Vísir


Vísir - 25.05.1963, Qupperneq 7

Vísir - 25.05.1963, Qupperneq 7
VÍSIR . Laugardagur 25. maí 1963. 7 Þrír af starfsmönnum Vátryggingafélagsins, talið frá hægri: Gísli Guðlaugsson skrifstofustjóri, Ólaf- ur Finsen forstjóri og Egill Gestsson fulitrúi. — Ljósm. Vísis, B. G. nýju glæsilegu húsnæði Vátryggingafélagið h.f. er 10 ára um þessar mundir og heid- ur félagið upp á áratugs afmæli sitt með flutningl f vel skipu- Iagt og glæsilegt skrifstofuhús- næði að Borgartúni 1. Félagið var stofnað í febrúar 1953, en þá sameinuðust tvö gamalþekkt tryggingafélög, Carl D. Tulinius & Co. h.f. og Trolle & Rothe h.f., en hið síð- arnefnda hefur um áratuga skeið haft hér á landi aðalumboð fyrir Lloyd’s í London og hefur enn. Vátryggingafélagið h.f. hefur frá stofnun verið til húsa að Klapparstíg 26, hér í borg. — Fljótt var þó sýnt, að þröngt yrði þar um starfsemi félagsins og snemma kom því fram hug- mynd um byggingu eigin hús- næðis, sem betur mætti þjóna þörfum þess og kröfum vegna aukinnar starfsemi. Með tilkomu þessa nýja hús- næðis og meira hagræðis á störf um vill félagið leggja áherzlu á þá von og ósk að geta í fram- tíðinni veitt sínum gömlu, nýju og verðandi viðskiptavinum meiri og betri þjónustu. M. a. verður tekin upp þau nýmæii í rekstri félagsins að hafa skrifstofurnar opnar í há- deginu, þannig að vinnandi menn geti notað matartíma sinn til að sinna málefnum sínum gagnvart félaginu. Enn fremur verður tekin upp sú nýlunda að færa sérstaka spjaldskrá öku- skírteina og býður félagið öll- um bifreiðastjórum þá þjónustu sína að skrá falldaga ökuskír- teina þeirra og minna þá á í tæka tíð á að endurnýja skír- steini sitt. Arkitekt við býggingu hússins og alia innréttingu er Gunnar Hansson, en um smiði þess hef- ur Jón Hannesson bygginga- meistari séð um. Fyrir viðskiptavini félagsins er mikið hagræði í hinu stóra og góða bílastæði beint fyrir utan skrifstofurnar og losna þeir þar með við bæði stöðu- mæla og töf í leit að stæði. Núverandi stjórn Vátrygginga- félagsins h.f. skipa þeir: Berg- ur G. Gíslason stórkaupm., Ól- afur H. Ólafsson, Árni Krist- jánsson framkvæmdastjóri, Jó- hann Steinason hdl. og Eiríkur Stephensen forstjóri Framkv. stjóri frá upphafi hefur verið Ólafur Finsen. Skrifstofustjóri er Gísli Guðlaugsson, en full- trúi félagsins með prókúruum- boði er Egill Gestsson. Vikulegar ú Hafnarbji I Ferðaskrifstofa ríkisins efndi sunnudaginn 19. maí til skemmti- ferðar suður á Reykjanes, ekki hvað sizt til að skoða varpstöðv- ar í fuglabjargi og þessurn ferðum verður væntanlega haldið áfram í vor fram yfir Jónsmessu eða þar til fuglinn hefur ungað út. Annars er áætlunin í aðalatrið- um þannig að eftir að lagt verður af stað frá Reykjavík verður tekinn krókur út á Álftanes og staðnæmzt lítillega á holtinu fyrir ofan Garða, hið forna prestsetur, en þar er mik- il og víð útsýn yfir byggð og fjöll. Þaðan verður haldið í gegnum Hafnarfjörð, suður Reykjanesbraut um Vogastapa og beygt þaðan aust ur á Grindavíkurveginn. Þegar kom ið er á móts við Þorbjarnarfell er staðnæmzt og gengið á fellið. Það er auðvelt uppgöngu fyrir gamla, iafnt sem unga, því akvegur var lagður upp á það á sínum tfma, þótt hann sé lítið farinn nú orðið. Af fellinu er ágætt útsýni yfir allan suðurhluta Reykjanesskag- ans og þar sér til sjávar í þrjár áttir. Eftir að hafa skoðað sig nægi- lega vel um á Þorbjarnarfelli verð- ur ekið sem leið liggur í gegnum Grindavík og suður að Reykjanes- vita. Við vitann verður staðnæmzt drykklanga stund og svæðið um- hverfis hann skoðað. Þar er margt að sjá, hverasvæði, volgan sjó í gjám, sjávarhella, kletta og dranga, auk vitans. Lítils háttar gróðravott ur er á þessu svæði sem annars er ekki alltof algengur á Reykjanes- inu. Yfirleitt má segja að þetta sé í alla staði hið sérkennilega landslag og ekki síður fyrir það að manni kann að detta tunglið í hug og ímyndað landslag á því. Hámark þessarar ferðar og nátt- úruskoðunar er samt Hafnarbjörg og fuglalífið í því. Hafnarbjörg er einskonar vasaútgáfa af fuglabjargi en hefur þann meginkost að vera mátulega lágt til þess að auðvelt sé að fylgjast með fuglinum og varpstöðvum hans allt frá sjó og upp að bjargbrún. Fyrir þá sem ekki hafa séð fuglabjörg áður er þetta hin ákjósanlegasta fræðsla í alla staði. Á leiðinni heim verður svo ekið um Hafnir, framhjá Keflavíkurflug j velii og Njarðvíkum og úr því ! sömu leið og komið var til Reykja | víkur. Björn Þorsteinsson sagnfræðing- ur verður fararstjóri í öllum ferð- i unum. Hann hefur kynnt sér svo j vel staðhætti alla, þekkir sögu | lands og þjóðar sem á þessum j svæði býr og segir vel og skil- ; merkilega frá. Sá sem hlustað hef- ur á Björn í slíkri ferð kemur fróð- ari miklu til baka. Ferðirnar hefjast kl. 10 árdegis úr Lækjagötu gegnt Ferðaskrifstof unni, en til baka verður komið um kvöldmatarleytið. Þátttakendur þurfa að taka með sér nesti. SKÁKÞÁTTUR !■■■■■■! Ingvar Asmundsson — Þórir Ólafsson _■_■■■_■_■_! Aðalfundur Skáksam- bands Islands Að Skákþingi I'slands Ioknu var aðalfundur Skáksambands íslands haldinn hér í Reykjavík. Ekki verður sagt, að fundurinn hafi verið vel sóttur, en þó kom þar fram, að áhugi fyrir skák fer vaxandi úti á lands- byggðinni. Tvö ný taflfélög sóttu um inngöngu og er ljóst, að skákíþróttin er stunduð af miklu kappi í öllum landsfjórð- ungum. Af skýrslu forseta Sambands- ins, Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, er greinilegt, að sjaldan, ef nokkurn tíma, hefur meiri gróska verði í iðkun skáktafls sem i vetur og starfsemi Sam- bandsins og taflfélaga innan vé- banda þess mjög árangursrík. Af merkstu skákviðburðum, sem Skáksambandið stóð fyrir eða átti hlutdeild í má nefna utanför íslenzkra skákmanna á Ólympíuskákmótið í Varna í Búlgaríu á s.l. sumri. Skákþing Norðurlanda, Skákkeppni stofn- ana og Skákþing íslands. Bera öll þessi skákmót vott um fjörugt skáklíf í landinu og það sem er enn meira gleðiefni er, síaukin þátttaka yngri skák- manna í þessum mótum. Þar að auki hefur Sambandið haft forgöngu um skákkennslu, bæði hér í Reykjavík í samvinnu við Æskulýðsráð og fræðslustjóra Reykjavíkurborgar og úti á landi. Framundan blasa við ýms verkefni og skal þeirra helztu getið hér: Piatakovsky-Cup mótið í Bandaríkjunum. Friðrik Ólafs- son mun sækja þetta mót og verða þarna auk hans 7 stór- meistarar. Alþjóðaskákmót í Færeyjum. Þangað hefur þeim Friðrik Ól- arfssyni og Ingvari Ásmunds- syni verið boðið. Verður mótið háldið í byrjun júní. Meðal þátt- takenda verður og stórmeistar- inn Bent Larsen frá Danmörku. Skákþing Norðurlanda fer fram í Odense í Danmörku í sumar og sér Skáksambandið um utanför íslenzkra skák- manna á það. Svæðiskeppnin í Austur- Þýzkalandi hefst í lok júnf og verður teflt í Halle. íslending- ar eiga rétt á að senda einn fulltrúa þangað, en sem kunn- ugt er, þá er mót þetta fyrsti liður í keppninni um heims- heimstaratitilinn i skák. Nú er afráðið, að Ingi R. Jóhannsson, skákmeistari íslands, taki þátt í mótinu. Heimsmeistaraniót unglinga verður háð í Leningrad í haust. Munu þeir Jón Hálfdánarson og Bragi Kristjánsson tefla ein- vígi um þátttökurétt f því móti. Stjórn Skáksambandsins er nú þannig skipuð: Ásgeir Þór Ásgeirsson forseti og meðstjórn- endur Gísli ísleifsson, Baldur Pálmason, Þorvaldur Jóhannes- son og Þórir Ólafsson. Erlendar fréttir. Reshevsky á næsta milli- svæðamót. Nú hefur verið úr því skorið, að fulltrúar Banda- ríkjanna á næsta millisvæða- móti verða þeir Fischer, Bis- guier og Reshevsky. Minningarmót V. M. Steven- son var haldið að venju f Eng- landi um páskana. Sigurvegari varð Kanaklaic frá Júgóslavíu með 9 v. 2.—3. Bialas og Hecht, báðir frá V.-Þýzkalandi, 4.—5. Fuller og Crosek, Englandi. Þátttakendur voru alls 52 og voru tefldar 11 umferðir eftir Monradkerfi. Þ. Ó. Fundir Sjálfstæðis- manna Þingmannaefni Sjálfstæðisflokks- ins hafa efnt til fyrstu almennu kjósendafunda sinna i Norður- landskjördæmi eystra við mikla þátttöku og ágætar undirtektir. í þessari viku hafa fundir verið haldnir í Ólafsfirði, Hrísey og Húsavík og hafa efstu menn á framboðslista Sjálfstæðisflokksins verið frummælendur. Létu þeir vel af fundarsókn á öllum stöðunum, Hans G. Andersen ambassa- dor íslands í Osló Hinn 15. júlí næstkomandi lætur Haraldur Guðmundsson, ambassa- dor, af störfum í Osló fyrir aldurs- sakir, en Hans G. Andersen núver- andi ambassador í Stokkhólmi tekur þá við ambassadorsstarfinu í Osló. Páll Ásgeir Tryggvason sendi- ráðunautur i Kaupmannahöfn, mun veita sendiráðinu f Stokkhólmi for- stöðu, sem sendifulltrúi (Chargé d’Affaires a.i.) þangað til nýr ambassador verður skipaður þar. (Utanríkisráðuneytið, 16. maí 1963.) Reykjavík, en sérstaklega þó í Hrísey og á Húsavík. í gær efndu Sjálfstæðismenn til kjósendafundar á Dalvík þar sem Gunnar Thoroddsen fjármálaráð- herra var meðal frummælenda Hann flytur einnig ræðu á vor- móti Sjálfstæðismanna í Ólafsfirði í kvöld. Á morgun verður almenn- ir kjósendafundir á Þórshöfn og Raufarhöfn, þar sem efstu frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins halda ræður. Sama dag efnir Vörður, félag ungra Sjálfstæðis- manna á Akureyri til fundar á Akureyri þar sem sex ungir sjálf- stæðismenn og konur reifa málin. Næstkomandi miðvikudag hafa Sjálfstæðismenn boðað til almenns kjósendafundar á Akureyri þar sem Bjami Benediktsson dómsmálaráð- herra verður frummælandi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.