Vísir - 26.07.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 26.07.1963, Blaðsíða 6
6 VlSIR . Föstudagur 26. júlí 1963. T BÍLAR 6 manna bílar: Ford ’59. Verð 110 þús. Ford ‘58 original. Verð 100 þús. Ford ’57 original. Verð 90 þús. Ford ’55 6 cylindra. Verð 60 þús. Ford ’54 8 cyl. sjálfsk. 45 þús. Chevrolet ’59. Verð 100 þúsund. Chevrolet ’57. Verð 80 þús. Chevrolet ’55. Verð 75 þús. Chevrolet ’54. 55 þúsund. Opel kapitan ’59. Verð 180 þús. Opel kapitan ’60. Verð 180 þúsund. Opel kapitan ’56. Verð 90 þús. > Opel kapitan ’55. Verð 65 þúsund. Mercedes Benz ’55 220. Verð 90 þús. Mercedes Benz ’55 180. Verð 100 þús. Mercedes Benz ’51. Verð 32 þúsund. Volga ’58. Verð 60 þúsund. Buick ’54. Verð 40 þúsund. Buick ’55. Verð 70 þúsund. '?$&!■' Oldsmobile ‘52. Verð 30 þúsund. Pontiack ’50. Verð 35 þúsund. Auk þessara bíla höfum við hundruð annarra. 4-5 manna bílar: Opel rekord ’62. Verð 150 þúsund. Opel rekord ’58. Verð 100 þúsund. Opel rekord ’56. Nýlega uppgerður hjá verksmiðjunni. Tilboð óskast. Volvo P544, ’55. > Taunus ’59. Verð 90 þúsund. Ford anglia ’60. Verð 90 þúsund. Ford anglia '55. Verð 65 þús. Ford zodiack ’58. Verð 115 þús. Ford consul 315 ’62. Verð 140 þús. Austin cambridge ’60. Verð 125 þús. Morris oxford ’55. Verð 55 þús. Fiat 1400 ’57. Verð 60 þúsund. Fiat 1100 ’54. Verð 50 þúsund. Volkswagen ’56. Verð 55 þúsund. Morris minor ’59. Verð 80 þúsund. HiIIman ’50. Verð 30 þúsund. Standard vanguard ’50. Verð 35 þús. P 70 ’58. Verð samkomul. Góður. Armstrong ’47. Skoðaður. 10 þús. Skoda 440 ’58. Verð 50 þúsund. Pobeta ’54. Verð 35 þúsund. Moskovitz ’57. Verð 40 þúsund. Moskovitz ’61. Verð 85 þús. Auk þessa hundruð annarra bíla. Stadion bílar: Volvo ’55. Verð 75 þúsund. Opel caravan ’63. Commer COB ’63. Verð 130 þúsund. Opel caravan ’59. Verð 125 þúsund. Opel caravan ’57. Verð 75 þúsund. Opel caravan ’55. Verð 60 þúsund. Opel caravan ’55. Verð 50 þúsund. Auk þess mikið af alls konar sendiferðabílum, jeppum og vörubílum. Okkar viðskipti eru traust Opið til kl. 22.00 GAMLA BILASALAN Rauðaró — Skúlagötu 55 Sími 15-8-12 Góðar horfur í ef na- hagsmálum heims ‘l/'íða um heim var framleiðslu aukningin árið 1962 minni en árin næst á undan og oft rýrari en vonir stóðu til, segir í sfðasta yfirliti Sameinuðu þjóð- anna yfir efnahagsþróunina í heiminum. Hins vegar iofaði framieiðsluaukningin fyrstu mán uði þessa árs góðu, og horfurn- ar um næstu framtið eru enn góðar, segir ennfremur í yfir- iitinu. Þessl skýrsla, „World Econo- mic Survey, 1962", er til um- réeðu á fundi Efnahags- og fé- lagsmálaráðsins í Genf í þessum mánuði. Fyrri hluti skýrslunnar fjallar um þróunárlöndin og heimsviðskiptin, en seinni hlut- inn hefur að geyma yfirlit yfir hina raunveruiegu efnahagsþró- un í iðnaðartöndunum, f þeim sem flytja út hráefni og f lönd- um sem reka áætlunarbúskap. Samkvæmt skýrslunni var framleiðslan f Norður-Amerfku allverulega meiri árið 1962 en árið 1961. Hins vegar er vert að hafa f huga, að árið 1961 hafði komið afturkippur f framleiðsl- una. Enda þótt þróunin hafi Ieitt f Ijós, að óttinn við hlé á áframhaldandi aukninau árið 1963 hafi verið ástæðulaus, þé er á það bent f skýrslunni, að efnahagslífið einkennist enn af illa nýttum framleiðslumöguleik um og atvinnuleysi. f Vestur-Evrópu varð fram- leiðsiuaukningin árið 1962 minni en árið áður, og stafaði bað af þvf að hin mikla fjárfesting undanfarinna ára virtist vera í rénun. Af þeim sökum er þrö- unin ótryggari en verið hefur. f nokkrum löndum gerðu snögg- ar verðsveiflur máiið flóknara, í þróunarlöndunum naut út- flutningurinn árið 1962 góðs af bættu ástandi f Norður-Ameríku eftir afturkippinn 1961 samfara nokkurri birgðaaukningu f Vest ur-Evrópu. Enda þótt útflutn- ingsaukningin væri hlutfallslega minni en allsherjaraukning á ai- þjóðlegum viðskiptum, var hún samt örari en árið 1961. ■Aleðal þeirra ianda, sem reka A áæflunarbúskap, var aukn- ingin mjög svipuð og árið á und- an f landbúnaðarframleiöslu Sov étrfkjanna. Hins vegar kom veru legur afturkippur f þá fram- ieiðslu f nokkrum þessara landa, fyrst og fremst vegna slæms veðurfars. f nokkrum löndum Austur-Evrópu var framleiðslu- aukningin árið 1962 minni en hún hafði verið fiest árin eftir seinni heimsstyrjöid. Hins veg- ar héit iðnaðarframleiðslan á- fram að aukast ört f öllum iönd um Austur-Evrópu — yfirleitt örar en áætlað hafði verið fyrir árið 1962. ÞRÓUNARLÖNDIN OG EFNAHAGSLEG SAMEINING EVRÓPU. Haidi efnahagsútþenslan í Vestur-Evrópu áfram með sama hraða og á árunum 1950—’60, er sennilegt að innflutningur Vestur-Evrópu frá öðrum heims hlutum muni fara stöðugt vax- andi, jafnvel bótt hiutdeild þess ara landa f alisheriarviðskintum Vestur-Evrópu muni minnka vegna hinnar efnahagslegu sam- einingar, segir f fyrri hiuta skýrslunnar, sem fjallar um þró- unarlöndin og alþjóðaviðskiptin. Hins vegar muni hinar óhag- stæðu afleiðingar þess, að í stað innflutnings komi innlend fram- leiðsla, ef samdráttur yrði í Vestur-Evrópu, verða að sama skapi meiri og alvarlegri. Jafn- vel þótt samaniagður innflutning ur Vestur-Evrópu frá öðrum löndum haldi áfram að aukast, geta þar fyrir utan ákveðnar vörutegundir og ákveðin lönd orðið fyrir efnahagslegum skakkaföllum af sameiningu Vestur-Evrópu. A það einkum við um landbúnaðinn. Nafn matarins skiptir miklu Ensku nöfnin á steinbít og háfi eru Catfish (kattfiskur) og Dogfish (hundafiskur), og fáir kæra sig um að leggja sér slfka fiska til munns En sé skipt um nöfn á þessum næringarríku og bragðgóðu fisktegundum og þær nefndar „kótelettufiskur" og „fiskur 45", er mikil eftirspurn eftir þeim. Þetta dæmi hefur Daninn John Fridthjof komið fram með. Hann veit hvað hann er að segja, þvf undanfarin tfu ár og rúmiega það hefur hann starfað sem næringarsérfræð- ingur fyrir Matvæla- og landbún aðarstofnunina (FAC) í Suður- Ameríku og Afríku, og nú hefur hann sent á markaðinn bók um reynslu sína. Dæmið um „kattfiskinn" (steinbftinn) kemur frá Dan- mörku á árunum eftir strfð. Steinbíturinn var ein bezta fisk- tegund sem veidd var, mjúkur og bragðgóður. En það var ekki fyrr en mönnum datt f hug að selja hann f sneiðum að kalia hann „kótelettufisk", að hann fór að ganga út. Háfurinn („hundafiskurinn") er veiddur við Vestur-Afrfku og er bæði góður og bætiefnaríkur. En nafnið var honum andstætt og hann átti litlu gengi að fagna, þar til John Fridthof fann upp á þvf að kalla hann „fisk 45". Nú er hann mikið etinn f Vest- ur-Afríku. John Fridthjof starfaði sem áróðursmaður fyrir nýrri og betri matvælum í Danmörku, áð ur en hann gekk f þjónustu FAO árið 1951. Verkefni hans hjá þeirri stofnun hefur verið að skipuleggja og stjórna áróðurs- herferðum fyrir aukinni fisk- neyzlu í Brazilíu, Chile, Júgó- slavfu, Marokkó og Mexikó. Síð- asta verkefni hans var að kynna jarðhnotumjöl og siginn fisk í Senegal. AÐEINS EINN HUNDRAÐS- HLUTI FÆÐUNNAR ER UR SJÓNUM. Það er alltof fátt fólk, sem etur fisk, segir Fridthjof. Af öll- um þeim mat, sem maðurinn lætur í sig, kemur 1 af hundr- aði úr sjónum. 1 flestum tilvik- um á það rætur að rekja til þess, að fóik á ekki kost á fiski. En jafnvel þó hægt sé að útvega fisk, geta fordómar, venjur og nafn eða útlit fiskisins valdið miklum erfiðleikum. Frá viðleitni sinni —■ sem oft- ast bar árangur — við að rjúfa andspyrnuna, segir hann f ný- útkominni bók, „Encouraging the Use of Protein-Rich Foods", sern FAO gefur út. Af þessari bók, sem er handbók og hin fyrsta sinnar tegundar, er Ijóst, að hann hefur beitt sundurleitustu hjálpargögnum í starfi sínu: kvikmyndasýningum, brúðuleik- sýningum (f bókinni er heilt brúðuleikrit), matreiðslusýning- um, heimsóknum á heimilin, „matarleikjum" fyrir börn, kennslu í skólum o. s. frv. ÓVÆNTUR ÁRANGUR. Stundum geta einföld brögð borið óvæntan árangur, eins og eftirfarandi dæmi sýnir: 1 Chile reyndi Fridthjof að vekja og auka áhuga fólksins á fiski, sem hét merluza (kolmúli). f Argentfnu og Uruguay er þessi fiskur mjög vinsæll. En í Chile er slík ofgnótt af mertuza, að fólki finnst hann ómerkilegur og étur hann ekki. Fridthjof og samstarfsmenn hans ákváðu þvf að gera smátilraun. Þeir urðu sér úti um nokkur hundruð kíló af merluza í bezta gæðaflokki og settu'upp söluskála á fisk- markaðinum í strandbæ nokkr- um. Þeir skiptu fiskinum f tvær hrúgur. Við aðra hrúguna settu þeir spjald með gangverði, en við hina spjald með tvöföldu verði. — „Um kvöldið vorum við búnir að selja alla dýru hrúguna, en stóðum uppi með helminginn af þeirri ódýru. Skýri þeir, sem skýrt geta“. Alþjóðleg verzlunar- róðstefna o. fl. Undirbúningur hinnar alþjóð- legu ráðstefnu um verzlun og þróun, sem halda á f ársbyrjun 1964, framkvæmdaáætlun um „þróunaráratug" Sameinuðu þjóðanna og efnahagslegar og félagslegar afleiðingar afvopnun ar eru meðal veigameiri umræðu efna á sumarþingi Efnahags- og félagsmálaráðsins, sem nú stend ur yfir í Genf. Að þvf er snertir verzlunar- ráðstefnuna hefur sérstök und- irbúningsnefnd setið á rökstól- um síðan f janúar. Hún hefur fjallað um uppkast að þeim um- ræðum sem ráðstefnan tekur fyrir. í uppkastinu eru sjö meg- inatriði: 1. Utþensla alþjóða- verzlunar og þýðing hennar fyr- ir efnahagsþróunina. 2. Alþjóð- leg vöruvandamál. 3. Verziun með iðnaðarvörur og hálfunnar vörur. 4. Endurbætur á ósýni- legri verzlun þróunarlandanna. 5. Afleiðingar svæðisbundinna efnahagssamtaka. 6. Fjárhags- legur stuðningur við aukin al- þjóðaviðskipti. 7. Undirbúning- ur, aðferðir og endanleg tilhög- un opinberra stofnana á ráð- stöfunum, sem miða að þvf að færa út kvíar alþjóðaviðskipta. f skýrslu frá nefndinni um alþjóðleg vöruviðskipti er fjail- að um tvær tillögur um ráð- stafanir sem gerðar verði með það fyrir augum að jafna hinar breytilegu útflutningstekjur landa, sem framleiða hráefni. Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.