Vísir - 25.06.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 25.06.1963, Blaðsíða 2
VÍSIR . Þriðjudagur 25. júní 1963. ¦ n 11 M ÉMWI ttÉM 1 f-lrr-"" &+*. S\_£^^_______ .2_____________ r?^s% Qj|ffl ^J K^d fe3 S^æa i:5í-:: Annað mark KR, Halidór útherji kom markverðinum að óvörum með óvæntri spyrnu. heitnsá Keflavík vor nær sigri en KR vann samt með- 3:2 Hrikalegum leik Kefla- víkur og KR á Laugardals- velli lauk með sigri Vest-! urbæinganna með 3 gegn 2 og mega KR-ingar vissu-; lega vera ánægðir með þau j úrslit eftir að Keflavíking-1 ar höfðu jafnað.2:0 forystu KR í Ieiknum og sýnt mun meiri baráttuvilja, flýti og hörku, en ekki leikni að sama skapi. Harkan í leikn um verður að reiknast að miklu leyti á Magnús Pét- ursson, sem dæmdi leik- inn, en lét leikmenn ekki Haukur segir frá Bergens- förinni á dómarafundi í kvöld kl. 8,30 segir Haukur Óskarsson „kollegum" sínum frá ferðalagi sfnu til Noregs nú nýver- ið, en f Bergen dæmdi Haukur landsleik milli Skota og Norð- manna, sem Norðmenn unnu, eins og menn muna. Verður þetta á al- mennum fundi knattspyrnudómara í Breiðfirðingabúð. Margt annað verður þarna til umræðu, en stjórn félagsins hvetur alla meðlimi sína til að mœta. - nnna nógu skýrt fyrir sekt sinni. Furðuleg voru t. d. einvígi Harðar Felix- sonar og Högna Gunnlaugs sonar út seinni hálfleikinn. @ KR hafði forýstu i leiknum þeg ar eftir 2 mínútur. Sóknin gekk upp hægra megin, Gunnar Felixson gaf góðan bolta fyrir mark og Sigþór Jakobsson afgreiddi boltann lag- lega í netið. 9 KR hélt áfram að sýna yfir- burði í leik og eftir tuttugu mín- útur fá þeir laun fyrir með ma'rki Halldórs Kjartanssonar — ódýrasta mark leiksins, sem Hall- dór sjálfur ætlaði vart að trúa. Hann gaf fyrir markið eða hugðist gera það, en boltinn fór í staðinn laust inn að marklínunni, en ótrú- lega klaufalegir tilburðir markvarð ar, sem kastaði sér, gerðu það að verkum, að boltinn hrökk af hon- um í stöngina og inn. • Keflvfkingar skoruðu á 41. min. Högni Gunnlaugsson tók eina af mýmörgum aukaspyrnum í þessum Ieik — sem máttu vera fleiri — boltinn rann undir fætur KR-varn- arinnar inn í markteiginn, þar sem Sigurður Albertsson afgreiddi ör- ugglega og óumflýjanlega, af svo stuttu færi, í netið. © I seinni hálfleik sýndu Kefl- víkingar mun meiri tilþrif og á 11. mín. skoruðu þeir mark, en fleiri komu ekki, þótt oft munaði ekki miklu. Hinn eldfljóti leikmaður Jón Ól. Jónsson fékk boltann í færi á vítateigshorni hægra megin og virt ist ekki hættulegur — en Jón var ekki að hika, heldur skaut laglega, sneiddi boltann inn í hornið fjær sér, óverjandi fyrir Heimi mark- vörð, 2:2. 9 Geysileg harka færðist við þetta í leikinn og ruddaskapurinn sat í öndvegi hjá báðum liðum. Báðir markverðir björguðu lagleg- Framhald & bls. 6. 1. fSokkur: 20 mörk sett I tveim leikjum I síðustu viku voru leiknir 4 Ieik- ir 1 Miðsumarsmóti 1. flokks, en svo eru þau mót nefnd, sem B-lið félaganna taka þátt í. 1. flokkur er yfirleitt skipaður leikmönnum 2. flokks og þeim, er nú eða áður hafa leikið í Meistaraflokki félag- anna. Þessir leikir geta oft orðið spénnandi og sjaldnar ver leiknir en 1. deildar leikir. Fyrsti leikur mótsins var á milli Fram og Vals og sigruðu Framarar með 3—0, öll mörkin voru sett í fyrri hálfleik. Valur tapaði einnig næsta leik er var við Hauka úr Hafnarfirði, nú 4—1. Þetta er f fyrsta skipti í mörg ár að Haukar senda sér lið til keppni, en knattspyrnumenn Hauka voru vel þekktir hér fyrir nokkr- um árum. Undanfarið hafa þeir átt marga menn i liðið Í.B.H., sem leik ið hafa í 1. deild tvisvar á liðnum 4 árum, en eru nú í 2. deild. Lið Hauka er vel leikandi og ætti að geta náð langt f þessu móti. Á föstudag voru leiknir 2 leikir í 1. flokki. 1 þessum leikjum voru sett 20 mörk, sem er mjög sjald- gæft. Fyrri leikurinn var á milli KR og Víkings, sem framan af voru aðeins 8, en voru orðnir 10 er leiknum lauk. Mannekla Víkings stafar af utanför Handknattleiks- manna félagsins, en í þeirri för eru margir er leika með 1. flokki í knattspyrnu. Þó Víkingarnir væru aðeins 8 tókst þeim að setja fyrsta markið í leiknum og halda sinu marki hreinu fyrstu 20 mín., en þá þraut úthaldið og KR-vélin komst í gang. Staðan i hálfleik var 3—1, en lokatalan varð 10—1. Strax á eftir fór fram leikur Þróttar og Fram, og var sá leikur allur hinn skemmtilegasti. 1 hálf- leik var staðan þar 2—2, en Þrótt- arar bættu 3. markinu við í byrjun síðari hálfleiks, og höfðu yfirhönd- GOLF: Steindór vann firmakeppnina Firmakeppninni Iauk á laugardag inn 15. júní s.l. með sigri Bifreiða- stöðvarinnar Steindór (Ólafur Ág. Ólafsson), sem sigraði Mars Trad- ing Company (Jóhann Eyjólfsson). Sagt verður nánar frá firmakeppn- inni siðar. Tékkur settu uýi Goffwaldov - Víkinirur 23:13 Meiri part leiksins gegn Gott- waldov i Prag í gærkvöld tókst Víkingi að halda i við hina snjöllu leikmenn. f hálfleik var staðan 8:8, en í síðari hálf- leik fundu Tékkar upp á þvi snjalla herbragði að skipta nær „complet" um lið og í siðari hálfleik voru það óþreyttir Tékk ar, sem unnu 15:5 og leikinn þar með 23:13. Vikingar fundu að vonum að þessu við Tékk- ana, sem sögðu þetta mjög al- gengt í gestaleikjum, þar sem þeir reyndu að gefa sem flestum kost á að vera með í leikmmi. Leikurinn fór fram í 28 stiga hita, en í hálfleik rigndi nokkuð ofan í heitan malarvöllinn. Leik urinn hófst kl. 6,30 að tékkn- eskum tíma og voru áhorfendur um 2000. Allir beztu leikmenn Tékka voru með, en sumir þeirra voru Socoro, Polas, Prov asnlc og nýr markvörður, sem hefur undanfarið keppt með Unglingalandsliði Tékka. í kvöld leikur Víkingsliðið við Holesohv, sem er nýkomið i raðir 1. deildarliða. Vfkingar láta hið bezta af vcrunni í Tékkóslóvakíu og fá þarna hið skemmtilegasta sumarleyfi. ina þar til 15. min. voru til leiks- loka. Þá tókst Fram að jafna og bættu þeir síðan 3 mörkum við á þessum síðustu mínútum. —-------,—..----- 1. OG 2 DEILDIN í TÖFLUM Staðan f 1. deild eftir leikina um helgina: Valur—Akureyri 4—4, Akranes—-Fram 5—2 KR- Keflavik 3—2. Akranes 5 3 0 2 12: 8 6 Fram 5 3 0 2 5: 7 6 Valur 4 2 1 1 9: 6 5 KR 4 2 0 2 6: 7 4 Akureyri 4 112 9:10 3 Keflavik 4 1 0 3 6: 9 2 Markhæstir: Skúli Hákonarson, Akranesi 4 Bergsteinn Magnússon, Val 4 Rfkharður Jónsson, Akranesi 3 Skuli Ágústsson, Akureyri 3 Gunnar Felixson, KR 3 Steingr. Björnsson, Akureyri 3 Næstu leikir: Reykjavík 28. júní KR—Akur- eyri kl. 20.30. Akureyri 30. júní Valur—Akur- eyri kl. 16.00. Keflavlk 30. junf KR—Keflavik kl. 16.00. Reykjavlk 30. júni Akranes— Fram kl. 20.30. Staðan í 2. deild: -k Breiðablik — Dimon — Dim- on gaf. * Vestm.eyjar — Reynir — Reynir gaf. A-riðill: Breiðablik 2 2 0 0 5:2 4 Vestm.eyjar 1 1 0 0 0:0 2 Reynir 3 10 2 13:8 2 Dimon 2 0 0 2 3:11 0 B-riðilI: T*r ísafjörður — Þróttur 0:0. •k Siglufjörður — Hafnarfj. 2:2. Þróttur 2 1 1 0 5:1 3 Siglufj. 2 1 1 0 8:6 3 ísafjörður 2 0 1 1 4:6 1 Hafnarfj. 2 0 1 1 3:7 1 meiddur Guðjón Jónsson, hinn vinsæli knattspyrnu- og handknattleiks- maður úr Fram, mun vera mjög illa meiddur eftir leikinn við KR á dögunum. Guðjón var skor inn upp á Landakotsspítala og var líðan hans að vonum. Munu meiðsli hans mjög slrem við- fangs, liðband hafði slitnað i hné hans. Mun Guðjón e. t. v. þurfa að Hggja rúmfastur á sjúkrahúsi í 1—2 mánuði og leikur örugglega ekki melra knattspymu f sumar. Er stórt skarð höggvið f Framliðið við missi Guðjóns.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.