Vísir - 14.06.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 14.06.1963, Blaðsíða 16
Föstudagur 14. júní 1963. m—mmmmmmmmmmmm—mmmmmmmrnmmm y Vísitalan óbreytt Kauplagsnefnd hefir reiknað út vfsitölu framfærslukostnaðar f byrjun júnfmánaðar og reynd- ist hún vera 131 stig, eða ó- breytt frá þvf f mafmánuði. Evrópuráðs- fundur hér Á fundi Menningarmálanefndar Evrópuráðsins (CCC) í Strasbourg 27,—31. maí s.l. var ákveðið, að 'undur skyldi haldinn f Reykjavík 'umarið 1964 um endurskoðun ':ennslubóka f landafræðí, og verð- ’ir þar fjallað um Norður-Evrópu. Hefur verið unnið að þessari end- ’irskoðun um hríð og tveir fundir '’aldnir á vegum menningarmála- aefndarinnar um *þetta efni, — í ýzkalandi og Kanaríeyjum, en hinn þriðji verður á frlandi næsta haust. I fundum þessum taka þátt 'ulltrúar frá rfkjum, sem eru að- ilar að menningarsáttmála Ev- ’-ópuráðsins. Fram að þessu hefur ekki verið baldinn á íslandi fundur á veg- um Evrópuráðsins af þessu tagi. Birgir Thorlacius ráðuneytis- itjóri sat fund Menningarmála- nefndar Evrópuráðsins af lslands háifu. Stúlkurnar hjá sakadómaraembættinu eru mismunandi sterkar, en allar mjög duglegar. — Sveinn Sæmundsson, yfirlögregluþjónn, Jón Hall- dórsson og Ágúst Kristjánsson f skrifstofu Sveins, sem var að taka saman sitt hafurtask. (Ljósm. Vísis, I. M.). Sakadómur / Sakadómarar og rannsóknar- lögreglan voru í óða önn að setja niður í kassa úr skrifstof- um sínum á Fríkirkjuvegi 11 f morgun. Fréttamaður og ljós- myndari Vfsis litu þangað augna blik. Lögreglumenn voru í galla- buxum að verki, sakadómarar voru að hreinsa skrifborðin og ungar stúlkur voru til aðstoðar við tilflutninga. Sakadómur hefur verið til húsa á Frfkirkjuveginum sfðan 1940, fyrst ásamt deild úr fé- lagsmálaráðuneytinu, sem Jón Gunnlaugsson veitti forstöðu. Síðan, , þegar embættið, óx, lagði það smátt og smátt undir sig allt húsið. En'nú er það orð- ið of þröngt á nýjan leik og flutningar í Borgartún 7 standa yfir. Þar fær embættið betra og rýmra húsnæði, eitthvað af nýj- um húsgögnum og að öllu leyti betri starfsskilyrði, að sögn. — Hins vegar er flutningurinn í Borgartún aðeins til bráðabirgða þar eð sakadómur mun fá inni í hinni nýju lögreglustöð f fyll- ingu tímans. Það var Thor Jensen, sem eignaðist hið fræga hús á Frf- kirkjuveginum, en nú er það eign Stórstúku íslands, sem hef- ur enn ekki afráðið hvað það ’ hyggst gera við húsið. 37S0LTM í 3 SÍLDARBÆJUM Siglufirði, Roufarhöfn og Seyðisfirði Undirbúningsvinnu fyrir síldar- móttöku f verksmiðjum og á söltun arstöðvum norðanlands og austan stendur nú sem hæst. Ýmsar verk- smiðjur eru eigi aðeins tilbúnar, heldur byrjaðar að taka á móti síld, og unnið er við undirbúning á söltunarstöðvum eins og vinnuafl frekast leyfir, en víða er skortur á vinnuafli. Verksmiðjur hafa ver- ið stækkaðar og stórendurbættar víða, eins og Vfsir hefir áður skýrt nánar frá, og söltunarstöðvum fjölg ar heldur þótt margar væru f fyrra. T. d. er unnið að byggingu tveggja nýrra stöðva á Seyðisfirði og verða 8 þar, en á Siglufirði verða 22 -töðvar, eða jafnmargar og f fyrra. 4 Siglufirði er keppzt meira við allar undirbúningsframkvæmdir en ella vegna yfirvofandi verkfalls þar Má heita að þar sé allt tilbúið fyr- ir sfldarmóttöku og söltun. Fluttar hafa verið tunr.ur og salt á „plön- in“ og verið er að byggja soðkjarna stöð við verksmiðjuna Rauðku og stækka soðkjamastöð ríkisverk- smiðjanna. Raufarhöfn: Þar verða 7 söltunar- stöðvar í sumar, einni fleiri en í fyrra og reka kaupfélagið og hrepp urinn þá stöð f sameiningu. Þetta eru allt stórar söltunarstöðvar. — Ekki hefir verksmiðjan á Raufar- höfn tekið á móti neinni sfld enn- þá, en fyrirspurnir hafa borizt til hennar um síldarmóttöku. Mest af þeirri síld, sem veiðzt hefir, mun hafa farið til Norðfjarðar og Reyð- arfjarðar og eitthvað til Vopnafjarð r, en á þessum stöðum eru verk- smiðjurnar byrjaðar móttöku. — Keppzt er meira við alla vinnu á Raufarhöfn' en ella vegna yfirvof- andi verkfalls. Seyðisfjarðarverksmiðjan er ekki ennþá tilbúin að taka á móti, og hefir engin síld borizt þangað. — Tvær nýjar söltunarstöðvar bætast við á Seyðisfirði í sumar, Neptún og Þór. Verið er að byggja mjöl- skemmu fyrir síldarverksmiðjuna á staðnum og er það stálgrindarhús. yr vöru- Óhágstæ skiptajöfnuður Vöruskiptajöfnuðurinn í apríl- uði um rúmar 44 millj. kr. Inn mánuði var óhagstæður um 108 var flutt fyrir rúmlega 380 millj. millj. 242 þús. kr. I fyrra var króna í mánuðinum en útflutn- harni óhagstæður í sama mán- ingurinn nam aðeins 272 millj. króna. Réttíaáalausir STÓR öú GÓÐ SÍLD ur Stór og góð síld held- áfram að veiðast á sömu slóðum og áður austur af Langanesi. — Fituprófað var í gær úr farmi, sem barst til Hjalt eyrar og reyndist hún vera um 18% að fitu- magm. Fjögur skip höfðu árdegis í dag kynnt komu sína til Hjalt- eyrar: Sæþór frá Ólafsfirði með 1000, Guðmundur Þórðarson með 1200, Jón Jónsson með 700 og Hannes Hafstein meö 1700. Þau fengu síldina í gær- kvöldi og nótt. Fleiri skip fengu síld, en af þvi hafði blaðið ekki fréttir. Þegar Visir talaði við Hjalteyri laust fyrir hádegi var Sigurpáll að koma, en í dag er von á Jaðri með 1200 og Jóni Guðmundssyni með 800, en þess ir bátar voru að landa: Strákur með 400, Þorleifur Rögnvaldsson með 1200, Guð- mundur Þórðarson með 600 og Margrét með 1400. Síldarleitin er að fara í gang nú um helgina. Pétur Thorsteins son, sem var á austurmiðunum, kom til Seyðisfjarðar síðdegis í dag. t gærkveldi voru tveir réttinda- lausir piltar teknir af lögreglunni í Reykjavík, þar sem þeir voru i akstri niður Bankastræti. Höfðu piltar þessir tekið bifreið á leigu hjá bílaleigu — að því er virðist uppi í Borgarnesi — því bifreiðin var skrásett þar. Þeir höfðu ekki skilað bifreiðinni á til- skildum tíma og var málið þá kært fyrir sýslumanninum í Borgarnesi, sem bað Reykjavíkúrlögregluna að ■ grennslast fyrir um bifreiðina Lögreglan hér hóf þegar eftir- grennslanir og fann bifreiðina í akstri í Bankastræti á 12. tíman- um í gærkveldi. Við athugun kom í ljós, að hvorugur piltanna hafði réttindi til aksturs, og þar sem þarna er um mjög vítavert athæfi að ræða, var bifreiðin tekin af þeim og þeir sjálfir fluttir í fanga- geymslu fyrir svik og pretti. I morgun lá ekki ljóst fyrir á hvaða forsendum þeir höfðu fengið bif- reiðina að láni, en strangar reglur gilda um bifreiðaleigur og liggja þungar sektir við ef út af ei brugðið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.