Vísir - 25.05.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 25.05.1963, Blaðsíða 5
VÍSIR . Laugardagur 25. maí 1963. 5 Síldveiði — Framhald -.1 bls 1. London n.k. mánudag eins og áður hefur verið getið hér í blaðinu, en ráðstefnu þessa hefir Hilmar Kristjánsson deildarstjóri FAO í Rómaborg undirbúið. Jakob Jakobsson sagði Vísi, að erindi hans væri lýsing á síldveiðitækni íslendinga, eins og hún er í dag, þar með talin síldarleit á sjó og tír lofti. — Hann sagði, að engri þjóð nema íslendingum hefði tekizt að sam eina kosti kraftblakkarinnar og asdiktækjanna við síldveiðar, a. m. k. færi enginn eins að og við, og frá þessari árangursríku veiðitækni ætlaði hann að skýra á ráðstefnunni, sem flestallar þjóðir heims sækja, svo og sýn- ingu þá á veiðarfærum og kaup- stefnu, sem haldin er í sam- bandi við hana í London. Jakob kvaðst mundu í erindi sínu rekja nákvæmlega hvernig vi ðfærum að við síldveiðar okk ar, hvernig íslenzkir sjómenn köstuðu hringnót eftir asdik- tækjum sínum án nótabáta og án þess að fara yfir sfldartorf- una, sem væri frábrugðið að- ferð Norðmanna, sem fyndu torfurnar að vísu með asdiktækj um um borð f veiðiskipunum, en settu síðan út nótabáta með minni asdiktækjum til nákvæm- ari miðunar 2—300 metra frá torfunni og réru þeim umhverf- is torfuna og snurpuðu síðan. Þetta er miklu vafningasamara og seinlegra og þess vegna gátu Norðmenn aldrei notfært sér sömu mið og Islendingar s.l. sumar, sagði Jakob. Norðmenn nota sem sé ekki kraftblökkina og ekki hringnót, en kasta hins vegar á síld eftir asdiktækjum, þótt hún vaði ekki eins og við gerum. Aftur á móti nota Amerikumenn kraftblökk- ina og eru með hringnót, en kasta ekki eftir asdiktækjum á síld, sem ekki veður. íslending- ar eru eina þjóðin, sem hefir komizt upp á lag með að sam- eina hina miklu kosti Asdiktækj anna og kraftblakkarinnar. „Það er langstærsta framfara- sporið, r jm við höfum stigið í síldveiðitækni okkar og á þvl sviði eru íslenzkir sjómenn I rauninni á undan öðrum síld- veiðiþjóðum,“ sagði Jakob Jak- obsson. „Þess vegna og vegna síldarrannsóknanna hafa mjög aukizt líkur fyrir því að síldar- leysisárin séu úr sögunni svo Iengi sem síldin er í sjónum, þótt einstakar vertíðir geti að sjálfsögðu brugðizt að meiru eða minna leyti.“ Jakob fór til Bretlands urn síðustu helgi og heimsækir fiski I rannsóknastofnanir í Skotlandi áður en hann fer til London. Slys — Framhald af bls. 16. sjúkrahús. Hann mun ekki vera lífshættulega meiddur. Jón var að koma úr Silfurtúni og ætlaði þvert yfir Hafnarfjarð- arveg á strætisvagnabiðstöð hin- um megin götunnar. Bíllinn var á Ieið til Reykjavíkur. Bílstjórinn seg ist hafa ekið á 45—50 kílómetra hraða og hafi maðurinn komið hlaupandi I veg fyrir bílinn. Þá hafi hann hemlað og sveigt bíl sinn til vinstri, en er vinstra framhjólið hafi verið komið út af malbikun- inni, hafi maðurinn skollið á hægri hurð bílsins. Skarðsmótið Siglufirði í gær. Hið árlega Skarðsmót, þ. e. Skíðamót Siglfirðinga á sumri, sem kennt er við Siglufjarðar- skarð, verður haldið dagana 1. og 2. júní n. k. Fyrri daginn verður keppt í svigi £ öllum flokkum karla og kvenna, en seinni daginn í stór- svigi í sömu flokkum. Eins og nú horfir er mikill og góður skíðasnjór í skarðinu og eng ar líkur fyrir þvf að hann sjatni svo að ekki verði af mótinu. Skarðsmótið hefur náð miklum vinsældum meðal allra sem skíða- íþróttir stunda og hvar á landinu sem er. Þegar hafa borizt margar þátttökutilkynningar, ekki aðeins frá Siglufirði, heldur og frá Reykjavík og Isafirði og búizt er við þátttöku víðar að. Ný framha!dssaga Ástarævintýri í Rómaborg Samtrygging botn- vörpunga 40 ára Samtrygging íslenzkra botnvörp unga er 40 ára í dag. Það var Ólaf- ur Thors, þáverandi formaður Fé- lags íslenzkra botnvörpuskipaeig- enda, sem lagði fram í félaginu í janúar 1923 tillögu um stofnun samábyrgðar. Var hún samþykkt og undirbúningur strax hafinn með aðstoð Gunnars Egilssonar skipa- miðlara. Fyrsti formaður var Jón Ólafs- son í AHiance og ritari Kjartan Thors. Framkvæmdastjórar hafa verið Gunnar Egilsson, Páll Ólafs- son og Ásgeir Þorsteinsson. Stjórn Samtryggingarinnar skipa nú: Kjartan Thors, sem verið hefur formaður síðan 1938, Ólafur H. Jónsson ritari, Ásgeir Stefánsson, Geir Thorsteinsson, Ólafur Tr. Ein arsson og Jón A. Pétursson. Höfundur sögunnar „Ástar- ævintýri í Rómaborg“, sem hefst sem framhaldssaga hér f blað- inu, er Ercoli Patti, ættaður frá Cataníu, en fluttist ungur til Rómaborgar. Hann tók próf í lögum 1925, en 1931—1940 var hann sérlegur fréttaritari blaðsins Gazette del Popolo og ferðaðist til margra landa, og skrifaði um ferðir sínar í blaðið M. a. ferðaðist hann á þessum árum til Japan, Kína, Frakk- lands, Tyrklands, Póllands, Sov- étríkjanna, Egyptalands og Þýzkalands. Fyrsta bók hans Stúlkur £ Tokió er safn stuttra mannlýsinga en 1940 kom út bók hans, Gömul hverfi. Hlaut hún góða dóma og gerð af henni kvikmynd. Þegar Þjóðverjar sóttu inn í Rómaborg í síðari heimsstyrjöldinni 1943 var ErcolePatti tekinn fastur og var hann fjóra mánuði I fangelsi. Þegar honum var sleppt reyndu fasistar að handtaka hann á ný og fór hann huldu höfði unz bandamenn komu. Árið 1953 kom út bók hans Veiki punktur- inn (II punto debole). Hann starf ar nú fyrir blaðið Corriera della Sera. „Ástarævintýri í Róma- borg“ fékk góða dóma í brezk- um blöðum, m. a. Observer og New Statesman. í sögunni er lýst ungum rithöfundi, sem telur sig hafa fundið konu, sem hann hefir leitað að allt sitt líf, en hvorugt hefir trausta skapgerð og manndómsvilja til þess að hefja sig upp til sannara Iífs. t Máðurinn minn, GUÐMUNDNR EINARSSON, myndhöggvari frá Miðdal, andaðist í Landsspítalanum þann 23, þ. m. auglýst síðar. Jarðarförin Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna og annarra vandamanna. Lýdia Einarsson. FIRMAKEPPNI e-sambands íslands Nýlega er lokið firmakeppni Bridgesambands íslands. Tvö hundruð fyrirtæki tóku þátt í keppninni ,og voru eftirtalin fyrirtæki með hæsta stigatölu: 1 Hreyfill s.f...........327 2 Trygging h.f...........323 3 Bílasala Björgúlfs .. 320 4 Ásaklúbburinn .... 314 5 Fasteignasala Jóns Arasonar ............. 313 6 G. Helgason & Mel sted ................. 309 7 Trésm. Meiður........ 307 8 Efnalaugin Lindin . . 307 9 Northern Trading h.f. 307 10 Verzlunin Grund .... 305 11 Sláturfél. Suðurlands 304 12 Offsettprent h.f .... 304 13 Kristjá) Siggeirss. h.f. 303 14 Record h.f.............303 15 Hótel Borg ........... 303 stig 16 Smári h.f.........301 — 17 Eignasalan ........... 300 — 18 Verzlanasambandið h.f. 298 — 19 Leiftur h.f....... 293 20 Veitingastofan Sjómanna —- skólans .................... 293 21 Skjaldberg h.f........ 293 — 22 Eimskip h.f....... 293 — 23 Miðstöðin h.f.......293 — 24 Álafoss h.f....... 292 — 25 Olíufélagið h.f. ...... 292 — 26 Sparisjóður Reykjavíkur — og nágrennis .......... 292 — 2r Útvegsbankinn h.f .... 292 — 28 Agnar Lúðvíksson h.f. . . 291 - 29 Hamar h.f ..............291 — 30 O. Johnson & Koaber h.f. 291 stig 31 Lýsi h.f................. 291 — 32 Verzlunin Vísir.......... 291 — 33 Flugfélag íslands h.f. .. 290 — 34 Iðnaðarbankinn h.f .... 290 35 Landssmiðjan h.f..........290 — 36 Segull h.f............... 289 — 37 Verðandi h.f............. 288 — 38 Vátryggingarstkrifst ofa Sigf. Sighvatssonar h.f. 288 — 39 Kjötbúðin Borg........... 288 — 40 Geysir h.f............... 286 41 Véla. og raftækjaverzl- — urin .................... 286 — 42 Ásbjörn Ólafsson, heild- — verzlun ................. 285 — 43 Skósalan Laugavegi 1 . 285 — 44 Prjónastofan Malin .... 284 45 Einar J. Skúlason. skrit- stofuvélaverzl...........284 stig 46 Eggert Kristjánsson & — Co. h.f................ — 47 Osta -og Smjörsalan s.f. — 48 Naust h.f............. — 49 Freyja h.f............ — 50 SAVA ................... — 51 Akur h.f................ 52 Ræsir h.f.............. — 53 Prentmót h.f............ — 54 Ferðaskrifstofan Sunna —- 55 Teiknistofan Tómasar- haga 31 ............... — 56 Ásgarður h.f............ 57 Sandver h.f............ — 58 Fasteignasala Einars Sig- — urðssonar ............. — 59 Gamla Bílasalan ........ 60 Vélar og Verkfæri h.f. .. 283 stig 283 — 283 — 281 — 281 — 281 — 281 — 281 — 280 — 280 — 280 — 280 — 280 — 279 — 279 —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.