Vísir - 25.06.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 25.06.1963, Blaðsíða 11
VlSIR . Þriöjudagur 25. júní 1963. 11 UTVARPIÐ Þriðjudagur 25. júní. Fastir liðir eins og venjulega. 8.00 Morgunútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 20.00 Einsöngur: Grace Bumbry syngur franskar óperuaríur. 20.20 Frá Mexíkó, II. erindi: Innrás Spánverja, nýlendutímabilið og baráttan fyrir sjálfstæðinu Magnús Á. Árnason Iistmál- ari). 21.10 Upplestur: Guðmundur Frí- mann les frumsamda smá- sögu. 21.45 Tónleikar: Laurindo Almeida gítarleikari og fleiri flytja létt lög. 22.10 Lög unga fólksins (Bergur Guðnason). 23.00 Dagskrárlok. SJÓNVARPIÐ Þriðjudagur 25. júní. .-.,,. , 17.00 Watch.Mr. Wizard 17.30 Salute to the States 18.00 Afrts News 18.15 The Marv Griffin Show 19.00 National Cultural Center 19.55Afrts News 20.00 The Real Mc Coys 20.30 Armstrong Circle Theater 21.30 Stump the Stars 22.00 Steve Canyon ¦ 22.30 To Tell the Truth • 23.00 Lawrence Welk Dance Party HEIxIjÆ Svei mér þá, Jósafat er búinn að þrasa í hálftíma, og hann veit ekki ennþá að ég er ekki að hlusta. m 11II f Skeljungur |y, nýr olíuafgreiðslubátur I gær var væntanlegur til Siglufjarðar nýr olíuafgreiðslu- bátur, sém Olíufélagið Skeljung ur hefur <-t8il,-iiABaní9iífifi%tl f smiðum hjá Stálvík h<f., hinni nýju skipasmíðastöð í Arnar- vogi. Var báturinn afhentur eig endum s. 1. föstudag. Bátur þessi, sem ber nafnið Skeljungur I., er fyrsti olíuaf- greiðslubáturínn, sem Skeljung- ur Iætur smíða og jafnframt ' fyrsta stálskipið, sem smíðað er hjá Stálvík h.f. Hlutverk bátsins er fyrst og fremst það, að afgreiða gasolíu til viðskiptaskipa Skeljungs, sem stunda síldveiðar fyrir suð- ur og austurlandi á sumrin. Enn fremur mun báturinn afgreiða smurningsolíur og neyzluvatn til skipanna, ef þess er óskað. Ráðgert er að báturinn verði staðsettur fyrri hluta síldarver- tíðar á Siglufirði, en síðar mun hann flytja sig til Seyðisfjarð- ar. Með því að staðsetja bát þenn an á fyrrnefndum höfnum, mun Skeljungur geta boðið viðskipta mönnum sínuni upp á þá þjón- ijsíii. að afgreiða olíu í skip þeirra, án þess að skipin þuri'i þess vegna að koma að oliu- bryggju. Skeljungur I. er búinn beztu fáanlegu afgreiðslutækjum, er stærstur og fullkomnastur sinn- ar tegundar hér á landi og hefur geymslurými fyrir 32000 lítra af olfu. Getur hann afgreitt f einnl ferð alla þá olíu, sem stærstu síldarskip taka hverju sinni. Hins vegar er meðalafgreiðsla til síldarbáta um 5000 lítrar, og getur báturinn þvf afgreitt allt að 6 skip í ferð. Geymslurými er einnig fyrir 7000 Iítra af neyzlu- vatni. Skipið er mælt 27,13 rúmlest- ir. Aflvél Skeljungs I. er af Volvo Penta gerð. Hjálmar R. Bárðarson gerði útboðslýsingu, fyrirkomulags- og Ifnuteikning- ar, en allar smfðateikningar gerði Stólvík h.f. Sams konar bátur og þessi er nú að verða fullbúinn hjá Stál- vík h.f. fyrir Olíufélagið h.f. stjörnuspá ^ ^r morgundagsins Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þetta gæti verið einn af beztu afkastadögum þínum. Þú getur að nokkru leyti treyst á heppni. Nautið, 21. april til 21. maí: Möguleikarnir á því að þú öðl- ist það, sem hugur þinn girnist aukast að mun þegar þú notar kænsku samfara bliðu. Hagstætt að. gera leynisamninga. Tvfburarnir, 22. maf til 21. júnf: Þú munt þurfa að taka á öllu hugviti þfnu til að mynda þær athafnaáætlanir, sem koma skal f framkvæmd. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Hagnaðar er að vænta fyrir til- stuðlan Ieyndra má'lamiðlana við þá sem skipa ábyrgðarstöð; ur. Taktu á öllu sem þú getur til að ná þeim markmiðum, sem þú hefur kost á. Ljðnið, 24. júlí til 23. ágúst: Það, sem fullnægir þér andlega og efnalega, er aðeins það bezta af öllum hlutum. Þú gætir stutt að almennum velferðarmálum. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept: Reyndu að hagnýta betur gððan árangur gerða þinna. Koma ætti góðum hugmyndum í fram- kvæmd Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Hagstætt að taka til umræðu myndun f élagsskapar, sem einn- ig ætti að tengja. Það virðist vera nauðsynlegt að halda þessu leyndu. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Vera má að þú munir flokka þennan dag með betri dögum þfnum, áðu en sól er gengin til viðar. Hagstæðir plánetustraum ar eru virkir á fjármála og at- vinnusviði þínu. Leggðu harðara að þér. Bogmaðurinn, 23. nðv. til 21. des.: Ef þú ert f tilhugalífinu, þá er hagstætt að tjá tilvonandi maka aðdáun þína og ást. Þú gætir hafa þurft að sanna sjálf- an þig fyrir þeim sem mikið ér komið undir. Þetta ætti ekki að reynast þér erfitt núna. Steingeitin, 22. des. til 20. jan: Horfur eru á þvf að allt muni ganga þér f haginn og eins og ráð hafði verið fyrir gert. Þú gætir verið að hugleiða atvinnu- breytingu, breytingu & heimili þínu eða ferðalag til fjarlægs staðar. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Ef þií þarft að ná ein- hverjum árangri fyrir ákveðinn tíma, þá skaltu vinna ötullega að settu marki f dag. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Dagurinn sérstaklega hag kvæmur til áð leggja lokahönd á hvað sem þú kannt að starfa að. HJONAVIGSLUR íi n'S. >'l>'iöstudág "vÐíö^gef'Vit '• saman í k-irkju öháða-sáfnaðarins-áf séra ^miP^ör*sSýnrlöuiigfMbtBryndfs Óskarsdóttir og Bjarni Steingrfms- son leikari. Heimili ungu hjónanna er að Laugateigi 25. Á laugardaginn voru gefin saman í Árbæjarkirkju af séra Emil Björnssyni ungfrú Rosemarie Þor- leifsdóttir og Sigfús Guðmundsson búfræðingur. Heimili ungu hjón- anna er á Grenimel 35. Um síðustu helgi voru gefin sam an í hjónaband af séra Árelfusi Nfelssyni: Ungfrú Ingveldur E. Breiðfjörð og Gísli Magnússon múrari, Óðins- götu 28B. Ungfrú Anna Þorleifsdóttir verzl unarmær og Alfons Guðmundsson, vélstjóri, Ljósheimum 20. Ungfrú Guðrún E. Melsted og Hjálmar Gunnarsson málari, Ból- staðarhlíð 66. Ymislegt Breiðfirðingafélaglð fer f Heið- mörk f kvöld kl. 8,30 frá Breiðfirð- ingabúð. Breiðfirðingar fjölmennið. Stjórnin. Kvenfélag Háteigssóknar fer í | skemmtiferð þriðjudaginn 2. júlí. Upplýsingar í símum 11813, 17659 .og 19272. Árbæjarsafnið er bpíð á hverjum degi nema mánudaga frá kl. 2—6, sunnudaga frá fcl. 2—7. Veitingar í Dillonshúsi á sama stað. MINNINGARSPJÖLD Munið minningarsjóð Guðrúnar Gísladóttur Björns. — Minningar- spjöld fást hjá frú Sigrlði Eirfks- dóttur Aragötu 2, Sigurlaugu Helga dóttur yfirhjúkrunarkonu Bæjar- spítalanum, Sigrfði Bachman yfir- hjúkrunarkonu Landspítalanum, Jónu Guðmundsdóttur Kópavogs- braut 11, Guðrúnu Lilju Þorkels- dðttur Skeiðarv. 9, Halldóru Andr- ésdóttur Kleppsvegi 48, og í verzl- un Guðlaugs Magnússonar Lauga- vegi 22 A. Minningarspjöld blómsveigssjóðs Þorbjargar Sveinsdóttur eru seld hjá: Áslaugu Ágústsdóttur, Teiga- gerði 17, Guðfinnu Jónsdóttur, Mýrarholti við Bakkastíg, Guðrúnu Benediktsdóttur, Laugarásvegi 49, Guðrúnu Jóhannsdóttur, Ásvalla- götu 24, í skóverzlun Lárusar Lúðvíkssonar, Bankastræti 5 og í bókaverzlun Sigfúsar Eymundsson R I P K I R B Rip er stunginn af frá Iög- reglunni og dvelst f fjarlægri borg. Þar er hann búinn að leigja sér vagn og hrópar til ökumannsins: — Ekki of hratt, vinur minn. Ég þarf að komast á einhvern stað þar sem pen- ingar endast lengi. Kirby sezt að á ódýru hðteli og semur sig fljótlega að siðum heimamanna. Dag nokkurn þeg- ar hann situr á krá við að drekka bjór, gægist illilegt gult smetti út fyrir tjöld í einu horn inu, og sá hugsar: Merkilegt — mjög athyglisvert. -s*smmmB*aaKi wjihwjw mm/rM--;?'.'*;-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.