Vísir - 14.05.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 14.05.1963, Blaðsíða 8
VÍSIR . Þriðjudagur 14. maí 1963 asi Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og ’*'greiðsla Ingó'.fsstrœti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. 1 Iausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Skáldin eru þögnuB Það er eftirtektarvert að við þessar kosningar minn- ist varla nokkur lengur á hina íslenzku kommúnista. Þeir og stefna þeirra virðist hafa gengið sér til húðar. Er það ekki vonum fyrr. Á Norðurlöndunum eru kom- múnistar fyrir löngu orðnir að litlum einangruðum flokk, sem enginn tekur lengur mark á og sem er gjörsamlega áhrifalaus á þjóðþingunum. Þeirra upp- gangstímar voru á millistríðsárunum. Þá áttu þeir fylgi margra góðra manna að fagna og Sovétríkin voru enn framtíðarlandið. Það var á þeim árum sem Jóhannes úr Kötlum kvað: „Sovét ísland, Sovét ísland, hvenær kemur þú?“ Þá hugðu margir einnig hér á landi að hugsjón kommún- ismans væri göfug og góð hugsjón í framkvæmd. Styrjöldin strauk þá glýju af augum frændþjóða okk- ar. Þeir kynntust flóttamönnunum eftir styrjöldina og sáu hvemig Björninn í austri kom fram við hin smáu Eystrasaltsríki. Við íslendingar bjuggum hins vegar enn tiltölulega einangraðir norður í hafi, langt frá heimsviðburðun- um. Það hefir tekið okkur meir én áratug frá styrjald- arlokum að skilja þá staðreynd, sem frændur okkar gerðu sér löngu Ijósa. Ungverjaland var merkur áfangi á þeirri leið. Þá snera margir mætir mennta- og hug- sjónamenn baki við flokknum. Afhrópun Stalins var annar áfanginn. Þar hrundu skýjaborgir hinna gömlu, hörðu marxista til grunna á einni nótt. Efinn skaut rótum í hugum annarra. Og njósnamálin á síðustu ár- um hér á landi hafa sýnt enn fleirum hver hin sanna ásjóna kommúnista er. Þessi hugarfarsbreyting er einhver merkilegasti við- burðurinn í stjórnmálasögu síðustu ára. íslendingar eru nú loks hættir að trúa öllu því sem þeir lesa í erlend- um bókum. Þeir eru famir að dæma hugsjónimar eftir veruleikanum. Kommúnisminn er að flosna upp í land- inu. Mál og menning er að krókna og Kiljan hefir misst áhuga á pólitík. Þar geldur fögur hugsjón þess að böðl- ar hafa framkvæmt hana. í stað frelsis hefir komið fangelsismúr. Nú kveður ekkert íslenzkt skáld lengur sálminn um Stalin. Tæmdu bændasjóðina Það er broslegt að sjá tilburði Framsóknarflokksins í landbúnaðarmálunum þessa dagana. Þessi gamli fiokkur sem þótzt hefir vera „bændaflokkur“ er orð- inn uppvís að því að hafa gert sjóði bænda gjaldþrota undir Eysteini 1958. Nú eru birtar fallegar yfirlýsing- ar. En þær tjóa ekki. Bændur vita að það voru ekki Framsóknarmenn, sem lækkuðu tolla á landbúnaðar- vélunum. Það framfaraspor beið næstu stjórnar, þeirr- ar sem nú situr. * ^pvintýrið um nýju fötin keis- arans endurtekur sig oft í mannlífinu. Alis staðar eru á ferð bragðarefir og svindlarar sem notfæra sér trúgimi og heiðarleika saklausra meðborg- ara. Svikaklæðskeramir tveir seldu keisaranum ósýnileg föt, en hið danska ævintýraskáld minntist ekkert á þá refsingu sem þeir hlutu. Sennilega kom- ust þeir undan og þannig var bezt að sagan endaði, því að sök svindlaranna var minni en smán hinna trúgjömu. Tfyrir nokkrum vikum komst upp um svikagreifann de Sade í Danmörku, sem hafði svikið út milljónir króna og haldið sig sem franskan aðals- mann í samkvæmislífi Kaup- mannahafnar. Hugmyndaflug þessa svindlara var svo furðu- legt, að nærri liggur að almenn- ingur dáist að brögðum hans, en þeir sem hann blekkti sæta háði og glósum. Poul Houe, hann gerði engin mistök. Falski læknirinn í fyrra var mjög á döfinni sér- kennilegt svikamál f Noregi. Það var ungur danskur stúd- ent, en réði sig sem lækni við sjúkrahúsið f Vardö f Norður- Noregi. Þar starfaði hann próf- laus og réttindalaus í nokkra mánuði unz upp komst um allt saman. En ibúamir f Vardö hðrmuðu brottför hans, öllum Sem höfðu leitað til hans bar saman um að hann hefði verið einn bezti læknir sem þeir höfðu kynnzt. Réttindalaus hafði hann framkvæmt sjúk- dómsgreiningar og uppskurði og allt hafði gengið vel. Stúdent þessi heitir Poul Houe. Hann er 27 ára frá bæn- um Thisted f Jótlandi. Nú fyrir nokkru gaf hann út bók um at- burði þessa, sem norslci blaða- maðurinn Odd Hjorth-Sörensen hefur fært í letur. Bókin kallast „Skandale — for hvem?" eða „Hneyksli — fyrir hvern?“ Líta má á hana sem vamarrit fyrir stúdentinn, þar sem hann lýsir m. a. læknavandræðunum f hin- um dreifbýla Norður-Noregi. Og sökin er ekki einungis hans, heldur einnig að kenna hinum óeðlilegu aðstæð- um. Það er furðulegt ástand í Noregi, að á sama tíma og lækn ar em sendir úr landi til að veita fjarlægum þjóðum þjón- ustu eru um 12 þúsund manns, aðallega í Norður-Noregi sem njóta aðeins mjög takmarkaðrar læknisþjónustu. , Það er rakið í bókinni, að Poul Houe hafði verið í sex ár í læknisfræði og flest þessara ára hafði hann starfað sem að- stoðarmaður á sjúkrahúsum hjá viðurkenndum læknum. Hann segir m. a. í bókinni: — Ég hafði skoðað og skrifað sjúkdómsskýrslur um 2000 sjúk- linga og tekið sem aðstoðar- maður þátt f mörg hundruð uppskurðum. Síðan ætlaði hann að ráða sig sem aðstoðarmann f sjúkra- húsið í Vardö, þar sem mikil þörf var fyrir lækna, en þá urðu þau mistök hjá norskum heilbrigðisyfirvöldum, að þau litu á hann sem lækni og stúd- , entinn ákvað að láta það þá gott heita. Þannig var skurð- hnffnum ýtt f hendur hans og hann ákvað að beita honum, sem læknir og velgerðarmaður. Jjað er alvarlegt mál, þegar skurðhnífur er í höndum ó- lærðs manns. Það er spurning um lff og dauða sjúklinganna. En Poul Houe rekur starf sitt: — I öllu starfi mfnu við sjúkrahús Vardö gerði ég ekki eina einustu ranga sjúkdóms- greiningu. Mistakaprósentan var núll. Kallið það hundaheppni ef þið viljið. En staðreyndin er, að enginn maður lét lffið vegna mistaka af minni hálfu. Norsku stjórnarvöldin hafa enn til athugunar, hvort höfða beri sakamál á hendur Poul Houe eða ekki. Mikilvægi S.Þ. fyr- ir smáríkin í síðustu viku var hér á ferð kanadiskur diplomat, J. G. Hadwen að nafni. Er hann ritari við sendiráð Kanada í Osló, en sendlherra Kanada á Islandi hef ir aðsetur þar. Áður var hann einn af aðalfulltrúum lands síns hjá Sameinuðu þjóðunum. Flutti hann erindi í Þjóðleik- húskjallaranum fyrir áhuga- menn um vestræna samvinnu og ræddi um efnið: Staða smáþjóð ar innan Sameinuðu Þjóðanna. Allmargt manna hlýddi á fyrlr- lesturinn, en i fylgd með Mr. Hadwen var Hallgrímur Fr. Hall grfmsson, aðalræðismaður Kan- ada hér á landi. 30 FULLTRÚAR. Mr. Hadwen vék í fyrstu að þeim erfiðleikum, sem litlar þjóðir ættu við að búa varð andi þátttöku í alþjóðasam- starfi. Benti hann á hve mjög hinum margvíslegustu alþjóða- stofnunum hefði farið fjölgandi eftir styrjöldina og sjálfar hefðu Sameinuðu þjóðimar auk þess starfandi margar sérstofnanir innan vébanda sinna. Þvf væri yfirleitt skortur á þjálfuðum mönnum til þess að sitja sem fulltrúar landa sinna á fund- um og þingum alþjóðastofnana þegar smáríkin ættu í hlut. Tók hann sem dæmi að aðeins á þingum Sameinuðu þjóðanna í New York væri lágmark full- trúa frá hverju ríki um 30 tals- ins ef fylgjast ætti ýtarlega með störfum hinna mörgu nefnda þingsins. Smáþjóðimar sendu hins vegar margar ekki svo stóran fulltrúahóp til þingsins og yrði þá að velja þann kost- inna að sitja í þeim nefndum sem mikilvægastar væru fyrir hverja þjóð. Framhald á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.