Vísir - 20.07.1963, Page 4

Vísir - 20.07.1963, Page 4
V 1 S IR . Laugardagur 20. júlí 1963, Og við skiptum okkur, sumir fóru út í flóa til að freista gæf unnar, aðrir á urriða- og geddu veiðar nálægt Castlebar. VEIÐIFÉLÖG I HVERJUM BÆ. Hér eru veiðifélög í hverjum bæ og hverri sveit, og þau starfa skipulega samkvæmt áætl unum að fiskirækt í ám og vötn um. Frá 1958 hefur veiðifélagið í Castlebar og grennd unnið að framkvæmd mikillar áætlunar, sem nefnist „Castlebar’s Inke’s Development Scheme" til aukn- ingar á fiskstofninum i ám og vötnum á félagssvæðinu. Nýtur félagið stuðnings hins opinbera og veiðimálastjórnarinnar, „The Inland Fisheries Trust“. Einn þáttur þessarar skipulögðu starf semi er uppræting óræktarfisks í ám og vötnum og fjölgun eðl- ari fisktegunda, einkum urriða og regnbogasilungs, en rnargir, einkum Englendingar og Frakk ar, hafa áhuga fyrir að veiða hinar óæðri tegundir, eða vilja stunda „coarse (grófa) fishing" og sækjast ekki eftir laxi eða gedduveiðar, voru miklu heppn- ari. Þeir komu til gistihússins um kvöldið með 25 geddur, sem vógu frá 2 upp í 8 kg. hver. Þá stærstu veiddi Curt Moser rit stjóri frá Vínarborg, reyndur og áhugasamur gedduveiðari. STANGAVEIÐI í NEWPORTÁ. En nú var mig farið að langa tii að kasta fyrir lax í Newportá, sem rennur um fagurt land, og er bærinn Newport við ósa hennar, sem að líkum lætur. Newport er smábær og ekki nema í 4—5 kilómetra fjarlægð frá Westport. Þetta er fögur smáá, hvergi straumhörð, með lygnum hylj- um og í henni er lax, sjóbirt- ingur og urriði. Ekki varð árang urinn mikill, en þess er að geta, að veiðitíminn í þessari á var að kalla á enda runninn. Og svo er annað: Menn geta ekki búizt við miklum árangri, fyrr en menn eru farnir að kynnast áum, sem þeir veiða í. Og vit- anlega mega menn ekki fella neina dóma um sportfiskveiðar Á ÍRLANDI er Eitt af þvi marga sem dregur ferðamenn til írlands, eyjunnar grienu, eru hin ágætu skilyrði, sem þar eru til lax- og silungs- veiða — og meðal Iaxveiði- manna, sem iðulega leggja leið; sina þangað á Íaxveiðitímanum, munu Englendingar, Skotar og Norðmenn vera einna fjölmenn- astir. Eitt af kunnustu blöðum Noregs sendi fréttamann til Ir- lands til þess að kynna sér lax- veiðina þar, og fara hér á eftir kaflar úr greininni, ef einhverjir hefðu gaman af, en áhugi fyrir írlandi er hér allmjög að auk- ast, þótt minna sé um ferðalög þangað enn sem komið er en ætla mætti, jafnmikið og þar er upp á að bjóða, en meðal þeirra manna hér, sem fengið hafa áhuga á írlandi, eru ein- mitt — laxveiðimenn. Hafa ýms ir þeirra kynnt sér skilyrðin og hafa áhuga fyrir að fara þangað með stöngina sfna. Geta má þess, að það mun vera ódýrara að stunda laxveiðar í Eire en víðast annarsstaðar. Sannnefni Erin — eyjan græna, ber nafn ið með réttu, segir norski frétta- maðurinn og heldur áfram: Við ökum á góðum vegum um sérkennilegt og fagurt landsiag, þar sem fádæmamikinn gróður getur að líta, til beggja handa eru limgirðingar, blómstrandi „rhododendron" í öllum regn- bogans litum, eða þá að ekið er í gegnum svöl trjágifng með samvaxið lim alda gamalia álma og eikitrjáa yfir höfði sér. Við og við er farið fram hjá mynd- rænum kirkna- og klaustursrúst- um, oft með mosavöxnum veggj arrústum, en við vegamót eru falleg Maríulíkön úr marmara eða ljósu graniti. Svo getur einn ig að líta hvítköikuð hús með stráþökum sínum, á bændabýl- unum, og sauðfé á beit í ró og næði á túnum milli grænna lim girðinga. Við Og við mætum við einhv'erjum akandi á dráttarvél, en enn er tíðara að mæta kerr- um, sem ösnum eða múlösnum er beitt fyrir. Og hlassið er vana lega mór. Irar hafa ekki nóg brenni úr skógum eins og Norð- menn. SUNDURLEITUR HÓPUR Við erum mörg saman í hóp á ferðaSlangri á vesturströnd Eire, Og hópurinn er allsundur leitur. I hópnum er fólk af ýms- um stéttum: Ritstjórar, frétta- menn, fiskifræðingar, rithöfund- ar. Við erum 11 f hópnum — og eigum eitt sameiginlegt, við höfum áhuga fyrir fiskveiðum til dægrastyttinga — erum sport fiskimenn. Við lögðum upp í ferðina frá Dyflinni, en okkur var annars boðið í hana af sjálfri lýðveldisstjórninni. Og tilgangur hennar með að bjóða okkur í þennan leiðangur er að kynna okkur hvernig Ir- Iendingar hafa skipulagt sport- fiskveiðar til þess að hæna er- lenda skemmtiferðamenn til landsins. — Og svo eigum við að fá tækifæri til að „prófa heppnina", í ám og vötunm. KUNNIR MENN Það eru annars innan um víð- kunnir menn í þessum litla hópi, eins og elzti þátttakandinn monsjör Tony Burnand, aðalrit- stjóri franska tímaritsins Au Bord de l’Eau — og höfundur margra bóka um sport-fiskveið- ar. Hann hefur ferðazt um alla álfuna og skrifað margar bækur um lax- og silungsveiði. Hann er enn í fullu fjöri, þrátt fyrir allháan aldur, en hann er 71 árs. WESTPORT Svo nefnist lítill b£cr á véstur- strönd Irlands, — þar sem bylgj ur Atlantshafs ber að landi, og er þangað um 5—6 klst. öku- ferð f bifreið frá Dyflinni, en á leiðinni höfðum við viðdvöl í Cornamona, til þess að prófa „stór-urriðann“ í Corriblóni (Lough Corrib). I Cornamona býr kunnur írskur þjóðminja- grúskari, Frank Burke, og hann hefir til reiðu báta og ræðara handa okkur. Aðeins 2—3 okkar voru með flugustengur — hinir með kaststengur og haspel-hjól. Okkur urðu sannast að segja vonbrigðj að þessari veiðiferð, en það stafaði af þvf, að það var í rauninni alltof hvasst til þess að kasta. Sá eini, sem hafði heppnina með sér, var ungur Svfi, sem er afburða duglegur stangveiði- maður. Hann fékk ljómandi fall- egan tveggja kflóa urriða. MIÐSTÖÐ SPORTFISKVEIÐA. Westport er mesta miðstöð sportfiskveiða á vesturströnd- inni, og fiskveiðar í sjó — á Clay Bay — eru víðfrægar, en þær hafa á sér einkenni sport- fiskveiða. En tækifærin eru mörg til þess að veiða „göf- ugri“ fisktegundir. I héruðunum kringum Castlebar og Newport, f nokkurra kílómetra fjarlægð frá Westport úir og grúir af smáám og vötnum. Þarna er um mikinn lax- og urriðastofn að ræða — og gildar geddur má einnig veiða þar. Þarna ætti hver að geta fengið eitthvað eft ir sínum smekk og við sitt hæfi. í ám og vötnum P X goö veiöi urriða, og því fær geddan og fleiri óæðri tegundir að vera í friði f nokkrum vötnum. Við þetta vinnst, að hægt er að gera skemmtiferðamenn með ó- líkan smekk og áhuga ánægða. GEDDUVEIÐAR Nokkrir okkar kusu að reyna aftur við urriðann, en enn var fullhvasst, og árangurinn ekki mikið betri en í Corrib lóni, en fimm þátttakendur, sem fóru á á írlandi eftir hinni litlu reynslu okkar, en það þarf ekki að efa, að Irland býður upp á mjög góð skilyrði til slíkra veiða. Til marks um það er, að til írlands koma 50,000-sport- fiskveiðimenn árlega frá ýmsum löndum, og þeir mundu ekki koma í striðum straumum og ár eftir ár, ef þeir væru ekki ánægðir. Framh. á bls. 10.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.