Vísir - 14.06.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 14.06.1963, Blaðsíða 9
V í S IR . Föstudagur 14. júní 1963. 9 □ □□□□□□□□□□□□□□□□□□ Spjallað við John Acton, listfræðing John Acton er ungur, brezkur listfræðingur, sem stárfar á vegum British Council við að kynna nútímalist víða um lönd. Þessa dagana dvelst hann á íslandi í tilefni af sýningu þeirri, er stendur yfir í Bogasal Þjóðminjasafnsins, á 27 málverkum eftir ýmsa af frægustu núlif- „En mála allir frekar í ab- straktstíl, er það ekki?“ „Jú, ég held, að mér sé óhætt að fullyrða, að flestallir þekkt- ustu málarar Bretlands nú á dögum hneigist að- abstrakt- list“. „Hvað um yngstu kynslóð- ina? Ber nokkuð á breytingu hjá henni?" „Já, það má segja, að yngstu málaramir séu aftur farnir að mála meira fígúratíft, en það er ekki gott að vita í hvaða átt stefna þeirra á eftir að þróast. Mér þykir ólíklegt, að þeir fari að snúa sér aftur að náttúru- stefnunni eins og hún var fyrir daga Cézanne, en það er alltaf John Acton fyrir framan „undirvitundarmáiverk“ eftir Aian Davie: PARROT’S GRIP. „Listfræðin er emfalaus læráómur" andi málurum Bret- lands. „Þetta er hluti af stærri sýn- ingu, sem var valin sérstaklega fyrir Kanada", segir hann, „en þó að málverkin séu ekki fleiri en 27, held ég, að þau gefi gott yfirlit yfir brezka nútímamynd- list, þvl að þessir átta málarar eru að mörgu leyti ólíkir hver öðrum, bæði hvað snertir form og túikun". TREE AGAINST LOW HILL eftir Graham Sutherland. erfitt að spá nokkru um fram- tíðina". „En haldið þér ekki, að þeir hafi Iært mikið af abstraktlist- inni, jafnvel þótt þeir máli aft- ur meira fígúratíft en næsta kynslóð á undan þeim? Er ekki eitthvað nýtt komið 1 fígúratífa list, sem ekki var þar áður? Þurfti ekki að sópa hefðbundnu formi til hliðar, á. m. k. í bili, svo að ný tegund myndlistar gæti fengið að þróazt?“ „Jú, það var nauðsynlegt að brjóta niður gamla formið, svo að það kyrkti ekki nýjan gróður í fæðingu. Og maður sér, að yngstu listamennirnir, sem mála meira fígúratíft, eru samt miklu frjálsari í túlkun sinni en áður tíðkaðist. Stöðnun má aldrei eiga sér stað, hvorki í list né öðru; aðalatriðið er að gera sí- fellt nýjar og nýjar tilraunir, hvort sem þær heppnast allar vel eða ekki“. * „TJvað mynduð þér segja, að væri sérkenni brezkrar nú- tímamyndlistar?" „Ja, það er vandi að skil- greina það í fáum orðum. Ef við berum t. d. saman brezka og bandariska nútímalist, sjáum við, að bandarísku listamenn- irnir hugsa yfirleitt meira um abstraktformið sem markmið í sjálfu sér, en brezku listamenn- imlr nota það fremur sem leið að marki. Þeir leysa tæknileg vandamál á annan hátt, og hjá þeim ber oft meira á sálfræði- legri undirvitundarstarfsemi, sem kemur fram í verkum þeirra". „TJafið þér sjálfur fengizt við AAað mála?“ „Nei, en ýmsir í fjölskyldu minni hafa gert þeim mun meira af því — og ekki af sérlega mikilli list. Ég sá, að ég yrði að vita eitthvað um efnið, ef ég ætti að geta komið með aðfinnsl ur, svo að ég fór að kynna mér listfræði til að geta sett mig á háan hest!“ „Og kostaði það ekki tölu- verða fyrirhöfn?" „Ég stúderaði listfræði um þriggja ára skeið við Háskólann í London og lagði sérstaka rækt við myndlist 17. aldarinnar. Seinna fór ég að vinna við list- kýnningardeildina hjá Britiáh Council, og það er afar lær- dómsrikt og skemmtilegt starf“. „Er ekki mesta vandaverk að hengja upp myndir á sýningu, þannig að hver einstök fái að njóta sín án þess að skyggja á hinar?“ „Jú, það er allt annað en auðvelt — það er einna líkast raðmynd, hvert einasta brot verður að falla inn I heildina á réttan hátt. Stundum getur mað ur þurft að raða öllum mynd- unum upp aftur, ef einhverjar tvær fara illa saman. Við dr. Selma Jónsdóttir hjálpuðumst að við að koma myndunum fyrir í Bogasalnum ... það er mjög viðfelldinn salur og smekklega útbúinn, finnst mér“. „Þér hafið ánægju af nútíma- list?“ „Já, mjög mikla. Listfræðin er endalaus lærdómur — það er hægt að læra sögu listarinnar eins og hverja aðra námsgrein, en allt hitt ... ja, það fæst að- eins með reynslunnl“. — SSB ODYSSEV eftir Ben Nicholson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.