Vísir - 24.06.1963, Blaðsíða 7
VfSIR . Mánudagur 24. júní 1963.
7
Km im sm vammaiur
og gjörbreytti tafíinu
KÁRI ÁRNASON, — nýkominn heim til Akureyrar
frá íþróttakennaraskóla íslands á Laugarvatni, breytti
stöðunni á taflborðinu allmikið er hann kom inn á
sem varamaður í leik Akureyrar og Reykjavíkurmeist-
ara Vals í gærdag á Laugardalsvelli. Var Kári mjög
góður í síðari hálfleik, er hann var farinn að finna sig
á vellinum, og það var einmitt hann, sem jafnaði met-
in með tveim góðum mörkum fyrir Akureyri, — úr 4:2
í 4:4 og má segja, að Valsmenn hafi verið heppnir að
sleppa með annað stigið úr þessari bráðskemmtilegu
viðureign.
•Ar Leikurinn var ekki nema 10
mín. gamall þegar Hans Guðmunds
son skorar fyrir Val, markið tómt,
ógurleg upplausn í bakvarðalínu
norðanmanna og Einar fjarverandi
eftir háskalegt úthlaup gegn Berg-
steini h. útherja Vals. Skot Hans í
gegnum varnarbrotin var öruggt og
ágætt mark.
★ í>að munaði oft ekki miklu að
skorað yrði, minnstu þó er Stein-
grímur komst í gott færi, en
brenndi af, enda var þrengt að
honum, en á 27. mín. skorar Stein-
grímur 1:1. Nýliði Akureyringa á
h. kanti, Sveinn Kristþórsson, gaf
laglega fyrir þar sem Steingrímur
átti heldur rólega daga og afgreiddi
í netið.
★ Hárréttur dómur Hannesar Sig
urðssonar á 30. mín. færði Akur-
eyri yfirhöndina í leiknum. Elías
Hergeirsson, framvörður, hrinti á
bak Skúla Ágústssonar, er boltinn
kom fyrir markið utan af kantinum.
lapan-ísland
í knattspyrnu
Ákveðið hefur verið landsleik-
ur milli íslands og Japan hinn
27. ágúst n.k. í Reykjavík. Jap-
önsku knattspymumennirnir
munu leika aukalcik, einnig í
Reykjavík hinn 29. ágúst.
Japanska Iandsliðið verður á
keppnisferðalagi í Evrópu í ág-
ústmánuði og er það einn liður
í undirbúningi að Olymoíuleikun
um, sem fram fara í Japan ár-
ið 1964.
Skúli tók spyrnuna sjálfur. Björg-
vin varði fyrri spymuna, en hafði
verið of fljótur á sér og f seinna
skiptið skoraði Skúli auðveldlega,
enda þótt Björgvin hefði enn orðið
hið sama á, þ. e. að bregða of
skjótt við.
★ Eftir þetta gerði Steingrímur
usla við Valsmarkið, en skaut naum
lega framhjá. Aðeins þrem mínút-
um eftir vítaspyrnuna skora Vals-
menn, fara rólega gegnum stórriðið
varnarnetið, Bergsteinn gefur fyrir
markið, boltinn fer framhjá Hans
Guðmundssyni, en hinn ungi Her-
mann Gunnarsson á v. kanti Iætur
ekki slíkt henda, en afgreiðir bolt-
ann í netið af heldur stuttu færi,
2:2.
★ Aðeins 15 sekúndum fyrir hlé
skora Valsmenn 3:2. Steingrímur
og Bergur Guðnason áttu báðir
kost á að komast þar á markatöfl-
una, en Steingrfmur var sá sem
rúllaði boltanum í tómt markið.
Enn léleg fótavinna hjá Akureyrar
vörninni, en óheppni að fá mark á
sig, er svo lítið var eftir, ekki sízt
þegar þetta mark færði Val annað
stigið í leiknum.
★ Valur jók yfirburði sína í síðari
hálfleik á 28. mín. Það var enn
eftir sendingu frá Bergsteini Magn-
marki, — hann spyrnti langt fram
fyrir miðju í útsparki og yfir Björn
miðvörð Vals. Þetta notaði Kári og
skoraði laglega, þótt vamarmenn
Vals gerðu sitt ýtrasta til að trufla.
■k Tveim mín. síðar er bjargað á
marklínu Akureyringa með skalla,
var það v. bakvörðurinn. Sama sag
an hinum megin 4 mín. síðar í
æðislegri þvögu við markið, sem
endaði með því að hægri útherjinn,
Sveinn Kristþórsson, skaut heldur
linu skoti, sem að vísu fór í gegn-
um varnarbrotin og inn að línu, en
þar stöðvar Elías Hergeirsson bolt-
ann og hreinsar. Á 37. mín. kemur
að lokum jöfnunarmarkið í þessum
tíðindarfka leik. Enn einu sinni
brunar Kári upp með sínum al-
kunna hraða og öryggi. Varnar-
mönnum Vals tókst heldur ekki nú
að trufla, skot innan vítateigs var
hnitmiðað efst í hornið, skot sem
gaman er að skora úr, ekki sízt
eins og nú stóð á fyrir Akureyri.
Akureyringar sóttu mjög undir
Iokin og stundum munaði alls ekkl
miklu að mark yrði.
Sem sagt skemmtilegur leikur og
jafn. Valur saknaði máttarstólpa í
vörn, Árni Njálsson var ekki með
vegna meiðsla sem hann er að
jafna sig á. Björgvin markvörður
var bezti maður varnarinnar nú, en
Elías Hergeirsson var mjög góður
í þessum leik og mest áberandi í
vöminni, og uppbyggjandi í sókn
engu að síður. Af framlínumönn-
um var Bergsteinn Magnússon bezt
ur, en Hermann Gunnarsson og
Steingrímur ágætir.
Akureyringar eru að koma með
gott lið f 1. deildina, meiri festa
og öryggi er yfir leik Iiðsins, jafn-
vel nú á glerhálum vellinum, því
fleiru rigndi en mörkum meðan leik
urinn fór fram og skömmu fyrir
hann. Einar markvörður var góður,
en Jón Stefánsson mjög góður í
miðvarðarstöðunni, framverðir all-
góðir, en Kári (f síðari hálfleik) og
Steingrímur og Skúli ágætir í fram-
línu.
Dómari Hannes Þ. Sigurðsson,
mjög góður, áhorfendur nokkuð
margir. — jbp ■—
I DAG
Laugardalsvöllur kl. 20.30 i kvöld.
Leikur milli KR og Keflavíkur.
ÖTGERÐARMENN!
ÍNOTIN
ÍTRYGGIR VEIÐINA
wIÐ
^rRYGGJUM NÓTINA
litið á húsbúnaðinn hjá okkurl
ússyni á h. kanti, sem mark :om.;
Hár bolti svífandi fyrir markið, j
enginn maður nálægt Hermanni .
Gunnarssyni, sem neglir fallega
með skalla gjörsamlega óverjandi i
fyrir markvörð Akureyringa.
★ Aðeins ein mfn. Ifður og marka !
taflan-færist í 4:3 og gerir leikinn •
aftur hörkuspennandi. Nú var Kári;
loks kominn í gang og orðinn líkur;
sjálfum sér. Ekki má heldur gleyma ;
baetti Einars Helgasonar í þessu
samband
húsgagna
framleiðenda
ekkert heimili án húsbúnaðarl
laugavegi 26
simi 20 9 70
LANDSMALAFELAGIÐ VORÐUR
SUMARFERÐ VARÐAR
SUNNUDAGINN 30. JÚNÍ 1963
Ekið verður að botni Kollafjarðar, að Laxá í Kjós og staðnæmst í Hvalfjarðarbotni. Síðan verður ekið hjá
Ferstiklu um Dragháls að sunnan og að Grund í Skorradal. Frá Grund er svo ekið yfir Skorradalsháls, neð-
íiiiverðan fyrir mynni Flókadals og að Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal, þaðan upp Hálsasveit og að Húsa-
felli, þar verður staðnæmst, snæddur miðdegisverður og staðurinn skoðaður. Þá verður ekið áfram að Kal-
manstungu hjá Gilsbakka, um Hvítársíðu hjá Reykholti og upp Lundareykjardal og Uxahryggi um Þing-
velli til Reykjavíkur. KUNNUR LEIÐSÖGUMAÐUR VERÐUR MEÐ í FÖRINNI.
Farseðlar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu (uppi) og kosta kl. 250,00 (innifalið í verðinu er miðdegisverður
og kvöldverður). - Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu kl. 8 árdegis, stundvíslega.
STJÓRN VARÐAR.