Vísir - 25.06.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 25.06.1963, Blaðsíða 16
VISIR Þriðjudagur 25. júní 1963. Smygíað áfengi finnst Fyrir síðustu helgi gerði iög- regla og tollverðir leit að áfengi í ákveðinni bifreiö hér I borg. Við leitina fannst nokkurt magn af áfengi og þ.á.m. eitt- hvað af smygluðu áfengi, a.m.k. var það ekki með merki Áfengis verzlunarinnar. Við þennan áfengisfund féll grunur á samskipti bifreiðar- stjórans við ákveðinn skipverja á skipi sem lá 1 Reykjavíkur- höfn. Var beðið um úrskurð til að mega leita hjá viðkomandi sjómanni í skipinu og var það gert. Hins vegar bar leitin ekki árangur. 1 klefa skipverjans fannst ekkert smyglað áfengi, aðeins ein tóm flaska, sem ekki var með merki Áfengisverzlun- arinnar. Mál þetta er að öðru leyti í rannsókn, en henni mun ekki lokið að því er bezt er vitað. Gób se/ve/ð/ 1 stuttu viðtali við Vlsi 1 morgun* sagði Ragnar Stefáns- son, bóndi í Skaftafelli, að sel- veiði hefði gengið mjög vel og hafa þrfr Skaftafellsbændur veitt alls 275 seli á Skaftafells- fjttru. Skaftafellsbændur byrjuðu sel veiðar viku fyrir hvítasunnu og hafa þeir farið alls sex ferðir. H/uskaparlöggjöfin endurskoiuð VígsSa Skálholtskirkj'u: íslenzkir og erlendir biskupar vígsluvottar Eins og Visir hefur skýrt frá verður vígsla Skálholtskirkju 21. júlí n.k. Hefur sérstök nefnd starfað að undirbúningi vígsl- unnar með Þóri Kr. Þórðarsyni, prófessor í forsæti. Ekki hafa verið ákveðin ýmis atriði end- anlega, en ætluhln er að ekki verði um Skálholtshátíð að ræða, í Ifkingu við það sem hún var fyrir nokkrum áruin. Ákveðið er að tvær messur verði á vígsludaginn, vigslu- messan sjálf kl. 10,30 og önnur messa eftir hádegi. Biskupinn yfir íslandi, hr. Sigurbjörn Ein- arsson, framkvæmir vígsluna, en Drengur beið bana Xólf ára gamall drengur, Guðjón Broddi Björgvinsson til heimilis að Digranesvegi 89 í Kópavogi, varð undir blfreið í gærdag og beið sam Uindis bana. Guðjón var ásamt nokkrum starfsfélögum slnum í unglinga- vinnuflokki að hreinsa til á gagn- fræðaskólalóðinni 1 Kópavogi. Vöru bifreið flutti ruslið af lóðinni burt, en svo óheppilega vildi til, að Guð jón litli hrasaði við aftanverða bif- reiðina þar sem hún var á ferð, lenti undir öðru hjólinu og lézt á sömu stundu. Bifreiðarstjórinn hafði ekki veitt drengnum athygli fyrr en slysið hafði orðið. Tvö börn hafa, það sem af er árinu, orðið fyrir bifreiðum í Kópa- vogi með þeim afleiðingum að þau hafa beðið bana. Foreldrar Guðjóns Brodda eru hjónin Hulda Einarsdóttir og Björgvin Bjarnason verzlunarmað- ur (hjá Ellingsen) til heimilis að Digranesvegi 89. Guðjón Broddi var einn þriggja bræðra. vígsluvottar verða íslenzku vígslubiskuparnir sr. Bjarni Jónsson og sr. Sigurður Stefáns son, auk erlendra biskupa, sem boðið hefur verið til Islands þennan dag. Dr. Róbert Abra- ham Ottósson hefur verið að æfa kór sem mun syngja, en organleikarar verða dr. Páll Is- ólfsson og Guðmundur Gilsson. Önnur hátíðaratriði en messurn ar verða ekki. Eins og áður segir er nor- rænum biskupum boðið hingað auk þeirra, sem gefið hafa til kirkjunnar I Skálholti. Óvlst er hverjir þiggja böðið. Framh. á bls. 5 Þessa dagana halda hér nor rænar samstarfsnefndlr ráð- stefnu um endurskoðun á hjú- skaparlöggjöfinni. Ráðstefna þessi stendur yfir dagana 22. til 27. júní og eru fundir haldn- ir í Háskólanum. Nefndir þessar hófu störf 1959 og er þessi fundur hinn fimmti i röðinni. Ráðstefnuna sækja 3 fulltrúar frá Danmörku, 4 frá Noregi, 5 frá Svfþjóð og 1 frá Finnlandi. Flestir fulltrúanna eru löglært fólk úr ýmsum stétt um, m. a. prófessorar, hæsta- réttardómarar, deildarstjórar og einn fulltrúinn (kona) er borg- arstjóri i Kaupmannahöfn. Af hálfu íslands sitja fundinn rekl- or Armann Snævarr, Auður Auðuns alþingismaður, Baldur Möller ráðuneytisstjóri og Ól- afiir W. Stefánsson "fníltrui í dómsmálaráðuneytinu. Norrænir ráðuneytisstjór- ar á fundi í Reykjavík Ráðuneytisstjórar, og fleiri yfir- menn viðskiptamálaráðuneyta Norð urlanda, komu saman til fundar i Reykjavík í morgun til þess að ræða utanrlkisverzlun landanna eins og venja er til á þess háttar fundum, sem haldnir eru öðru hverju. Fundinum stýrir Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri við- skiptamáiaráðuneytis lslánds. i Aðrir fulltrúar lslands á fund- inum eru Einar Benediktsson deildarstjóri, dr. Oddur Guðjóns- son viðskiptaráðunautur ríkisstjórn iWMniMBaMMii ! arinnar og Niels P. Sigurðsson • deildarstjóri í utanríkisráðuneyt- j inu. Þrír fulltrúar sækja fundinn frá hverju hinna Norðurlandanna, nema tveir frá Finnlandi. Fyrir sendinefndunum eru Erling Kristi- ansen utanríkisráð frá Danmörku, Olavi J. Mattila sendiherra frá' Finnlandi, Jahn Halvorsen ráðuneyt isstjóri frá Noregi og Erik vori Sydov utanrlkisráð frá Svfþjóð. Fundurinn mun standa tvo eða þrjá daga. Vaðandisíláurtorfursúust Snemma í morgun sá- ust vaðandi sfldartorfur norð-austur af Langa- nesi og nokkur skip höfðu þegar nú fyrir há- degi fengið þar sæmileg- an afla. Veður fer nú og batnandi og er vonandi að nú komist verulegur f jörkippur í síldveiðarn- ar, sem ekki hafa verið verulegar f ram að þessu. Frá kl. 7 f gærmorgun til kl. 7 í morgun fengu 11 skip sam- tals 4900 mál og veiddist sú sild 60—70 milur norðaustur af Raufarhöfn. Var þar mikið kast- að, en skipin fengu flest aðeins smáslatta. Eftir kl. 8 í morgun hafa þessi skip tilkynnt afla sinn: Fagriklettur 400, GuIIver 550, Rán 350, Jón á Stapa 650. Til Seyðisfjarðar: Björgúlfur 800, Rifsnes 500. Til Siglufjaröar: Jón Finnsson 900. Þau skip, sem fengu afla s.I. sólarhring voru: Kópur 700, Kristbjörg 350, Skarðsvfk 900, Sigurpáll 400, Steinunn 500, Oddgeir 400, Pétur Jónsson 300, Mumml Flateyri 400, Svanur 450, Auðunn 300, Hrafn Svein- bjarnarson 300. Austangola var og ágætis veður. Uppbótarþingsæt- um úthlutai Nú loks hefur endanlega ver- ið gengið frá þvf, hverjir skuli skipa þingsætin á komandi kjör- tlmabili. Stafar drátturinn af þeim vafa, sem var á þvl, hver af þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins hlytl 11. uppbótarþing- sætið. Lék vafi þar á, þar sem ágreiningur var um atkvæði f Vestfjarðakjördæmi og Norður- landskjðrdæmi vestra. Lands- kjörstjórn kom saman til fund- ar f gær ög úrskurðaði um upp- bótarþingsætin. Samkvæmt þeim úrskurði verður Matthías Bjarnason, 3. frambjóðandi Sjálfstæðisflokks- ins á Vestfjörðum, 11. uppbótar- maður flokksins. Aðrir uppbót- arþingmenn Sjálfstæðisflokksins eru: Davíð Ólafsson, Sverrir Júlí- usson, Bjartmar Guðmundsson. Röð hinna landskjörnu þing- manna er þannig: 1. Sigurður Ingimundars., Alþfl 2. Birgir Finnsson, Alþfl. 3. Eðvarð Sigurðsson, Alþband 4. Guðm. í. Guðmundss. Alþfl. 5. Ragnar Arnalds, Alþbandal. 6. Davíð Ólafsson, Sjálfstfl: 7. Sverrir JUHusson, Sjálfstfl. 8. Bjartmar Guðm.ss., Sjálfstfí. 9. Jón Þorsteinsson, Alþfl.' 10. Geir Gunnarsson, Alþbandal 11. Matthias Bjarnas., Sjálfstfl. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.