Vísir - 14.05.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 14.05.1963, Blaðsíða 11
VÍSIR . Þriðjudagur 14. maí 1963 UTVARPIÐ Þriðjudagur 14. maí. Fastir liðir eins og venjulega. 13.00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 „Síðdegisútvarp. (Fréttir og tónleikar). 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 20.00 Einsöngur í útvarpssal: Ólaf- ur Þ. Jónsson. Við píanóið: Fritz Weisshappel. 20.20 Þriðjudagsleikritið: „Ofurefli" eftir Einar H. Kvaran. VI. kafli. 21.00 Tónleikar: Tékkneskir lista- menn syngja og leika þjóð- lög og dansa. 21.15 Frá Italíu; þriðja erindi: Gosið, sem gereyddi Pompeji (Dr. Jón Gíslason skólastj.). 21.40 Tónlistin rekur sögu sína; XIV. þáttur (Þorkell Sigur- björnsson). 22.10 Lög unga fólksins (Gerður Guðmundsdóttir). 23.00 Dagskrárlok. vb'ÞH - í j í DAG eru allra sfðustu forvöð að kaupa miða í happdrætti Krabbameinsfélagsins. Dregið verður f kvöld. — Vinningur er sum- arbústaður á hjólum. Miðar fást afgreiddir að Skólavörðustíg 22, Suðurgötu 22 og í „sumarbústaðnum". SJONVARPIÐ Þriðjudagur 14. maí. 17.00 The Phil Silvers Show 17.30 Salute To The States 18.00 Afrts News 18.15 Sacred Heart 18.30 The Andy Griffith Show 19.00 Exploring 20.00 The Real McCoys 20.30 Armstrong Circle Theater 21.30 Stump The Stars 22.00 Crisis 22.30 To Tell The Truth 23.00 Lawrence Welk’s Dance Party Final Edition News PENNAVINIR Bréfavinur. Kanadamaður einn að nafni Joseph J. Gregory, 160 Taylor Ave., Hamilton, Ontario, Canada, hefur beðið blaðið um að koma á framfæri ósk um bréfavið- skipti við einhvern Islending. — Áhugamál hans eru: Blóm, garð- rækt, íþróttir, veiðar og náttúru- skoðun. Auglýsið í VÍSI stjörnuspá ^ nr morgundagsins * Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Gáðu vel að fótaforráðum þínum, þegar þú verður þess var að þú ert ekki vel heima í þeim verkefnum, sem fyrir þér liggja. Kæruleysi gæti valdið þér tjóni. Nautið, 21. aprfl til 21. maí: Það mun reynast þér erfitt að koma vitinu fyrir féiaga þinn, sem hefur myndað sér rangar hugmyndir um hlutina og er blekktur. Reyndu að gera þetta með lagni. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Hyggilegt væri fyrir þig að staldra nokkuð við og taka hlut- ina til rækilegri athugunar áður en þú markar stefnuna fyrir kom andi tíma. Krabbinn, 22. júnf til 23. júlí: Gakktu rækilega úr skugga um, hvar mistakanna er að leita, ef þú átt í erfiðleikum við að fá réttar útkomur út úr hlutunum. Þú kannt að þurfa að skera nið ur lúxuskostnað. Ljónið, 24. júlf til 23. ágúst: Það er hagstæðara að vera sem mest á ferðinni fyrri hluta dags- ins, því þá er auðveldara að koma verkefnunum í kring í fyrstu atrennu. Taktu lífinu með gát sfðari hlutann. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Þér kann að þykja erfitt að átta þig á hlutunum og taka ákvarð anir, þegar á liggur f dag. Þú ættir ekki að halda þfnum mál- stað stfft gegn andstæðum öfl- um. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Gættu eigna þinna og annarra vel, þar eð óvandaðir menn gætu valdið þeim nokkru tjóni, er þeir fengju færi á. Tefldu ekki á tvær hættur. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Talsverð hætta er á að þú gleym ir mikilvægum atriðum í sam- bandi við atvinnu þína eða jafn- vel að hitta aðila, sem þér kunna að reynast mikilvægir. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Tilfinningar þfnar og breytni annarra gætu leitt þig til að framkvæma vanhugsuð verk eða draga rangar ályktan- ir. Nokkur hætta er fyrir þig á götum úti. Steingeitln, 22.des. til 20. jan.: Gefðu öðrum ekki kost á að taka ákvarðanir fyrir þig, þegar þér er bezt kunnugt um hvað þér er fyrir beztu .Treystu ein- vörðungu á mátt þinn og meg- in. Vatnsberinn. 21. jan. til 19. febr.: Láttu skynsemina ráða gerðum þfnum fremur en metn aðargimina. Það gæti forðað þér frá skipsbroti. Hagkvæmt að gera öðrum Ijóst hvað þú hefur í hyggju um hlutina. Fiskamir. 20. febr. til 20. marz: Það friðsama andrúms- loft, sem sál þfn þráir mest nú, gæti verið trufluð af aðilum, sem oftast valda þér nokkmm hugaræsingi. Vertu á varðbergi gagnvart þeim. Æskulýðssambaml ískmds Myndin sýnir nýjan veitingasal, sem Veitingahúsið Laugavegi 28B bætti við húsakynni sín fyr ir skömmu. Sést þarna jafnframt Emst Michalik, híbýlafræðing- ur, sem annaðist að mestu teikn ingu innréttinga. Tekib á móti tilkynningum i bæjarfréttir i sima 1 16 60 Æskulýðssamband íslands hefur ák/eðið að efna til hugmyndasam- keppni um merki fyrir sambandið og er þátttöku óskað frá meðlimum allra aðildarsamtaka ÆSf, sem em: Bandalag fsl. farfugla, Iðnnema samb. íslands, Islenzkir ungtempl- arar, íþróttasamband íslands, Samb bindindisfélaga f skólum, Samband ungra framsóknarmanna, Samb. ungra jafnaðarmanna, Samband ungra Sjálfstæðismanna, Stúdenta ráð Háskóla íslands, Ungmennafé- lag íslands, Æskulýðsfylkingin, samb. undra sósfalista. Gerð merk isins skal á einhvern hátt bera með sér, að um sé að ræða heildarsam- tök fslenzkrar æsku. Skal það helzt vera sem þjálast til almennrar notkunar á t. d. bréfsefni, fána o. fl. Ekki er nauðsynlegt til verð- launa, að hugmyndirnar séu út- færðar til fulls af þátttakendum, ef skýrt kemur fram hváð fyrir til- lögumanni vakir. Veitt verða ein verðlaun, 1.500 krónur. Frestur til að skila tillögum er til 5. júní 196: og skulu þær sendar Æskulýðssan bandi fslands, Suðurlandsbraut 4 pósthólf 864, Reykjavfk. Tillögurn ar skulu merktar dulnefni, en nafr og heimilisfang fylgja í lokuðu uir slagi merktu á sama hátt. Dóm nefnd samkeppninnar skipa: Gfsl B. Björnsson, teiknari, Hörðu Ágústsson listmálari og Skúli H Norðdahl, arkitekt. FUNDAHÖLD Reykvfldngafélagið heldur afmæ’ isfund miðvikudaginn 15. maf næst komandi kl. 20,30 að Hótel Borg Prófessor Jóhann Hannesson flytur erindi um framtíð Reykjavfkur Kvikmynd sýnd. Happdrætti. Dans. Fjölmennið stundvfslega. Wiggers: — Ég vildi að við Desmond: Það er nóg, að við Jack: — Farnir, og ég sem hélt vissum hvert við erum að fara skulum komast burtu heilir að þeir væru álíka gáfaðir og Desmond. heilsu Wiggers. þessi kokoshneta. sko ekki sleppa. En þeir sku ES.'SE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.