá lög- reglunni áður. Yfirheyrslur hófust í gær, en mál ið er samt á rannsóknarstigi enn m. a. vegna þess að Kristín, kona Kristdórs er ennþá miður sín eftir taugaáfallið sem hún hlaut. Þess má geta að Kristdór er 59 ára gamall og hefur undanfarið ver ið starfsmaður í tunnuverksmiðj- unni á Akureyri. Vinsæll maður og geðspektarmaður hinn mesti. Sýning framlengd Málverkasýning Jóns Ferdinands sonar í Bogasalnum hefir verið framlengd til fimmtudagskvölds. Er þetta fyrsta sýning þessa unga málara o gsýnir hann þar 34 mál- verk. Húrra! — t-ramnalo at hls 1 var staðnæmzt og kennararnir kallaðir út einn af öðrum. Allar erjur voru gleymdar og yngis- meyjar og yngissveinar færðu kennurum falleg blóm og fengu að Iaunum vel útilátna kennara kossa. Einstaka feiminn kenn- ari gegndi ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilrauni til að fá hann út, hefu sjálfsagt skriðið undir borð og beðið þess, að „hætt- Fyrirsögn á grein í enska blaðinu Daily Mail, þar sem skýrt er frá því, að það hafi verið vegna Þórunnar sem Askenasy ákvað að stíga hið örlagaríka spor. an“ væri liðin hjá. Stúdentaefni j þokuðust nú niður skólabrúna og kölluðust á við nemendur skólans, sem eftir sitja. Fuku þar að vanda mörg spakmæli. Það er gamall siður að fara heim til allra kennaranna þenn- an dag, kalla þá út og kveðja þá með söng og húrrahrópum. Nú er borgin orðin svo stór að tekið hefu verið til bragðs að fá lánaða dráttarvélar og hey- vagna til að flytja stúdentsefni á milli. Eru þessar heyvagna- ferðir jafnan hinar mestu skemmti- og ævintýraferðir. í kvöld halda stúdentaefni át- veizlu mikla og dansleik. Bjóða þeir þar kennurum upp á hinar dýrlegustu kræsingar, bæði í mat og dykk og má búast við að vinátta þessara tveggja að- ila aukist til mikilla muna, enda ekki seinna vænna. Eiga stúd- entar oft sínar beztu endur- minningar frá þessu kvöldi. Á morgun verða bækur tekn- ar til og lestraráætlun gerð og á miðvikudag hefst svo lestur- inn af fullum krafti, þvi að eigi að vera hægt að setja upp hvit- an koll þann 15. júní, þarf að vinna vel. Lærleggsbrotiim á báium fótum Alvarlegt umferðarslys varð á Vesturlandsvegi, í svokallaðri Borg armýri nokkru fyrir ofan Ártúns- brekkuna um kl. 11 i gærkvöldi. Þar var bifreið ekið á fótgangandi mann með þeim afleiðingum að hann slasaðist mikið. Bifreiðin, sem orsök var að slys inuí var á leið upp £ Mosfellssveit þegar slysið skeði. Þegar hún var komin talsvert upp fyrir vegamót Suðurlands- ‘ og Vesturlandsvegar varð ökumaðurinn var við mann á veginum beint fyrir framan sig. En hann kvaðst / ekki hafa séð manninn á veginum fyrr en hann var alveg kominn að honum ,og var honum ekki einu sinni ljóst hvort maðurinn kom á móti sér eftir veginum eða hélt í sömu átt og bifreiðin. Ökumaðurinn snarhemlaði, en það dugði ekki til, árekstur var óumflýjanlegur og maðurinn lenti fyrir vinstri framhorni bifreiðar- innar og kastaðist síðan í götuna. Lá hann skammt fyrir aftan bif- reiðina þegar ökumanni hennar tókst að stanza og kom út. Ekki hafði bifreiðin samt farið yfir manninn. Maðurinn,. sem slasaðist, heitir Gunnlaugur Bjarnason til heimilis að Ljósvallagötu 10 í Reykjavík. Sjúkrabifreið sótti hann og flutti fyrst í slysavarðstofuna en síðan í Landsspítalann. Hann er slasaður á höfði og auk þess brotinn á báð- um lærleggjum. Hann var með fullri meðvitund £ mðrgun og lið- an hans éftiF atvikum sæmileg.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.