Vísir - 15.06.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 15.06.1963, Blaðsíða 15
V í S IR . Laugardagur 15. júní 1963. 15 ERCOLE PATTI: TARÆVINTÝRI í RÓMABORG Konjakið hafði hleypt roða í kinnar henna.r og er hún var ný- komin yfir fyrstu erfiðleika játning arinnar, fór hún að tala frjálslega, næstum eins og henni væri léttir að því að segja hreinskilnislega frá öllu. — Hann gat orðið næstum brjál- aður. Þá lamdi hann mig — og fór svo að gráta eftir á. — En þú háttaðir hjá honum? — Stundum. Iðulega. — Daginn, sem ég hitti ykkur? — Ég man það ekki með vissu. Hann var andstyggilegur. Við höfð um líka drukkið þann dag. Hann er fjörutíu og níu — en áfjáðari en nokkur strákur. Græðgi hans var takmarkalaus. Og ég var smeyk um að signorina Compar- etti mundi komast að öllu. Sann- ast að segja bauð ég honum aldrei tii mín eftir þetta. Tilhugsunin um það, að þessi maður, andstyggilegur og allmjög við aldur, hefði sótt til þessarar stúlku, sem honum hafði verið orðin svo kær ,til þess að svala losta sínum, hafði óafmáanleg á- hrif á Marcello. Þetta mundi hon- um aldrei gleymast. Og hann minntist þess hvernig litið hafði út í herbergi Önnu eftir burtför Curtatoni. Þetta síðdegi í íbúðinni við Via Germanico höfðu allir ösku bakkar verið fullir af sigarettu- stubbum. Og hann minntist Curta 'toni á þröskuldinum og er hann fór — áhyggjulaus um, þótt Anna tæki á móti öðrum manni áður en hann væri farinn. Hann hafði haft hana klukkustundum saman þenn an dag og honum stóð á sama hvað gerðist eftir að hann var farinn. Hún var stúlka, sem hann háttaði með endrum og eins, það var allt og sumt. Og ástæðan fyrir því, að Anna hafði ekki klætt sig inni í herberginu en skotizt inn i baðherbergið, var augljós. Hún vildi ekki, að hann leitaði ásta við hana. Hún hafði fengið fullnæg- ingu hjá Curtatoni þann daginn. Og hann hafði verið með henni ,það sem eftir var dagsins — enn undir áhrifum eftir faðmlög Curtat oni. Svo mikil kvöl var honum um þetta að hugsa, að hann sat eins og lamaður og gat ekkert sagt, en samt hélt hann áfram að spyrja, eins og í von um að hún neitgði verstu grunsemdum hans. — Háttaðirðu líka hjá Marcacci? Konjakið hafði sín áhrif og frá- sögnin sjálf hafði hleypt henni í nokkra hugaræsingu og Marcello þóttist nú verða var þreytudrátta í andliti hennar eftir ævintýrið með Bariacchi — en svipur hennar var hreinn og sakleysislegur, þótt hann væri dálítið þreytulegur. — Það var bara slysni þetta m*ð Marcacci, sagði hún. Hún vildi játa allt, létta algerlega af sér byrgðun um. Það var um nóttina þegar við fórum saman til Napoli. Þeir létu okkur fá hvort sitt herbergið, en það voru dyr á milli. Læsingin var biluð. Hann notaði sér það, kom inn, og sagðist ekki getað sofið í sínu herbergi fyrir hávaða í ein- hverri lofthjeinsunarvél. Hann rabb aði við mig um stund. Og það endaði með því að við sváfum sam an í tvöföldu rúmi. — Þú hefðir getað rekið honum i utanundir og sagt honum að fara. — Hann vildi ekki hlusta á mig. Hann reiddist af þvi að ég var ekki tilkippileg. Ég var hrædd um, að hann mundi vekja alla í gistihús- inu. Og þar!að auki, mig langaði til að vita hvernig væri að hvíla hjá hdnum, að eins þetta eina skipti. Seinna skipti ég um her- bergi. — Hvenær? — Þrem dögum seinna. — Óg hann svaf hjá þér í 3 nætur? — Bara tvær. Þriðju nóttin'a hleypti ég honum ekki inn. — Vegna þess, að þá hafðirðu hitt Toni Meneghini. — Nei, Það byrjaði ekki fyrr en ég hafði verið viku í Napoli. — Þú ert venjuleg hóra og ekk- ert annað, sagði Marcello og lá við, að hann tárfélldi. Hún svaraði engu. Hann sá fyrir hugskotssjónum sínum hið viðbjóðslega andlit kvik myndatökumannsins, hálfopinn munn hans, svartar tennurnar, illa vaxinn bú hans, og með þessum manni hafði Anna iegið tvær langar nætur! Hann minntist síðdegisins í Napoli, er hann hafði spurt kvik- myndatökumanninn um hana, og hann lét sig engu varða hvort hún hafði farið til Capri með Menegh ini eða ekki. Þessir menn voru ekki að ala neinar áhyggjur. Þeir bara háttuðu hjá henni og þeim stóð á sama um hvað hún gerði eða gerði j ekki, þegar hún var með öðrum j karlmönnum. En í augum Marcello hafði hún verið einstæð — hún var eina stúlkan sem honum hafði fall ið vel við, sem honum þótti gott að eiga fyrir félaga, og var farið að þykja vænt um. Hún var honum allt, en hinum ekkert. Menn eins og Curtatoni og Marcacci höfðu getað notið hennar hvenær sem þeir ósk uðu þess, en stóð að öðru leyti alveg á sama um hana. Hann var ekki eins beiskur út í Meneghini, hann var að minnsta kosti laglegur náungi, og það sem gerðist milli hans og Önnu var að minnsta kosti skiljanlegt, en það fór eins og kuldahrollur um hann, þegar hann hugsaði til sambands henrikr við hinn. Anna hafði gefið sig honum á vald með játningum sínum. Nú horfði hún á hann skærum, sakleys islegum augum, algerlega varnar- laus, rciðubúinn að þola allar af- leiðingar framferðis síns. Hún var ekki að segja ósatt. Hún sagði aldrei ósatt, þegar á átti að erða, til þess að bjarga sér. Hann virti fyrir sér hreinleika andlitssvips hennar, þreytusvip augnanna, eftir þessar nætur með Barlacchi. Hún sat þarna á legubekknum og hafði dregið undir sig annan fótinn. Hann sá brjóst hennar bifast undir kjólnum, eins og hún væri í geðs hræringu, og hann hugsaði á þá Ieið, að hverju sinni er karlmaður hefði fengið girnd á henni, þá hefði hann bara tekið hana. Marcello fann nú allt í einu til villtrar, ör- væntingarlegrar löngunar að fara eins með hana og hinir, ráða yfir líkama hennar eins og af tilviljun, hrottalega, eina smástund — og það var sem þetta ætti sér rætur sem teygðu sig æ dýpra í huga hans. Hann fann, að þessi löngun var að ná svo sterkum tökum á honum, að ekkert mundi geta hald ið aftur af henni — þessari löngun til þess að hvíla með henni enn einu sinni, áður en hann skildi við hana að eilífu. Hann reyndi þó að spyrna gegn þessum skammarlega losta, sem átti sér rætur í andstygð hans og þjáningum, en hann sér ekki lengur og hún tók á móti honum með hálf opnar varir og er hún kyssti hann fannst honum sem hún kæmi til hans hlý úr faðmlögum mannsins, sem hún hafði verið með nóttina áður, og eins og til þess að bæta honum upp hvað hann hafði orðið að þjást gaf hún honum sig á vald af meiri innileik en nokkru sinni, eins og til þess að hannskyldifinna að hún væri að gefa honum eitt- hvað, sem hún hefði ekki gefið hinum, ekki neinum öðrum — eða var hún bara að miðla honum allri þeirri reynslu sem hún hafði fengið í sfnum margvíslegu kynnum við karlmennina? Og þó gleymdist það allt í svip, en er öllu var .lokið þráði hann að komast út, út á götu, undir bert loft, og ljúka þessum ó- virðulega, svfvirðilega kafla ævi sinnar. Hún lá enn kyrr og hár hennar huldi að hálfu handlegg hennar og hún horfði á hann, er hann færði sig til í herberginu, hún var eins og hundur, sem finnur á sér, að hann verður skilinn eftir, yfirgefinn. — Þú er sá eini, sem mig langar til að vera með, hvíslaði hún svo lágt, að það heyrðist varla. Augu hennar voru vot af tárum. Hún lá þarna hreyfingarlaus, beið ákvörðunar hans, reiðubúin að sætta sig við hvað sem væri. Marc- ello hefði getað gengið út, skilið hana eftir þarna á legubekknum, án þes að skipta sér minnstu vitund af henni framar. Hún mundi ekki hafa mótmælt, hún mundi ekki hafa reynt að hindra hann í neinu. Hún mundi hafa legið þarna um stund, og loks staðið upp — mjög hægt — og byrjað brátt aftur að lifa sama lífi og áður, ein, þegið f bili samfylgd þeirra, sem buðust, og jafnharðan hurfu — þeirra, sem stóð á sama um hana. Það voru ekki góðar horfur, fyrir stúlku, sem var vel gefin, einlæg að eðlisfari og aldrei hefði átt að lenda í sora. Og þegar nú Marcello horfði á hana fann hann til meðaumkunar og iðrunar. Honum fannst, að það væri illmannlegt af sér, að skilja hana eftir svona, þessa tvítugu stúlku. sem hann hafði átt. Hún getur ekki að þesu gert, hugsaði hann. Móðgað hann hafði hún með framkomu sinni, lítilsvirt hann, og hún kunni að líta á hann sem hug- leysingja, en hún vissi að hún hafði gert það sem rangt var og játaði það, hún hafði afsalað sér öllum rétti til hans, og nú bara gaf hún honum gætur og beið — beið ákvörðunar hans. Marcello settist í annan hæginda stólinn og kveikti sér f sigrarettu. Enn fann hann til djúdrar fyrir- litningar á öllum þeim, sem höfðu átt hana og öllum þeim, sem mundu komast yfir hana síðar meir, því að hann gerði sér nú fulla grein fyrir, að ailt mundi fara á sömu leið, æ ofan í æ. En samt gat hann ekki farið frá henni svona. Hún var orðinn hluti hans sjálfs — en hrakin frá honum, aftur og aftur^ og æ spilltari. En hann gat ekki yfirgefið hana eftir að hún hafði játað allt fyrir honum af jafn hrollvekjandi hrein- skilni og reyndin varð. III. Fassi, bókmenntaunnandi og lög- fræðingurinn, sem hafði sérstakt dá læti á blaðamönnum, nauðaði á Marcello að neyta með sér hádegis verðar f Trastevere. Margir fleiri voru boðnir, þeirra meðal Cenni greifi, faðir hans, embættismenn og eignamenn. Marcello hafði reynt að Iosna, en lofaði að lokum að koma. Þeir áttu að hittast klukkan eitt. Marcelio kom stundarfjórðungi of seint og voru hinir gestirnir ný- setztir, er hann kom. Setið var við sporuskjulagað borð. Mikið reyk- haf var í borðsalnum. Duilio gest- gjafi, snöggklæddur, rjóður í fram an og feitlaginn, var á þönum milli eldhúss og borðsals, með þurrku á öxlinni, með nokkra ketti á hælum sér hvert sem hann fór. Gestirnir höfðu allir búizt sérstökum nælon skyrtum eða sloppum, ekki ólík- um þeim sem sjúkrahúslæknar nota. Marcello leit á föður sinn og fannst hann líkur virðulegum skurð lækni. Hann var klæddur hvítum sloppi, og það voru flestir, nema Folster, lögfræðingurinn, hann var ekkert heimili án husbúnaÖar laugavegi 36 simi 309 70 SAMBANÐ HÚSGAGNAFRAMLEIÐENÐA YOU’RE TOO WEAK., STKANGEK -- ----------------,T0 STWJP. m C00K.1NG A\EAT AN7 COKN FOK YOU. K Kf-T, ANIZ TELl US WHO YOU ARE- —i r H'N/ VOU'R.E HEgE! I PON'T THINK we'S A FfVENP, gr TAEZAN1 Auglýsið é ¥6SS Saumlausir nssbnsokkur kr. 25.00 Hinn dularfulli ókunni maður neitar að svara spurningum Tarz- ans. Hvað eftir annað reynir hann að flýja, en Tarzan er þol- inmóður, og bíði' ;m verða vill. Eitt sinn 1 c - .'.ni mað- urinn reynir a3 f ;ur Tarz- an hann og seg’ . . . . of mátt- farinn til þess að geta staðið. Reyndu nú að vera rólegur með- an ég matbý korn og kjöt fyrir þig. Svo skaltu reyna að hvíla þig. Og þegar þú ert búinn að því, þá geturðu kannski sagt mér hvers vegna þú ert hér. Ito: Ég held ekki að hann sé vinur okkar. THE WVSTEEIOUS STUANGES, KEFUSING TO AWSWEK TAKZAW'S OUESTIONS, TKIES TO LEAVS HIS f’AKACHUTE MATTKESS- 5UT TASZAN tlfafff—"...........................................' " ------------.-iS.-—m. —Lii.iiruiagar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.