Vísir - 25.05.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 25.05.1963, Blaðsíða 8
8 VlSIR . Laugardagur 26. maí 1963. VtSIR Ötgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og 5>'fgreiðsla Ingóifsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 lfnur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Þeir ættu aldrei að spá Þegar frumvarp viðreisnarstjómarinnar um efna- hagsmálin var lagt fram á Alþingi í byrjun febrúar 1960, efndu Framsóknarfélögin í Reykjavík til fundar um frumvarpið, og var Hermann Jónasson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, auðvitað aðalræðu- maður fundarins. Hermann fór vitanlega að spá, eins og Framsókn- armanna er háttur, þótt reynslan ætti að vera búin að kenna þeim, að þeir em lélegir spámenn um þró- un atvinnu- og efnahagsmála. Þetta fyrrverandi leið- arljós Framsóknarmanna sagði þá, að „stefna núver- andi stjómarflokka væri ekkert nýtt fyrirbrigði. Það væri í atvinnu- og fjárhagsmálum sama stefnan og olli heimskreppunni á árunum kringum 1930“. Afleið- ing þeirrar stefnu hefði orðið sú, að enn væm á 4. milljón atvinnuleysingja í Bandaríkjunum, en það svar- aði til þess, að þeir væra 4 þúsund hér á landi. — Og svo spurði Framsóknarforinginn með sínum alkunna alvöraþunga? „Eigum við að innleiða það ástand hér?“ Nú eru meira en þrjú ár liðin síðan þessi spekiorð féllu af munni hins mikla leiðtoga. Vill hann nú ekki, eða málgagn hans, Tíminn, afla sér upplýsinga um, hvemig þessi spádómur hefur rætzt — og segja þjóð- inni satt og rétt um tölu atvinnuleysingja á íslandi i dag? Vér höfum ekki heyrt þeirra getið, en ef til vill vita Framsóknarleiðtogamir betur. Og þeir spáðu fleiri en Hermann. Auk hinna víð- frægu móðuharðindaspámanna þingeyskra spekinga, mælti stjórnvitringurinn Sigurvin Einarsson þessi orð í febrúar 1960: „Samdráttarstefna hæstvirtrar ríkisstjórnar hlýt- ur að valda minnkandi atvinnu manna, sem fyrst og fremst bitnar á aukavinnu manna, sem greidd er 50 —100% hærra verði en dagvinna“. Blaðinu snúið við Og tímamir liðu. Málgögn Framsóknar og komm- únista héldu áfram að tala um samdráttinn og eymd- ina, sem yfir þjóðinni vofði af völdum stjórnarstefn- unnar; en svo var allt í einu farið að draga úr þessum skrifum og loks steinhætt að tala um atvinnuleysi — og meira en það, því að nú var blaðinu snúið svo ger- samlega við, að farið var að ávíta ríkisstjómina fyrir það, að of mikil atvinna væri í landinu, fólk fengi of lítinn tíma til hvíldar, stjómin væri að „innleiða vinnu- þrælkun!“ Fyrrnefndur Sigurvin Einarsson, sem áður óttað- ist það mest, að menn fengju enga aukavinnu, sagði í maí 1962, að hin mikla aukavinna væri „hrein árás á hin óskráðu vökulög í Iandinu“. Er það ekki ráðvillt stjórnarandstaða, sem þannig heldur á málunum? * Bandarfski ljösmyndariim og feröagarpurlnn Hal Linker er nú að undlrbúa útgáfu á nýrri feröabók, sem tvær frægar bókaútgáfur austan og vestan- hafs munu gefa út. Eru það bókaútgáfan Doubleday f Bandaríkjunum og Macmillan f Bretlandi, sem gefa bókina út. Hal Linker er kvæntur ís- lenzkri konu Höllu Linker og hafa þau hjónin getið sér fá- dæma vinsældir f bandarfska sjónvarpinu fyrir ótal ferðakvik- myndir frá flestum löndum heims. Fyrir nokkrum árum gerðu þau svo tilraun til að gefa út fyrstu bókina, sem þau kölluðu „Three Passports toAdventure". Voru þetta frásagnir af heim- sókn til fjölmargra landa með miklum fjölda ljósmynda. Hlaut hún góðar viðtökur og seldist f stóru uppiagi. Nýja bókin sem nú er f und- irbúningi er skrifuð sem frá- sögn Höllu á því hvernig henni var innanbrjðsts þegar hún kynntist Hal og átti fyrir hönd- um nýtt líf með ferðalögum um allar heimsálfur. Löndin sem þau hjónin hafa heimsótt eru nú orðin æði mörg eða nærri hundrað talsins. 1 hinni væntanlegu bók verður m. a. sagt frá ferðalagi um mörg lönd Suður-Ameríku, um Mið- Evrópu, Færeyjar, suðurhluta Afrfku, eyjar á Miðjarðarhafi og fjallarfkið Nepal f Himalaya. í íumar ætla Linkerhjónin að fljúga með pólferð flugfélagsins SAS frá Los Angeles til Græn- lands. t>ar munu þau dveljast f nokkra daga við kvikmynda- töku og halda förinni síðan á- fram til Kaupmannahafnar. Það- an til Póliands, þar sem þau verða við kvikmyndatöku f 10 daga. Munu þau ferðast víða um Evrópu, til Búdapest og Berlínar, um Irland, eyna Mön og Skotland. Loks fljúga þau vestur um haf til Kanada, ferð- ast um vesturströnd Kanada og víðs vegar um Alaska, allt norð ur til Point Barrow, sem er nyrsti tangi meginlands Ame- ríku. í þessari miklu ferð safna þau hjónin efni bæði f greinar, bók Frú Halla Linker í fslenzkum þjóðbúningl. Þau gera viasælustu landkynnisigamyttílimar og í sjónvarpsþætti sína, sem halda sömu vinsældum og áður. Sjónvarpsþættir Hal Linkers eru sýndir víðs vegar f Banda- rfkjunum og ennfremur eru þeir seldir nokkuð til annarra landa.®- Nýlega keypti japönsk sjón- varpsstöð birtingarrétt á þeim. Ennfremur hefur sjónvarpsstofn un bandaríska hersins fengið leyfi til að sýna þá f 80 bæki- stöðvum vfðs vegar um heim. Meðal þeirra er sjónvarpsstöð hersins á Keflavíkurflugvelli. Eru landkynningaþættir Linkers sýndir á föstum tímum í banda- rfska sjónvarpinu hér. Landkynningarstarfsemi Hal og Höllu Linker hefur verið vel metin og þau hafa fengið þakkir vfðs vegar að fyrir það ómetan- lega gagn sem þau gera í að auka kynni þjóða f milli. Hal Linker hefur t. d. verið sæmdur Belgfu og hitt heiðursmerki tveim heiðursmerkjum fyrir finnska Ijónsins. landkynningastörf sín. Annað er heiðursmerki Leopolds II I Merkilegur fornleifa- fundur í Kaupmannahöfn Enn hefur verið gerður merki legur fomleifafundur f Dan- mörku. Fundizt hafa við upp- gröft í miðri Kaupmannahöfn leifamar af skipi frá 12 öld. Lýsa dönsku blöðin þessum fundi sem einstæðum, sérstak- lega vegna þess, að skipsleifar þessar séu eldri en Kaupmanna höfn, eða frá því að Absalon biskup byggði Borgina, sem varð visir að Kaupmannahöfn. Leifar þessar fundust skyndi- lega egar verið var að grafa grunn að nýju stórhýsi við Kristjánshöfn, sem er í hjarta Kaupmannahafnar. Þama höfðu staðið lengi gamlar birgða- skemmur, svo að grunnurinn á þessum stað hefur verið óhreyfð ur í aldaraðir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.