Vísir - 24.06.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 24.06.1963, Blaðsíða 5
Vt S IR . Mánudagur 24. júní 1963. 5 t Maðurinn minn, JÖN G. JÓNSSON, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. þ. m. kl. 3 eftir hádegi. Fyrir hönd vandamanna, Fanney Friðriksdóttir Welding. _____ .. ...-----------------------------------------------* Kirkjuvlgsla að Lundi í gær var vígð ný kirkja að Lundi í Lundarreykjadal að við- stöddu iniklu fjölmenni. Biskup íslands herra Sigurbjörn Einars- son vígði kirkjuna og flutti vígsluræðuna og sóknarprestur- inn, séra Guðmundur Þorsteins- son á Staðarhóli, Hvanneyri, pré dikaði. Vígsluvottar voru héraðs prófasturinn séra Sigurjón Guð- jónsson, Saurbæ, séra Einar Gu&nason Reykholti, séra Guð- mundur Sveinsson skólastjóri Bifröst og Þorsteinn Kristleifs- son, bóndi, Gullberustöðum. Hin nýja kirkja var fullskíp- uð fólki og sömuleiðis var nokk- ur mannfjöldi f gömlu kirkjunni, en þar hafði verið komið fyrir hátalara. Að lokinni kirkjuvígslu buðu sóknarkonur gestum til kaffidrykkju að samkomuhúsinu Brautartungu. Kirkjan er 92 fermetrar og tek ur 96 manns í sæti. Hún var teiknuð í teiknistofu húsameist- ara ríkisins, en teikningu að kór og bekkjum gerði frú Greta Björnsson og skreytti hún einnig k'irkjuna. Yfirsmiður var Þor- valdur Brynjólfsson frá Hrafna- björgum og má geta þess hér að hann lék á orgelið við kirkju- vígsluna. Málarameistari var Jón Björnsson. Bygging kirkjunnar hófst í júlí árið 1961 og mun kostnað- ur vera orðinn um 300 þúsund krónur og er þá ekki talin með vinna sjálfboðaliða. Kirkjugripir eru allir úr gömlu kirkjunni, sem vígð var' árið 1891 og stendur enn austan við nýju kickjuna, ; eii^mun ibrátt verða ’rifin. H 19 -Ugöffi fiitfi S' . .■’iiaiðs Ber!ín bfckir kornu Kennedys MarkLust hjá Þrótti og ÍBi ÞRÓTTUR heimsótti ísafjörð á laugardaginn og keppti þar fyrri leik sinn gegn heimaliði Isfirðinga sem keppti f 1. deild í fyrra og' leikar fivo að hvorugur gðil- fékk skorað, en áttu 3-4 tæki- hvor, sem ekki fengust nýtt. Heidur var leikurinn slakur hjá liðunum og vonir ísfirðinga um að sjá Ioks góða knattspymu hjá hinu rómaða liði Þróttar, brugðust að mestu leyti. Hins vegar Iéku Isfirð- ingar stórum skárri leik nú en gegn Siglfirðingum fyrr í mánuðinum. Þróttarar reyndu mest að skora úr Iangskotum, en léku ekki upp í teiginn eins mikið og ísfirðingar. Skall nokkrum sinnum hurð nærri hælum, ekki sfzt er ísfirðingar áttu stangarskot. Var yfirleitt talið að úrslitin hefðu verið sanngjörn. Dómari var Ingi Eyvinds. Fáir á- horfendur voru, enda mikil vinna á Isafirði við að gera bátana út á síldveiðar. Með þessum leik hafa Þróttarar fengið smjörþefinn af 2, deild, — sigur þeirra í deildinni er eklci eins tryggur og flestir hafa til þessa haldið og mega þeir fara gætilega í leikjum sfnum, sem vissu lega eru ekki fyrirfram unnir. Biskup Isiands herra Sigurbjörn Einarsson fiytur vígsluræðuna í nýju kirkjunni að Lundi. HRINGUNUM. (JgllHfMMO í gærmorgun hófst fjögurra daga opinber heimsókn Kenne- dys forseta til V.-Þ. og beinist athyglin nú hvað mest að fyrir- hugaðri heimsókn hans til Ber- línar. Mikill viðbúnaður er fyrir komu hans þangað á miðviku- dag. Allt lögreglulið borgarinn- ar, en f því eru 13.000 menn, er haft viðbúið. — Rússar hafa heitið því, að ekkert skuli gert er gæti torveldað flug forsetans til V.-B. og frá, en forsetinn dvelst þar 8 klst. Þar er litið á komu hahs sem einn mesta viðburð í sögu borgarinnar og fullyrt, að þar muni svo til®> hvert mannsbarn fagna honum. Það er nú talið víst, að fyrir- skipunin í Austur-Berlín um bannsvæði með fram múrnum á borgarmörkunum, en hún var birt fyrir nokkrum dögum, sé ekki eingöngu til bess að hindra enn frekara en áður flóttatil- raunir vestur yfir, heldur sé megintilgangurinn að kom í veg fyrir að fólk safnist saman austai múrsins vegna komu Kennedys forseta til Vestur- Berlínar, — yfirvöldin vilji hindra af fremsta megni, að íbúar Austur-Berlínar geti fylgzt með því, sem þar gerist. Kennedy forseti og Dean Rusk utanríkisráðherra komu til V.-Þ. í gærmorgun (Hanau- flugvallar skammt frá borgun- um Köln og Bonn, stjórnarsetri V.Þ. Hlýddu þeir messu í hinni frægu Kölnardómkirkju í gær Kennedy og Adenauer. í ræðum í gær vottaði Kennedy þýzku þjóðinni virðingu og kvaðst fullviss um framtíðarframlag hennar í þágu lýðræðis og frels- is. Iann kvað Bandaríkin mundu hafa þar her meðan þörf væri og þess væri óskað, og endurtók að Bandarikin litu á árás á hvaða Norður-Atlants- hafsbandalagsríki sem væri sem árás á sig — en hlutverk þeirra allra væri friður, ekki styrjöld — nema þá styrjöld gegn skorti, hungri, veikindum og öllu, sem hrjáir mannkyn og hindrar farsæld þess. I þessari styrjöld ættu allar þjóðir að sameinast. í veizlu, sem haldin var Kennedy til heiðurs í gær- kvöldi, hvatti hann til skilnings og samstarfs og kom greinilega fram, að hann áliti tímann hent- ugan til að vinna að auknum skilningi, sökum þess hve dreg- ið hefði úr hættum í austri, og er þetta í samræmi við skoðanir þær, sem komu fram í hinni merku ræðu hans fyrir nokkru. I dag ræðir Kennedy við Lúbke forseta, Adenauer kansl- ara og Erhard varakanslara. Rúntensir unnu Duni með 3:2 Rúmenar unnu Dani með „að- eins“ 3:2 í fyrri leik Iiðanna í undankeppni ÓL. Rúmenar tefia fram afarsterku Iiði, sem þeir gera sér vonir með að muni Ienda í einu af fyrstu sætunum á ÓL, enda hefur Iiðið verið alið upp ef svo mætti segja, sömu Ieikmenn haldið saman frá því þeir voru f unglingalandsliði Rúmena. Kranice 11-12 Frá fyrsta leiknum í Tékkóslóvakíuferð Víkingar léku fyrsta leikinn í Tékkóslóvakíuferð sinni í gær- kvöldi Þeir léku við HRANICE, lið frá smáborg í nágrenni Prag. Leikar fóru svo eftir æðisspennandi leik að Hranice vann 12:11, en 1 hálfleik var staðan 6:6. Hranice er nú um þessar mundir að vinna sig í 1. deild og er talið mjög sterkt lið. Vikingar voru nokk i uð óheppnir nóttina fyrir leik- inn. Þrumuveður var og völlurinn sem þeir kepptu á, gjörólíkur ís- lenzkum handknattleiksvöllum, — malarvöllur, sem var eitt svað. Reyndist völlurinn þungur í skauti og má telja víst að þeir hefðu sigr að að öðrum kosti. Móttökur hafa verið stórkostleg- I ar, en fyrir þeim standa vinir Vík- inga úr Gottwaldov. Komu þeir á föstudagskvöld og áttu frí á laug- ardag. Sagði Árni Árnason í sím- tali, að Hranice-menn hefðu sýnt góðan varnarleik og markvörður hefði varið stórkostlega. Dómar dómarans hefðu líka verið einkenni legir og fyrir vikið hefði Ólafi Friðrikssyni verið vísað útaf, hann gekk of langt aftur á bak með ein- hvern svip, sem dómarinn taldi móðgun við sig og fyrir það fór Sigurður útaf. Veðrið f Tékkósló- vakíu kvað Árni vera stórkostlegt. Sólskin og þægilegur hiti. Áhorf- enur voru um 800. Víkingar biðja að heilsa heim. Hssfnarfförður — Sigluf jörður 2:2 | Hafnarfjörður og Siglufjörður ! gerðu jafntefli á Siglufirði I spenn- I andi og mjög skemmtilegum Ieik í gærdag. Leikurinn var prúðmann- lega leikinn af báðum aðilum og verður ekki annað sagt, en að hann hafi verið mikil og góð skemmtun fyrir fjöldamargá áhorf- endur, sem dreif að vellinum, en knattspymuáhugi á Sigluflrði er nú mjög að aukast, enda mjög snjallir knattspyrnumenn að koma fram I dagsljósið f Iiði þeirra. í fyrri hálfleik skoraði Siglufjörð ur 2 mörk en Hafnarfjörður 1. í ! síðari hálfleik var jafnað, en Hafn- | firðingar mega þakka markverði sín ! um hve giftusamlega tókst til í þetta sinn. DIIHON mætti ekki DÍMON, hið unga knattspyrnu- félag úr Landeyjunum, varð að gefa Ieik sinn gegn Breiðabliki úr Kópavogi, en leikur þeirra átti að fara fram í Hafnarfirði í gær. Tókst þeim ekki að ná saman liði f tæka tíð og fór því svo að Kópavogsliðið vann enn bæði stigin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.