Vísir - 24.06.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 24.06.1963, Blaðsíða 16
Mánudagur 24. júní 1963 í Reykjavík voru 17 bifreiða- stjórar teknir ölvaðir við akstur um síðustu helgi, eða frá þvf á föstudag og þar til í nótt, en það mun vera mesta ölvunarhrota öku manna, sem bókuð hefur verið I sögu lögreglunnar um eina helgi. 1 fæstum tilfellum höfðu öku- mennirnir brotið af sér annað við aksturinn en það eitt að vera drukknir. Tveir af þeim 17, sem teknir voru fyrir þessar sakir, voru kvenmenn. í einu tilfellinu var þó um meiri háttar brot að ræða, þvl þar var ekki einungis um drukkinn öku- Mömmu leitab Rétt fyrir miðnætti á laugardags kvöldið fann lögreglan tvo unga krakka eina síns liðs í Banka- stræti. Þegar iögreglan tók að spyrjast fyrir um ferðir þeirra, kváðust þeir vera að leita að móður sinni. Hafði hún um kvöldið háttað þau ofan í rúm, beðið sambýiiskonu sína, sem býr á annarri hæð í húsinu, að líta eftir þeim, en fór að því búnu út. Börnin vöknuðu nokkru eftir að móðirin var farin að heiman, sökn- uðu hennar og ákváðu að klæða sig og leita hennar. Fóru þau niður f Miðbæ, en leit þeirra varð árang- urslaus og voru þau á heimleið, er löggæzlumaður rakst á þau í Bankastræti. Farið var með börnin heim til þeirra, en móðirin var þá enn ókom in heim. Konan, sem hafði verið beðin að líta eftir þeim, kvaðst ekki hafa vitað betur en þau væru sofandi í rúmi sínu. indi til aksturs. Þessi piltur hafði, mann að ræða, heldur og bílþjóf, auk þess sem hann hafði ekki rétt- ásamt öðrum drukknum piiti, stolið bifreið sem stóð á bifreiðastæðinu að Laugaveg 92, en þeir náðust nokkru síðar, voru þá handteknir og fluttir í geymslu. Við athugun kom f ljós, að aðalmaðurinn í þess- um leik og sá sem ók hinu stolna farartæki var bæði drukkinn og réttindalaus. í sambandi við ölvun má geta þess, að auk hinna 17 ölvuðu bif- reiðastjóra sem lögreglan tók um helgina, tók hún einn ölvaðan reið- mann sem var á ferð á Skúlagötu með tvo til reiðar í gær. Háttalag reiðmannsins vakti eftirtekt vegfar enda og þótti með þeim hætti, að ástæða væri til að láta það ekki af- skiptalaust. Var lögreglunni því gert aðvart. Hún fór á vettvang, 'handtók riddarann og flutti í fanga geymsluna f Síðumúla, en hestarnir voru fengnir f hendur vörzlumanni Reykjavíkurborgar. Mmnkrnidi vtarp Varpið í Mývatni virðist fara minnkandi. Nú stendur anda- varp þar sem hæst. Virðist það svipað og undanfarin ár, nema f Slúttnesi, aðalvarpstaðnum, sem er nú næsta eggjalaus mið- að við það sem áður var. Skýring er fyrst og fremst ágengni minnksins. Hafa verið ráðstafanir til eyðingar á hon- um, og gengið sæmilega. Um 20 minnkar hafa unnizt á þessu ári, flestir í boga. Nokkur minnkagreni unnust í vor. Að- eins tvö refagreni hafa verið unnin, og ber lftið á refnum. Endurbætt Valhöll opnuð 17 bílstjórar teknir Ætlaði höfuðkúpu- brotinn í öræfaferð Akureyri í morgun. Það má teljast til tfðinda nokk- urra, að hestamaður frá Akureyri ætlaði að halda með félögum sín- um inn á afrétt eftir að hafa Ient í slysi og höfuðkúpubrotnað. Saga þessa atviks er sú að s. 1. laugardag héldu 10 Akureyringar ríðandi af stað áleiðis á afréttar- lönd inn af Eyjafirði. Erindi þeirra var að smala stóðhrossum og marka folöld. Þegar hópurinn var kominn fram að Hrafnagili um kl. 5 síðdegis,- hnaut hestur sem Jakob Jónsson, starfsmaður í Áfengisverzlun ríkis- ins á Akureyri, reið. Við það féll Jakob fram af hestinum og skall með höfuðið á veginn. Jakob hlaut slæman áverka á höfuðið og m. a. sökk annað augað. Mjög blæddi úr sárum hans fyrst á eftir, en blóðrásina tókst þó fljót lega að stöðva. Þá missti Jakob meðvitund um stund, en raknaði innan stundar úr rotinu, og þegar hann hafði jafnað sig, tók hann ákvörðun um að halda ferð sinni áfram inn á afréttarlöndin. Ekki hafði hópurinn þó haldið áfram nema um eina klukkustund eftir slysið, er verkur í höfði Jakobs ágerðist svo mjög, að hann treysti sér ekki til að halda för sinni áfram, en ákvað að beiðast gist- ingar á næsta bæ, en það var Litli- Garður i Saurbæjarhreppi. Þegar á leið kvöldið, ágerðist höfuðverkurinn svo mjög að hús- freyjan á bænum taldi ekki stætt á öðru en síma eftir læknishjálp til Akureyrar. Var sjúkrabifreið send þaðan eftir Jakobi og kom hún með hann um miðnættið í sjúkra- húsið á Akureyri. Strax er læknar höfðu skoðað meiðsli Jakobs, töldu þeir brýna nauðsyn bera til að hann yrði send ur svo skjótt sem auðið yrði til aðgerðar í Reykjavík. Var jafn- framt símað um nóttina til Landa- kotsspítala í Reykjavík og koma hans þangað undirbúin, en um sex leytið í gærmorgun lagði sjúkra- bifreið Tryggva Helgasonar af stað með sjúklinginn suður. í gærkveldi bárust þær fréttir til Akureyrar, að læknar í Landa- kotsspítala hafi þá enn ekki treyst sér til að hefja aðgerð á meiðslum Jakobs, en talið hann vera höfuð- kúpubrotinn. Ærsli kærð Aðfaranótt sunnudagsins völui- uðu sumir Vesturbæingar við vond an draum vegna hávaða og ærsla unglinga sem þar voru á ferð f bifreið. Það var um miðnæturleytið, sem íbúar við Hjarðarhaga hringdu til lögreglunnar og töldu sig lítinn svefnfrið hafa fyrir hávaða ungl- inga, sem ækju um götuna og hefðu alls konar ærsl í frammi. Lögreglan gerði út leiðangur að leita bifreiðarinnar og þeirra sem í henni voru, en án árangurs. Nokkru seinna um nóttina barst enn kæra út af þessari sömu bif- reið, og þá frá Nesvegi. Þar höfðu unglingarnir farið út úr bílnum, kastað flösku i eitt húsið og enn fremur brotið girðingu. Að þessu sinni tókst lögreglunni að hand- sama óróaseggina. Urðu þeir að standa fyrir máli sínu hjá rann- sóknarlögreglunni í gærmorgun, en farartækið tók götulögreglan í vörzlu sfna. BIÐIN STYTTIST Valhöll á ÞingvöIIum hefur að hluta tfl tekið stakkaskiptum, eins og myndin ber með sér. Til vinstri er nýbyggður hluti fyrir snyrtiherbergi, anddyri og setustofa. Miðhlutlnn hefur ver ið endurbættur, með nýjum » gluggum og að innan eru nýjar| timburþiljur. Frá öllu hefur veri ið gengið á hinn smekklegasta ] hátt. — Sjá Myndsjá bls. 3. (Ljósm.: Vfsis I.M. ). < Bið þessa litla drengs eftir heimkomu pabba og mömmu fer nú að styttast. Drengurinn er sonur Askenazis, rússneska pianistans, og konu hans Þór- unnar, en þau eru nú á förum frá Moskvu. Litli drengurinn var á heimili afa síns og ömmu í Englandi, Jóhanns Tryggva- sonar og konu hans, í Moskvu ferð foreldranna. — Nú er von á þeim hingað og heldur Ask- enazí hér nokkra hljómleika, sem byrjað er að auglýsa, og mun honum og konu hans af öllum verða vel fagnað. — Hin skemmtilega mynd af drengn- um, sem hér birtist, kom í ensku blaði ,sem gat um ýmis konar orðróm varðandi framtíð Askenazfs og leitaði nánari fregna hjá Jóhanni Tryggvasyni en hann kvaðst ekki „sannfærð ur um, að píanistinn myndi ekki ekki setjast að f Englandi, en bíða til þess að heyra um þetta „af hans eigin vörum“ (þ.e. As- kenazís). Samið við Dagsbrún Á föstudaginn náðist samkomu lag milli Vinnuveitendasam- bands íslands og Dagsbrúnar um nýja samninga, að tilskyldu samþykki félaganna. Fjölmennur Fundur f Dagsbrún samþykkti siðan þessa samninga ágreinings laust á laugardaginn. Eru þeir að meginefni hinir sömu og gerð r voru við verkalýðsfélögin fyr- ir norðan, þ. e. 7.5% hækkun á j öllum kauptöxtum félagsins. — 4uk þess kveða þeir á um breyt Ingar eða tilfærslur einstakra Tokka. Hafnarvinna færist úr 2. kauptaxta í 3. og frystihúsa- vinna úr í. f 2. taxta. Aðrar minniháttar breytingar Felast og f samningunum. Dagsbrún á nú eftir að semja við Reykjavíkurborg, og verður það væntanlega gert f dag. Samkomuiag hefur og náðst við verkamannafélagið Hlff f Hafnarfirði. I dag fara fram við ræður milli Vinnuveitendasam- bandsins og verkakvennafélag- innaFramtfðarinnar í Hafnar- Firði og Framsóknar í Reykja- vfk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.