Vísir - 15.06.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 15.06.1963, Blaðsíða 4
V í S IR . Laugardagur 15. júní 1963. WMWWWMMMMHHMí wÞað er heilsulind að koma á 66 ★ Rætt v/ð unga Reykjav'ikurhúsmóður sem ★ hirðir og þjálfar hesta i fristundum Það vakti mikla athygli á kappreiðum Fáks um hvítasunn- una, að knapi sá, er flesta hesta sat og segja má að beztum ár- angri hafi náð, var ung kona, Kolbrún Kristjánsdóttir. Var hún einnig meðal þeirra kvenna, er sýndu ásetu í söðli. Er við fórum að spyrjast nán- ar fyrir um Kolbrúnu kom í Ijós að hún er húsmóðir í Reykjavík, 25 ára og fjögurra barna móðir, gift Einari Jónssyni húsasmið. Húsmæður, sem eyða frístund um sfnum í hesthirðingu og hestaþjálfun, eru víst ekki á hverju strái í Reykjavík, og þvf brá ég mér í heimsókn til Kol- brúnar til að spyrja hana dá- lítið um feril hennar sem hesta- konu. „Ég man ekki hvenær ég kom fyrst á hestbak“, sagði Kolbrún, „það er svo langt síðan. Mamma hafði mjög gaman að hestum og reiddi mig oft fyrir framan sig og allt frá því er ég man fyrst eftir mér hef ég verið með hesta dellu, ef svo mætti segja“. „Og hefurðu haft góð tæki- færi til að svala þessari hesta- þrá?“ „Já, frá því er ég var lítil og þangað til ég gifti mig var ég á hverju sumri á bæ uppi í Borg arfirði og þar voru hestar sem ég var mikið með. Þegar ég fermdist, gaf bóndinn þar mér tveggja vetra fola og það var fyrsti hesturinn, sem ég eign- aðist. Síðan hef ég átt nokkuð marga“. „Tamdirðu þennan fyrsta fola þinn sjálf?“ „Að nokkru leyti, ég og bónd inn hjálpuðumst að. Annars varð sá hestur aldrei góður reið hestur. Fyrsti virkilega góði reiðhesturinn, sem ég hef eign- azt, er sá, sem ég á núna — hann er skjóttur og ég sat hann í söðli á kappreiðunum“. „Áttu nú fleiri en þennan eina hest?“ „Já, við hjónin eigum fjóra saman, tvo handa hvoru“. „Er maðurinn þinn eins mik- ill hestamaður og þú ert mikil hestakona?“ „Hann var nú upphaflega meira fyrir kindur, en nú hefur hann smitazt af mér og við bregðum okkur á hestbak eins oft og við mögulega getum“. „Hvar hafið þið hestana?" „Á veturna höfum við þá í hesthúsi suður f Fossvogi, en á sumrin ganga þeir úti uppi í sveit. I sumar verður Einar að vinna norður á Hvammstanga, og' hann tók tvo hestana með sér þangað. Hinir tveir verða í Borgarfirðinum, því að ég geri ráð fyrir að verða þar einhvern tíma. Ég fer þangað eins oft og ég get, reyni alltaf að komast þegar rekið er á fjall og eins f réttirnar á haustin. Ég hef svo gaman að sveitastörfum og öllu sveitalífi". „Hefur þig þá ekki langað til að setjast að í sveit?“ „Jú, við hjónin höfum oft rætt um það, en það þarf meira en ræða úm það. Það er mikið fyrirtæki að taka sig upp og flytjast búferlum út á land, og maður veit aldrei hvað maður hreppir". „Það er þó alltaf bót f máli að hafa hestana. Heyið þið handa þeim sjálf?“ „Nei, við kaupum hey en gef- um þeim og hirðum þá sjálf. Bæði er of dýrt að láta hirða fjóra hesta fyrir sig og svo er svo mikils virði að umgangast þá daglega, því að þá hænast þeir meira að manni. 1 vetur skiptumst við á að fara til Kolbrún Kristjánsdóttir á einum gæðingnum. þeirra og gefa þeim og moka út. Við tókum börnin oft með og þau hafa tekið miklu ást- fóstri við hestana, einkum Her- dís dóttir mín, sem er fjögurra ára“. Varla hefur Kolbrún sleppt orðinu, er dyrabjöllunni er hringt, og er hún fer fram og opnar dyrnar, heyrist kallað neðan úr stiga: „Mamma, það er hestur að koma inn“. Kolbrún kemur brosandi inn aftur. „Þetta er Herdís", segir hún. „Nú er hún búin að beizla stóra bróður sinn og situr á bak inu á honum, en hann skríður á fjórum fótum og þykist vera hestur. Það gengur allt út á hesta hjá þeim, allir leikir eru að meira eða minna leyti hesta- leikir. — Ég skil þetta svo vel, því að svona var ég þegar ég var lítil“. „Svo að við snúum okkur að kappreiðunum — hefurðu verið knapi fyrr en nú?“ „Nei, þetta var í fyrsta skipti. Ég hef ekki haft tækifæri til þess fyrr, a. m. k. ekki nú síð- ustu árin. Þegar einn Fáksfélagi bað mig að sitja hest sinn á kappreiðunum, langaði mig mik- ið að prófa það. Ég ræddi um þetta við Einar og hann var alveg með því að ég reyndi og tók að sér að gæta bús og barna meðan ég var inni á skeiðvelli, en þangað fór ég á hverju kvöldi í vor. Brátt var ég beðin fyrir fleiri hesta — og sagði já. Þann- ig var ég með fimm hesta skráða til leiks, en einn féll úr, svo að ég sat fjóra — þar af áttum við einn — alls sjö spretti". „Og hvernig líkaði þér?“ „Mér fannst þetta alveg dá- samlegt. Ég held að ég hefði gjarnan viljað leggja fyrir mig hestatamningu og hestaþjálfun — en“, segir Kolbrún hikandi, ,,ef til vill veit ég ekki hvað ég er að segja, það er kannski erfiðara en ég held. Ég kveið nú dálítið fyrir að fara út á völlinn — en svo gekk allt prýði lega“. „Þú ert þá líklega til með að vera knapi á kappreiðum ein- hvern tíma aftur?“ „Já, já. Eins og ég segi, þá er það alveg dásamlegt. Ég hefði aldrei trúað þvl að það gæti verið svona gaman“. Kolbrún sat hesta í 300 og 350 metra stökki og I folahlaupi og í úrslitum sat hún þann sem fyrstur varð í 350 m., þann sem varð annar í 300 m. og þann sem varð annar í folahlaupi. „Ég veit ekki hvernig lífið yrði án hesta“, segir Kolbrún. „Það er heilsulind að bregða sér á hestbak og ég er helmingi duglegri við húsverkin þegar ég er nýkomin af hestbaki eða á I vændum að fá mér góðan sprett“. — Þ.Á. Tízkan á sér víðar rætur en í hugarfylgsnum tízkukóng- anna í París, London, Róm og New York, eða hvar sem þeir nú eru — en því má þó ekki gleyma, að það eru þessir tízkukóngar, sem oftast koma henni á framfæri. Skemmst er að minnast Monu Lisu hárgreiðslunnar, sem fór um eins og eldur I sinu á s.l. vetri, þegar Mona Lisa komst fram í sviðsljósið vegna Ameríkuferðarinnar. Og þá má ekki gleyma hárgreiðsl- unni og augnmálningunni, sem mest umrædda kvikmynd síðari tíma „Kleópatra" átti heiðurinn að. En nú hefur önnur mikið umrædd kvikmynd ekki Iátið sitt eftir liggja.Það hefur kom- ið í ljós, að arabíski höfuð- búnaðurinn, sem borinn er í „Arabfu Lawrence“, er reglu- lega „smart“ og tízkuhúsin í New York hafa gripið hartn og notað hugmyndina i „sum- arhattinn 1963“, hvítan með chiffonslöri. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.