Vísir - 25.05.1963, Page 4
VlSIR . Laugardagur 25. mal nres.
HEIMATILBÚIN SUMARHÚFA
Svona er húfan f fullri lengd, höfS dálítið aftur á hnakka. Þetta
er mjög hentugt fyrir þær sem hafa uppsett hár.
Sú sem vill fá dálitið mýkri línur í húfuna getur tekíð hana út
í aðra hliðina og fest „toppnum“ niður með nælu.
Nú er hún orðin að matrósahúfu. Ca. 8 cm kantur er látinn
standa stifur upp, hinu er ýtt niður að höfðinu.
Nú geta allar, einnig þær
sem eru vissar um að þær kunni
alls ekkert að sauma, saumað
sér húfu. Og húfan er bæði
fljótgerð, ódýr og býður upp á
marga breytingarmöguleika.
Allt sem til hennar þarf er
*
.
efntsbútnr (flauel, apaskinn og
þykkt Jersey er hentugt, einnig
er tilvalið að gera svona húfu
úr afgangnum af kápunni eða
dragtinni) 25 cm breiður og að
lengd jafn ummáli höfuðsins +
saum, jafnlöng og 12 cm breið
flieselineræma og lítill perlu-
skúfur, slaufa, dúskur eða hvað
sem vera skal.
Saumaður er strokkur og inn-
an á kant hans er flieseline-
ræman saumuð. „Toppurinn" er
rykktur saman og skrautið fest
á — húfan er tilbúin.
Húfuna má svo hafa á ýmsan
hátt, t. d. eins og meðfylgjandl
myndir sýna.
Grænmetið er komið
Grænmetistegundunum á
markaðnum fjölgar óðum og
tvær þeirra sem þegar eru
komnar eru salat og agúrkur.
SALATIÐ: Það er ávani hjá
mörgum að borða sykur með
salati annað hvort eintóman eða
í sykruðum sósum. Þetta er
mesti óþarfi, sykurlausar salat-
sósur geta verið alveg eins góð-
ar og þær sykruðu. Hér eru
uppskriftir af nokkrum sykur-
lausum:
Ediks-ollusósa: 3 matsk. olía,
1 matsk. edik, dálítill pipar og
y2 tesk. af salti.
Rjómasósa: 1 dl. súr rjómi, 3
matsk. rjómi (ósúr), V2 matsk.
edik, y4 tesk. salt og örlítill
pipar.
Eggjasósa: 1 eggjarauða, 14
tesk. salt, örlitill pipar, 3 matsk.
olfa og 1 matsk. edik.
Ostasósa: 4 matsk. rifinn ostur,
3 matsk. rjómi, salt, pipar og
paprika.
Sinnepssðsa: 1 matsk. kryddað
sinnep, 2 matsk. olía og y2
matsk. edik.
Ef fjölskyldan fussar við
þessu skuluð þið fyrir alla muni
gefa henni sykur út á — en
eins lítinn og mögulegt er. Að-
alatriðið er að salatið sé borð-
að.
AGtJRKUR: Hafið þið nokk-
urn tíma reynt að steikja ag-
úrkur? Ef ekki, þá ættuð þið
að reyna það.
Fáið ykkur eins gilda agúrku
og þið getið, afhýðið hana, sker-
ið eftir endilöngu pg stráið salti
yfir. Látið bitana liggja þannig
um það bil hálfa klukkustund.
Þurrkið hana þá og steikið á
pönnu í smjöri unz hún er ljós-
brún.
Leggið hana nú á heitt fat,
stráið osti yfir og hellið feit-
inni af pönnunni yfir. Agúrkan
er nú borin strax á borð og á-
gætt er að bera fram með
henni tómata eða tómatsósu.
m
o
Cn
Skyndihappdrætfi Sjálfstæðisflokksins
' BÍLARk
Sleppið ekki fækifærinu —
MÖGULEIKAR
ilflll! ÁSTÆÐUR
‘ ‘‘ til þess að kaupa miða
:::*::::::f:::*Mv. ★ Dráttur fer fram eftir fáeina
l.v.y/.’v.'v/Xvj* daga.
• • • • •••. ,v
**:■:•:•:•:*: ★ Allir vilja eignast nýjan bfl.
:•:•:•:•:•:• ★ TíI eflingar Sjálfstæðisflokknum.
••:::v:v:* ★ Til þess að gera sigur hans í kosningunum sem
giæsiiegastan.
’ ★ Efling Sjálfstæðisflokksins er efling þjóðarhags.
kaupið miða strax í dag
l