Vísir - 27.07.1963, Page 4

Vísir - 27.07.1963, Page 4
V í S I R . Laur 27. júlí Tfí??. Fjéttarltari Vísis á Akureyri fór nýlega í heimsókn til I-Irís- eyjar og hugði þar að sfldinni. Hann ritar blaðinu eftirfarandi pistil um það, sem þar bar fyrir augu: Hrísey 19/7. T dag kom hingað síldarskipið Sæfari frá Sveinseyri með 1150 tunnur af feitri og fallegri sfld. Magnús Guðmundsson skip- stjóri á Sæfaranum hefir nú orð- ið: „Við fengum þessa sfld 70 mílur A. NA. af Grímsey, en hún er aðeins um helmingur af stóru kasti, sem við fengum þama. Þar sem veður var ekki sem hagstæðast taldi ég ekki rétt að setja meira í skipið, en kallaði í Sæúlf frá Patreksfirði, sem var nálægt okkur, og bauð honum að hirða afganginn. Þó ekki sé gott að tefja meira Kappsaltað á bryggjunni í Hrísey. Spjall úr síldinni í HRÍSEY en nauðsynlegt er, að koma sölt- unarsfld f höfn, er það þó betra en að henda aftur í sjóinn heil- um skipsfarmi af þessum verð- mætum. Þegar Sæúlfur hafði háfað um 500 tunnur sprakk poki nótar- innar og þar með allt úr henni, ég gizka á að í henni hafi þá verið eftir ca. 500—600 tunnur. Við sigldum til Hríseyjar, en þangað er 12]/ klst. ferð, höfð- um þó snarpan meðvind. En t-g vil leggja talsverða lykkju á leið mína til að fá saltað í Hrísey. Ég fæ hvergi á landinu jafn snara afgreiðslu og ágæta þjón- ustu sem hér. f sumar hefi ég V MH Vasklr menn í sjóskúr f Hrísey, landað hér nærri 6000 tunnum, mest af því í söltun og fryst- ingu. Heildarafíinn hjá okkur er nú orðinn 9400 mál og tunnur. Áður en ég tók við þessu skipi fyrir 2]/ ári var ég með Guðmund á Sveinseyri, en for- maður hefi ég verið 16 ár, fyrstu árin var ég yngsti maður áhafn- arinnar ,en upp á síðkastið er ég elztur. Mannskapurinn er þvf nær allur frá Tálknafirði, og flestir hafa verið með mér í mörg ár.“ Magnús virðist hafa sérstakt iág á áð ná í stór köst, þvf fýrir> skömmu fékk hann annað érihþá stærra en þetta, fyllti bæði sitt skip og annað og þriðja skipið fékk álitlegan slatta. Hvernig væri að láta hann hafa stærra skip? Sæfar- inn er 101 tonn, nýlegt og fallegt skip. Meðan hásetar Magnúsar lönd uðu sfldinni gerði hann sjálfur við gatið á nótinni f skutnum. Cöltunarstöðin í Hrísey er eign Guðmundar Jörundssonar útgerðarmanns og Kaupfélaga Tálknafjarðar og Patreksfjarðar. Er þetta mjög nýtízkuleg sölt- unarstöð með fagurgulum plast- himni og hliðum, auk þess að skýla síldarstúlkum fyrir regni og vindi gefur guli liturinn þeim stöðugt sólskin. Forstöðumaður stöðvarinnar er Njáll Stefánsson, Hríseying- ur. Hann sagði: „Þetta er fjórða sumarið, sem þessi stöð er fek- in. Við höfum samninga við 7 Vestfjarðabáta, en í sumar höf- um við Iítið séð af flestum þeirra. Hins vegar hefir Sæfar- ipn verið hér tíður géstur og héfir hann nær einsamall flutt til okkar mikið meiri síld en nokkurn tíma hefir borizt svo snemma sumars. Söltun hófst f sumar nokkru fyrr en áður. Hér á stöðinni salta 50 stúik- ur og 9 karlmenn eru fastráðn- ir hjá okkur. Allt er þetta heima fólk, duglegt og gott fólk, eng- ar ævintýramanneskjur, sem sækja suma aðra söltunarstaði. Við höfum nú saltað svipað magn og um miðjan ágúst f fyrra. Þökk sé Magnúsi og á- höfninni hans. Það eru fínir strákar." S. Bj. Góðar kornræktar- horfur sunnaniands Vísir átti uin daginn viðtal við Klemenz Kristjánsson á Sáms- stöðum, kornræktarfrömuðinn landskunna, og spurði hann um komræktarhorfurnar á hans slóð- um og taldi hann þær góðar. Fyrsta komið fór að skríða 8. júlí °g bygg alskriðið nú og hafrar, en hveiti að byrja að skríða, og horfur á, að komin verði öx á það í byrjun næsta mánaðar. Klemenz benti á það, að þótt Júlí væri vanalega heitasti mánuð- urinn, hlýrri en ágúst, gæti brugð- ið út af, og kvaðst hann muna eftir 2—3 sumrum, er ágúst hefði 'eynzt hlýrri. Korn sem væri skrið- >6 í ágústbyrjun fengi nægan tíma til að þroskast við sæmileg veður- yy’i^ði, en það þyrfti 6—7 vikur tfl þroskunar, og yrði þá þroskað um miðjan september. Sú tegund, sem snemmþroskuð- ust er, nefnist Froyabygg, og er frá tilraunastöð í Norður-Noregi. Henni var sáð 22. apríl, sagði Klemenz f 6000 fermetra, og er að byrja að safna í sig. Hún fór að skríða 8. júlí. Þýzkt afbrigði af tvfraða byggi lofar einnig góðu. Hann kvaðst hafa fengið af því upphaflega 150 grömm, en gat nú sáð 1200 grömmum af eigin fram- leiðslu f 60 ferm.reiti, og skreið stig, en komizt upp f 14—15 stig álíka snemma og Dönnesbygg. Ekki kvað Klemenz líta eins vel út með kartöflur og með kornið. Sumstaðar sæi á kartöflugrasi. Minnstur hiti á Sámsstöðum und- ánfarnar nætur hefði verið 3.5 stig, en komist upp í 14—15 stig á daginn. Júlímánuður var óvenju- lega þurr aðeins rignt 16 mm. — í júní rigndi 40 mm, en hiti var Framh. á bls. 10. f*-' ............v\' Hugað að sfldamótinni um borð í Sigurfara frá Sveinseyri. ' v v • 7. ■ ] - > ! ! I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.