Vísir - 25.06.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 25.06.1963, Blaðsíða 8
8 VlSIR . Þrlðjudagur 25. júní 1963. VtSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. R'tstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: .-vxel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn 0. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og o'greiðsla Ingólfsstræti 3. Askríftargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. - Sfmi 11660 (5 Ifnur) Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. Slysunum fjölgar Nú eru sumarleyfin hafin og umferðin hefir mjög aukizt á vegunum. Og bifreiðaslysin eru líka hafin. Daglega má lesa um slik slys í blöðunum, sum stór, önnur minni. Bílunum fjölgar í landinu og slysunum fjölgar að sama skapi. Margt er rætt og ritað um orsakir slysanna. Sann- ast mála mun vera, að engin lausn er hér einhlít. En áhrifaríkast er tvennt: að lögreglan auki mjög aðhald sitt og geri gæzlu sína strangari og hitt, að bílstjór- ar sýni meiri varúð en hingað til. Á þennan tvennan hátt er unnt að draga úr hinum hörmulegu slysför- um, sem nú eiga sér stað'. ölvun við akstur er alvar- leg slysaorsök. Enn skirrast þó blöðin við að birta nöfn þeirra manna, sem teknir eru drukknir við stýrið, en slík nafnabirting yrði vafalaust jafn áhrifamikil til úr- bóta og þyngd viðurlög við þessu broti. En það líður að því, að taka verður ákvörðun um hvort slík birt- ing er ekki sjálfsögð og eðlileg, eins og þegar um önn- ur ai'brot er að ræða. f rannsóknum, sem framkvæmdar hafa verið á orsökum slysa hér og erlendis, kemur í Ijós, að eitt aldursskeiðið veldur flestum slysunum, unglingar, sem nýlega hafa fengið próf. Þeir aka ógætilegast margir hverjir. Því er sérstök ástæða fyrir foreldra að brýna fyllstu varúð fyrir börnum sínum, sem nýlega hafa fengið réttindi, og einnig nauðsynlegt að löggæzlan gefi þessum bifreiðastjórum hvað mestan gauminn. f Starf Krabbameinsfélagsins Þing Krabbameinsfélaga Norðurlanda er þessa dagana háð hér í Reykjavík. Krabbameinsfélag fslands er þegar orðið nokkurra ára og starf þess er víðtækt. Krabbameinið verður æ alvarlegri dánarorsök hér á landi, sem í öðrum löndum, og barátta gegn því, bæði með fræðslu og ránnsóknum, er hin mikilvægasta. Félagið hefir nú í undirbúningi rannsókn á ákveðinni tegund krabbameins og hyggst rannsaka allar íslenzk- ar konur frá 25-60 ára aldurs. Með slíkri rannsókn er talið unnt að finna meinsemdina á byrjunarstigi og koma þannig í veg fyrir sjúkdóminn. Hér er um stórfellt heilsugæzluatriði að ræða og þess er að vænta að undirtektir kvenna verði góðar alls staðar um land við rannsókn þessari. Krabbamein er einn þeirra sjúkdóma, sem iðulega má koma í veg fyrir, ef til ráða er tekið nógu snemma. Því er upplýsingastarf Krabbameinsfélagsins viður- hlutamikið og mikilvægt. En til allrar starfseminnar þarf mikið fé og því er félaginu allur styrkur almenn- ings kærkominn. ik Montini kardináli, öðru nafni Páll VI, er sá mað- urinn, sem Jóhannes páfi vildi helzt að yrði eftirmaður sinn. Mont- ini var ætíð í miklu dá- læti hjá hinum látna páfa, og síðast í haust þegar kardinálarnir söfn uðust saman í Páfarík- inu í Róm og þurftu að hafa fyrir því, að útvega sér aðsetur meðan á dvöl inni stóð, var það ein- mitt Montini, sem slapp við það ómak. Jóhannes páf i bauð honum að búa í sinni eigin íbúð. Mont- ini var alla tíð einn ötul Páll pafi VI. Hvers má vænta af Páli VI? asti og eindregnasti mál svari þeirra stefnu sem Jóhannes fylgdi. Hún fólst ekki aðeins í ein- ingu kirkjunnar og end- urvakningu, heldur jafn- framt í nánari samvinnu hægri og vinstri afla inn an kaþólsku kirkjunnar. Montini stóð því jafnan við hlið páfans í þessari baráttu, enda treysti páfi honum bezt til að halda áfram á þeirri braut, sem hann hafði markað. — • — Montini var sá fyrsti, sem Jóhannes páfi útnefndi sem kardinála (áður var hann erki- biskup) en jafnvel fyrir þá ut- nefningu, var litið á Montini sem lfklegan eftirmann páfa. Það hafði jafnvel komið til mála 1959, þegar þá var kosið um páfi, að Montini yrði kjörinn, þótt hann væri þá erkibiskup. Nú þegar hann hefur verið kjörinn og tekið upp nafnið Páll VI. vaknar sú spurning: Hvers getum við vænzt af honum sem páfa? Hann er duglegur og fullur starfsorku, enda aðeins 65 ára að aldri. Hann er skarpgreindur. Hvað viðvíkur málefnum róm versk-kaþólsku kirkjunnar þá mun Páll VI eins og fyrr segir fylgja mjög, söm'u stefnu og Johannes páfi. Kjör hans verður ... - ¦ því að teljast sigur fyrir þau öfl, sem styðja almenna vakn- ingu og endurnýjun innan kirkj unnar. Búast má við að Páll VI starfi í anda Jóhannesar, bæði kirkju- lega og stjórnmálalega, en fari sér mun hægar. Jóhannes sá sig knúinn til að hraða ráðagerðum sfnum mjög, þar sem hann var orðinn allmjög við aldur þegar hann setti í páfastól. Páll VI. getur hins vegar gert ráð fyrir að sitja í stólnum næstu 15—20 árin, og hefur því tímann fyrir sér. Hann mun sennilega nota hann til að vinna hægfara öfl innan kirkjunnar á sitt band. — * — Fljótt á litið virðist Pál skorta þá hlýju og þann ,páfasvip' 'sem var svo einkennandi fyrir Jóhannes. Hann minnir frekar á strangan skólastjóra. Hann er stór og grannur, hefur djúpstæð augu — virðist maður greindar legur og starfsamur — hvað hann og er. Faðir hans var þingmaður fyr ir kaþólska flokkinn og í 25 ár ritstjórj áhrifamikils dagblaðs. Páfinn hefur ferðazt víða og talar ensku, frönsku og þýzku, hann heldur ræður sínar skil- merkilega og á áhrifaríkan hátt. Hann hefur orð á sér fyrir góða dómgreind, sjálfsaga, óað- finnanlega framkomu og hæfi- leika til mikillar vinnu og ein-. beint. Hann hefur þegar öðlazt reynslu af því hvernig störfum páfa er háttað, því hann hefur starfað i páfariki hjá báðum síðustu fyrirrennurum sínum. Nokkuð er rætt um, hvernig hann snýst gagnvart komm- únistum. Til greina kemur að hann bjóði þeim og Sovétríkj- unum útrétta höndina, eins og Jóhannes páfi gerði. Hann hefur ekki tjáð sig varðandi þetta efni, enn sem komið er, en hefur hins vegar sagt: — Látum hið óhamingjusama fólk, sem býr við marxisma, vita, að til eru ménn sem elska það, heitt, af einlægni, af öllu hjarta. Þessi orð eru ekki afdráttar- Iaus, en þau eru fjarri þeirri af- stöðu, sem Píus páfi tók til kommúnista. Hann hótaði þeim öllum bannfæringu. Páll VI er þekktur fyrir and úð sína á kynþáttamisrétti og eitt sinn sagði hann í Afríku, „að skipting kirkjunnar eftir lit arhætti, væri ekki það sem Jesús hefði viljað". Hann ber mikla umhyggju fyrir þeim sem undir hafa örðið í lífsbaráttunni á sama hátt og Jóhannes páfi og þess má vænta, að hann beiti sér mjög í þeirri baráttu að rétta hlut þeirra. Sennilegt er, að hann leggi á- herzlu á áframhaldandi frið milli hins kristilega og hins kommún- istiska heims. BtaWKMHU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.