Vísir - 04.06.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 04.06.1963, Blaðsíða 7
VfSIR . Þriðjudagur 4. júní 1963. Keppikefíið er: betrí vörur—nægar vörur vörur Álit torystumanna atvinnulifsins — Við höfum nú feng- ið tækifæri til að gegna því hlutverki sem okkur er raunverulega ætlað, samkvæmt eðli hlut- anna. Hlutverk okkar er að afla fjölbreyttrar vöru, sem beztrar vöru á sem lægstu verði, sjá um að ætíð séu til nægi- lega birgðir í landinu og dreifa þeim til smásölu- verzlana eftir því sem þörf gerist. Þannig fórust hinum ný- kjörna formanni Félags ís- lenzkra stórkaupmanna, Hilm- ari Fenger, orð i viðtali er Vísir hefur átt við hann um málefni stórkaupmanna og heildsölu- verzlunarinnar. — Meðan gj'aIdeyris-og inn' 1 flutningshöftin voru við lýði, hélt Hilmar áfram, var engin aðstaða til að gegna þessu hlutverki. Opinberar nefndir takmörkuðu vörumagn- ið. Vöruskortinum fylgdi eftir- spurn eftir hvers konar varn- ingi, oft án tillits til gæða eða verðs. Kaupmenn keyptu því allt, sem þeir náðu í til sölu. Vöruúrval var fábreytt. En eftir að viðskiptafrelsið jókst eru aðstæður allt aðrar. Nú er um 70—80% allrar inn- flutningsverzlunar á frílista. Þetta hefur leitt til þess að samkeppni heildverzlana í milli hefur farið harðnandi. Þær keppast við að afla hinnar ó- dýru en jafnframt góðu vöru, sem notandanum fellur í geð. Um Ieið hefur skapazt fjöl- breytni í vöruúrvali, meiri en nokkru sinni fyrr. Við höfum einnig fengið tækifæri til að haga innkaupum okkar þannig, að þau geti farið fram á hent- ugasta tfmanum, með tilliti til verðs og gæða. Þetta á t .d. við um uppskeruvörur, appelsínur, epli og aðra nýja ávexti. — T>ér töluðuð um harðnandi samkeppni milli heild- verzlana. Viljið þér lýsa því nánar? — Eins og ég sagði var auð- velt að selja þær vörur, sem við fengum leyfi til að kaupa inn, meðan vörur á boðstólum voru takmarkaðar. Eftir að vöru gnægðin kom til sögunnar urðu kröfur neytenda meiri. Keppi- kefli sérhverrar heildverzlunar er að mæta þessum kröfum með betri og ódýrari vörum. Þetta kostar mikla leit á mörk- uðum allra landa. Og þvf má bæta við að þessi leit tryggir að við sem heild gerum beztu og hagkvæmustu viðskiptin fyrir hönd okkar viðskiptavina. — TJafa þær breytingar, sem '*"a' núverandi ríkisstjórn gerði í skatta- og tollamálum orðið til bóta, að ykkar dómi? — Stærsta breytingin er sú, að veltuútsvar var fellt niður og tekið upp aðstöðugjald í staðinn. Þótt aðstöðugjald verði í mörgum tilfellum hærra en veltuútsvarið er það vissu- lega spor í rétta átt, að það Rætt við Hilmur Fenger, formonn Félngs íslenzkro stórkaupmnnnn Hilmar Fenger. skuli vera frádráttarhæft. Al- mennt talað virðist vera um hugarfarsbreytingu að ræða hjá hinu opinbera hvað skattamál snertir. Þar er vaxandi skiln- ingur á þörfum okkar fyrir að geta lagt til hliðar fé f sjóði, til endurnýjunar og uppbyggingar. Hin nýja tollskrá hafði f för með sér margvíslegar breyting- ar til bóta. Tollakerfið varð ein- faldara í sniðum en áður. Lækk- aðir voru tollar á ýmsum há- tollavprum, sem aftur leiddi til þess að ólöglegur innflutningur á þessum varningi hefur að lang mestu eða öllu leyti lagzt niður. Unnið er að frekari endurbótum í tollamálum og verður þess væntanlega ekki langt að bfða að því verki Ijúki. — TTvað teljið þér fleira hafa 11 auðvitað heildverzlun í landinu? — Ýmislegt, sem rfkisstjómin beitti sér fyrir,' hefur orðið til þess að minnka verzlunarkostn- aðinn og stuðlað að aukinni hag kvæmni í rekstri heildverzlana. Ég hef nefnt að aðstöðugjaldið er frádráttarhæft. Þá má nefna vörukaupalánin sem eru til 90 daga vaxtalaus. Með hjálp þess ara lána eigum við auðveldara með að velja bezta tímann til innkaupa, t. d. þegar um upp- skeruvörur er að ræða. Framan af þurftum við að greiða 50% af vörukaupalánunum fyrirfram. Nú hafa fyrirframgreiðslurnar verið lækkaðar niður í 10% af lánsupphæðinni. Loks má nefna að með aukinni veltu verður hlutfallslegur tilkostnaður minni. — npeljið þér að hluti starfs- fólks af tekjum heild- verzlunarinnar sé meiri en áð- ur, eða jafnvel minni? — Hann er mun meiri en áður. Starfsfólkið fær stærri hluta af tekjum heildverzlana en áður. Ég hef ekki tölur hand- bærar, en mér er samt óhætt að fullyrða þetta. — TTvað er um byggingarmál heildverzlunarinnar að segja? — Tollvörugeymslan er að rísa. Um leið og hún tekur til starfa, verður okkur auðveldara að gegna því hlutverki okkar að hafa ætíð nægilegar vöru- birgðir til f landinu. Tollvöru- geymslan er fyrst og fremstlið ur í aukinni þjónustu við lands- menn. Við höfum lengi haft í huga að reisa mikið heildsöluhús, hús yfir skrifstofur og vörugeymsl- ur, sem yrði staðsett við höfn- ina. Skipulag miðbæjarins og hafnarsvæðisins hefur verið f undirbúningi, en nú mun því verki vera að Ijúka. Okkur hef- ur verið lofað aðstöðu við höfn ina. Við munum væntanlega hefja framkvæmdir jafnskjótt og skipulagið er tilbúið. Það eru margir, sem bíða. — TTver eru helztu framtfðar verkefni ykkar? — Að mínum dómi er alfrjáls verzlun helzta takmarkið. Von- andi náum við því marki jafn- óðum og hagur landsins inn á við og út á við fer batnandi. Frekari endurbætur í skatta- og tollamálum eru nauðsynlegar. Efling Verzlunarbankans er okk ur hjartans mál. Við vonum að hann fái heimild til að verzla með erlendan gjaldeyri, til þess að hanh geti orðið verzluninni enn styrkari stoð en jafnvel nú. En fyrst og fremst vonum við að uppbyggingunni í landinu verði haldið áfram í sama anda og unnið hefur verið sl. fjögur ár. Jafnvægi í efnahagsmálum verði viðhaldið, staðinn verði vörður um verðgildi krónunn- ar og vinnufriður skapaður. Bifreiðir á Ísiandi yfír 25 þás. orðnar Tala bifreiða á íslandi um síðustu áramót var talin 24.485. Þetta skiptist þannig niður að fólksbifreiðir, þar með taldar jeppabifreiðir og áætlunarbif- reiðir, voru 19.210, en vörubif- reiðir, þar með taldar sendi- ferðabifreiðir voru 6.275. Þetta þýðir að um 7 íbúar eru um hverja bifreið og er fsland í tölu þeirra landa ,sem bifreiðaflest eru að tiltölu við mannfjölda. Upplýsingar um þetta birtust nýlega í nýjasta hefti Hagtíð- inda. Kemur í ljós, að bíla- fjöldinn hefur tvöfaldazt á nfu árum, voru 12.193 bílar á land- inu í árslok 1954. Skrásetningarumdæmi bif- reiða á landinu eru 25. Lang- flestar bifreiðir eru í Reykja- vík eða 10.753. Næst að bif- reiðafjölda koma þessj umdæmi: Gullbr. og Kjósarsýsla og Hafnarf jörður 2.297,« Eyjafjarð- arsýsla og Akureyri 1.694, Ár- nessýsla 1.269, Kópavogur 932, Þingeyjarsýsla og Húsavík 860, Isafjarðarsýsla og ísafjörður 687, Keflavík 664, Suður-Múla- sýsla 625 og Borgarfjarðar og Mýrasýsla 619. Af fólksbifreiðum eru nú til á landinu 106 mismunandi þessum tegundum, jeppabif- reiðir meðtaldar: Ford 2.212, Willys jeppar 2,140, Volkswagen 1.843, Mosk- vitch 1,513, Chevrolet 1.416, Skoda 1.117, Opel 1,069, Land Rover 784, rússneskir jeppar 761, Austin 565, Mercedes Benz 527, Fiat 495, Dodge 477, Volvo 381, Renault 337 og Plymouth 320. Af vörubifreiðum eru nú til á landinu 104 mismunandi teg- undir. Flestir eru af þessum gerðum: Chevrolet 1.498, Ford 1.102, Dodge 500, Volvo 324, Austin 291, Bedford 283, Mercedes Benz 255, Volksvagen sendi- ferðabílar 213, GMG 205.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.