Vísir


Vísir - 20.07.1963, Qupperneq 8

Vísir - 20.07.1963, Qupperneq 8
8 V í S IR . Laugardagur 20. júlí 1963. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Fitstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Áuglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur). ',’-ontsnjiðja ^teís. — Edda h.f. Sálufélag Tímans og Þjóðviljans Fyrir nokkru var rætt í forustugrein hér í blað- inu um þá blaðamennsku kommúnista, að slíta úr sam- hengi orð og setningar í ræðum manna eða skrifum og túlka það svo á þveröfugan hátt við það, sem þeir meintu. En þessi baráttuaðferð þykir auðsjáanlega góð hjá fleirum en kommúnistum — þó varla hjá öðrum en þeim, sem hafa tileinkað sér kommúnistiskt hugar- far, þótt þeir þykist ekki vera þeim andlega skyldir. Ritstjómargreinar Tímans eru oft og tíðum sorg- legt vitni þess, að áhrif kommúnista eru mjög sterk í þeim herbúðum. Stundum má lesa heilar greinar í Tímanum án þess að nokkur leið væri að átta sig á, hvort þær væru frá kommúnista eða Framsóknarmanni komnar, ef maður sæi ekki nafnið á blaðinu. — Þær ættu svo mæta vel heima í Þjóðviljanum sumar grein- arnar, sem birtast í Tímanum — og einkum margar ritstjórnargreinarnar. Blaðaskrif hér á íslandi eru oft hörð og óvægin, og hafa löngum verið það — fyrr á tímum jafnvel enn- þá persónulegri og svívirðilegri en nú. En nú, árið 1963, ættum við að vera vaxnir frá svona skrifum. Kommúnistar hafa hér sérstöðu, sem ekki verður rædd nánar að þessu sinni — þeir eru á eftir okkur lýðræð- isfólki í þróuninni, og þess vegna hljóta öll þeirra vinnubrögð að vera fyrir neðan þann siðferðilega mæli- kvarða, sem leggja verður á stjórnmálabaráttu þrosk- aðra lýðræðisþjóða. Þeir eru utanveltugemlingar í lýð- ræðislegu þjóðskipulagi. Blöð Sjálfstæðisflokksins hafa fyrr og síðar bent Tímanum á, að leggja niður blaðamennsku kommún- ista og taka upp lýðræðisleg skrif um ágreiningsmál- in. Þetta hefur auðvitað ekki borið árangur, og gerir það ekki meðan núverandi aðalritstjóri fer þar með völd. Dæmi um sálufélagið Sem dæmi þess, hve Tíminn og Þjóðviljinn standa á líku þroskastigi í stjórnmálabaráttunni skal tilgreind hér tilvitnun, sem Tíminn notaði úr ræðu Ólafs Thors forsætisráðherra, h. 17. júní. Ólafur Thors sagði: , Það skal þó fullyrt, að þótt þótti okkar sé stór, er það guðs þakkar vert hjá þeirri minnimáttarkennd, að íslendingum sé helzt ekki ætlandi að komast í snertingu við nokkurn útlending, án þess að eiga á hættu að glata sjálfsvirðingu sinni og manndómi, og jafnvel tungu og þjóðemi“. Þetta leggur Tíminn út á þann veg, að forsætis- áðherrann hafi „undir rós“ verið „að ala á áróðri“ fyrir því, að við göngum í Efnahagsbandalag Evrópu! Er hægt að komast öllu neðar en þetta í blaða- mennsku? - Svari hver skyni borinn maður fyrir sig. Vísir hefir farið þess á leit vi6 hinn þjóðkunna kennimann og kirkjusögufræðing, séra Sigurð Pálsson í Hraungerði, að hann ritaði grein um sögu Skáiholtsstaðar í tilefni af vfgslu kirkjunnar þar á morgun. Séra Sigurður varð góðfúslega við þeirri ósk og birtist hér grein hans, ásamt myndum af þremur Skálholtskirkjum og þremur merkum biskupum, sem þar hafa setið og mjög komið við sögu staðarins og kristninnar í landinu. Á morgun, sunnudag 21. júlí, verður vfgð ný kirkja í Skálholti með mikilli viðhöfn. Forsaga þessa viðburðar er sú, að fyrir hálfum öðrum áratug hóf Skálholtsfélagið áróður fyr- ir endurreisn Skálholtsstaðar undir forystu núverandi bisk- ups. Kom þá í ljós, að almennur áhugi var með þjóðinni til að hefja að nýju til vegs þetta sögu rfkasta höfuðból landsins. Al- þingi veitti félaginu styrk til að hefja þar fornleyfarannsóknir og síðan hélt ríkið þeim áfram. Rannsakaður var kirkjugrunnur- inn og komu þar í ljós margir merkilegir hlutir eins og að nokkru er kunnugt. Ógert er enn að birta niðurstöður þess- ara rannsókna og ekki hefir saga staðarins heldur verið skráð, Eigi að síður vita allir, að þaðan streymdi trú, menn- ing og lærdómur út í þjóðlífið óslitið í 750 ár. Hvert manns- barn á Islandi, sem tilfinningu hefir fyrir þjóðerni sínu, hlýtur því að fagna þessum fyrsta á- fanga til endúrreisnar Skálholts. kristni var lögtekin og var skírður af Þangbrandi presti. Gissur hvíti byggði hina fyrstu kirkju í Skálholti. Líklegt er að sú kirkja hafi verið byggð úr timbri þvf svo mun vera um hinar fyrstu kirkjur hér á landi. Annars er ekkert vitað um gerð hennar eða stærð. Þriðja kona Gissurar hvíta var Þórdís dóttir Þórodds goða á Hjalla í Ölfusi. Þeirra son var Isleifur, er fyrstur varð biskup á Islandi. Hann var fæddur f Skálholti og sendi faðir hans hann ungan til Þýzkalands og nam hann þar prestleg fræði. Síðan gerðist hann heimilis- prestur föður síns. Hann kvænt- ist Döllu Þorvaldsdóttir frá Ás- geirsá í Vfðidal. Þau eignuðust þrjá sonu. ■fjegar Isleifur var fimmtugur var hann kosinn biskup. Hann fór suður til Rómar og fékk samþykti Victors annars páfa til að gerast biskup gegn því að hann skildi við konu sína. Eáfinn sendi bréf sitt Að- albert eribiskupi f Bremen „at Þorlákur helgi, einn ástsælasti biskup Skálholtsstaðar fyrir siðaskiptin. Brynjólfur Sveinsson, einn lærð- asti biskup Skálholts. Skálholt í Hið merka rit „Hungurvaka" segir svo frá upphafi Skálholts- staðar: „Ketilbjörn hinn gamli bjó á Mosfelli ok átti margt barna. Teitur hét einn sonur Ketilbjarnar. Hann var sá gæfu- maðr at hann bygði þann bæ fyrstur, er í Skálaholti heitir, er nú er allgöfugastur bær á öllu Islandi. Sú var önnur gæfa hans, at hann átti at syni Gissur hinn hvíta, er með kristni kom til ís- lands ok bjó í Skálaholti eftir Teit föður sinn“. Gissur hvíti tók kristna trú ári áður en hann skyldi gefa Isleifi biskups- vfgslu á hvít-drottinsdag og kveðst þess vilja vænta með Guðs miskunn, at þá mundi langgæðust tign verða at þeim biskupsdómi, ef hinn fyrsti bisk- up væri vígður til Islands á þeim degi, er Guð prýddi alla veröld í gipt heilags anda". Erkibiskup vígði svo ísleif á tilsettum degi (26 maí) 1056. Ári síðar kom hann til íslands. Eins og vænta mátti varð honum erfið kirkju- stjórnin. Kirkjan hafði frá önd- verðu búið við mesta presta- skort. Prestar voru lítt lærðir, kirkjan félaus og engin fullnægj andi kirkjufélög viðtekin í land- inu. Hlaut því kirkjustjómin mjög að byggjast á persónu- leika biskups og úrræðum hans. Hann reyndist hinn mesti ágæt- is biskup. Ekki er þess getið, að hann hafi lagt kirkjunni annað til en það ,að hann gerði kirkju föður síns og fyrstu kirkju Skál- holts að dómkirkju. Hann and- aðist I Skálholti 3. júlí 1080. Eftirmaður hans varð Gissur sonur hans. Hann var fæddur í Skálholti 1042. og lærður á Saxlandi. Ungur tók hann prests vígslu en var síðan I förum. Honum er svo lýst: „Hann var mikill maður vexti ok vel bol- vexti, bjarteygur ok nokkut op- ineygur, tígulegur í yfirbragði ok allra manna góðgjarnastur, rammur at afli ok forvitur. Giz- ur var algjör at sér um alla hluti, þá er karlmaður átti at sér at hafa“. Hann var ófús að takast á herðar biskupsdóm, en er höfðingjar lofuðu honum hlýðni, lét hann til leiðast. Giss- ur var vígður að boði Gregors páfa sjöunda í Magdeburg á Saxlandi 4. sept. 1082 af Harð- víg erkibiskupi. Þegar hann kom heim tók öll alþýða vel við hon- um. „Hann tók tign ok virðing svá mikla, þegar snemmindis síns biskupsdóms, ok svá vildi hver maður sitja ok standa, sem hann bauð--------ok var rett at segja, at hann var bæði kon- ungur ok biskup yfir landinu meðan hann lifði“. Hann reisti kirkju í Skálholti. Það var hin önnur f röðinni á þeim stað. Þrjú voru þau stórmál, sem Gissur biskup kom til leiðar og urðu varanlega gifturfk þjóð vorri. Hið fyrsta var það, að hann fékk sett tíundarlög 1096. Með þeim var lagður grundvöll- ur að fjárhag kirkjunnar og fá- tækraframfæri landsins. Svo haldkvæm reyndust þessi lög, að þau voru í gildi til 1922. Hið aði biskupsstól á Norðurlandi ár annað var það, að hann stofn- ið 1106. Með því tryggði hann þjóðinni betri biskupsþjónustu og kirkjunni öruggari skipan. Hið þriðja var það, að hann Iagði allt land Skálholts til þeirr ar kirkju, sem hann hafði sjálf- ur gjöra látið — þrítuga að lengd og vígt Pétri postula — og mörg önnur gæði lagði Giss- ur biskup til þeirrar kirkju bæði í löndum og lausafé, „ok kvað á síðan, at þar skyldi ávallt biskupsstóll vera, meðan Island er byggt ok kristni má hald- ast“. Með þessari ráðstöfun má segja, að Skálholtsstaður algjörð

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.