Vísir - 05.06.1963, Qupperneq 4
I
Framkvæmdir aldrei meiri en nú
Fjárfesting 1963 verður
3220 milijónir kr., en
\
það er rúmum 600 millj.
kr. meira en 1958, miðað
við sama verðlag.
SFjármunamyndun
1957 - 1962:
Arið 1957 2.702 millj. kr.
— 1958 2.614 — -
— 1959 2.877 — -
— 1960 3.050 — -
— 1961 2.385 — -
— 1962 2.711 — -
Árið 1963 hækkar talan enn
upp í 3220 millj. kr. Þetta sýnir
að fjárfestingin eykst eftlr að
yinstri stjómin er farin frá.
í framkvæmdaráætlun rfkis-
stjómarinnar fyrir árin 1964—
1966 er enn gert ráð fyrir að
fjárfestingin aukist og verði að
meðaltali 3.380 millj. kr. á ári.
Þetta jafngildir um 6,l%aukn-
ingu á ári að meðaltali, og er þó
ekki meira en svo, að jafnvægi i
efnahagslífinu raskast ekki.
Þannig er iagður traustur gmnd
völlur að aukinni þjóðarfram-
leiðslu og bættum lífskjörum
þjóðarinnar.
Árangur
st j ómar stef nunnar.
Um það verður ekki deilt að
þetta er árangur viðreisnarstefn
unnar. Mikil sparifjármyndun í
iandinu og stórbætt gjaldeyris-
aðstaða út á við gerir það að
verkum, að þessi fjárfesting er
möguleg. Að óbreyttri stjómar-
stefnu frá tíð vinstri stjómarinn
ar hefðu slíkar framkvæmdir
auðvitað verið óhugsaniegar.
Á árinu 1963 mun verða varið
1565 millj. kr. til fjárfestingar í
atvinnuvegum þjóðarinnar, til
opinberra mannvirkja og bygg-
inga 980 millj. kr. og til íbúða-
húsnæðis 675 millj. kr. Og á ár
unum 1963—1966 verður aukn-
ing fjárfestingar í rafvirkjunum,
hita- og vatnsveitum, samgöng-
um og opinberum byggingum
60% miðað við árin 1957—1961.
Fjárfesting í atvinnu-
vegunum:
Þær 1565 millj. kr. sem fjár
festingin í atvinnuvegunum mun
nema á þessu ári, skiptast þann-
ig á einstakar greinar:
Fiskveiðar 405 millj. kr.
Landbúnaðaur 270 millj. kr.
Flutningatæki 230 millj. kr.
Vinnsla sjávarafurða 220
millj. kr.
Annar iðnaður m. a. vinnsla
landbúnaðarafurða 200 millj.
kr.
Oliustöðvar, gistihús verzl.-
og skrifstofuhús o. fl. 120
millj. kr.
Ymsar vélar og tæki 120 millj.
kr.
Samtals 1565 millj. kr.
Til opinberra
framkvæmda:
Til mannvirkja og opinberra
bygginga er ætlunin að verja
980 millj. kr. eins og að framan
var sagt, en það er tæpum 200
miilj. kr. hærri upphæð en s. 1.
ár. Mest af aukningunni fer i
rafvirkjanir, tii vega, hafnar-
mannvirkja og skóla.
Til raforkumálanna verður
varið 185 millj. kr. M .a. verður
lokið við stækkun írafossstöðv-
arinnar, én sá kostnaður er á-
ætlaður um 65 millj. kr. Fram-
kvæmdir á vegum Rafmagns-
veitna rikisins eru áætlaðar um
81 millj. kr. og 14 millj. kr. eru
ætlaðar til virkjunarrannsókna.
Til byrjunarframkvæmda við
nýja stórvirkjun á Suðurlandi
er ætlað að verja 10 millj. kr.
og til framkvæmda Rafmagns-
veitu Reykjavíkur o. fl. 15 millj.
kr.
í framkvæmdaáætlun ríkis-
stjórnarinnar fyrir árin 1963—
1966 er ennfremur gert ráð fyr
ir 80% hærri fjárfestingu í raf
orkumálum en á árunum 1957—
1961, eða að meðaltali 430 millj
kr. á ári.
1270 - 1500
íbúðir á ári.
Hinar 675 millj. kr. sem í ár
verður varið til fjárfestingar í
íbúðarhúsnæði, svara til 1270 f-
búða, en á árunum 1964-1966
er gert ráð fyrir aukinni fjár-
festingu upp í 800 millj. kr. á
ári, en það svarar til 1500 íbúða
á ári.
Hér hafa verið nefnd nokkur
helztu atriði fjárfestingarinnar
á þessu ári og fyrirhugðra fram
kvæmda á næstu árum. Þau
ættu að nægja hverjum manni
til að sjá það, að hér er ekki
um samdrátt á nokkru sviði að
ræða. Spádómar stjómarand-
stöðunnar um það hafa reynzt
markleysa ein, enda hefur hún
að mestu gefizt upp á að reyna
að telja fólki trú um þá fjar-
stæðu.
Moldviðrið, sem stjómarand-
staðan hefur þyrlað upp um
Iandhelgismálið og efnahags-
bandalagið nú upp á síðkastið,
getur ekki skoðazt annað en
flótti frá umræðum um innan-
landsmálin, þar sem hún var
löngu orðin rökþrota. En hitt
er svo annað mál, að ekki mun
hún heldur ríða feitum hesti
frá viðureigninni um utanrik-
ismálin, svo óhönduglega sem
henni hefur til tekizt um mála-
tiibúnaðinn þar.
☆
STJÓRNARANDSTAÐAN hefur
sem kunnugt er deilt hart
á ríkisstjómina fyrir bað, að
stefna hennar mundi valda sam
drætti í verklegum framkvæmd
um og íjárfestingu almennt.
Stáðreyndirnar í þessum efnum
tala þó öðru máli. í þjóðhags-
og framkvæmdaáætlun ríkis-
stjóraarinnar, sem lögð var
fram á siðasta alþingi eru birtar
ýtariegar skýrslur um fjárfest-
ingu á tímabilinu 1957—1962.
Þar fæst samanburður á fjárfest
ingu í tíð vinstri stjómarinnar,
árin 1957—1958, og fjárfesting
áranna 1959—1962, þegar vinstri
stjómin var farin frá völdum.
Tölur þær, sem hér fara á eft-
ir, sýna fjármunamyndunina ár-
ið 1957—1962, þ. e. fjárfestingu
í myndun fjármuna, annarra en
aukningu birgða og bústofns.
Tölumar eru allar byggðar í
verðlagi í árslok 1962.
Fiskverkunarstöövar í Örfirisey.
V í S I R . Miðvikudagur 5. júní 1^63.
Pascall
Pascall nylon sokkamir 30 Din., eru komnir
aftur. Verð aðeins 30 krónur.
REGNBOGINN,
Bankastræti 6 Sími 22135.
SAMEINAR MARGA KOSTI-'
FAGURT OTLIT. ORKU. TRAUSTLEIKA
RÓMAÐA AKSTURSHÆFNI
OG L Á G T V E R Ð !
TÉHhNESHA BIFBEIÐAUMBOÐI0
V0N*MT«T, I2.ÍÍMIJTÍÍI
Þakkarávarp
í tilefni af 85 ára afmælisdegi minum 31. maí var mér sýndur
margs konar vináttuvottur, sem ég vil þakka. Fékk ég fjölmarg-
ar gjafir og skeyti. M. a .giöddu mig Guðmundur Hersir, for-
maður Bakarafélagsins, Sveinafélagið og Ingimar Jónsson bak-
arameistan ásamt mörgum fleirum.
Ég hef unnið 64 ár i bakarfum, lengst af hér á landi, en 18
ár í fjórum öðrum löndum. Hvar sem ég hef komið hefur mér
verið opin föst vinna og veit ég ekki hvað það er að vera at-
vinnulaus. Minningarnar eru orðnar margar úr iöngu starfi, og
margt hefur breytzt á sfðustu árum.
Hafið allir þökl. fyrir vináttu ykkar.
Ámi J. Strandberg.