Vísir - 10.05.1963, Page 3

Vísir - 10.05.1963, Page 3
VÍSIR . Föstudagur 10. maí 1963, 3 Líklega er ekki til það ríki í þessum stóra heimi, þar sem erindrekar heims- kommúnismans hafa ekki tekið sér bólfestu, annað hvort með því að koma sér upp dyggum þjónum úr röðum innfæddra, ellegar með útsendurum sínum og sendiráðum. Hér á íslandi hafa þeir livorutveggja. Frá kommúnistarikjunum eru nu staðsett hér þrjú sendiráð, rússneskt, pólskt og tékkneskt. Hver iðja starfsmanna þessara sendiráða er, hefur hinum al- menna borgara hér á landi, til skamms tíma verði Iítt kunn. Blanda þessir Austur-Evrópubú- ar lítt geði við fslendinga, og eru sjaldséðir á mannamótum. Það var í rauninni ekki fyrr en nú á síðastliðnu ári, sem upp- Iýstist hver iðja þessara manna eiginlega var. Og þá upplýstist hún heldur betur. Bæði Rússar og Tékkar urðu uppvísir að njósnum hér á landi. Þeim, sem fylgzt hafa með málum og fréttum erlendis frá kom þetta ekki á óvart, því hvað eftir annað hafa kommún- istar orðið uppvisir að njósnum í lýðræðisríkjum Vesturlanda. Hins vegar voru njósnauppljóstr .w.v v.w.v.y.'ö'My.wMv.'R ...... " ..... ŒSwsæsswj;® .. v ■'•wv 'v"v v" !wá’;\ : w";"-; “'ovJiCvKvð'vviv-'v:-: " AvívMvlívXSjiiyii V.t'Á'. J. il.i",V, i'.VJi grpínítiUi i!;! VÁ'v! AVíí'o’í^Vn'XÍ'v" y, *!•'ý? *. ,. I...... I.. ■ ‘mtin - f r-:: ’.'jíimí-l" 1 . . r.... ... *' . nii,li.,l,..„.,nui|„ ,UU. , '!.'.. v-.v.v. sWKafea^MfBBBeaMataa • ■ • ....._... ...... v. ;,M'.vV' Piifc .v.v.v,vav.'Xv,•',v.v}.v.v,.vrV.v,',,;S77..v??:^sjw,v i'W.'.'V.'A'/.'.'.'.V.'A'.V'1"1 ' """'............" ..íáœli llæpfipl - , -> -ttVtsn. ítiaViÍMty- anir hér þær fyrstu sinnar teg- undar og allur almenningur átti erfitt með að trúa, að slíkir at burðir gætu átt sér stað hér. Þá rann upp fyrlr íslendingum, hvernig kommúnistar starfa, til hvers þeir leggja svo mikið kapp á að hafa mikil og stór sendi- ráð i sem flestum löndum. Fyrra njósnamálið átti sér stað í maí vorið 1962, fyrir ári síðan, en þá gerði tékkneskur sendiráðsfulltrúi, Stochl, að nafni tilraun til að fá islenzkan mann til að njósna fyrir komm- únista. Nálgaðist Stochl þessi Islendinginn, sem hann þekkti lítið, bauð honum mútur og aðra fyrirgreiðslu, sem tékkneska sendiráðið gat látið í té, með þvi skilyrði, að hann tæki að sér njósnir fyrir tékknesku kommún istana. Maðurinn tók ekki að sér „þessa vinnu" fyrir Tékkann, en snéri sér hins vegar til islenzkra yfirvalda og skýrði frá máli þessu. Afleiðingin varð sú að sakir voru sannaðar á Stochl og honum vísað úr landi. Kommúnistar urðu þannig í fyrsta en ekki síðasta skipti upp vfsir að tilraunum til njósna hér á landi. Þeir gerðu tilraunir ti) að misnota persónulega erfið- leika íslendings, með því að múta honum til að vinna í þágu heimskommúnismans. Engir aðr- ir hafa orðið uppvísir að jafn Iftilfjörlegum athöfnum, Engir aðrir en kommúnistar leggjast svo lágt. Tékkneski sendiráðsbústaðurinn að Smáragötu 16 þar sem njósnim- ar voru bruggaðar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.