Vísir - 14.05.1963, Blaðsíða 1
VÍSIR
53. árg. — Þ/iðjudagur 14. maí 1963. — 108. tbl.
....———— i
„Ég hef eagu að Seyna"
— segir Senifh skipstjéri
Blaðið FISHING NEWS, sem
út kom 10. þ. m., birtir frétt und
ir fyrirsögninni: Miiwood-skip-
stjórinn segir frá. Neitar ólög-
legum veiðum — kveðst ekki
bjóðast til að fara (aftur til Is-
lands). — Blaðið segir hann nú
hafa rofið þögnina í fyrsta sinn
og sagt: „Ég hef engu að leyna.
Ég vil gera afstöðu mína degin-
um Ijósari“.
Rakti hann það sem gerðist,
segir blaðið, eins og það kom
honum fyrir sjónir í átökunum
við varðskipið Óðin, kvaðst
ekki hafa verið að ólöglegum
veiðum, en neita að fara aftur
til íslands svo sem að ofan
greinir.
Þegar hann var beðinn að
Framhald á bls. 6.
V' ——■—■—■—p—
ELLILAUNIN TV0F0LDUÐ
wmttíUiÆ-'
DANARBÆTUR MAR6FALDADAR
VERK VIÐREISNARINNAR
Eitt af því fjölmarga sem núverandi ríkisstjóm
hefur beitt sér fyrir er efling almannatrygginga.
Hún hefur dyggilega stutt þá sem við erfið kjör
hafa búið í þjóðfélaginu, sjúkt fólk og aldrað, og
fjölskyldubætur hafa hækkað stórlega.
Þessu til sönnunar má benda á, að:
'A' Ellilífeyrir hjóna hefur hækkað í tíð núverandi
ríkisstjómar um 106% á 1. verðlagssvæði og
175% á 2. verðlagssvæði.
jy Útgjöld almannatrygginganna til lífeyristrygg-
inga (bóta vegna elli, örorku og dauða, fjöl-
skyldubóta o. fl.) hafa hækkað um 180,6%.
'A' Fjölskyldubætur með 4 bömum hafa hækkað á
1. verðlagssvæði um 252%, á 2. verðlagssvæði
um 369%.
■jf Bamalífeyrir hefur verið hækkaður um ca. 43%.
■jc Ekkjubætur og ekkils við dauðsfall maka hækk-
uðu úr. kr. 19.200,00 í kr. 106.517,00
Vvígna genglsbreytingarinnar
1960 var ein af ráðstöfunum rík
isstjórnarinnar að breyta lög-
unum um almannatryggingar.
Reiknað var með að gengisbreyt
ingin myndi valda hækkun á
verðlagi í landinu sem svaraði
til 13% hækkunar á vísitölu
framfærslukostnaðar. Með hækk
un bóta elli- og örorkulífeyris,
fjölskyldubótum og öðrum svip-
uðum greiðslum almannatrygg-
ingn var dregið svo úr þeirri
hækkun á vísitölu framfærslu-
kostnaðar, sem gengisbreytingin
að öðrum kosti hefði í för með
sér, að hækkunin nam fyrir svo
kallaða vísitölufjölskyldu tæp-
lega 3% í stað um það bil 13%
ella.
Auk hækkana, sem voru í
beinu sambandi við viðreisnar-
ráðstafanimar, var elli-, örorku
og bamalífeyrir hækkaður um
20%. Þannig voru kjör þeirra,
sem þessara bóta njóta, bætt
verulega frá því sem var fyrir
gengisbreytinguna.
Þessar breytingar vora gerð-
ar strax árið 1960. Síðan hafa
í nokkrum áföngum aftur verið
gerðar veigamiklar breytingar á
almannatryggingalögunum.
Verða hér upp taldar helztu
breytingarnar:
1» Fjölskyldubætur greiddar með
hve-!-> bami kr. 3.077,00. Áð-
ur vora ekki greiddar fjöl-
skyldubætur með tveim fyrstu
börnunum, en með þriðja
bami aðeins kr. 1.190,00.
2. EIIi- og örorkulífeyrir hjóna
var 1 árslok 1959 kr. 15.927,00
en var f febrúarlok 1963 kr.
25.920,00. Einstaklingslífeyrir
var kr. 9.955,00, en er nú kr.
18.230,00, eða 83% hækkun.
3. Mæðralaun, sem greidd era
ekkjum, ógiftum mæðram og
fráskildum konum, skulu
greidd móður með einu barni
yngra en 16 ára og full mæðra
laun skulu greidd móður með
einu barni, en fyrst þegar ein-
stæð móðir átti 2 böm og full
mæðralaun vora ekki greidd
Framh. á bls. 6.
EUilífcyrir hjóna hefur haekkað um 106 %
Jakob stjórnar síld-
arleitinni / sumar
Þórunn og Asken-
azy tilMOSKVU
Áfcveðið er að Jakob
Jakobsson fiskifræðing-
ur og átrúnaðargoð sjó-
manna stjómi síldarleit
á sjó á sfldveiðunum fyr
ir norðan í sumar eins og
í fyrra og f ái Ægi til um-
ráða.
Getur síldin bmgðizt
eins og nú er komið
veiðitækninni, að kastað
er á hana þótt hún vaði
ekki? Þeirri stóm spurn-
ingu svaraði Jakob var-
lega í viðtali við Vísi í
morgun á þá lund, að
hættan á aflabresti á síld
væri nú stómm minni en
fyrir fáum árum, þótt
einstakar vertíðir gætu
enn orðið mjög misjafn-
ar.
Jakob kvað, hafa verið gert
ráð fyrir að hann fengi Ægi 1.
Framhald á bls. 6
Þau hjónin Askenasy og Þórunn
Jóhannsdóttir flugu kl. 12.30 1 dag
til Rússlands. Þau stigu um borð
1 rússneska þotu frá flugfélaginu
Aeroflot 1 London Airport. Brezki
listamannaráðandinn Hochhauser
og frú fylgdu þeim á flugvöllinn.
Þar var og fulltrúl rússneska sendi-
ráðsins.
Það er ekki rétt sem komið hefur
fram áður, að Askenasy ætli að
halda hljómleika í Rússlandi I þess-
ari ferð. Hann fer eingöngu til að
hitta foreldra slna og vini. Hins
vegar getur verið að hann fari síð-
ar til Rússlands til hljómleikahalds,
í júnímánuði, eftir að þau hjónin
koma til íslands.
Askenasy og Þórunn kvöddu for-
eldra hennar, Jóhann og frú Klöru,
að heimili þeirra í London kl. 10,30
f morgun. Þau voru glöð og ham-
ingjusöm og virtust viss um að allt
myndi ganga vel. Þau ætla að vera
eina viku og í hæsta lagi 10 daga
Framh. á bls. 5