Vísir - 14.05.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 14.05.1963, Blaðsíða 10
10 V í SIR . Þriðjudagur 14. maí 1963 Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í um- dæminu, sem enn skulda söluskatt 1. árs- fjórðungs 1963, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinu vangreidda gjaldi ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstióraskrifstofunnar, Arnarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 13. maí 1963. Sigurjón Sigurðsson. Húseign til sölu Tilboð óskast í húseignina Vesturgötu 57. Tilboðin leggist inn hjá Verzlun Daniels, Laugaveg 66. Nauðungaruppboð það sem auglýst var í 11., 12. og 14. tbl. Lög- birtingablaðsins 1963 á efri hæð húseignar- innar númer 27 við Smáratún í Keflavík, eign Ara Sigurðssonar, fer fram að kröfu uppboðs- beiðenda á eigninni sjálfri miðvikudaginn 22. maí 1963 kl. 3 síðdegis. Bæjarfógetinn í Keflavík. Skrifstofustarf Starf skrifstofumanns eða stúlku við bæjar- fógetaembættið í Keflavík er laust til um- sóknar. Umsóknir er greini til um menntun og fyrri störf sendist Bæjarfógetaskrifstof- unni fyrir 25. maí 1963. Bæjarfógetinn í Keflavík. Skólafólk Okkur vantar skólafólk til frystihúsavinnu í sumar. Ókeypis húsnæði og ókeypis ferð. Næg vinna. Fiskiðjan, Vestmannaeyjum Söluskattur Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 1. árs- fjórðung 1963, svo og hækkanir á söluskatti eldri tímabila, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi 15. þ. m. Að þeim degi liðnum verður stöðvaður án frekari aðvörunar atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafa þá skilað gjöldunum. Reykjavík, 13. maí 1963. TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN, Arnarhvoli. Studia Islandica: Vanir og æsir Út er komið 21. heftið af Studia Islandica eða fslenzkum fræðum, sem gefið er út af Heimspekideild Háskóla íslands og Bókaút- gáfu Menningarsjóðs, ritstjóri dr. Steingrím- ur J. Þorsteinsson prófessor. Þetta hefti flytur goðfræðilega ritgerð, sem nefnist Vanir og Æsir, eftir magister Ólaf Briem, menntaskólakennara á Laugarvatni. Bókin er 80 bls., auk nokkurra mynda af forn- minjum til skýringar. Verð 80 krónur. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS. BIFREIÐAS ALAN Laugavegi 146. — Símar 11025 og 12640 BIFREIÐAEIGENDUR: Vi5 'dljum vekja athygli bíleigenda á, að við höfum ávallt k..upendur að nýjum og nýlegum FÓLKSBIF- REIÐUM, og öllum gerðum og árgerðum af JEPPUM. Látið RÖSl þvi skrá fyrir yður bifreiðina, og þér getið treyst því, að hún selzt mjög fljótlega. KAUPENDUR: Nýir og ýtarlegir verðlistar liggja frammi með um 700 skráðum bifreiðum, við flestra hæfi og greiðslu- getu. — Það sannar yður bezt að RÖST er miðstöð bif- reiðaviðskiptanna. — RÖST REYNIST BEZT — RÖST S.F. Laugavegl 146. — Símar 11025 og 12640 Bílavarahlutir Hefi talsvert af varahlutum i Buick ’41—’52 og einnig í Piymouth ’42—’52. Einnig complet mótor i Stude- bakei ’47 Hjólbarðaviðgerðin MYLLAN, Þverholti 5. * fólk ——j Blóðnasir og blátt auga fékk Russel Ray umboðsmað- ur kvikmyndastjörnunna* Jayne Mansfield, þegar hann skipaði nýjasta biðli kvik- myndastjörnunnar að yfirgefa strax hótelherbergið hennar. Biðillinn, sem er brasilíski söngvarinn Neison Sardelli, þakkaði fyrir þessa skipun með því að gefa Ray vel úti- v Jayne Mansfield látin högg. Jayne fór að há- gráta og milli þess sem hún hafði ekka sagði hún, að sér fyndist Sardelli „reglulega skemmtilegur strákur“ — síð- an fór hún út að borða með Ray. ★ Hraðinn í Ameriku er fræg ur orðinn, en eitt er það sem hann hefur enn ekki náð föst- um tökum á — hjónaskilnuð- um. Richard Burton hefur valdið því að við vorum næstum búin að gleyma því, að Liz Tayior er gift — Eddy Fisher. Eddy Fisher hefur nú sent út opinbera tilkynningu um, að um ieið og hann sjái sér fært að losna undan atvinnusamn- ingum sínum, muni hann strax fara tii Nevada og dvelja þar hinar Iögskipuðu ' 6 vikur, til þess að einhver skriður kom- ist á skilnaðarmálið. Og sem góður kaupsýlumaður bætir hann við, að hann vonist til að fá nógu mörg atvinnutilboð frá næturklúbbunum i Las Vegas, svo að vikurnar 6 verði fljótar að Iíða. Hvort hann ætlar að taka nýjustu vinkonuna sína með fylgir ekki sögunni. M- Bandarískir diplomatar eiga ekki sjö dagana sæla. Ástæðan? Kennedy hefur skipað þeim að Iæra kricket. Og kricket er það flóknasta sem þeir geta Kennedy hugsað sér. Kricket er þjóðaríþrótt Breta og í þeim löndurn sem Bretar ráða yfir eða hafa ráðið yfir . hafa þeir innleitt kricketleik- inn, með þeim árangri að marg ir eru kricketsjúklingar, ef svo má að orði komast. ... Kennedy gerir sér vel grein fyrir að eigi diplomatar hans að komast f náið samband við íbúa þessara svæða, verða beir að læra kricket. Því er rnikill skortur á enskum kricketkenn urum í Washington um þessar ií mundir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.