Vísir - 17.08.1963, Síða 16

Vísir - 17.08.1963, Síða 16
VÍSIR Laugardagur 17. ágúst 1963 Flugdag- urinn á morgun Flugdagurinn verður á morg- un, ef veður leyfir. Það er Flugmálafélag íslands, sem gengst fyrir deginum. Þetta verður sjö- undi flugdagurinn og margt til sýnis. Reykjavfkurflugvöllur verður opnaður kl. 13 en mótið sett kl. 14 af form. Flugmálafélagsins Baldvin Jónssyni, hrlm. Þá verða hópfiug, svifflug, listflug á vél- flugu og svifflugu, flugtog með svifflugur, sýnd merki, orrustuflug vélar varnarliðsins sýna og fleira verður til skemmtunar og fróðleiks. Gert er ráð fyrir að mótinu ljúki um kl. 16.30. Mótstjóri verður Sverrir Ágústsson, flugumferðar- stjóri. Almenningi er bent á að fara inn á Reykjavíkurflugvöll Loftleiða megin en út af vellinum eftir vegi, sem liggur undir Öskjuhlíð. Lög- regla, skátar og Flugumferðarsveit in annast gæzlu. Seld verða merld dagsins, sem gilda sem aðgöngu- miðar að áhorfendasvæðum. Mörg þúsund áhorfendur hafa verið undanfarna flugdaga og er þess vænzt að allir gæti þess að fara að settum reglum um umferð- ina. Færeysk lúðrasveit / heimsókn hér Lúðrasveltín i Þórshöfn, Havn ar Homorkestur kom hingað til lands með Drottningunni { gær. Koma færeysku lúðrasveitarinn- ar er fyrsta heimsókn eiginlegr- ar lúðrasveitar hingað til lands, þvi áður hafa aðeins komið hlng að herlúðrasveitir. Hér á Iandi dvelst Iúðrasveitin hálfan mán uð og mun hún leika í Hafnar- firði, Keflavík, Selfossi, Akra- nesi, Keflavíkurflugvelli, auk þess sem efnt verður til tón- Ieika í Háskólablói. Þetta er fyrsta för færeyskrar hljómsveitar til íslands og er hún farin I tilefni 60 ára afmælis Havnar Hornorkestur. Lúðra- sveitin er eingöngu skipuð á- hugamönnum, sem I ár hafa not- ið tilsagnar enska cornet-snill- ingsins Roberts Oughton’s, sem sem er aðaleinleikari hljómsveit- arinnar I þessari för. Róbert Oughton hefur leikið I mörg- um frægustu lúðrasveitum Eng lands og er vel kunnur hljóm- listarmaður. Stjórnandi sveitarinnar er Th. Paul Christiansen, bæjarfulltrúi I Þórshöfn, og er hann einnig formaður sveitarinar. Th. Paul Christiansen hefir stjórnað lúðra sveitum s. 1. 25 ár. Havnar Hornorkestur er hrein lúðrasveit, þ. e. a. s. I henni eru aðeins munnblásturshljóðfæri, en engin tréblásturshljóðfæri eins og lúðrasveitir hér nota. Lúðrasveitin heldur tónleika I Háskólabíó n. k. sunnudag og er efnisskrá hljómsveitarinnar mjög fjölbreytt og mun Robert Oughton leika einleik á cornet. Á sunnudag kl. 3 e. h. leikur lúðrasveitin við Árbæ I tilefni af afmæli Reykjavlkur, en síðan mun lúðrasveitin leika I fyrr- nefndum kaupstöðum. Havnar Hornorkestur kom hingað I boði Lúðrasveitar Reykjavíkur og einnig að nokkru leyti I boði borgarstjórn ar Reykjavíkur. L. R. mun senni lega endurgjalda heimsókn þessa næsta sumar. Th. Paul Christiansen á æfingu í gær. Fumlur hugstofustióru Noriurlandu Hagstofustjórar Norðurlanda halda fund i Reykjavik dagana 15. og 16 ágúst. Koma þeir saman þriðja hvert ár, en milli funda starfa nefndlr sérfræðinga að úr- lausn verkefna, sem ákveðin hafa Hættir Ægir síld- arleit 26. úgúst Sennilegt er, að varð- skipið Ægir hætti síld- arleit kringum 24. þ. m. og fari í rannsóknarleið- angur norður í Græn- landshaf 1. september. Endanleg ákvörðun hef- ur ekki verið tekin. Hugsanlegt er einnig að ann- að skip verði sent I hans stað, en líkur mestar á því, að Ægir fari. Verði hann sendur er senni legt að annað skip verði látið I síldarleitina I staðinn, ekki sízt vegna þess, að nauðsynlegt er að viðhalda síldarleitinni, svo seint sem síldin er á ferð- inni. Hins vegar hefur alls ekk- ert verið ákveðið um það. Umræddur rannsóknarleið- angur norður I Grænlandshaf verður farinn undir stjórn Unn- steins Stefánssonar, haffræð- ings, og er liður I alþjóðlegum rannsóknum. Var þessi ieiðang- ur ákveðinn I vetur. Ægir er nú að síldarleit fyrir austan og norðan land undir stjórn Jakobs Jakobssonar fiski- fræðings. Verði Ægir sendur I Grænlandsleiðangurinn verður verið á undangengnum fundi. — Fyrsti fundur norrænna hagstofu- stjóra var haldinn i Kristíaníu ár- ið 1889, en Hagstofa íslands hefur verið aðHi að þessu samstarfi síð- an 1921. Hagstofustjórar Norður- landa hafa einu sinni áður haldið fund í Reykjavík, árið 1948. Þátttakendur I fundinum I Reykja vík, sem nú stendur yfir, eru þessir: Frá Danmörku: C. Ulrich Mortensen, hagstofu- stjóri. Svend Áge Hansen, deildarstjóri. Frá Finnlandi: Eino H. Laurila, hagstofustjóri. i Frá Noregi: hann að koma til smávægilegr- j Petter Jakob Bjerve, hagstofu- ar viðgerðar 24.—25. ágúst áð- stjóri. ur en lagt verður I leiðangur- Paal Bog, aðstoðarforstjóri. inn. iFrá Svíþjóð: i Ingvar Ohlsson, hagstofustjóri. Knut Medin, deildarstjóri. Klas Wallberg, deildarstjóri. Frá íslandi: Klemens Tryggvason, hagstofu- stjóri. Stjórnarfundur bunduluga futluðru d Norðurlöndum í gærkvöldi lauk í Reykjavík fyrsta stjórnarfundi Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum, sem haldinn er hér á islandi. í stjórn Bandalagsins eiga sæti tveir full trúar frá hverju Norðurland- anna auk framkvæmdastjórans, sem er sænskur. Sjálfsbjörg landssamband fatl Sprengir Anderson B Grillo á hotni í næsta mánuði er brezki skip- herrann Anderson sem frægur var í þorskstríðinu væntanlegur hingað til lands með tundur- duflaslæðara til að hreinsa upp leífar af tundurduflabelti, sem Bretar höfðu á sínum tíma I Eyjafirði og Seyðisfirði. í þessu sambandi hafa Seyð- firðingar fengið áhuga á því, hvort ekki væri hægt I leiðinni að sprengja burt leifar af hinu stóra brezka olíuflutningaskipi E1 Grillo, sem sökk á Seyðis- firði I febrúar 1944 og hefur ver ið til mikils trafala fyrir legu- færi á Seyðisfirði. E1 Grillo var sökkt I Seyðis- fjarðarhöfn þann 11. ferbrúar 1944. Þá notuðu Bretar höfnina þar sem viðkomustað fyrir skipa iestir, enda er Seyðisfjörður ein bezta höfn landsins og há fjöll allt I kringum hana gerðu hana góða til að verjast loftárásum. En þennan dag komu þrjár þýzkar sprengjuflugvélar yfir Seyðisfjörð og vörpuðu mörgum sprengjum að olíuskipinu. Þeir hæfðu það ekki, en sprengjurn ar lentu I sjóinn kringum skipið og löskuðu það svo mikið, að það sökk á hálfri klst. Það liggur á allmiklu dýpi, eða um fimmtíu metrum. Það var fullhlaðið olíu og vilcji hún lengi seitla út og óhreinka fjörð inn, en fyrir nokkrum árum tókst að dæla olíunni úr því. Skipið er á það miklu dýpi, að það truflar ekki siglingu skipa inn á höfnina, en er til trafala fyrir legufæri skipa, en oft leggj ast margir tugir eða hundruð síldarskipa við legufæri á Seyðis fjarðarhöfn. E1 Grillo er leifar frá stríðsárunum og væri ekki síður nauðsynlegt að fjarlægja það eða sprengja en að fjar- Iægja leifar duflagirðingarinnar. Torfi Ásgeirsson, skrifstofustjóri Efnahagsstofnunarinnar. Áki Pétursson. deildarstjóri. Guðlaugur Þorvaldsson, deildar- stjóri. aðra og lamaðra boðaði frétta- menn & sinn fund í gær og skýrði þeim frá helztu málum, sem stjómin tók fyrir, einnig voru á fundi þessum hinir er- lendu fulltrúar og tóku margir þeirra til máls og skýrðu frá helztu baráttumálum og því, sem hefur áunnizt á sviði ör- orkumála á Norðurlöndum. — Eitt af stærstu verkefnum þessa fundar var skipulagning þings bandalagsins, sem haldið verð- ur I Finnlandi á næsta ári. Einna mesta athygli á fund- inum vakti ræða danska for- mannsins, en hann skýrði frá 13 hæða dönsku fjölbýlishúsi, sem er það fyrsta I heiminum, sem byggt er fyrir öryrkja. Fjöl- býlishús þetta er um 16.500 fer- metra, og I því eru 170 íbúðir. Aðeins er þó um einn þriðji Framh. á bls. 5 Háskólanuvn gefin nlfræðibók Háskóla Islands barst fyrir skemmstu kærkomin gjöf. Var það síðasta útgáfa af Encyciopedia Britannica, hinni miklu alfræði- orðabók Var Háskólanum mikill fengur I þessari gjöf, því að sú útgáfa af alfræðiorðabókinni, sem til hefur verið I bókasafni Háskól- ans, er nú nokkuð komin til ára sinna. Upplýsingaþjónusta Banda- rfkjanna gaf bókina.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.