Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 3
V í SIR . Föstudagur 26. apríl i»63. 3 Samkomusalur — Framhald sl bls. 1. ur, sem rúmast ekki í öðrum húsum sökum fjölmennis. Þar til má nefna hljómleika, fjöl- leikasýningar, fyrirlestra og fyrirhugaðar útisamkomur, sem flytja verður undir þak vegna veðurs. 1 þessum mikla sal verður upphækkaður pallur, eða leiksvið, sem rúma myndi stóra kóra og jafnvel Sinfóníuhljóm- sveitina, en fullkominn leik- sviðsútbúnaður mun tæpast verða fyrir hendi. Otreikningar hafa verið gerðir í sambandi við hljómburð 1 salarkynnum þess og standa vonir til að hann verði góður. Valur: KR — Framhald af bls. 2. inn fyrir þá ennþá, óharðnaða piltana. KR lék oft vel en framlínan var Schram lék oft vel úti á vellinum, bitlaust vopn með öllu. Ellert en var leiðinlega grófur á tlðum og hefði Magnús Pétursson mátt gæta betur að brotum hans og annarra. Gunnar Guðmannsson var góður og Sigurþór skapaði oft hættu með hraða sínum og fylgni. Hörður Felixson var beztur í vörn KR, en hann leikur aðeins þennan eina leik í Reykjavíkur- mótinu, þar eð hann mun fara ut- an einhvern næstu daga og dvelja þar um þriggja vikna skeið. Fjöldi áhorfenda var þrátt fyrir heldur leiðinlegt veður. Þróttur: Fram — Framhald af bls. 2. el hafði komizt upp í gegn um vörn Fram, sem var í götótt- ara lagi og tókst að komast Iaglega fram hjá Geir, en tilraun hans til að ná boltanum með að kasta sér mistókst, en auð- velt var fyrir Axel að skora í tómt marldð, — 4:0. Síðari hálfleikur var marklaus og ekki eins skemmtilegur og áð- ur. Bæði liðin létu á sjá af þreytu, enda var völlurinn mjög þungur og slæmur. Þróttarar áttu fleiri tækifæri en Framarar, t. d. átti Ólafur Brynjólfsson skot frá víta- teig rétt fram hjá, en Geir var þá ekki „heima". Sóttu Þróttarar mun meira og máttu íslandsmeist- ararnir teljast hólpnir að fá ekki meira en 4 mörk. Lið Þróttar var oft gott í þessum leik, en ekki fæst strax úr því skorið hvort liðið heldur áfram með eitthvað svipað eða kannski betra en nú en ekkert virðist því til foráttu að liðið nái góðum ár- angri með svo góða leikmenn sem þar eru. Beztu menn Þróttar voru Axel Axelsson, Jais Karlsson, Eyjólfur Magnússon og hinn nýi markvörður Guttormur Ólafsson, sem sýndi góð úthlaup. Framarar sýndu afburða lélegan leik. Framarar hafa að undanförnu hrósað sér af mikilli breidd og heyrzt hafa sögur af c-liði sem a- liðinu stæði stuggur af, en þessir 11 leikmenn sem hér komu fram virtust ekki falla saman. Helzt virtist eitthvað vera að gerast þar sem Hallgrímur Scheving útherji fór en aðrir voru slappir. Landsfundurinn — Framhald ai Ns i andi, sem fram kom i undirtektum og söng við staddra stuðlaði allt að glæsilegri landsfundar- setningu. Meðan fulltrúar og aðrir þeir, sem boð höfðu fengið um fund- arsetu um fundarsetu þetta kvöld, söfnuðust vestur í Há- skólabfó og komu sér fyrir í sætum sínum, lék Lúðrasveit Reykjavíkur ýmis lög. Kl. 8,45 setti síðan formaður flokksins Bjarni Benediktsson ráðherra, fundinn með stuttu á- varpi, og bað menn minnast látinna félaga með því að rísa úr sætum. Minntist formaður sérstaklega þeirra ritstjóranna Jóns Kjartansson og Valtýs Stefánssonar. Fundarstjóri var kjörinn Gunnar Thoroddsen fjármála- ráSherra, varaformaður flokks- ins, og stakk hann upp á jjeim Axel Tulinius sýslumanni og Einari Halldórssyni Setbergi sem fundarriturum. Var síðan gengið til dag- skrár, og ræður fluttu formað- ur flokksins Bjarni Benedikts- son og Ólafur Thors, forsætis- ráðherra. Ekki er ástæða til að rekja ræðurnar efnislega, þær birtast báðar í heild í Vísi í dag. í lok fundarins sungu allir fundarmenn, „Ó, fögur er vor fósturjörð". í morgun hófst fundur að nýju, nú í Sjálfstæðishúsinu, þar sem öll fundahöld munu fara fram. Fundarstjóri var kjörinn Baldur Eiríksson, Siglu firði og fundarritari Gunnar Sig urðsson Seljatungu og Friðjón Sigurðsson Hólmavík. Til umræðu var stjórnmála- yfirlýsing og hafði framsögu Sigurður Bjarnason ritstjóri. Sigurður minnti í fyrstu á það hlutverk sem Sjálfstæðisflokk- urinn gegnir £ þjóðfélaginu, hver séu markmið hans, stefna og tilgangur. Gerði hann síðan grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gerðar hefðu verið af hálfu ríkisstjórnarinnar á kjörtfmabil inu, og lagði síðan áherzlu á þær aðgerðir sem hann taldi að vinna bæri að. Hann minnti á að Sjálfstæðisflokkurinn væri flokkur allra stétta, allra Is- lendinga. Flokkurinn styddi og efldi einstaklingsframtak og sjálfsbjargarviðleitni, vildi sem mest frelsi til handa öllum þegn um þjóðfélagsins. Sjálfstæðis- flokkurinn legði jafnframt á- herzlu á að styðja þá sem minna mættu sfn, og þv£ hefði hann staðið að aukinni lýðhjálp og almennum tryggingum. Öllum hugsandi mönnum er ljóst, sagði Sigurður, að þessu landi verður ekki stjórnað án atbeina Sjálfstæðisflokksins. — Með þvíl að gera Sjálfstæðis- flokkinn sterkan, væri jafn- framt unnið að sterku þjóð- félagi. í lok ræðu sinnar komst Sig- urður svo að orði: Sjálfstæðis- flokkurinn er nú sem fyrr reiðu búinn til að vinna að málum þjóðarinnar með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Hann heit- ir á þjóðina að hafna sundrung, en velja viðreisn. Málinu var vfsað til nefndar, sem kosin var, stjórnmálanefnd ar. Þessir voru kjörnir: Jóhann Hafstein, Ásgeir Pétursson, Ás- mundur Olsen, Birgir Kjaran, Bjarni Beinteinsson, Bragi Hann esson, sr. Bjarni Sigurðsson, Eirikur Alexandersson, Eyþór Hallsson, Friðjón Þórðarson, Geir Hallgrfmsson, Gunnar Helgason, Halldór Einarsson, Helgi Gíslason, Höskuldur Jóns son, Jónas Rafnar, Jón Viðar, Magnús Jónsson, Marfa Maack, Páll Scheving, Pétur Blöndal, Pétur Sigurðsson, Rögnvaldur Finnbogason, Sigurður Sig- mundsson, Sigríður Auðuns, Sigurður Bjarnason, Stefán Jónsson, Sveinbjörn Hannesson, Þór Vilhjálmsson. Að lokinni framsögu Sigurðar Bjarnasonar, hófust almennar umræður og var þeim ekki lok- j ið kl. 11.15. STÖRF — Framhald at bls. 1. fram. Um kvöldið verður leik- sýning f Þjóðleikhúsinu fyrir landsfundarfulltrúa. Á sunnudaginn mun fara fram kosnirig miðstjómar og lokaum- ræður um stjórnmálaályktunina. Um kvöldið verður fagnaður fyr ir Iandsfundarfulltrúa f Sjálf- stæðishúsinu, Lido og Hótel Bog. Kjarnorka — Framh. af bls. 12. að hugleiða þá möguleika með þessa vitneskju að bakhjarli. Einn ig mun ég benda á nauðsyn þess að vinna að kjarnorkumálum okk- ar með tilliti til þess, að iðnaður okkar í framtíðinni færist inn á kjarnorkuvettvanginn. Hr. Rand- ers drap á norska skipaflotann með tilliti til kjarnorkuþróunarinn ar o.fl. Hann mun víkja að kjarn- orkumálunum með tilliti til íslands í erindi sínu. Ljósmyndir og kvik- myndir verða til skýringar. Erindið verður flutt í hátíðasal i Háskólans og hefst kl. 17,30. Þetta er önnur ferð hr. Randers I hingað til íslands. Skeiðarársandur— Framh. af bls. 12. koma þangað þungum tækjum vegna vatnsmagnsins í Skeiðará yfir sumartfmann, en á vorin er erfitt að fá leyfi til athafna á sand- inum vegna selveiði þeirra Öræfa- bænda. Selveiðitíminn rennur ekki út fyrr en í júnímánuði, en þá er yfirleitt kominn mikill vöxtur í Skeiðará og hún alls ekki fær öðr- um farartækjum en beltabílum. Ekki telur Gunnar ástæðu að óttast að Skeiðará flæði yfir leitar- staðinn nema því aðeins að hlaup komi f hana. Vfsir átti og stutt samtal við Berg Lárusson forstjóra f morgun og tjáði hann blaðinu að það væri hugmyndin að halda austur á sand þegar selveiði er lokið og hefja þá frekari leitaraðgerðir ef tök verða á. — Bláa bandið — Framh. af bls. 12 fremst sú, að rekstur hennar yrði stöðugt umfangsmeiri og dýrari, þannig að lítið félag eins og Bláa bandið hefði ekki nægilegt fjármagn til þess að veita þar nægilega læknisþjón- ustu, sem alltaf færi vaxandi með vaxandi notkun örvunar- og deyfilyfja f sambandi við á- fengisnotkun. Bláa bandið hefði ekki haft neinn fastan tekju- stofn en notið opinberra styrkja, þótt það hefði verið sjálfseignarstofnun. Jónas sagði að aðkallandi nauðsyn hefði fljótlega sveigt starfsemina frá því upphaflega markmiði, að stöðin við Flókagötu yrði fyrst og fremst lækningastofnun. Hún hefði í framkvæmd aðal- lega orðið upptökustöð fyrir þá sem hefðu átt í bráðum erfið- leikum vegna drykkjusýki og myndi félagið m.a. hafa fært meir útk víarnar á því sviði, ef fjármagn hefði ekki skort. Kontinn til meðvitundor Akureyri í morgun. Kristdór Vigfússon, sem varð fyrlr líkamsárás aðfaranótt Iaugar- dagsins 20. þ. m. og legið hefur meðvitundarlaus í sjúkrahúsinu á Akureyri síðan, komst loks til meðvitundar í gær. Læknar sjúkrahússins sögðu í morgun að hann væri hress eftir vonum og þeir töldu allar Ifkur til að hann myndi ná sér eftir áfallið. Ekki er líðan hans þó enn þannig háttað að unnt sé að taka af hon- um skýrslu eins og sakir standa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.