Vísir - 10.05.1963, Side 16
VISIR
Föstudagur 10. maí 1963.
Telpa slasast
Tveggja ára telpa slasaðist á Isa-
firði í gær. Hún heitir Guðrún og
er dóttir Karls Aspelund. Faðir
hennar hafði verið að fara upp á
'iáloft í húsi sínu og notaði til
bess lausan stiga. Guðrún litla
hafði þá farið að klifrast upp í
stigann á eftir honum, en féll nið-
ur og kom á höfuðið. Meiddist
hún mikið á höfði svo að flytja
■varð hana á sjúkrahús. Leið henni
vel eftir atvikum í morgun.
Brezkir togarar
til ísafjarðar
í gær var vont veður á Vest-
fjörðum, hvassviðri og éljagangur.
Þá komu fimm brezkir togarar inn
til ísafjarðar, bæði til að fá við-
gerðir og skjól í veðrinu. Alls hafa
70 brezkir togarar komið til hafn-
ar á Isafirði það sem af er árinu.
—
Laxveiðifyrirhyggja Hermanns:
SÉRSTÆÐ RÁDSTÖFUN A
ÉISNUM RlKISINS
Hermann Jónasson: Samdi
þrisvar á siðustu ráðherradög-
unum. ,
Uppvíst hefir nú orðið
um mjög sérkennilega
meðferð Hermanns
Jónassonar á eignum rik
isins, sem varpar ljósi
yfir starfsaðferðir Fram
sóknarmanna þegar þeir
sitja að völdum í land-
inu.
Á sfðustu vlkum vinstri stjóm
arinnar eða 24. nóv. 1958 leigði
Hermann nokkrum Reykvíking-
um veiðiréttinn í Grimsá „um
næstu 9 ár, frá 1. júní 1963 að
telja“. Það athyglisverða við
þessa samningsgerð var að þá
var samningur, sem Hermann
gerði við þessa sömu menn um
ána, eða 8. júli 1953 „til næstu
10 ára“ alls ekki runninn út.
Hann myndi ekki hafa runnið út
fyrr en á miðju sumri í ár, en
einhverra orsaka vegna endur-
nýjaði Hermann ieiguna á ánni,
þegar sýnt var að vinstri stjóm-
in var að gliðna og hann mundi
láta af ráðherradómi. Og samn-
inginn 1953 um ána gerði Her-
mann einnig undir nokkuð sér-
stæðum kringumstæðum. Hann
samdi við Reykjavíkinga nokkr-
um dögum eftir ósigur Fram-
sóknarflokksins í kosningunum
1953, er hann var ákveðinn að
hætta í rlkisstjóm.
En þessi ráðstöfun Hermanns
Jónassonar á einni beztu veiðiá
landsins nær þó ennþá lengra
aftur í tímann en hér er frá
Framhald á bls. 5.
Strandferðaskip notað /
þágu Framsóknarmaana
í gær var haldinn á ísafirði
fundur Samvinnutrygginga og
komu til fundarins fulltrúar og
umboðsmenn frá ýmsum stöð-
um á landinu, sem ekki er í
frásögur færandi. Hitt þykir at-
hyglisverðara, að svo virðist
sem þetta fjármagnsfyrirtæki
Framsóknarmanna geti notað
fslenzk strandferðaskip eins og
hverjar aðrar lúxus-snekkjur og
látið það bíða eftir sér og tefja
för eftir þv£ sem hentugast er
fundartíma Samvinnutrygginga.
1 þetta sinn var það strand-
ferðaskipið Hekla, sem var látið
snúast kringum fyrirtækið
Samvinnutryggingar og skal nú
greint frá ferð skipsins eftir því
sem fréttaritarar Vísis greina
frá.
Hekla var á Akureyri á mið-
vikudagsmorgun og var tilbúin
þaðan til brottferðar kl. 12 á
hádegi. Hefði verið eðlilegast
að skipið sigldi þá þegar úr
höfn, en samkvæmt fyrirskipun
forstjóra Skipaútgerðarinnar
var siglingu frestað I sex klst.
eða fram til klukkan 18,00. Þá
komu fulltrúar á fund Sam-
vinnutrygginga um borð og var
þá hægt að sigla af stað.
Næsti áfangi var Siglufjörð-
ur. Hekla var tilbúin að sigla frá
Siglufirði á miðnætti aðfaranótt
fimmtudagsins og hefði þá ver-
ið eðlilegast að skipið héldi för-
inni áfram. Enn var þó Í8HHHI
frestað að því er virtist til að
miða við fundartíma Samvinnu-
trygginga á ísafirði. Var förinni
frá Siglufirði frestað í 4 klst.
Framhald á bls. 5.
Frá Iaxveiðum i Grímsá.
<•>-
Þrátt fyrir vorhret
20 unglingar til USA á
vegum kirkiunnur í sumur
Flokkar til Svíþjóðar og Skotlands
Vorið er mikill annatími hjá fuglunum. Þegar „hinn rétti" hefur
fundið „þá réttu“ er tekið til óspilltra málanna við söfnun byggingar-
efnis i sumarstaðinn, og vel skal vandað valið, þvi að ungamir litiu
skulu fá það bezta, sem völ er á.
Skógræktarstöðvamar í Fossvogi em sannkölluð paradís fugianna,
nóg er af trjám, þar sem gott er að byggja sér bústað. Undanfarið
hefur því verið mikið að gera þar, einkum hafa þrestirnir verið at-
hafnasamir. Mörg hjónin hafa þegar lokið öllum byggingaframkvæmdum,
m. a. þau sem eiga þetta fallega hreiður og eggin, sem innan skamms
opnast og hleypa litlu ungunum út í heiminn.
Samkvæmt upplýsingum frá séra
Óiafi Skúlasyni, æskulýösfulltrúa
þjóðkirkjunnar, fara 20 ísienzkir
unglingar á aldrinum 16—18 ára
á vegum þjóðkirkjunnar til árs-
dvalar í Bandaríkjunum í sumar.
Lagt verður af stað 17. júlí. Þess-
ir unglingar munu dveljast f 12
ríkjum Bandaríkjanna. Ungmenni
þessi eru frá Reykjavík, Akureyri,
Keflavík, Hafnarfirði, Þorlákshöfn,
úr Skagafirði og Barðastrandasýslu
og verður þetta stærsti hópurinn,
sem farið hefir vestur á vegum
Slætt í
Eyjafirði
Tveir trillubátar frá Akureyri
voru £ ’gær að slæða svæðið út af
Skjaldarvík, þar sem sjómaður féll
útbyrðis af báti sfnum og drukkn-
aði á miðvikudaginn. Varð leitin
árangurslaus, en það hamlar slæð-
ingunni að margar netatrossur eru
þarna £ sjónum og eru eigendur
þeirra nú beðnir um að fjarlægja
þær.
kirkjunnar. í fyrra fór 15 manna
hópur og 9 i hittiðfyrra. 4 ung-
menni frá Bandaríkjunum koma
hlngað til ársdvalar i sumar, og
jafnmörg hafa verið hér s.l. ár.
Þessi unglingaskipti hafa mælzt
sérstaklega vel fyrir og er til þeirra
stofnað af alþjóðlegum kirkjuleg-
um samtökum. Skiptast fjölmörg
lönd þannig á unglingum f þvf
skyni að stuðla að skilningi og vel-
vild þjóða i milli með auknum,
gagnkvæmum kynnum uppvaxandi
kynslóðar. Unglingarnir, sem héð-
an fara, dveljast á bandarfskum
heimilum í boði fósturforeldra
sinna þar, og viðkomandi safnaða,
ganga f framhaldsskóla, þar sem
hver um sig dvelst, og taka þátt
í kirkjulegu starfi. Æskulýðsfull-
trúinn hér hefir haft vikulega fundi
með hópnum, sem fer vestur í
Framhald á bls. 5.
Rauðáta ekki kom
in á síidarmiðin
Rauðátan er ekki komin á síld-
armiðin og hefur hennar lítið orö-
ið vart i síldarmögunum enn, en
þetta getur breyzt hvaða dag sem
er, sagði Jakob fiskifræðingur
Jakobsson við Vísi í gærmorgun.
Hann sagði að undanfarin tvö
vor eftir að vorsíldveiðar hófust
hafi mikil rauðáta verið komin á
miðin um þetta leyti, og gera megi
ráð fyrir, að þar sem sfldin sé í
ætisgöngu og lítið að hafa sé hún
ókyrr og dreifð, en þjappist sam-
an og kyrrist, er rauðátan kemur.
Megi til þess m.a. rekja Iíkumar
Framhald á bls. 5.