Vísir - 27.07.1963, Síða 8

Vísir - 27.07.1963, Síða 8
8 V1SIR . Laugardagur 27. júli 1963. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). 'v,eotsn}'ðja v45s. — Edda h.f. Afkoma ríkissjóðs Greinargerðin um afkomu ríkissjóðs, sem fjár- málaráðherra flutti í útvarpið á dögunum, ber ótví- rætt með sér að f jármálum ríkisins er vel og viturlega stjórnað. Ætti það að vera öllum landsmönnum gleði- efni, en svo virðist þó ekki hafa verið á ritstjómar- skrif stofum Tímans. Blaðið treystir sér ekki til að neita því, að afkoman hafi verið góð, enda liggja fyrir hrein- ar og óvéfengjanlegar tölur um það; en þá er gripið til þess ráðs, að skýra greiðsluafganginn með því, að „hóflaus skattpíning“ hafi átt sér stað. Það er ævinlega eins og komið sé við opna kviku á ritstjóra Tímans, ef minnzt er á fjármála- stjóm ríkisins. Það virðist vera algert trúaratriði í þeim herbúðum, að ekki sé til nema einn mað- ur á íslandi, sem fær sé um að vera fjármálaráðherra. Þessi maður, Eysteinn Jónsson, vann sér það þó helzt til frægðar í embættinu, að setja heimsmet í uppfinn- ingu nýrra skatta. Þess vegna ætti Tíminn sízt að tala um skattpíningu, því að það er sannarlega að kasta steinum úr glerhúsi. Skattpíningarstefna Framsóknar- flokksins var um tíma í ráðherratíð Eysteins Jónsson- ar á góðum vegi með að sliga allt athafnalíf í landinu. Hann sá aldrei önnur úrræði en að hækka skatta og tolla á almenningi. Nú eru vinnubrögðin hins vegar þveröfug. Núverandi fjármálaráðherra, Gunnar Thor- oddsen, hefur beitt sér fyrir miklum og víðtækum lækkunum tolla og skatta og komið þeim í fram- kvæmd, jafnframt því sem afkoma ríkissjóðs hefur stórbatnað, skuldir lækkað og lausaskuldir verið greiddar upp. Þetta stingur sannarlega í stúf við fjár- málastjórn Eysteins, og ætti Tíminn því ekki að hætta sér út í samanburð, því hann er Eysteini mjög óhag- stæður. Jöfnunarsjóður ríkisins Eins og fjármálaráðherra tók fram í greinargerð- inni voru fyrir rúmum 30 árum sett lög um Jöfnunar- sjóð ríkisins, en í þann sjóð skal leggja tekjuafgang ríkissjóðs, þegar hann fer fram úr tiltekinni upphæð. Fé sjóðsins skal fyrst og fremst nota til atvinnuaukn- ingar og framkvæmda, þegar samdráttur verður í at- vinnulífi og framkvæmdum. Nú er því ekki til að dreifa; atvinna er svo mik- il, að víða skortir vinnuafl, en það er háttur hagsýnna manna að safna til mögru áranna, ef unnt er. Þau geta komið áður en varir og án þess að nokkur fái þar rönd við reist. Viðstjómarstjómin hefur búið ótrúlega mikið í haginn fyrir framtíðina, miðað við það ástand, sem hér ríkti þegar hún tók við. Það fer því vel á því, að hún skuli fyrst allra ríkisstjórna leggja fé í Jöfnunar- sjóðinn — eitt hundrað millj. kr. af greiðsluafgangi ársins 1962. Hann var alinn upp í Lundi á Oddeyri, einu elzta húsinu þar. * ]\/[enn, sem hafa glímt í lífinu í áttatíu ár og i ekki látið knésetjast af 41 brögðum heimsins, eru frásagnarverðir. Einn þeirra er Jóhann- : es á Borg. Á morgun getur hann } litið til baka yfir langan veg, frá því að hann . fæddist 28. júlí 1883 í Hamarkoti beint upp af Oddeyri við Eyjafjörð, þar til nú ^ð h.apn^ef mörku, og ABatsteinn Kristins- son, sem kenndur er við Sam- bandið, var og með í förum. 1913 fór hann til Ameríku, að hætti óstýrilátra ævintýra- manna og dvaldist þar næstum óslitið til 1927 og sýndi aflraun- ir og bellibrögð og ýmsar konst- ir eins og að verjast hnífstung- um og öðrum fótskulegum árás- um. Hann brá sér heim, sem snöggvast, 1919, fór þá norður til æskustöðvanna tll þess að sjá móður sína, sem hann hefur áreiðanlega elskað, eins og EgiII á Borg, sem orti: „Þat mælti min móðir, at mér skyldi kaupa ...“ („Ég skrlfaði henni allan tímann“, sagði hann.) í stað þess að kaupa fley og fagrar árar, safnaði hann silfri og byggði Hótel Borg, þegar heim kom. inn. Þetta minnir á arnarhreið- ur, og skessukatlarnir, sem eru alstaðar í berginu, eru óblíðlegir. Þarna er Lundur, sem Jóhannes á Borg reisti sumarið 1942 sem sumarbústað og nefndi eftir gamla húsinu á Oddeyri, sem nú er hluti af Akureyri. Við brúna blaktir fiskivimpill — lax á vatnsbláum grunni — minnir á gunnfána (gæti líka verið skjaldarmerki.) Kona af Snæfellsnesi þóttist eitt sinn sjá þrjá svona gunnfána á stöng- inni, þegar hún fór þar um einn dag á miðju sumri. „Nú hefur Jóhannes á Borg veitt þrjá laxa f dag,“ varð henni að orði. Ekki er víst, hvort saga þessi er sönn. Stfgur þröngur liggur að arnarhreiðrinu niður í gilskorn- ing og þaðan upp steinsteypt þrep að höfuðdyrum. Þrjár veiðistengur hanga á framhlið skála á aðra hönd (fornmenn hengdu vopn sín og skildi á vegg). Gáttir allar stóðu opnar. fTann birtist ekki strax. Á meðan las gesturinn stefja- mál letrað með gotneskri skrift ; á trétöflu á vegg: . :• ■ i Herra trúr, ég treysti þér nú taki lax svo ægilegur að jafnvel sýnist sjálfum mér sannleikurinn nægilegur. (Síðar vitnaðist að Helgi Hálfdánarson, sá nafntogaði, hafði þýtt úr ensku að undir- Iagi Guðbrandar Magnússonar forstjóra.) j Síðan var hvarflað augunum í um híbýli, á vopnin, veiðitækin, | minja- og verðlaunagripi, heið- : ursgjafir og síðast en ekltí sízt ! allt fuglasafnið. I KYRRT KVÖLD hættur síðasta ævistarfi sínu, sem allir þekkja. ! Hann bjó lengst af á Lundi, elzta húsinu á Oddeyrl. („Ég er Oddeyringur, ekki Akur- eyringur“) Tuttugu og flmm fyrstu ár ævinnar undi hann sér ípi þar fyrir norðan, en þá hleypti hann heimdraganum og fórutan. Heimurinn er stór f dag, en stærri var hann f þá daga. Hann fór Iand úr Iandi um Evrópu og kynnti íslenzka gifmu, sem þá hefur verið á- kjósanleg sýningarvara og kynning á Iandi og þjóð. í för iieð honum voru stundum þrír :3a fjórir landar, Jón Pálsson 'orðlenzkur maður, Jón Helga- ^ion nokkur, Krlstján Þorgils- son frá Sökku í Svarfaðardal trésmiður, sem settist að í Dan- TTraðboði var sendur af blað- inu f gær, til þess að ná tali af Jóhannesi Jósefssyni. Hans var 1 angt að leita — hvorki meira né minna en 180 km. norð-vestur af borginni. Þeir sem eiga 'leið til Snæ- fellsness, fara yfir Hítará á Mýr um, brúna við Brúarfoss. Foss- inn er kenndur við steinbrú, geröa af náttúrunnar hendi, rétt neðan við gömlu og nýju brýmar, sem gerðar eru af mannahöndum. Steinbrúin er nú horfin, hefur smám saman orð- ið vatnselgnum að bráð og ham- förum. Þó er hún enn í lifenda minni. Áin fellur á flúðum. Á vinstri hönd, vestan árinnar, á klöpp, stendur hvítt hús, sem veit í norður. Bergmyndanir allt í kringum húsið, setja kaldranablæ á stað- Afmælisspjal! við Jóhannes á Borg áttræðan 1É Hann var snöggkiæddur, f brúnni skyrtu, með biá axla- bönd og gull á fingri, augun stálgrá, og þegar hann settist gegnt manni, minnti hann á gamalt bjamdýr, sem tekið er að mildast. Þegar hörkutól mýkjast, minna þau á kyrrt kvöld eftir marga óveðursdaga. „Ég veit ekki hvað ég á að segja, ja, hvað á maður að segja?“ „Þér hafið frá mörgu að segja, er ég viss um.“ Hann tók málaleitan ekki ilia. Tjegar hann var spurður um upprunann, sagðist hann vera Norðlendingur. Hann kveð- ur líka fast að orði, talar með skýrum áherzlum á fyrsta at- kvæðinu. — Hörð t og k, dimm l og tvöföldu samhljóð- arnir líkamnast næstum því, þegar þeir hrökkva af munni hans. Framsetning hans var alls ekki slefuleg. „Hann var alinn Eyfirðingur, að afli og þori Norðiendingur, úti í löndum íslendingur", o. s. frv., kvað Kr. H. Breiðdal um hann „Þó að ég tali ekki sunn- lenzku — hún er hörmulega Ijót,“ sagði hann, þegar fram- burður á tungu feðranna barst í tal. „Þér eruð borinn og barn- fæddur Akureyringur?“

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.