Vísir - 04.06.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 04.06.1963, Blaðsíða 2
2 Frá doktorsritgeröinni, talið frá vinstri, dr. Matthías Jónasson, forseti heimspekideildar, doktorsefnið Bjarni Guðnason og i ræðustól, dr. Einar Ólafur Sveinsson, anna. andmælandi. Bjani Guðnason varði doktorsrit- gerð síaa á laugardaginn úr ályktanir er margar hverjar eru andstæðar fyrri kenningum m. a. hvar um Skjöldungasögu hafi verið ritað hverra áhrifa hafi gætt o. s. frv. Andmælingar voru doctor Einar Ólafur Sveinsson og dr. Jakob Benediktsson, sem báðir hafa ritað um þetta efni, dr. Jakob skrifaði m. a. sína doktorsritgerð um sama efni. Andmælendur, gerðu að sjálf- sögðu ýmsar athugasemdir við doktorsritgerðina, felldu sig ekki að öllu leyti við þær kenningar sem þar komu fram og vönduðu um við höfund á stöku stað. Á hinn bóginn fóru þeir og lof- samlegum orðum um verkið, töldu m. a. rösklega og læsilega skrifað og bera vott um áhuga og ást höfundar á efninu. Rök- semdarfærslur höfundar væru og mjög skemmtilegar upp sett- ar og verkinu til mikillar prýði. Ljóst væri að höfundur hefði öðlazt víðtæka þekkingu og skilning á forníslenzkum bók- menntum. Dr. Einar Ólafur komst svo að orði, að af ritgerðinni væri verulegur fengur og vísindun- um til sóma. Kvaðst hann vona að doktorsefni sýndi fræði- störfum sínum ræktarsemi í framtíðinni. Doktorsefnið svaraði and- mælendum rösklega, viður- kenndi fúslega að sumt hefði betur mátt fara, en hélt engu að síður fast á sínum fyrri skoðunum. Að lokum iýsti dr. Matthías Jónasson Bjarna Guðnason mag. art., doktor og óskaði hon um heilla og hamingju. Hinir fjölmörgu áheyrendur tóku undir með dynjandi lófataki. Á laugardaginn fyrir hvítasunnu varði Bjarni Guðnason mag. art. dokt orsritgerð sína um Skjöldungasöngu í hátíð arsal Háskólans, en þar fór vömin fram. Var salurinn þéttsetinn á- heyrendum. Einar Ólaf- ur Sveinsson, sem var annar admælanda, lét m. a. svo um mælt að rit- gerð Bjama væri „veru- legur fengur“ fyrir fræði menn, og verkið sýndi ,mikla þekkingu og skiln ing höfundar á fomís- lenzkum bókmenntum“. Stundvíslega kl. 2 e. h. setti dr. Matthías Jónasson pró- fessor athöfnina og gaf doktors- efninu, Bjarna Guðnasyni orðið. Kynnti Bjarni síðan náms- og fræðiferil sinn og skýrði stutt- lega hvað olli því, að hann valdi Skjöldungarsögu sem efni í dokt orsritgerð. Bjarni Guðnason varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1948 og var í fyrstu nokkuð óákveðinn, hvaða nám hann skyidi leggja sturid á. Innritaðist m. a. í lögfræði einn vetur og annan dvaldi hann í Lodon (og nam ensku og enskar bókmenntir.) Að lokum innritað ist hann í íslenzk fræði hér við Háskólann og lauk þaðan prófi árið 1956. Strax þá um sumarið, hélt hann til Uppsala og kenndi þar við háskólann sem lektor. Hafði hann þar aðgang að bóka fjársjóðum Carolina bókasafns- ins og „var ekki á betri ytri skilyrði kosið“. Þar var Bjarni síðan að fræðistörfum sfnum og undirbjó doktorsritgerð sína, um V-ISLENDING- ARNIR TEFJAST Fyrsti Vestur-lslendingahópurinn, 13 af þeim 38, sem hafa ráðið sig hjá frystihúsunum í Vestmanna- eyjum, átti að leggja af stað með Til sýnis i Austursfræti 1 Hinir g’æsilegu vinningar í' I happdrætti Sjáifstæðisflokksins,' I bílarnir fimm, eru til sýnis á | i lóðinni Austurstræti 1. Þar eru i happdrættismiðar seldir allan. ' daginn. Miðinn kostar aðeins' I hundrað krónur. Látið ekki happ j I úr hendi sleppa. flugvél frá Loftleiðum frá New York síðdegis í dag. En sökum flugmannaverkfalls- ins, sem kom til framkvæmda í morgun, er allt útlit fyrir að Vest- ur-íslendingarnir verði að fresta för sinni hingað. Loftleiðir munu forðast að láta flugvélar sínar lenda hér meðan á verkfallinu stendur, til þess að þær stöðvist ekki. Ein af fiugvélum félagsins, Snorri Sturluson, átti t. d. að koma í morgun, samkvæmt áætlun, á leið austur yfir Atlantshaf. En flugvélin hætti við að lenda í Reykjavík vegna verkfallsins og fiaug í einum áfanga frá Gander til Glasgow. Skjöldungasögu. Ástæðurnar fyrir því, að hann valdi efni þetta, voru m. a. þær, að meistaraprófsritgerð hans, fjallaði um Ragnar Loðbrók, en Ragnar var kominn af Skjöld- ungum. Skjöidungar voru danskir kon ungar, en um þá er ekki til heil óskipt frásögn. Hins vegar hafa ýmsir fræðimenn ritað um efnið og heimilda er víða að leita. Gerir Bjarni tilraun tii að draga saman þessar heimildir og dreg í gær lenti einshreyfils vél af tegundinni Beec- hcraft Musketeer á Reykjavíkurflugvelli. Út úr henni steig flugmað- urinn sænskur maður að nafni Sten Englund. Flugvél þessi hafði alls ekki ætlað að leda hér á landi, þó hún væri aðeins knúin einum hreyfli var áfangastaður hennar Sten Engiund stígur út úr flugvélinni. Það er hættulegt ef maður fer að dotta Osló, en á síðustu stundu á- kvað flugmaðurinn að setjast hér vegna þess að hann átti fyrir höndum mótvind til Nor- egs og taldi því réttara að doka ögn við. Hann hafði lagt af stað yfir Atlantshaf frá frönsku eyjunni St. Pierre rétt við Ný- fundnaland. — Það sem ég þarfnast nú helzt, sagði hann þegar hann steig út, er svefn. Ég hef ekkert sofið í 15 klst. Ég treysti mér ekki til að halda áfram lengur, þvl að ég hefði getað sofnað undir stýrinu. — En er ekki hægt að setja sjálfstýritækin á? spurðum við. — Nei, það eru engin sjálf- stýritæki á. Þetta er eins og að keyra vörubíl. ÞAÐ kom í ljós í samtalinu, að Sten Englund er vanur því að fljúga einshreyfilsvélum yfir Atlantshafið. Fjórum sinnum áð ur hefur hann farið í slíka ferð. — Eigið þér sjálfur þessa vél? — Nei, ég hef það að atvinnu að ferja þessar litlu flugvélar yfir hafið. Það er ódýrara að láta fljúga þeim, heldur en að Framhald á bls. 5. U2 25SSI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.