Vísir


Vísir - 22.04.1963, Qupperneq 15

Vísir - 22.04.1963, Qupperneq 15
V í SIR . Mánudagur 22. apríl 1963. 75 0© framhaldssaga eftir Jarte Blackmore stjörnuskin og skuggar ið manni svo stóran skammt af svefnlyfi, að honum væri bani bú- inn — ekki einu sinni af með- aumkun. Einhvern veginn var hann ekki eins viss nú. Og ef hún hefði gert það mundi það breyta nokkru um ást hans á henni? — Nei! Hann sagði það upphátt og hann meinti það. Hann elskaði hana og honum brann áköf löngun £ brjósti að verr.da hana — til þess að hjálpa henni að gleyma — hvað svo sem það nú var, sem hún hafði þörf fyrir að gleyma. Hann var staðráðinn í að hjálpa henni að snúa baki við hinu liðna að fullu og öllu og horfa fram og sækja fram. Hann ók svo hratt seinasta spöl- inn að húsinu, að hann varð að beita hemlunum svo snöggt, að ískraði í þeim, er hann hafði tekið seinustu beygjuna, og hefði sann- ast að segja getað illa farið, að aka svo glannalega, enda tautaði hann við sjálfan sig: Heimskingi! Það bjargar ekki neinu, þótt þú teflir sjálfum þér £ lífshættu. Þegar hann gekk seinasta spöl- inn að húsinu fékk hann ákafan hjartslátt. Eftir fáein augnablik yrði hann kominn til hennar. Hann yrði að koma þvf svo fyrir, að þau gætu talazt við ein tvö og f næði sem allra fyrst, svo að hann gæti sagt henni, að hann vissi það ,sem hún hafði ekki getað sagt honum. Og umfram allt yrði hann að endurtaka, að hann elskaði hana. Hún hlaut að vera niðri við tjörnina. Dalurinn var enn bað- aður i sólskini. Svo eirðarlaus var hann, að hann byrjaði að hlaupa. Hann hafði ekki hlaupið langt, er hann heyrði kallað á sig með nafni. Hann nam þegar staðar og leit við. Sorrel stóð á húströppun- um, og hann þurfti ekki annað en að horfa framan f hana til þess að sjá, að eitthvað alvarlegt hafði komið fyrir. — Sorrel, sagði hann, hvað hef- ur komið fyrir? — Ó, Davfð, guði sé lof ,að þú ert kominn heim. — Hvað kom fyrir? — Mamma þín, — svo þagnaði. hún og bætti við, — það fer allt vel. — Hvar er hún? — í dagstofunni, stundi hún upp, ég held að hún hafi úlnliðs- brotnað. Hann varð undir eins rólegri. — Ég ætla að lfta á það. Þú getur sagt mér á eftir hvað gerð- ist. Hann gekk fram hjá henni, inn í svalan forsalinn, og inn f dag- stofuna. Móðir hans lá þar á legu- bekk. Hún var náföl í framan, ^— hún beit á vör sér, eins og hana sárkenndi til. Sorrel hafði breitt teppi yfir hana, og rafmagnsofn sem logaði á, var við hliðina á legubekknum. Hún var klædd morgunkjól og hægri höndin var í fatla. Hann varð þess óljóst var, að Sorrel stóð hinum megin við legu- bekkinn. — Jæja, sagði hann og reyndi að tala í léttum tón. Upp á hverju hefirðu nú fundið? Hann fór þegar að athuga úln- liðinn. Móðir hans sagði ekkert um að hana kenndi til ,en hún var kófsveitt f framan og augljóst, að henni leið illa. Davíð brosti til hennara til þess að örva hana upp. — Já, það er brot, sagði hann, en ekki slæmt brot, að ég held. Hann lagði hendina aftur f fatl- ann. — Ég ætla að aka þér í sjúkra- húsið í Maidstone. Þetta fer allt vel. Nú leit hann á Sorrel, sem var mjög óstyrk. Hún var líka föl. — Tja, þið eruð meiri kerling- arnar, sagði hann glettnislega, — ekki má ég fara frá ykkur smá- stund og þá kemur eitthvað fyrir. Hann vonaði, að sér hefði tekizt að leyna því hve miklar áhyggjur hann hafði af þvf undir niðri, sem gerzt hafði hvað sem það nú var. — Ég held, að ég verði að gefa ykkur báðum hressingu, sagði hann svo, til þess að draga örlftið á langinn, að skýringin kæmi. Hann gekk að vínskápnum og hellti konjaki f glös og veitti þvf athygli, að engin whiskyflaska var í skápnum eins og vanalega. Sorrel hafði ekki hreyft sig úr sporum. Hún stóð þarna sem stein- runnin ,eins og hún væri hrædd um að detta, ef hún hreyfði sig. — Drekkið þetta í einum teyg, sagði hann. Hann bar annað glas að vörum móður sinnar. Móðir hans gerði sem hann bauð en Sorrel starði bara á hann eins og í leiðslu — eða öllu heldur, eins og hún væri að horfa gegn- um hann. — Sorrel .sagði hann snöggt til þess að kippa henni úr þessu hug- arástandi, og smátt og smátt varð breyting á henni, eins og hún væri að byrja að koma til sjálfrar sfn. Svo horfði hún á glasið í hendi sér og það var eins og hún væri hissa á, að sjá það þar. Svo bar hún það að vörum sér og hvolfdi úr þvf í sig og hafði drykkurinn þegar sfn áhrif. — Og nú fæ ég kannski að vita hvað gerðist? spurði hann. Móðir hans hristi höfuðið. — Ég veit það ekki, svaraði hún. í hamingju bænum, hrópaði hann og ætlaði að segja eitthvað meira, en hætti við það er hann sá svipinn á andliti Sorrel. Tillit hinna fögru grænu augna hennar var næstum fjandsamlegt og það hneykslaði hann. En svo uppgötvaði hann, að undir yfir- borði tillits hennar var reginótti. Og honum skildist, að þetta var ekki rétta stundin til að útskýra, að hann skildi hvers vegna hún var hrædd. En hann varð að fá að vita hvað hafði gerzt. Og hann minntist þess, sem Reynolds hafði i sagt: Gættu hennar vel! — Sorrel, sagði hann eins létt og hlýlega og hann gat. Seg þú j mér það. — Við vitum það í rauninni ekki, sagði hún og rödd hennar var næstum eins kuldaleg og til- 1 lit augna hennar var fjandsam- legt. — Byrjaðu á byrjuninni, sagði Davíð. Þegar ég fór sagðirðu, að þið ætluðuð að vera niðri við tjörnina í dag. Gerðuð þið það? — Já, sagði hún, og nú fór hún að .tala lfkast því, sem krakki romsaði upp úr sér lexíu, sem lærð hafði verið utanbókar. — Ég las fyrir frú Vane í hálf- tfma eða svo. Henni var hlýtt og það fór vel um hana í stólnum. Hún sofnaði. Ég lagðist á flötina. : -/02 f Eltu þessa lyftu, fljótt! 6 .Vi'fv Hvar hefur þú eiginlega .verið allan þennan tíma — —? — Köll? Hann leit á móður sfna, — Stóllinn var allt í einu kom- inn á ferð — — Á ferð? — Já, niður hallann að vatninu. — Var ekki hemillinn á? spurði hann og leit á Sorrel. — Ég veit ekki betur en að ég hafi fest hann eins og vanalega. — Ertu ekki viss? Hún varð á svipinn eins og hún kveinkaði sér, því að henni fannst grunsemd í orðum hans. Loftfesting Veggfesting VVMW Mælum upp Setjum upp 51MI 13743 LIMDARGÖTU 25 „Hundar eru góðir til veiða á daginn — en á nóttinni er engin von til þess, að þeir ráði við pardusdýr — það er allt of dimmt. Við verðum að finna leið til að bjarga þeim og ná jafnframt kattardýrinu". „En hvernig?" spurði Ed Pace undrandi. Tarzan brosti: „Þú þarft lík- lega að skrifa sögu þína alveg að nýju, úr þvf sem komið er er ekki um annað að ræða “ Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegi 11, simi 24616. PERMA, Garðsenda 21. slm 33968 Hárgreiðslu- og snyrtlstof Dömur, hárgreiðsia við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætismeg in. Sími 14662. Hárgreiðslustofan HÁTÚNI 6, sími 15493. HárgreiðDustofan SÓLE Y Sólvallagötu 72, Sími 14853. Hárgreiðslustofan PIROLA Grettisgötu 31, sfmi 14787. Hárgreiðslustofa 'ESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. Hárgreiðslustofa SVÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Freyjugötu 1. sfmi 15799. Hárgreiðslustoia AUSTURBÆJAR (Marfa Guðmundsdóttir) Laugavegi 13, sfmi 14656. Nuddstofa á sama stað. X. u — 3 | 22997 • Grettisgötu 62 ST Eldhúskollar Eldhúsborð Sfrauborð

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.