Vísir - 25.06.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 25.06.1963, Blaðsíða 4
VÍSIR . Þriðjudagur 25. júní 1963. Xr 1 Héðinsfirði er sumarfagurt, en vetrarríki mikið. Þar eru landkostir góðir fyrir sauðfé en erfiðar smalamennskur sum- staðar vegna brattra fjalla. Hlunnindi eru þar nokkur, sil- ungsveiði t stóru vatni í miðj- um dalnum, sem gengur inn af firðinum, talsverður reki og gnægð sjófangs var til skamms tíma upp við Iandsteinana. Há fjöll umlykja Héðinsfjörð og dalimi Eem inn af honum ganga. Um þau Iiggja fjallvegir, sumir ekki hættulausir ýmist til Siglufjarðar, til Hvanndala eða niður í Ólafsfjörð. Nú fer eng- inn framar þessar alræmdu fjallaslóðir nema einstöku sér- vitringar, það á enginn framar erindi um þær, þvf Héðinsf jórð- ur er kominn í eyði. Fimm bæir hafa verið í byggð í Héðinsfirði fram á þessa öld. Þessir bæir eru Vík, Vatnsendi, Grundarkot, Möðru- vellir og Ámá. Sá fyrsti þeirra lagðist í eyði skömmu eftir aldamótin, en síðan hver af öðrum og síðast Vík fyrir nokkrum árum. Ekkja f rá 22. aldursári. I röð hinna síðustu íbúa Héðinsfjarðar er Helga Erlends- dóttir, kona um hálfsjötugt sem nú er búsett á Siglufirði. Hún hefur verið ekkja frá því hún var 22ja ára gömul og missti bónda sinn og uppko/ninn bróð- ur með dags millibili, báða 1 snjóflóðum. Það voru þung ör- lög fyrir unga, fátæka konu, al- eina á heimilinu af fullorðnu fólki, en hafði fyrir ungu barni að sjá og var að því komin að fæða annað. — Það var erfiðara að vera ekkja I þá daga heldur en það er nú, sagði Helga Erlendsdóttir þegar ég kom á fund hennar á Siglufirði til að fræðast af henni um Héðinsfjörð og æsku- ár hennar þar. — Það opinbera hafði engum skyldum við fá- tækar ekkjur að gegna, hélt frú Helga áfram. Þær urðu að berj- ast fyrir tilveru sinni eins og unnt var og bezt lét hverju sinni. Annars tók hreppurinn við og það var hlutskipti sem enginn kaus fyrr en öll önnur sund voru lokuð. — Ert þú Héðinsfirðingur að ætt og uppruna? — Ég er a .m. k. fædd og al- in upp í Héðinsfirði. Átti þar heima hátt á 5. tug ára að ég flutti alfarin burt. Heilsan var þrotin, ég átti ekki annars kost. Annars langaði mig ekki til að hverfa úr Héðinsfirði. Það er fallegt þar. Sannkallaður manndrápsvegur — Þú spurðir um ætt mina. Ég á hana hérna skrifaða á blöðum. En það er of langt að rekja það allt saman. Svo veit ég ekki heldur hver hefði áhuga fyrir því. En afi minn og amma bjuggu 1 Hvanndölum, ein- hverjum afskekktasta bæ f allri Eyjafjarðarsýslu. Þú veizt hvar Hvanndalir eru, það er örlítil hvos eða dalskvompa norðaust- an í þverhníptum hamrabjörg- um milli Ólafsfjarðar og Héð- insfjarðar. Hvanndalabjörg eru þar rétt hjá og fyrir framan þau, eftir svokölluðum Hvanndala- skriðum, liggur aðalleiðin á landi yfir í Héðinsfjörð. Það er stórhættuleg leið og yfir for- vaða að fara — sannkallaður mannsdrápsvegur. Sjóleiðin er líka oft illfær, einkum vegna þess að þarna brimar fyrir opnu hafi og lendingin háskaleg, undir snarbröttum háum bökk- um. Nei, þetta var sannarlega afskekktur staður, ekki sízt í vondri tlð á vetrum. Þarna var Helga Erlendsdóttir Stefánsson frá Möðruvöllum gekk að eiga Guðlaugu þá, sem amma mín bar í pilsi sínu milli Hvanndala og Héðinsfjarðar og þau tóku við búi á Ámá af afa mínum 1884. Þar fæddist ég sem 9. barnið f röðinni af alls 10 árið 1897. Auk okkar syst- kinannna ólu foreldrar mínir upp tvö fósturbörn, svo það var stór barnahópurinn á Ámá. — Hvernig voru húsakynni fyrir jafnfjölmenna fjölskyldu? — Þau myndu ekki hafa þótt beysin nú til dags. Það var torfbær með baðstofu, þiljaðri að* vísu en með moldargólfi. Foreldrar mínir voru lengi vel svo fátæk að þau höfðu ekki efni á að setja trégólf f bað- stofuna fyrr en löngu seinna. En við vorum ánægð þarna. Baðstofan var sæmilega hlý og það hvorki fennti inn í hana né að þakið læki. Það var fyrir miklu. — Er Ámá góð jörð? — Ámá er innsti bærinn f Héðinsfirði, um það bil 8 km. frá sjó. Það er fremur góð jörð fyrir beit, hins vegar erfið. Hey- skap varð að mestu leyti að sækja upp í fjall og það var langur og örðugur vegur. En um það var ekki fárast. Og pabbi var hörkuduglegur maður þótt hann væri fatlaður frá 3ja ára aldri. Hann tyllti aldrei niður í annan fótinn nema með stóru tánni einni. Samt var hann dugnaðarmaður að hverju sem hann gekk, þótti t. d. gönguforkur og iðjulega fékk ..¦*ra? *«»§T aðeins einn bær — Hvanndalir. Ég veit ekki hvenær hann byggðist fyrst, en árið 1896 lagðist hann í eyði. Þá keypti hreppsnefnd Hvanneyrarhrepps jörðina til að fyrirbyggja það að hún byggðist aftur. Það þótti of viðurhlutamikið að tefla mannslífum í þvílíka hættu. Eldurinn slokknaði — Bjuggu afi þinn og amma þarna lengi? — Nei, aðeins fá ár, árin 1854—59. Það bjó enginn lengi í Hvanndölum a. m. k. ekki á öldinni sem leið og annað veif- ið var jörðin alltaf í eyði. Afi minn hét Einar Ásgrímsson og amma mín Guðrún Þórarins- dóttir. Næst síðasta vorið, sem þau bjuggu í Hvanndölum fór afi á hákarlaveiðar eins og þá var venja, en amma var ein heima með barnahópinn. Yngst barnanna var Guðlaug, móðir mín, sem þá var aðeins 9 mán- aða gömul. Eina nóttina þetta Annar Víkurbærinn f Héðinsfirði. Hann Iagðist síðastur allra bæja þar f eyði, en fbúðarhúsið er nú notað sem skipbrotsmannaskýli og er undlr umsjá Slysavarnafélagsins. vor slokknaði eldurinn á Hvanndalaheimilinu. Engin ráð voru að kveikja eld nema sækja hann til næsta bæjar. Engin matbjörg til nema hrár matur. Ómögulegt að segja hvenær Einar bóndi kæmi heim Ur veiðiferðinni. Lff barnanna lá við að náð væri f eld og það hið skjótasta. Lét barnið í pils og batt um háls sér. En hver átti að sækja eldinn? Börnin öll kornung og enginn fullorðinn á heimilinu nema húsfreyja ein. Hún átti ekki um neitt að velja — hún varð að fara sjálf hvað sem tautaði. Eina leiðin sem til greina kom voru Hvanndalaskriðurnar und- ir hrikaháu hengiflugi og um lífshættulega forvaða að fara. Þá tók hún yngsta barnið •—¦ móður mína — níu mánaða gamla og bar það f pilsi til Héðinsfjarðar. Hin börnin skildi hún eftir. Um annað var ekki að ræða. Tvívegis varð hún að vaða fyrir forvaða og sjórinn náði henni f brjóst. Þá batt hun pilsið með barninu f um háls sér til að það blotnaði ekki. Og heilu og höldnu komst hún til Víkur í Héðinsfirði. Þar fékk hún eld. Amma mín rómaði mót- tökurnar sem hún fékk í Vík hjá Birni bónda Skúlasyni og húsfreyju hans. Björn flutti ömmu og eldinn á báti til Hvanndala og líf i allra var borg- ið. Vorið næsta á eftir fluttu afi og amma að Ámá í Héðins- firði og þar bjuggu þau um mörg ár. Enginn aukvisi — Og á Ámá ert þú fædd? — 3&, faðir minn Erlendur séra Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði hann til fylgdar yfir fjallgarðinn til Ólafsfjarðar á meðan hann þjónaði Kvfabekk. Séra Bjarni sagði að sá sem hefði föður minn til fylgdar þyrfti ekki að kvfða þvf að liggja úti. Pabbi gekk lfka alltaf út að sjó á veturna þegar hann stundaði hákarlaveiðar. Nei, pabbi var enginn auk- visi við að sækja björg f búið, hvorki á sjó eða landi. Það var ekki fátítt að hann væri búinn að slá allt að því dagsláttu á morgnana þegar nágrannarnir komu á fætur. Vorum aldrei svöng — Þið börnin hafið vanizt fljótlega á að taka til hendinni við heimilisstörfin? — Já, en samt varð það létt- ara hjá okkur en víða annars staðar vegna þess hvað við vorum mörg. Meðan pabbi var á sjónum sinntum við gegning- unum heima. Á vorin sátum við yfir lömbunum fyrst eftir frá- færunar. Það var á hverju vori fært frá 36—40 ám og við krakkarnir sátum yfir lömbun- um til skiptis eftir því sem við höfðum aldur til. Mér þótti gaman að sitja lömbin. Það var heldur ekki erfitt því þau voru öll heft með ullarhafti. Og ef eitthvert lambanna losnaði úr haftinu höfðum við meðferðis aukahöft. Heyskapurinn var langerfiðasti annatíminn. Túnið var harðbalalegt og litið, en þó nægilegt fyrir tvær kýr. For- eldrar mínir höfðu mikið kúalán alla sína búskapartíð og við vorum aldrei svöng þótt stund- um væri þröngt f búi. — Nutuð þig einhverrar Framh. á 10. sfðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.