Vísir - 10.05.1963, Page 8

Vísir - 10.05.1963, Page 8
8 VÍSIR . Föstudagur 10. maí 1963. VtSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjðrar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og -^greiðsla Ingóifsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 iínur). Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.f. Sigurinn i landhelgismálinu Það er nauðsynlegt að menn átti sig á því hvílíka stórfellda svikasamninga Framsóknarmenn og komm- únistar undirbjuggu í landhelgismálinu 1958. Þeir voru búnir að tefla málinu í algjört óefni. Forustuna hafði Hermann falið Lúðvík Jósefssyni. Hann stýrði málinu þannig að það gæti orðið fleygur milli fslands og vestrænna vinþjóða þess, og sér í lagi Breta. Allt var gert til þess að skerpa misklíð, við- ræðum neitað og ekkert gert til þess að forða árekstri. Síðan átti að varpa fjöreggi þjóðarinnar í fang Sovét- ríkjanna, þegar í algjört óefni væri komið — og biðja þá um að vernda hina nýju íslenzku landhelgi fyrir brezku herskipunum. Þannig var laumuspilið lagt á Túngötu 9. Þannig átti að ná tangarhaldi á hinni íslenzku þjóð — gera hana fyrst fráhverfa vinum sínum og slá síðan yfir hana hinum rauða feldi. Á elleftu stundu bráði af Framsóknarmönnum og þeir kváðu sig fúsa til þess að ganga til samninga við Breta. Og það voru stórmannleg boð, sem þá voru rétt fram á silfurdiski. Afnot af öllum ytri 6 mílunum í 3 ár, samtals yfir 20 þús. ferkílómetrar. Af samningum varð ekki, en þess mun lengi minnzt hve langt vinstri stjómin var fús til þess að ganga. Síðan hrökk Hermann úr stjórninni, eftir að hafa sagt að óðaverðbólga væri skollin yfir, og landhelgis- málið var skilið eftir í hinu mesta óefni. Það var ekki fyrr en viðreisnarstjórnin kom til skjalanna að málið var leyst. Og þá á grundvelli fjórum sinnum minna svæðis en vinstri stjómin vildi semja um. Þá urðu framsóknarmenn grænir af öfund og þeir hafa ekki náð sér enn. En þjóðin fagnaði hinum hagstæðu samn- ingum, sem hreinsuðu landhelgi okkar af erlendum bryndrekum. I Þeir samningar eru nú útrunnir eftir f áa mánuði og eigum við okkar 12 mílna landhelgi óskoraða. Þá hefir fullur sigur unnizt í landhelgismálinu. Hann mun ekki þakkaður þeim sem hlupu frá vandamálinu óleystu, heldur rikisstjóm Ólafs Thors, sem fann beztu lausn ina. Landhelgismálið er einn hennar stærsti sigur og hans mun lengi minnzt. Sárreiðir „bændavinir" Lengi hafa Framsóknarmenn setið í ríkisstjórn. En hver minnist þess að þeir hafi nokkru sinni lækkað tolla eða skatta á vinum sínum bændunum? Það er ekki fyrr en þessi ríkisstjórn kemur til valda að hagur bænda vænkast. Tollar á landbúnaðarvélum, sem nauð synlegar em á hverjum sveitabæ, eru nær afnumdir. Tugþúsundir sparast fyrir hvem bónda. Og framsókn- armenn halda áfram að nöldra. I filju mjólkursölu í mutvðruverzlunum « í gremargerð Neytendasam- takanna um lokunartfma sölu- búða, sem sagt hefur verið frá f Vfsi er m. a. minnzt á athug- anir, sem fram hafa farið á skil- yrðum til sölu mjólkur í mat- vörubúðum og heimsendingu mjólkur. Hefur Sveinn Ásgeirs- son, formaður stjórnar Neyt- endasamtakanna skýrt Vfsi nán- ar frá þessum, athugunum. Fyrir nokkrum árum kaus borgarstjóm nefnd segir Sveinn, til að athuga skilyrði til hqim- sendingar mjólkur og varð nið- urstaða athugunarinnar sú, að rétt væri að bfða eftir hinum væntanlegu pappahyn\um. Létu forsvarsmenn Mjólkursamsöl- unnar að því liggja, að þá myndi heimsendingarvandamálið leys- ast að nokkru af sjálfu sér, þar eð matvöruverzlanir gætu þá auðveldlega seld mjólk og sent hana til neytenda ásamt öðrum vörum. Æ>. MIKILVÆG ÞJÓNUSTA Nú er orðið alllangt síðan mjólk, rjómi og súrmjólk í pappahyrnum kom á markaðinn, en ekki er unnt að segja að þar með hafi heimsendingar- vandamálið leystst að sjálfu sér, Því fer fjarri. Ýmsar verzlanir hafa leitað aðstoðar Neytendasamtakanna til að fá að láta neytendum þá þjónustu í té að selja mjólk,<*> ekki sfzt þær sem leyfi hafa til kvöldsölu. Neytendasamtökin hafa fullan hug á því, enda myndi það tákna aukna þjón- ustu við neytendur og lögðu Neytendasamtökin sérstaka á- herzlu á þetta atriði í umsögn sinni til borgarráðs um lokunar- tfma sölubúða. Hafa bréfaskipti farið á milli Neytendasamtakanna og Mjólk- ursamsölunnar um þetta mál, en Mjólkursamsalan, sem einkarétt hefur á allri mjólkursölu í Reykjavík vill ekki gefa sam- þykki sitt og ber því m. a. við, að hún sé mótfallin þvf að senda mjólk eina sér f verzlanir, við- skiptavinir eigi að fá allar mjóik urafurðir á sama stað. Einnig myndi dreifingarkostnaður auk- ast. Æ ÁN UMBjOÐSLAUNA Neytendasamtökin vilja ekki viðurkenna þetta sem nægileg rök. Eins og er eru umbúðir á öllum mjólkurafurðum nema skyri þannig að vel er unnt að selja þær í matvörubúðum. Auk þess vilja matvöruverzlanir selja mjólk án nokkurra umboðs- launa, kaupa hana á venjulegu útsöluverði og selja hana á því verði til neytenda. Þess skal þó getið að f þeim hverfum, sem engar mjólkurbúðir eru hefur Mjólkursamsalan með mikilli tregðu fallizt á að leyfa mat- vöruverzlunum sölu á mjólk. Með þvf að neita matvöru- verzlunum um sölu á mjólk er útilokað að heimsendingarvanda málið geti leystst af sjálfu sér. Or því að Mjólkursamsalan álít- ur að dreifingarkostnaður myndi svo mjög aukazt við að leyfa matvöruverzlunum sölu á mjólk er ekki líklegt að hún Ieggi út f mjólkurflutning til neytenda beint frá mjólkurstöð, sem myndi hafa mikinn kostnað í för með sér bæði fyrir Mjóik- ursamsöluna og neytendur. Ef matvöruverzlanir tækju að sér þessa þjónustu gæti svo far- ið að mjólkurbúðir yrðu óþarf- Eins og undanfarin sumur mun Þjóðkirkjan reka sumar- búðir fyrir börn. Munu búðirn- ar að þessu sinni verða tvær, að Kleppjárnsreykjum í Borgar- firði, þar sem Þjóðkirkjan hafði starfsaðstöðu' í fyrsta skipti i fyrra í nýjum og glæsilegum heimavistarskóla sveitarinnar, og að Löngumýri í Skagafirði. En á Löngumýri stóð vagga sumarbúðastarfs Þjóðkirkjunn- ar og hafa verið sumarbúðir þar á hverju sumri nema f fyrra. Fröken Ingibjörg Jóhannsdóttir ar með öllu og liggur í augum uppi að að því yrði sparnaður svo að milljónum króna næmi. Æ. ALLAR VERZLANIR EÐA ENGIN Vísir hefur haft samband við Stefán Björnsson forstjóra Mjólkursamsölunnar og spurt hann um mál þetta. Sagði hann, að þetta væri stórt mál og yfirgripsmikið. — Mjólkursamsalan hefur enga markaða stefnu um alla framtíð, viðhorfin geta breytzt mjög. Mjólkursamsalan vill ekki velja úr neinar sérstakar verzlanir til að annazt sölu á mjólk, annað- hvort eiga allar verzlanir að fá mjólkursölu eða engin. Sagði Stefán útilokað að matvöruverzl anir gætu tekið að sér mjólkur sölu án nokkurra umboðslauna, það væri alltof mikill kostnað- ur fyrir verzlanir. Hvað heim- sendingarvandamálinu viðkemur þá er enginn grundvöllur fyrir þvf í Reykjavík. Að koma upp slíku kerfi er alltof kostnaðar- samt. hefur gefið kirkjunni Löngu- mýri og var rekinn þar hús- mæðraskóli í vetur. Sumarbúðirnar að Kleppjárns reykjum hefjast þ. 19. júnf og verða f fjórum flokkum, sem hver stendur í tvær vikur. Verða drengjaflokkar fyrst, en síðar tveir flokkar fyrir telpur. Á Löngumýri verða tveir flokk- ar, drengjaflokkur, sem hefst þ. 4. júlí og telpuflokkurinn hefst þ. 19. júlí. Dvalarkostnað- ur verður kr. 850.00 fyrir flokk- Framh. á 10. síðu. Heimsending útilokuð — segir Samsalan Sumarbúðir Þ j óðkirk j unnar

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.