Vísir - 23.07.1963, Page 7

Vísir - 23.07.1963, Page 7
7 VISIR ufiEðOSHBB Þnðjudagur 23. júlí 19t>3. Sigurjón Björnsson sálfræðingur: ☆ Feður og synir Nýlega er lokið bandarískri rannsókn (Harvard) á áhrifum ónógs sambands feðra við syni sína og verður hér reynt að greina svolítið frá henni, þar eð mér virðast niðurstöðurnar vera þess eðlis, að við íslendingar gætum haft gott af að hugleiða þær. Til rannsóknarinnar voru valdir drengir á aldrinum 11,5 —17.5 ára. Þeir voru allir af ítölskum ættum og búsettir i fjórum borgum: Róm, Florenz, Paiermo og Boston. Þeir voru af öllum stéttum og stigum þjóð félagsins. — Rannsóknin var framkvæmd þannig, að fyrst var talað við mæður drengjanna og eftir þeim viðtölum var reynt að flokka drengina í fjóra hópa: Þá, sem ekkert tilfinningasam- band höfðu við föður sinn (0), — þá, sem höfðu Iítið samband (1), — þá, sem sæmilega mikið sam- band höfðu (2) og þá, sem góð- um og innilegum tengslum voru bundnir við föðurinn (3). Er þetta hafði verið gert, voru valdir úr tveir hópar drengja á hverfum stað. í öðrum hópnum voru drengir, sem ónógt sam- band höfðu (1 og 2) og í hin- um, þar sem sambandið var gott (3). Þessir drengir voru nú teknir til sálfræðilegrar rann- sóknar og var beitt bæði viðtöl- um og sálfræðilegum prófum. Var markmið þeirrar at- hugunar að meta per- sónuleika og andlegt ástand drengjanna. Niðurstöðurnar voru síðan bornar saman við þá flokkun, sem fengizt hafði úr mæðraviðtölunum. Að sjálf- sögðu voru allar þessar niður- stöður og samanburður þeirra settar fram í vönduðum töflum, en hér er ekki unnt að birta þær, heldur verður að nægjast við einfaldari frásögn. Það kom fram greinilegur munur á þessum tveimur hóp- um drengja, þeirra, sem ónógt samband höfðu og þeirra, sem nægilegt samband höfðu við föðurinn. — Hinir fyrrnefndu voru ekki eins félagslyndir, tengsl þeirra við jafnaldra voru minni og félagslegri aðlögun þeirra var meira ábótavant. Þeir voru öryggislausari, skorti sjálfs traust. Þeir voru ekki eins glað- legir. Þeir voru órórri og „spenntari á taugum". Þeim hætti við viðkvæmni og sér í lagi voru þeir óeðlilega við- kvæmir fyrir því, að gert væri á hluta þeirra og þeir beittir ranglæti. Þeir virtust vera dug- minni við að bjarga sér, en höfðu samt ríka hneigð til að ráða yfir öðrum, ef þeir gátu komið því við. Meira bar á, að þeir væru í andstöðu við þjóð- félagið og við ríkjandi venjur og siði. Þótt ekki sé meira sagt, eru þetta engu að síður all-athyglis- verðar staðreyndir, sem reynd- ar þurfa ekki að koma á óvart. Menn hafa lengi vitað, að skap- gerðareinkenni og hegðun manna er ekki eins arfgeng og eitt sinn var haldið. Maðurinn mótast ekki síður af uppeldi sínu en erfðum. Og hér sjáum við, að faðirinn á sinn þátt í þessari mótun. Þess var getið í síðustu grein, að full ástæða væri til að ætla, að ástandið væri ekki betra í þessum efnum hjá okkur en ann ars staðar. Hvað er þá hægt að gera? Það, sem mér finnst helzt liggja í augum uppi er, að þess verður að kappkosta eins og unnt er að fá íslenzka karl- menn til þess að taka þátt í upp- eldisstörfum. Ekki aðeins feður, heldur alla karlmenn. Fyrir nokkru minntist ég á, að æski- legt væri að karlmenn störfuðu á dagheimilum og leikskólum. Það sama ætti að gilda á öllum stöðum þar sem börn eru (t. d. sumardvalarheimilum). Og hvar- vetna þar sem karlmenn vinna með börnum, — í skólum, æsku- lýðsstarfsemi og á vinnustöðv- um, — þurfa þeir að gera sér ljósa grein fyrir uppeldishlut- verki sfnu: þeir verða oft og tíðum að gerast eins konar stað- genglar föðurins. Við getum ekki leyft okkur að hrista þessa skyldu af okkur með því að segja, að hún komi okkur ekki við, sé óviðkomandi verkahring okkar, að við „séum ekki ráðnir til þess“ o. s. frv. Uppeldisskyld- an hvílir á okkur öllum, hvar sem við erum og hvað sem við gerum. Að minnsta kosti er það harla lítilmótlegt og öfugsnúið þjóðarstolt og þjóðrækni, sem við sýnum í orði, ef okkur stendur á sama um kynslóðina, sem erfa á landið. Okkur má vera lítil gleði í því að vita næstu kynslóð nokkrum þuml- ungum hærri að líkamsvexti og nokkru meiri að vöðvastyrk en þá, sem fóstraði hana, ef hún lækkar að sama skapi í skap- styrk og innri verðmætum. (Yfirlit yfir rannsókn þá, sem hér er vitnað í, birtist í grein, sem nefnist: The Influence of Father-Son Relationships on Adolecent Personality and Attitudes, — í tímaritinu Jo- urnal of Child Psychology and' Psychiatry, 1963, Vol. IV. Nr. 1). í> í frétt frá Bagdad á mánudag segir, að þrír menn úr miðstjórn Kommúnistaflokks íraks hafi verið sekir fundnir um njósnir fyrir konunúnistalönd Austur-Evrópu og teknir af lífi. Þeir áttu og aír hafa haft samband við þá, sem stóðu að byltingartilrauninni 13. ► Sjö menn voru dæmdir til lífláts af herrétti í Sýrlandi á sunnudag og þegar skotnir. Er nú talið, að stjórnin sé að „uppræta" alla stuðningsmenn Nassers, sem hún relur sér hættulega. Tveir hinna liflátnu eru borgaralegra stétta menn. Búið var að taka 20 af lífi, einnig fyrir þátttöku í byltingunni. □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ o □ □ □ □ □ □ u □ □ □ □ c □ □ □ □ □ □ □ E3 □ □ □ □ □ n ra □ □ a a E3 R n □ □ i'j a a E5 n □ □ □ □ □ ra ra □ a ra D □ ra ■ ra a D □ ra D ra □ ra ra □ ra ra □ □ ra ra □ □ □ □ ra □ ra □ □ ra ra □ □ □ □ □ □ □ □ ra □ ra ra ra a ra ra p □ ra □ □ □ D □ □ D E B r c. ra (3 ra ra □ Það fer enginn með bein Páls biskups bak við máttarvöldin Ftestmn fulltíða íslendingum er í fersku minni steypiregnið er kom úr heiðskíru Iofti þegar hróflað var við beinum Páls biskups Jónssonar í Skál- holtskirkjugarði, steinkistan opnuð og beinin flutt suður í Þjóðminjasafn til rannsóknar í hofi fræðimanna. Þetta þótti því undarlegra fyrirbrigði sem þess er getið í biskupasögum, að við útför Pá!s biskups hafi einmitt gert stórfellt regn upp úr þurru, en bein hans voru færð til grafar í steinkistunni, og Iétti regninu jafnskyndilega og það kom úr heiðskíru lofti. Þótti ýmsum útlit fyrir að ekki mætti hreyfa bein Páls biskups svo að eigi „gréti himinninn". Aðrir töldu það hégilju hina mestu. En í þriðja sinn er fullreynt, segir gamalt orðtak. Og nú gerðist þess þörf að flytja bein Páls biskups úr stað í þriðja sinn það er frá Þjóðminjasafninu og austur i Skálholt, þar sem beim hefir nú aftur verið kom- ið fyrir í steinkistunni í graf- hvelfingu kirkiunnar. Þetta gerðist hér á dögunum og átti áð fara fram með mestu levnd. einkanlega gaenvart ölluni blaðamönnum og blaðaljósmynd urum. enda tókst að sigla fram hjá þeim hættulegu skerí>"*‘ bað sinnið. En hað sást nú ti! beirra samt. Það fer enginn með bein Páls biskups á bak við máttarvöldin. Á samri stundu og bau voru hafin frá Þjóð- minjasafni íslands kom steypi- regn úr heiðskíru lofti, fyrsta Steinkista Páls biskups í Skálholti. regnskúrin sem komið hafði úr lofti i E .ykjavík í margar vikur, og þá eins myndarleg og „allar gáttir himinsins hefðu opnazt“. Segi menn svo að jartelkn ger ist ekki enn í dag. Frönsk datt úr skipsstiga Sautján franskar ungar stúlk- ur hafa verið á ferð hér á landi að undanförnu. Eru þær úr sér- trúarflokki einum og hafa með sér einn karlmann til fylgdar, franskan prest. Er Drangur kom að bryggju á Akureyri um daginn veittu bæjarbúar því athygli að Iækn- ir, sjúkrabíll og Iögregla voru komin á bryggjuna til þess að taka á móti skipinu, en það kom frá Siglufirði. í ljós kom að á siglingunni inn Eyjafjörð hafði ein stúlkan franska fallið úr stiga sem Iiggur upp á efri þiljur skipsins. Hún var flutt á sjúkrahús og í ljós kom að hún hafði fengið heiiahristing og meiðzt á fæti. Franska stúlkan slasaða borin í sjúkrabílinn af skipsfjöl. (Ljósm. Vísis. S. Bj.). SSEC a V |

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.