Vísir - 17.08.1963, Blaðsíða 1
VISIR
Skógræktarmenn
þinga norðanlands
Fimmtugasti og þriöji aöal-
fundur Skógræktarfélags islands
var settur f gær kl. 10 f Skföa-
hótelinu í Hlíöarfjalli. Mættir
voru 70 fulltrúar frá flestum
skógræktarfélögum landslns cn
þau eru 29. Formaður Hákon
Guömundsson hæstaréttarritari
setti fundfnn og stjómaöi hon-
um. 1 upphafi minntist hann
tveggja félagsmanna sem
látizt höföu á árinu, Valtýs
Stefánssonar ritstjóra sem var
formaður félagsins um Iangt ára
bil og óbilandi baráttumaður
Framh. á bls. 5
Ráðgerð stofnun
fallhlífastökkklúbbs
Mikill áhugi er ríkjandi innan
Flugfélags Islands og meðal margra
einstaklinga að mynda fallhlífar-
stökksklúbb í Reykjavík og víðar
um land. Málið er í athugun, og
á algjöru byrjunarstigi, en ísland
er eina landið I Evrópu sem ekki
Hótel Reynihlíð. Snæbjöm Pétursson, forstjóri þess, stendur f hlaöi.
Gera þyrfti flugvöll fyrir
ferðafóik í Mývatnssveit
Athyglisverð hugmynd hótelstjórans í Reynihlíð
Á undanförnum árum
hafa verið lagðir litlir
flugvellir víðsvegar um
Iand, sem bæði eru not-
aðir sem sjúkraflugvell-
ir og til flugsamgangna
með litlum flugvélum,
sem Björn Pálsson,
Tryggvi Helgason, Flug
sýn og fleiri aðiljar
halda uppi.
En í eina sveit vant-
ar slíkan flugvöll, þar'
sem kannski væru meiri
not af honum en annars
staðar. Það er í mestu
ferðamannasveit lands-
ins, Mývatnssveitina.
Fréttamaður Vísis var fyrir
nokkru á ferð að Reynihlíð við
Mývatn og átti þar tal við Snæ-
björn Pétursson forstjóra gisti-
hússins. Og kom hann þá fljótt
að hve mikil þörf væri á því að
gera þarna flugvöll, sem myndi
auðvelda t. d. erlendu ferða-
fólki að komast að Mývatni,
sem er einn vinsælasti staður
útlendinga á landinu.
LOSNA VIÐ
LANGA FERÐ
Ef við hefðum flugvöll myndu
gestirnir losna við hina löngu
ferð um Akureyri frá Reykja-
vík, sem oftast kostar þá næt-
urdvöl á miðri leið. Ekki svo að
skilja, að ég hafi neitt á móti
þvi að þeir nátti sig á Akureyri,
en mörgum þeirra finnst það
sjálfum óþörf töf og fyrir þá
kæmu flugsamgöngurnar að
gagni. Hér mætti líka gera stór-
an flugvöll líkt og við Sauðár-
krók, sem gæti komið sér vel
í sambandi við millilandaflug,
þvl að veðrátta er þannig I Mý-
vatnssveit, að oftast er hér
bjart og heiðskírt, þó að ólend-
andi sé vegna þoku út við sjó-
STÆKKUN
GISTIHÚSSINS
Nú er unnið að stækkun gisti-
hússins Reynihlíð og lítur Snæ-
björn björtum augum til fram-
tfðarinnar. Við, sem stundum
gistihúsreksturinn, getum ekki
talizt neinir hátekjumenn, ef við
miðum laun okkar við tíma-
vinnu, því oft er starfsdagurinn
Iangur. Við reynum að stilla
öllu verði I hóf og ef við eig-
um nauðsynlegum skilningi að
mæta hjá þeim, sem völdin hafa
I þessum málum á þetta allt að
geta blessast. Dvalarkostnaður
í Reynihlíð er á sólarhring ef
Framh. á bls. 5
hefur klúbb af þessu tagi.
Fallhlífarstökk er talsvert dýr
íþrótt, búningurinn einn kostar um
5000 krónur og tvær fallhlífar eru
nauðsynlegar, sem kosta samtals
annað eins, eða meira. Auk þess
þarf klúbburinn í heild að eiga-
stökkturn og ýms mælitæki vegna
stökkmóta.
Framh. á bli, 5
Forseta-
hjónin
erlendis
Forseti íslands herra Ásgeir
Ásgeirsson fór I morgun til út-
landa í einkaerindum og hefur
forsætisráðuneytið gefið út til-
kynningu um að f fjarveru hans
fari forsætisráðherra, forseti
Alþingis og forseti Hæstarétt-
ar með vald Forseta íslands.
Forsetinn og forsetafrú Dóra
Þórhallsdóttir fóru með flugvél
Flugfélags íslands til Osló, en
þaðan munu þau halda með lest
til Stokkhólms eftir skamma
viðdvöl. í Stokkhólmi munu
þau dvelja um hrfð hjá dóttur
þeirra og tengdasyni Páli Ás-
geiri Tryggvasyni, sem nú veit-
ir forstöðu fslenzka sendiráðinu
f Stokkhólmi .Forsetinn er vænt
anlegur aftur til íslands 4. sept-
ember en forsetafrúin nokkru
síðar, líklega 12. september.
Blaðið í dag
BIs. 3 Myndir frá Skoplje.
— 4 Bridgemótiö f Bad-
en-Baden.
— 7 Margt býr f olfu-
geymum.
— 8 Helander á ný fyrir
rétti.
•— 9 Ferðalög og sumar-
arleyfi á íslandi.
— 13 Tízkan frá París.
DAPURLEGT Á SIGLUFIRÐI
Síldin hefur brugðizt þur
Ástandið á Siglufirði
er nú orðið mjög dapur-
legt. Menn höfðu vonazt
til, að fá aðra eins góða
síldarvertíð og í fyrra-
sumar, en virðist sýnt,
að það muni með öllu
bregðast. Það er nú lið-
inn langur tími síðan
síld hefur borizt til Siglu
fjarðar, að undanskild-
um einstaka bát, sem
kemur þangað.
Á Siglufirði hefur hrtðað i
fjöll og er snjór niður í miðjar
hlíðar. í byrjun ágúst munaði
minnstu að Siglufjarðarskarð
lokaðist. Á sama tíma eru menn
orðnir vonlausir um að meiri
síld að ráði komi til Siglufjarð-
ar, söltunarfólk flest farið
þaðan í burtu.
Viðbrigðin frá því í fyrra-
sumar eru mikil. Þá var oft
unnið nær stanzlaust allan sól-
arhringinn, við að landa og
salta. Nú' hefur verið 8 klst.
vinna á plönum og í verksmiðj-
um.
Þó síldarsöltun sé nú orðin
meiri en á síldarvertíðinni í
fyrra, hefur sú aukning orðið
mest á Seyðisfirði og Raufar-
höfn. Heildarsöltun á landinu
nam nú f vikunni 341 þús. tn.
á móti 272 þús. tunnum á sama
tíma í fyrra. En á Siglufirði
er hún nú aðeins 67 þús. tunn-
ur á móti 92 þús. tunnum f
fyrra.
Ennþá ömurlegra er ástandið
þó hvað viðvíkur sildarbræðsl-
unni, þar sem framleiðslan á
Siglufirði nemur nú aðeins um
53 þúsund málum á móti 616
þúsund málum á sama tíma f
fyrra. Er framleiðslan núna þvf
Framh. á bls. 5