Vísir - 27.07.1963, Side 9

Vísir - 27.07.1963, Side 9
V1SIR . Laugardagur 27. júlí 1963. 9 Nú varð hann meira en lltið snöggur upp á lagið. „Ég er enginn he!v... Akur- eyringur, ég er Oddeyringur — það er sitthvað". Svo bætti hann við og nú brá fyrir glettnisglampa í aug- unum (hann líktist ekki lengur bjarndýri). „Það væri svipað og telja Austurbæing Reykvíking eða gera Vesturbæingi þá hneisu að kenna hann við annan stað en Vesturbæinn". í þá daga var langt á miili húsanna á Oddeyri og Akur- eyri. Móðir Jóhannesar var úr Köldukinninni ættuð, Kristín Einarsdóttir hét hún. („Ég veit annars ekkert I ættfræði", sagði hann). Faðirinn, Jósef Jónsson bjó I Kristnesi, en afi Jóhann- esar, Jón einhver, bjó á Stóra- Eyrarlandi rétt sunnan við Lystigarðinn eða þar sem nýja sjúkrahúsið stendur. Jóhannes dvelst í foreldrahúsum til ársins 1908, stundaði alla vinnu, sem til féli, vann við síldina, var á handfæraveiðum (sem vest- firzkir kalla skak); einnig vann hann við grjótupptak, grjótakst- ur, o. fl. Faðir hans skikkaði hann í prentiðnamám, sem hann hélt út I hálft annað ár (þá hefur hann verið 16—17 ára gamall) „Mér leiddist það heita helv. Cvona liðu árin við Pollinn, ^ áður en hann fór 1 vlking. Vinna, þrældómur, fátækc r— eina upplyftingin hefur kannski verið sú, þegar strákamir af Oddeyrinni slógust við Akur- eyringana eins og brjálaðir kettir og hundar eftir leikfimi- tímana tvisvar f viku I Good- templarahúsinu. („Oddeyring- Áttræður á morgun: „Ósköp svipað og verða sjötugur." Við Ægis-Gríma, Eyþjófsbana Indíána og Blámannslýð. í^.lum hlóðstu, engir stóðust íslenzk brögðin leiftur-snör. Út af paðreim enn með sigri ýtur gekkst með bros á vör, o. s. frv. ..“ orti tengdafaðir hans, Sigurður Björgúlfsson, kennari, sem lengi var ritstjóri Siglfirðings á Siglu- firði „Komuzt þér aldrei I hann krappan?" „Ha .. ja, eitt sinn, jú, við meistara í lyftingum í Aþleta- klúbb Pétursborgar. Hann vó 240 rússnesk pund og hafði lengi æft sig í þvf að kasta 200 punda sekkjum aftur fyrir sig. Hann hugðist taka mig eins og poka og byrjaði að sveifla mér til hliðar, en ég kunni ráð við því, gömlu góðu íslenzku vöm- ina við klofbragði, setti tána í klofið á honum og hnéð á brjóstið og spymti. Hann ham- aðist og hamaðist, en fékk ekki fellt mig, og varð að gefast upp, áður en 2 y2 mfnúta var liðin. Annars voru Belgarnir sperrtir og afskaplega gráðugir f að reyna að fella mig: Ég fékk þá oft marga á mig, hvern á fætur öðrum ...“ (Þá rifjaðist það upp, sem Caesar segir I einni bók sinni: „Hraustastir þeirra allra eru Belgar“.) Jóhannes hélt áfram: „Eitt sinn I Belgíu komu tveir menn — annar voða langur — hinn pínulítill til aðtakaáskorun minni. Áður en leikurinn hófst kallaði sá litli mig á eintal og bað mig um að lofa sér að standa lengur en þessi langi. Ég lagði þann langa á fyrsta bragði, en lofaði þeim litla að standa I 2y2 mlnútu. Þá var sá stutti afar hrifinn". EFTIR Ú VCBURSDA GA amir höfðu alltaf betur — þeir vora ólfkt sterkari"). „Fannst yður ekki Eyjafjörð- urinn fallegur?" „Ég hélt, að þetta væru ein- hver ósköp einu sinni, en þegar ég sá hann aftur eftir að hafa farið vlða f heiminum, fannst mér ekki svo mikið til hans koma“. „Er eitthvað af skyldfólki þfnu enn á lífi á Akureyri?" „Yngsti bróðir minn, Jón, býr á Oddeyri, er vélamaður — hann var lengi hjá Óskari -— svo á ég eina systur þar líka“. „Voru yður kenndar íþróttir í uppvextinum?" „Ég varð að kenna mér allt sjálfur — annars þroskaðist ég seint. Þegar ég var tekinn í kristinna manna tölu, fermd- ust 22—24 börn með mér, og af þeim tveir krypplingar, og ég var sá minnsti. Ég var stuttur, en alltaf sver. Magnús bróðir var hins vegar langur og óx fljjótt. Ég dvaldist eitt ár f Nor- egl (1904—5) og þegar ég kom heim aftur, stendur griðarhár maður við húsið heima (Lund). „Hvað eruð þér að gera hér maður?“ spyr ég ákveðið. „Þekkirðu mig ekki, Jói?“, sagði Mangi. Magnús dó úr tæringu, 27 ára gamall, hafði alltaf verið haldinn sjúkdómn- um, sem var svo algengur f þá daga“. Þegar hann var beðinn um að nefna vini og bræður f leik á Oddeyri, talaði hann sérstak- lega um Snorra Einarsson, bróður Matthíasar læknis Ein- arssonar; hann minntist líka á Jón E, sem kenndur er við verzlunina Hamborg, bræðurna Júlíus sýslumann og Jóhann Havsteen, sem báðir eru gengnir fyrir ætternisstapann. „Þetta voru allt heiðursdrengir og skemmtilegir", sagði Jóhann- es. Nú var spyrjanda litið á vegginn og þar á tréplötu voru skrautrituð þessi norrænu átrúnaðarorð úr Hávamálum: „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfr it sama, en orðstír deyr aldregi hveims sér góðan of getr." Jóhannes Jósefsson varð glímukóngur íslands 1907 og 1908. Næstu tuttugu ár dvaldist hann erlendis, gisti öll þjóðlönd Evrópu („ekki Grikk- land, Tyrkland og Albanfu"). „1913 hafði ég komið átta sinn- um til Rússlands. Ég sýndi oft I Pétursborg". Að lokinni hverri glímusýn- ingu, bauð Jóhannes jafnan út hverjum sem þyrði. Hann á- byrgðist, að þeir skyldu fallnir vera, áður en fimm mínútur vora liðnar. Þannig lagði hann margan hrfmþursann að velli og lék sér að þeim eins ogköttur að mús. Andstæðingurinn beitti öllum brögðum, en lá f gólf- inu Vanalega á fyrstu 2—3 mínútunum eða fyrr. „Tókst engum í öllum þess- um löndum að leggja yður?“ „Ég lagði þá alla“. „Hvernig fóruð þér að?“ „Ég lagði þá á íslenzku bragði". „Að vábeiðum og vomum Ijótum vígreifur þú efldir stríð: Árin í Bandarfkjunum vora „töff“ og reyndu á áræðni og krafta til hins ýtrasta. Hann ferðaðist um með sirkusum all- an ársins hring. Hann gleymdi þvf aldrei, að hann var íslend- ingur, hvar sem hann fór. TJann kom hingað I heimsókn 1919, bjó á Hótel islandi og varð hneykslaður á hótel- menningunni hér. „Mér fannst ömurlegt, að enginn skyldi hafa haft kjark í sér til þess að koma þessum málum í betra horf, svo að ég afréð að setjast hér að, þegar ég væri búinn að safna 100 þúsund dolluram og byggja nýtt hótel“. „Komuð þér með svo mikið heim í beinhörðu?" „Tuttugu þúsund fram yfir“. „Það var byrjað á grunnin- um 1. okt. 1929, og ég opnaði veitingasalinn 19. jan. 1930, og hótelið sjálft 25. maí sama ár“. „Hvernig vora aðstæðurnar til byggingar?" „Grunnurinn fylltist fljótlega af vatni eins og Reykjavlkur- apóteksgrunnurinn. Við höfðum aðeins eina dælu, en hún hafði ekki við. Svo var dæla leigð norðan frá Akureyri, og þá lag- aðist ástandið. Mér er í minni, að þegar við vorum rétt búnir að steyþa, kom jarðskjálfti. Ég stóð á götunni, áttaði mig ekki strax á því, hvað væri að ger- ast, hélt fyrst að ég væri að fá aðsvif. Og allt I einu sé ég alla mennina koma hoppandi út um gluggana á fyrstu hæðinni. Ekkert tjón varð á bygging- unni“. Guðjón Samúelsson teiknaði Borgina, en Jóhannes réð æði miklu, hafði hönd í bagga með ýmsu I innréttingu. Þeir höfðu áður ferðazt f nokkrum löndum til þess að skoða og kynna sér hótel, og það var einkum lítið laglegt hótel í Bergen (hann mundi ekki nafnið), sem þeim þótti lærdómsríkt. Þar var svo vel frá öllu gengið. Kvaðst Jó- hannes hafa lært af þvi og tek- ið margt til fyrirmyndar —- einnig sagðist hann hafa orðið hrifinn af Statler’s hótelunum fyrir vestan (keðja er af þeim frá strönd til strandar) — ým- iss konar patenterí. Skreytingamar í gyllta saln- um gerði þýzkur piltur, Grosser að nafni. Nú er gamli „gyllti salurinn" á Borginni allur. Ennþá eimir þó eftir af gamla andrúmsloft- inu á hótelinu. „Var þýzkarinn dýrkeyptur?** „Grosser var ódýrari en ís- lenzku handverksmennimir (málaramir)". Ljómi var yfir gyllta salnum á Borginni. Otlendingar, sem komu til landsins í fyrsta sinn, Framh. á 10. síðu. ;:SÉ 11 Jóhannes Jósefsson reisti Hótel Borg 1930. Þá kom nýtt andrúmsloft I hóteliíf á Island).

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.