Vísir - 25.05.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 25.05.1963, Blaðsíða 1
VÍSIR 53. árg. — Laugardagur 25. maí 1963. — 117. tbl. ÍSLENDINGAR FREMST IR í SlLDVEIÐITÆKNI Jakob Jakobsson fiski- irlestur á hinni alþjóð- arstofnunar Sameinuðu ; fræðingur er eini íslend- legu fiskveiðaráðstefnu þjóðanna, sem hefst í / ingurinn, sem flytur fyr- Matvæla- og landbúnað- Framhaid á bis. 5. \ ÞRtrÖLD A UKNINC IBÚDAR- LÁHANHA l/NDIR VIÐREISN Aldrei hefir verið meira fé lánað til íbúðar- bygginga en eftir að viðreisnarstjórnin tók við völdum í landinu. Nær þrisvar sinnum hærri upp- hæð hefir verið lánuð til íbúðabygginga á tíma stjórnar Ólafs Thors en var á dögum vinstri stjóm- arinnar. Þá námu lánin alls 116 millj. króna. Við- reisnarstjórnin hefir hins vegar útvegað lánsfé til húsbygginga að upphæð 301 millj. króna. Tölurnar um meðaltalslán á mánuði segja hér sömu söguna. Á tímum vinstri stjórnarinnar voru að meðaltali lánaðar 3.9 millj. kr. á mánuði. Frá upphafi stjórnar Ólafs Thors til ársloka 1962 var Iánað að meðaltali 6 millj. króna á mánuði. Það hlutfall hefir enn aukizt síðan. Meira fé hefir verið veitt til íbúðarlána á þessu ári en nokkru sinni fyrr. 85 millj. krónum hefir þegar verið úthlutað og er þó seinni úthlutunin eftir að fara fram. í fyrra voru 86 millj. króna lán- aðar allt árið. Þessar staðreyndir sýna, að núverandi ríkis- stjórn hefir unnið ólíkt meir að því að útvega íbúð- arbyggjendum lánsfé en samstjórn kommúnista og framsóknar, sem hrökklaðist frá völdum 1958. VERK VIÐREISNARINNAR Undirstaða íbúðarlánanna er húsnæðismálalöggjöfin, sem rík isstjóm Ólafs Thors setti 1955. Um þá iöggjöf sagði Einar 01- geirsson í þingræðu sama ár: „Þegar húsnæðismálalöggjöfin var samþykkt á síðasta þingi var það stórkostlegt spor aftur á bak frá því sem verið hafði.“ Þetta er hugur kommúnista til aukningar íbúðariánanna og hinnar merku löggjafar um hús- næðismálastjóm, sem veitir hús byggjendum ýmsa þjónustu fyr- Lán til íbúðabv<;qinq& Vinstn sþorn 116 millj. Vi/íreisnarstjórn 1 millj. ir utan lánveitingarnar. Þegar vinstri stjórnin tók við heyrðu húsnæðismálin undir Hannibal Vaidemarsson. Hann gumaði mjög af því að auka ætti stuðninginn við húsbyggj- en1u.. Þau Ioforð voru öll svik- in, og lánsfjármagnið var nær helmingi minna á mánuði en f tið núverandi rfkisstjómar, eins og að framan greinir eða aðeins 3.9 millj. kr. á mánuði. Þrátt fyr ir geipið fyrir kosningar gerði Hannibal ekkert af þessu: 1) Hann lækkaði ekki vextina. 2) Hann lengdi ekki Iánstfma fbúðarlána. 3) Hann Iagði ekki veðlánakerf- ið niður. Allt þetta höfðu þó hann og kommúnistar heimtað að gert yrði fyrir kosningar. Og síðan viðreisnarstjórnin tók við hefir ekki linnt látunum í málgögn- um kommúnista og Framsókn- ar um að vextir væm lækkaðir. En meðan þeir sátu f stjórn hreyfou þeir ekki við þeim. Það vom Sjálfstæðismenn á þingi, sem komu þvf til leiðar að eigin vinna manna við eigin íbúðir yrði skattfrjáls. Það vom Sjálfstæðismenn, sem höfðu forgöngu um húsnæðis- málalöggjöfina, sem er undir- staða íbúðarlánanna í dag. Það var rfkisstjórn Ólafs Thors, sem aukið hefir íbúðalánin stórlega, eins og getið er um hér að fram an. Þessar eru staðreyndir máls- ins. Áfram verður haldið á þess- ari braut ef viðreisnarstefnan verður enn við Iýði í landinu á næstu ámm. Sléttasti flugvöllurinn sagði Þorsteinn Jónsson flugmaður eftir að hann lenti Sólfaxa á hafísbreiðu í síðustu viku flaug Sólfaxi með danskán vísindaleiðangur norður f Peary-Iand nyrst í Græn Iandi og hefur íslcnzk flugvéi aldrei lent svo norðarlega. Flug- vélin flutti þangað hinn fræga danska visindamann Eigil Knuth greifa og fjóra fylgdarmenn hans ásamt fimm tonnum af vistum og útbúnaði. Staður sá sem flugvélln lenti á heitir Brönlundsf jörður. Þar er enginn flugvöllur, en ákveðið var að lenda á sterkum Iagnaðar ís á firðinum. Flugstjóri var Þor steinn E. Jónsson og segir hann að ísinn hafi verið svo sléttur, að hann hafi ekki fyrr lentt á svo sléttum flugvelli. Enda tókst lendingin með á- gætum. Eftir að vélin hafði stöðvazt úti á ísnum var henni ekið eftir hjarninu, alveg upp að bækistöð leiðangursins Brön- Iandshúsi og þar var hún afhlað- in. Staður þessi er á 83 gráðu norðlægrar breiddar og er þá aðeins eftir um 700 km leið norð ur yfir heimskaut. í áhöfn flug- vélarinnar vom auk flugstjórans Haukur Hlíðberg, Frosti Bjama- son, Haraldur Stefánsson og Steindór Jónsson. Sigluffarðar- skarð rutt í d..g fyrir hádegi á að hefja ruðning Siglufjarðarskarðs að nýju. Það var rutt rétt fyrir páska og opnaðist þá fyrir umferð stutta stund en lokaðist í hríðarveðrinu mikla I páskavikunni. Síðan hefur skarðið verið lokað, enda tlðarfar nyrðra þannig að ástæðulaust hefur verið að reyna að opna það. En nú hefur skyndilega hlýnað óvana- lega I veðri og menn vonast fast- lega til að kuldarnir séu með öllu úr sögunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.