Vísir - 10.05.1963, Qupperneq 5
V í SIR . Föstudagur 10. maí 1963.
5
Brezkir kratar sigruðu
Brezkir jafnaðarmenn náðu
settu marki í bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningunum á Englandi
og í Wales og bættu við sig yfir
500 sætum.
Voru hand-
teknir
í nótt, á 2. tímanum eftir mið-
-mætti, sást til tveggja manna, sem
voru á fcrli fyrir framan sölu-
turninn á Vesturgötu 2 og braut
annar þeirra rúðu í verzluninni.
Maðurinn, sem horfði á þetta,
símaði þegar í stað til lögreglunn-
ar, kom hún á vettvang, handtók
báða mennina og flutti í fanga-
geymsluna. Þeir voru báðir drukkn
ír.
Ekki varð þess vart að mennirn-
ir hafi neinu stolið, því ekki fannst
neitt þýfi á þeim, enda kom lög-
reglan svo skjótt á vettvang, að
þeim myndi naumast hafa unnizt
til þess tími þótt þeir hafi viljað.
Klukkan langt gengin 6 e. h. í
gær var slökkviliðið kvatt að Lang
holtvegi 134 vegna elds sem kvikn-
að hafði tit frá olíukyndingu. Eld-
urinn var strax kæfður og tjón
varð ekki teljandi.
Samkvæmt Urslitunum sem kunn
voru í gærkvöldi hafa þeir 541
fulltrúa fle'iri en fyrir kosningarn-
ar. íhaldsflokkurinn tapaði 548
sætum og óháðir 72, en Frjálslyndi
flokkurinn bætti við sig 80 sætum.
Harold Wilson leiðtogi jafnaðar-
manna sagði, er sigurinn var lýð-
um ljós í gærkvöldi, að þetta hefði
verið ágætur dagur fyrir verka-
lýðinn“.
Frjálslyndi flokkurinn (liberalir)
vann nokkuð á, en engan veginn
eins mikið og mátt hefði ætla, jafn-
vel og hann hefur farið út úr auka-
kosningum til þings undanfarið.
í aukakosningum £ upphafi vik-
unnar I Skotlandi og nokkrum
hluta Bretlands unnu jafnaðar-
menn einnig mikið á.
Almennt var búizt við, að stjórn
arflokkurinn mundi tapa fylgi í
þessum kosningum, en tæplega
eins miklu og reyndin var.
Hrengur fyrír bíl
í gærkveldi lenti drengur utan
í bifreið á Mávahlíð. Drengurinn
hafði hlaupið út á götuna og lenti
um leið utan í bifreið, sem var
þar á ferð. Samkvæmt upplýsing-
um frá foreldrum drengsins mun
hann lítið hafa meiðzt, en samt
átti að flytja hann £ slysavarð-
stofuna i öryggisskyni.
Varðberg ræddi ut-
anríkisþjónustuna
Ráðstefna Varðbergs um
framtíðarskipun islenzku utan-
ríkisþjónustunnar var haldin í
gær í Sjálfstæðishúsinu. Frum-
mælendur voru dr. Helgi P.
Briem, fyrrum ambassador, og
Guðmundur Garðarson, við-
skiptafræðingur.
Aðalfundur Kaup-
mannasamtakanna
Aðalfundur Kaupmannasam-
takanna hófst í gærkvöldi kl.
20.30 í húsi Slysavarnafélags-
ins á Grandagarði. Rétt til setu
á aðalfundinum hafa 66 fulltrú-
ar 17 félaga og einstaklinga inn
an Kaupmannasamtakanna og
voru á fundinum mættir full-
trúar frá öllum félögum.
Formaður Kaupmannasamtak
anna, Sigurður Magnússon setti
fundinn, en -siðan var kosinn
fundarstjóri, Sigurður Óli ÓI-
afsson alþingismaður frá Sel-
fossi, og fundarritari Reynir
Eyjólfsson kaupmaður í Reykja-
vík.
Formaður Kaupmannasamtak
anna Sigurður Magnússon flutti
yfirlitsræðu um hag , smásölu-
verzlunarinnar og þróun i mál-
efnum hennar á undanförnum
árum. Framkvæmdastjóri sam-
-^takanna, Sveinn Snorrason, hrl„
flutti skýrslu um störf Kaup-
mannasamtakanna á liðnu starfs
ári, en síðan lagði Jón Mathie-
sen í Hafnarfirði, gjaldkeri fram
reikninga samtakanna.
Að því loknu hófust almennar
umræður, erindi voru flutt og
ályktunartillögur Iagðar fram.
Að lokum var kosið í nefndir,
sem fjalla munu um einstök
framkomin mál, en að því loknu
var fundi frestað til næsta mið-
vikudags, en þá skila nefndir
álitum og afgreiðsla fer fram
á framkomnum tillögum. Enn
fremur fara þá fram kosningar.
Ráðstefnan var fjölsótt og
þótti heppnast vel. Snæddur
var kvöldverður í boði félags-
ins. ,
Dr. Helgi ræddi hlutverk
sendiherra og sendisveita. Guð-
mundur Garðarsson setti fram
sjónarmið Ieikmanns um ís-
lenzka utanrikisþjónustu.
Frjálsar umræður voru að er-
indum þeirra loknum.
Rouðák —
Framhald af bls. 16.
fyrir hve síldveiðarnar eru stopular
sem stendur.
Veiði var litil í nótt, en npkkrir
bátar fengu þó síld Sigurpáll um
400 tn. út af Grindavík, og jón á
Stapa norður af Garðskaga, að því
er Vísir heyrði. Fréttaritari blaðs-
ins á Akranesi sagði því í morgun,
að þrátt fyrir logn og blíðuveður
hefði ekki nema einn Skagabátur
fengið síld, og var það Höfrungur
II með 80 tn. Hann lcvað menn
vera farna að verða vondaufir með
síldina. Sigurður kvað það fara
eftir aflanum hvort menn héldu
eitthvað áfram á þorski eftir lokin,
og hefði einn skipstjórinn sagt sér,
að Iíklega myndu sumir halda á-
fram til 20. maí, ef áframhald yrði
á sæmilegum afla.
Mynd úr hinum spennandi handknattleik milli Fram og sænska liðsins
Hellas í gær. Hér sést aðalskytta Hellas skora mark, en á bak við
hann eru þrír Framarar, þeir Guðjón Jónsson, Ingólfur Óskarsson og
Ágúst. Frá leiknum er sagt á íþróttasíðu í dag.
Mannlífið horfið.
Það vekur nokkra athygli að
hin makalausa njósnaskýrsla
Þjóðviljans, Mannlíf á spjald-
skrá, virðist hafa dottið niður
á milli þils og veggjar hjá blað-
inu. Hún er hvergi finnanleg
á síðum þess í morgun. Eftir
því var mjög lýst hér í Vísi í
gær hver væri hinn gagnmerki
njósnari, sem hefði unnið það
þrekvirki að ná í höfn, heimilis-
föng og kvonföng þriggja
Reykvíkinga. Eins bað Vísir
Þjóðviljann að veita gagngerar
upplýsingar um það hvaða
sendiráð það væri, sem njósn-
irnar hefir Iátið framkvæma
En í morgun þegir Þjóðviliinn
þunnu hljóði. Af þeirri þögn
verður ekki dregin önnur álykt-
un en sú að tilgáta Vísis í gær
hafi reynzt rétt, að Magnús
Kjartansson hafi sjálfur skrifað
Ieyniplöggin með eigin hendi.
Kemur það heim og raman við
ummæli ýmsra vina hans sem
sagzt hafa þekkt rithöndina.
Eldheitir marxistar.
Annars er það sja'dgæft og
fróðlegt rannsóknarefni í hve
innmúruðum heimi íslenzkir
kommúnistar Iifa. Þeir eru svo
einangraðir í sínum eldheita
marxisma að þeir vita ekki
Iengur hvernig sæmilega óbrjál-
aður íslendingur hugsar og á-
lyktar. Að láta sér detta f huo
að einhver taki bað sem góðn
og gilda vöru að vestrænt
sendiráð, stundi njósnir á þeirri
einu forsendu1 að birt eru illa
handskrifaðar upplýsingar á ís-
lenzku, án nokkurar sönnunar
sem tengi þær við sendiráðið er
hámarksbjartsýni. Það þarf
meir en lítið brenglaða hugsun
til þess að halda að slíkt gangi
í sæmilega unnlýst fólk eins og
íslendingar almennt eru. Saga
síðnstu 20 ára sýnir að Iú'iop
má Rússa fulla að vild og goð-
kenna mestu skálka veraldar-
sögunnar. En hér heima, á
þessu litla, kalda landi, gagna
ekki slík stalinsk sjónhverfinga-
brögð.
Næsta utanríkis-
ráðherraefni.
Þrjár vikúr eru nú liðnar frá
því utanríkisráðherraefni komm
únsta í næstu vinstri stjórn,
Þórarinn Þórarinsson, Iýsti því
yfir í eldhúsumræðunum að
fullvíst væri að Bretar myndu
biðja um framlengingu á Iand-
helgissamningnum. Hefði hann
fyrir því góðar heimildir.
Nú er það alkunna að enginn
íslenzkur maður mun vera á-
skrifandi að fleiri erlendum
blöðum og tímaritum en hann,
eins og sjá má í Tímanum.
Ætti ritstjóranum því ekki að
verða skotskuld úr því að birta
heimildir sínar Nær 3 vikur eru
liðnar síðan Vísir skoraði á
hann að leggja plöggin á borðið.
En ritstjórinn þegir. Enn birtum
við áskorunina til Þórarins.
Hann hefir oft ur->oen<»izt sann-
leikann með v^i"''ð. en bví verð-
ur ekki fr'"'eð fvrr en í fulla
hnefana að þoir sann,'l5k"rinn
og hann séu að fullu skildir að
skiptum.
lítvegsmenn —
ocj Com 'ifóm á ðiáa*
FAO f U
stefnunni i London verða fluttir
fyrirlestrar af hálfu færustu sér-
fræðinga þjóðanna um veiðar-
faéri og veiðitækni, þar koma
fram allar þær nýjungar, sem
um er að ræða á þessu sviði,
og eftir þessum fróðleik er jafnt
beðið með áhuga af hálfu þjóða,
sem þegar hafa langa reynslu i
fiskveiðum, og ekki síður af
hálfu hinna nýfrjálsu, ungu
þjóða, sem lítið kunna fyrir sér
í þessum efnum ennþá en hafa
því meiri hug á að læra og hag-
nýta sér tækni og reynslu ann-
arra.
Hermann
Framhald af bls. 16.
greint. Þann 24. olctóber 1941
leigði Hermann einum þeirra,
sem síðari samninganna nutu
sömu réttindi i Grímsá „um
10 ára tímabil frá 1. júni 1939 að
telja“. Hinn 7. nóvember sama
ár, eða 13 dögum seinna, fór
ráðuneyti Hermanns frá völdum.
Hér er um mjög sérstæða Iax-
veiðifyrirhyggju að ræða — eða
þrefalda tilviljun um ráðstöfun :
á eignum íslenzka rikisins.
20 unglingar —
Framhald af bls. 16.
sumar, siðan um áramót, til undir-
búnings dvölinni.
Styttri utanferðir:
5. júní n.k. fara 18 íslenzkir
unglingar á vegum kirkjunnar í
þriggja vikna ferð til Svíþjóðar i
boði Olaus Petri kirkjusafnaðarins
í Örebro £ Svíþjóð, en flokkur frá
þeim söfnuði var hér í boði ís-
lenzku kirkjunnar í fyrra og er nú
að endurgjalda þá dvöl með þessu
heimboði. Þá fer 16 manna vinnu-
flokkur héðan á vegum kirkjunnar
til Skotlands 23. júlí og mun starfa
að lagfæringu Carþurry Tower,
sem er miðstöð æskulýðsstarfs á
vegum skozku kirkjunnar skammt
frá Edinborg.
Sfrandferðaskip —
Framhald af bls. 16.
og lagt af stað kl. 4 um nóttina.
Til ísafjarðar var svo komið
nokkru upp úr hádegi á heppi-
legum fundartíma Samvinnu-
trygginga. Fór fundurinn nú
fram um daginn og um kvöldið
var haldið hóf. Á meðan beið
Hekla á ísafirði, eða þar til hófi
Samvinnutrygginga var lokið kl.
1 um nóttina. Þá var loksins
hægt að halda ferðinni áfram.
Fundir Siólfsfæðismanna
Almennur fundur Sjálfstæðismanna verður á |
Patreksfirði sunnudaginn 12. maí kl. 16. Ræðumenn |
verða Rjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra,
Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins, Matthías Bjarnason, fram-'
kvæmdastjóri og Ari Kristinsson, sýslumaður.