Vísir - 25.05.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 25.05.1963, Blaðsíða 16
VISIR Laugardagur 25. maí 1963. - ■ --, ...... ■■ ■- - .. Maður fyrir bíl í StHwtúni Fegurðarsamkeppni í Súlnasalnum Banaslys á Akureyri Ljósmyndarl Vísls, B. G., tók þessa mynd af skurðgröfunnl stuttu eftir aö óhappiö vildi til. Krani veltur niður í grunn f Austurstræti Rétt fyrir klukkan sex f gær- dag vlldi þaö óhapp til að svo til nýr krani valt í grunni þeim, er Silll og Valdi eru aö hefja byggingarframkvæmdir á f Austurstræti. En svo heppilega vUdi til, að kranastjórinn skynj- aði hættuna f tfma og gat stokk- ið út. Óhapp þetta varð, er kraninn var að lyfta steini, sem vegur um eitt tonn, upp á 'pall vöru- bíls, en f sömu mund sprakk bakkinn undan krananum og hann valt niður í grunninn og hvolfdi Kom hann niður á þak- ið, en skemmdist þó furðulega lítið, miðað við að fallið var um þrír metrar. Beyglaðist hann nokkuð á hægri hlið og einn meginás kranans hrökk í sund- ur. Kranastjóri, Guðmundur Karlsson, bjargaði sér með því að stökkva út úr krananum í tæka tfð og svo heppilega vildi einnig til, að enginn maður var við vinnu í grunninum þar ná- lægt. Hér var um að ræða svo til nýjan krana, keyptan til lands- ins f febrúarmánuði s.l., af „AU- en“-gerð. Var kaupverð kran- ans um 1,7 milljón. Ráðgert var að hefjast handa sem fyrst um að lyfta kranan- um upp úr grunninum og nota við það kranabíla. Voru aðstæð- ur taldar nokkuð erfiðar, því athafnasvæðið er mjög lítið og kraninn vegur um 14 tonn. Kl. 18.55 f gærkvöld var lög- reglunni í Hafnarfirði tilkynnt að maður hefði orðið fyrir bfl í Silf- urtúni. Slysið varð á mótum Hafn- arfjarðarvegar og Silfurtúns. Full- orðinn maður, Jón Sumarliðason, Gunnarsbraut 32 í Reykjavík, varð fyrir vörubifreiðinni R-13969 og var fluttur í Slysavarðstofuna og þaðan til frekari rannsóknar í Framhald á bls. 5. Knattspyrnukappi ver doktorsritgerð Laugardaglnn 1. júní n. k. kl. 2 síðdegis fer fram doktorsvöm f hátfðasal Háskóla Islands. — Bjami Guðnason mag. art. ver rit sitt Um Skjöldungasögu, sem heimspekideild hefur metið hæft til vamar við doktorspróf. Andmælendur doktorsefnls verða þeir dr. h. c. Einar Ólafur Sveinsson, prófessor, og dr. phll Jakob Benediktsson, forstöðu- maður Orðabókar háskólans. Forseti heimspekideildar, dr. phU. Matthías Jónasson, stjóm- ar athöfninni. Öllum er heimill aðgangur að doktorsvöminni. Doktorsefni Bjami Guðnason er sonur Guðna Jónssonar pró- fessors. Hann er 34 ára að aldri, lauk magistersprófi f fslenzkum fræðum frá Háskóla Islands 1956 og hafði áöur verið eltt ár við nám í Lundúnaháskóla. — Á skólaárum sfnum var hann i hópi þekktustu knattspymu- manna bæjarins. Bjamf réðst sendikennari vlð Uppsalaháskóla að loknu mag- isterprófi og var þar í 6 ár, eða þar til í fyrra, að hann var ráð- inn fslenzkukennari við Mennta skólann f Reykjavfk og gegnir nú þvf starfi. Bjami Guðnason. ursut reguroarsamKeppnmnar ' i fór fram í Súlnasalnum í gær- kveldl. Húslð var fuUskipað eft irvæntingarfullum áhorfendum, og þegar stúlkumar sex, sem 1 úrslitum em, birtust, var þeim tekið með dynjandi lófatald og almennum fögnuði. Stúlkumar sex komu þar bæði fram í kjólum og baðföt- um og gengu um sali viðstödd- um tíl yndis og ánægju. Stiilkurnar vora þessar, tald- ar frá vinstri: Gunnhildur Ólafsdóttir, Marfa Ragnarsdóttir, Sonja EgUsdótt- ir, Jóhanna Pálsdóttir, Thelma Yngvarsdóttir, Theodóra Þórð- ardóttir. Islenskur sjó- maður ferst Laugardaginn 18. þ. m. vildi það slys til f Rotterdam um há- degisbil, að Lárus Hjálmarsson, smyrjari á m.s. Hvassafelli féll af stigapalli, er hann var á leið í landí niður f þurrkví skipa- smíðastöðvarinnar, þar sem skip ið er til viðgerðar, og lézt hann samdægurs. Láras heitinn átti heima að Hjarðarholti við Reykjanes- braut Lætur hann eftir sig konu og stjúpdóttur. ' í gær varð hryggilegt banaslys á Akureyri. Fjögurra ára telpa að nafni Katrín Sverrisdóttir varð undir bíl og beið þegar bana. Slysið varð um kll 6 í gær á gatnamótum Hamarstígs og Engi- mýrar, sem er efsta byggð uppi á Brekkunni. Var steypuflutningabíll frá fyrirtækinu Möl og Sandur á leið vestur eftir Hamarstfg, en al- gengt er að steypubílar aki þar, vegna þess að steypufyrirtækið er staðsett þar fyrir ofan. Telpan hljóp á hlið bflsins og lenti undir einu afturhjólinu. Bif- reiðarstjórinn varð hennar ekki var og nam ekki staðar fyrr en nokkr um bfllengdum vestar í götunni, en þá sagði bam, sem sat f framsæti við hlið hans, honum frá því að krakki hefði hlaupið á bflinn. Málið er í rannsókn hjá lög- reglunni á Akureyri. Aðnlfundur Iðnaðarbankans Aðalfundur Iðnaðarbankans verður haldinn f dag. Fer fund- urinn fram í Þjóðleikhúskjallar- anum og hefst kl. 2 e. h. — Venjuleg aðalfundarstörf. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.