Vísir - 14.05.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 14.05.1963, Blaðsíða 15
VÍSIR . Þriðjudagur 14. maí 1963 75 r ©O tramhaldssago eftir Jane Blackmore stjörnuskin og skuggar Enn ekkert svar. Burke leit á undirforingjann sem snöggvast og hélt svo áfram í vinsamlegum tón og eins og hann væri að tala við barn: — Þvi fyrr sem þér svarið því fyrr losnið þér við mig. — Ég hef ekkert að segja, sagði hún og dró andann ótt og títt. Ég hef verið í rúminu I alla nótt. Það getur Rupert sagt ykkur. — Og svo ætlið þér kannski að segja mér, að hann hafi líka legið í rúminu í alla nótt, sagði hann, og kenndi háðs í röddinni. Hún leit sem snöggvast á hann og svo undan. __ Voruð þið vakandi í nótt? í alla nótt? Þið bæði? Kiprings varð vart í munnvikjum hennar. — Svona nú, frú Bagley, þér lítið út fyrir að vera vel gefin, menntuð kona. Hvað gerðist eigin- lega? Diana svaraði og hafði hraðann á: — Mér varð ekki svefnsamt í ofviðrinu. Ég var alltaf að vakna. Og Rupert svaf líka illa. — Fór hann nokkurn tíma á fætur? — Hann fer oft á fætur á næt- una ef hann verður andvaka. Hann fær oft slæman höfuðverk — og fer þá kannski fram úr til þess að ná sér í aspirín. Hún horfði nú á hann leiftrandi augnaráði. — Það er allt og sumt. Hann fór bara til þess að ná sér í aspir- ín. Burke lögreglufulltrúi var eng- inn sálfræðingur, en hann hafði orðið að hafa afskipti af margs konar fólki, og honum var ljóst, að yfir þessari konu vofði, að hún bugaðist gersamlega. — Þér segið, að maðurinn yðar fái oft slæman höfuðverk. — Já, hann var í rúminu allan daginn í gær. Hann þjáist svo stundum, að hann er nærri mátt- vana. — Og þér? — Ég? — Eigið þér vanda til að fá höfuðverk? — Nei, en ég er lasin, iíður illa. — Vegna dauða móður yðar? Hún horfði á hann með grun- semd í augum. Svo var sem neist- ar hrykkju úr þeim. — Nei, ég er fegin að hún er dauð. Lögreglufulltrúinn varð undr- andi, hneykslaðist á þessari furðu- legu yfirlýsingu og var farinn að finna áhrifin af hinu einkennilega andrúmslofti hússins. Þegar hann kom út, þurrkaði hann svitann af enni sér og glotti til Dobsons undirforingja. — Kynlegt mál þetta, sagði Dob son. — Það lítur út fyrir það, játaði Burke. Mér veitir sannarlega ekki af að fá mér frískt loft. Þegar hann kom niður, var fjórða bílnum ekið að húsinu. — Herra trúr, stundi hann. Hver kemur nú? Lftill bíll stöðvaðist rétt hjá bíln um hans. Sterklegur m'aður, grá- hærður, kom úr honum. — Reynolds, sagði hann og gekk til móts við fyrrverandi yfirmann sinn. Mér þætti gaman að vita hvaða erindi þú átt hingað. Reynolds brosti hjartanlega. — Ég hélt kannski, að þú þyrft ir á einhverri hjálp að halda. — Því gæti ég bezt trúað, mér hefir sannast að segja lítið orðið ágengt enn. — O, ætli það þokist ekki áfram fyrst ég er kominn, sagði Reyn- olds. — Yfirlætislaus eins og ávallt, sagði Burke. Jæja, eftir hverju ertu að bíða? Þú hefir sjálfsagt svör á reiðum höndum við öllum spurn- ingum. Þeir gengu saman inn í forstof- una. — Við skulum fara hingað inn, sagði Reynolds og gekk á undan inn í borðstofuna. Hann settist í stól og lét fara vel um sig, tók svo pípu sína, troðfyllti hana og kveikti f. — Hvað viltu vita? -— Allt um Thornhillmálið. — Jæja, þú ert þegar búinn að frétta um það, sagði Reynolds undr andi og lyfti brúnum. — Já, herra Bagley var svo vin samlegur að minnast á það. — Já, einmitt það — hvers vegna? — Það veit ég ekki — getur þú getið þér þess til hvers vegna hann gerði það? — Fjandinn hafi það. Nei, það get ég ekki, en ég get sagt þér allan gang málsins ... Rupert gekk hratt meðfram fram hlið hússins. Hann hafði farið út til þess að bíða eftir Marlene — til þess að segja henni, að hún mætti engar upplýsingar láta lög- reglufulltrúanum í té. Hann hafði falizt í runnunum sem huldu bíl- skúrinn, svo að hann sást ekki úr garðinum. Hún var vön að koma stíginn sem lá þarna að bakdyr- unum en þennan dag hafði hún hjólað beint upp að aðaldyrunum — einmitt á þessum degi hafði hún þurft að taka upp á því, komið auga á sjúkrabílinn og áður en hann komst til hennar, hafði Por- chy komið askvaðandi á móti henni til þess að segja henni hvað hafði gerzt. Honum hafði runnið kalt vatn milli skinns og hörunds, er hann heyrði hana fara að grenja en það lagðist í hann, að það mundi gera illt verra, ef hann færi að aðvara hana fyrr en hún væri búin að jafna sig. Ef hún kæmi auga á hann meðan hún enn var haldin móðursýki, var ekki að vita hvað hún mundi segja eða gera. Það var blátt áfram lífsnauðsyn, að ekkert vitnaðist um samdrátt þeirra. Hann horfði á eftir sjúkrablln- um, er honum var ekið burt. Ekki kom það neitt við tilfinningar hans. Svo kom hann auga á lögreglulækn irinn, sem var að koma niður tröpp urnar og hraðaði sér til hans. — Er skoðuninni þegar lokið, læknir? spurði hann mjúkum rómi. Læknirinn leit á hann og svaraði stuttlega: — Nei, ekki enn — alls ekki. — Hver var dauðaorsökin? Lögreglulæknirinn yppti öxlum. — Það vitum við ekki — ekki ennþá. Þetta vakti furðu Ruperts. — Vitið — þið — það ekki? —Nei, frekari rannsóknar er þörf. Læknirinn settist undir stýrið í bíl sínum og ók af stað. Rupert horfði á eftir honum, þar til hann var horfinn. Einkennileg sigurtil- finning greip hann. Hann vætti þurrar varirnar. Gat það verið að það hefði þrátt fyrir allt ekki verið nauðsynlegt að skella skuldinni á Sorrel? Hafði honum tekizt að framkvæma hinn „fullkomna glæp“. fremja morð, án þess menn vissu að morð hefði verið framið. En svo hjaðnaði þessi tilfinning jafn fljótt og hún hafði vaknað. 1 Taugaæsingin hvarf og nú var hann næstum dasaður. Hann leit i áttina til dyranna á svefnher- bergi sínu og Díönu. Þar, undir rúminu, voru enn fötin, sem hann hafði verið í um nóttina, blaut peysa og brækur. Mikilvæg sönn- unargögn, ef þau fyndust. Meira en mikilvæg, — fellandi. Ef Diana vildi nú bara dragast á lappir. Hún varð að fara á fætur, — fara út úr svefnherberginu. Hann varð að fá tíma til þess að losa sig við þennan fatabúnka. Það gat svo sem vel verið, að Diana yrði I rúminu allan dag- inn. Kannski yrði hann að fjar- lægja fötin fyrir augunum á henni. Svo fór hann að hugsa hraðar. Þetta var kannski einfalt mál. Biðja bara Marlene um að sækja þau. Hún myndi ekki spyrja af hverju þau væru svona blaut, og Diana mundi líta á það sem venju- Iega ráðstöfun, senda fötin í hreins un, en það ætlaði hann að biðja Marlene um, þegar hún hefði þurrk að þau. Hann varð léttari í lund er hann hafði dottið niður á þessa lausn. Það var sól og hlýtt. Allt var I lagi — allt hafði farið sam- kvæmt ráðagerð hans. Allt í einu Iagði hann af stað og gekk hægt og hljóðlega, en þegar hann kom að stíg, sem lá inn í garðinn, nam hann skyndilega staðar. Sorrel stóð í opnum dyr- um vinnuskálans og sneri baki að honum. Hann læddist aftan að henni. Allt í einu varð hún hans vör. Hann nam staðar I tveggja eða þriggja skrefa fjarlægð frá henni. Hún sagði hægt. — Það var þá þannig sem þér komuzt inn. Bros færðist yfir andlit hans. — Lögreglufulltrúinn, þessi Burke, er allra huggulegasti maður. Hefirðu sagt honum frá þessari kenningu þinni. —Ekki enn, en ég geri það, þegar ég hef sannanirnar. — Þú ert duglegur snuðrari, sagði hann og horfði á hana með aðdáun og lét svo lítið að láta bros fylgja aðdáunartillitinu. Þú ert sannarlega breytt, Sorrel, þú varst ekki svona — seinast. — Nei, þá var ég ekki svona. Þá var ég hrædd. —Nú er ég reið. Þér hafið reynt að — eruð að reyna að láta það líta svo út, sem ég hafi framið morð. Hann yppti öxlum. — Ég þurfti á þér að halda. — Og auk þess, sem ég áður sagði: Nú hefi ég Davíð. — Já, ástin, sagði hann og hló hæðnislega — hinn mikli kraftur. — Þér skulið ekki fara háðs- legum orðum um ástina, sagði hún kuldalega, Þér gleymduð að taka hana með í reikninginn. Án Davíðs hefði ég kannski bugazt — en með hann mér við hlið bugast ég ekki. Hann horfði á hana háðskur á svip. — Þú verður að halda áfram leitinni að sönnunargagninu Sorrel. — Ég er búinn að finna það. Hann steig feti nær illilegur á svip. Brosið var horfið af vörum hans. Hylkið? Þú fannst það? — Já ég fann það, játaði hún rólega. Hann gekk þétt að henni. — Og veiztu hvað var I því? T A R Z A N IT'S THE SOUNP OFSILVEK... S0WE7AY IMUST FIN7 CLT WHAT 1X0. STAN7S FOSt! UTTLE FIRE BIRP NOSApy NOW. VERY SWAKT soy. IF YOU NOT WANT HIW WE K.EE7 HIM FOK OUKOWN! 1 — Við höfum galdratæki til að hrista, en ekkert sem heyrist svona fallega í. Tarzan: — Það er silfurhljóm- ur. Ég verð að reyna að komast að því, hvað I.T.O. þýðir. Höfðinginn: — Litli eldfuglinn er ekkert barn lengur, hann er ' gáfaður piltur, ef þú villt ekki taka hann, þá höfum við hann hjá okkur. Tarzan: — Það er einhver að koma. Höfðinginn: — Litli eldfuglipn, hinn þögli. Tarzan: — Ég trúi því varla að svona stálpaður drengur eigi enga rödd: Hann sá, að hik var að koma á hana, en samt svaraði hún ró- lega: — Um það mun lögreglufull- trúinn vart verða í vafa. Hann hló kuldalega. — Hann botnar ekki neitt í neinu. Og ekki læknirinn heldur. — Þeir munu komast að því með hylkið f höndunum svaraði hún. — Reyndu það, sagði hann nap- urlega. Bíddu og þú munt komast að raun um hvað þeir finna. Hún starði á hann án þess að segja neitt. Ef hún aðeins vissi hvað verið hafði í hylkinu, en hún vissi það ekki. Hún svaraði hnakka kert: Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINHJ OG DÓDÓ, Laugavegi 11, slmi 24616. P E R M A, Garösenda 21. slmi 33968 Hárgreiðslu- og snyrtlstofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. T J ARN ARSTOFAN, Tjamargötu 10, Vonarstrætismeg in. Sími 14662. Hárgreiðslustofan HÁTÚNl 6, sími 15493. Hárgreiðslustofan SÓLEY Sólvallagötu 72, Simi 14853. Hárgreiðslustofan PIROLA Grettisgötu 31, slml 14787. Hárgreiðslustofa ESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. Hárgreiðslustofa SVÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Freyjugötu 1. sfmi 15799. Hárgreiðslustola AUSTURBÆJ AR (Marfa Guðmundsdðttir) Laugavegi 13. sfmi 14656. Nuddstofa ð sama stað. ..... . ii ,mm Ódýr Barnaföt i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.