Vísir - 02.09.1963, Page 16
Börnin í skólana
í morgun mættu börnin til skrá-
setningar í skóla borgarinnar.
Við skruppum í Miðbæjarskól-
ann um 10-leytið. — Börnin
streymdu að, flest í fylgd með
mæðrum sínum, en stöku börn
voru þarna með föður sínum.
Þ.au héldu þéttingsfast f foreldra
sína, eftirvæntingin leyndi sér
ekki. Hvað við tekur, vita þau
ekki, en sennilega hafa foreldr-
amir brýnt það fyrir þeim að
það velti að langmestu leyti á
þeim sjálfum, hvemig skóla-
gangan verður.
I morgun ,einhverntíma á 6. tím-
anum var bifreið ekið á mikiili ferð
á ljósastaur við Miklubraut, staur-
inn brotinn og bíliinn stórskemmd-
ur.
Þegar lögreglan kom á vettvang
í morgun var ökumaðurinn farinn
af staðnum. Smá blóðblettur fannst
í bílnum og var óttazt að slys hafi
orðið. Lögreglan fór heim til
skráðs eiganda bifreiðarinnar, en
hann hafði þá lánað öðrum hana
og skýrði frá hver það væri. —
Fannst hann skömmu síðar og var
undir áhrifum áfengis. Bíllinn var
mikið skemmdur að framan. Ljósa-
staurinn sem var úr tré, brotnaði
í sundur og línur slitnuðu.
Mynd þessi var tekin á Iaugardaginn þegar 20 þúsundasta tunnan var söltuð hjá Ströndinni á Seyðisfirði. Þama sjást þau sem verðlaunin
hlutu, Ingibjörg 11 ára, Karl 13 ára og Sigríður Guðjónsdóttir. Sitt hvoru megin standa stjórnendur Strandarinnar, Sveinn Guðmundsson
framkvæmdastjóri og Erlendur Björnsson.
Söltun á Seyðisfirði JOOþús. tunnur
Seyðfirðingar eru nú
að slá öll met í síldarsölt
un og gætu þeir jafnvel
saltað miklu meira, því
að síldin, sem nú berst
af Austfjarðamiðum, er
fyrsta flokks söltunar-
síld. Er það leitt, þegar
svo góð síld berst, að
söltun skuli vera að
stöðvast vegna þess að
búið er að salta upp í
samnmga.
Framhald á bis. 2
í fyrrinótt tókst tögreglunni í
Reykjavík að handsama þjóf þar
sem hann hafði brotizt inn í
verzlun á Laufásveginum. En
Reynir Þorvaldsson.
I fyrrinótt varð enn eitt dauða
slysið á þeim stutta vegarkafia
þar sem Reykjanesbraut liggur
í gegnum kauptúnið Ytri-Njarð
vik. Kvæntur 4 barna faðir,
Reynir Þorvaldsson, Þómstíg 8,
varð þar fyrir bílnum A-28 og
var látinn er komið var með
hann í sjúkrahús. Eigandi bíls-
ins var í bílnum en ók honum
ekki er slysið varð á móts við
afleggjarann að Samkomuhúsi
Njarðvíkur. Mál þetta er í rann-
sókn.
Fulltrúi bæjarfógetans í
Keflavík taldi að 10-12 manns
hefðu látið lífið í umferðarslys
um á fyrmefndum vegarkafla
um Ytri-Njarðvík á undanförn-
um árum og mun þetta vera
ein mesta slysagata landsins.
Hreppstjórinn í Njarðvíkur-
hreppi, Ólafur Sigurjónsson,
sagði í viðtali við Vísi í morg-
un, að maðurinn sem fórst
þarna í fyrrinótt hefði verið
borinn og barnfæddur Njarð-
víkingur og hreppsbúar væru
slegnir miklum óhug vegna
hinna tíðu og miklu siysa á þjóð
veginum ,sem liggur um byggð
þeirra.
Slysið varð um kl. 2.40 í
fyrrinótt. Reynir Þorvaldsson
kom út á þjóðveginn frá vinstri
hlið og lenti framan á iitilli
fólksbifreið. Ökumaðurinn hefir
borið fyrir rétti að hann hafi
ekki orðið mannsins var fyrr en
of seint var að komast hjá á-
rekstri.
við nánari rannsóltn í máli hans
bendir allt til að hann sé vald-
ur að úra- og skartgripaþjófn-
aðinum mikla, sem s.l. vetur
var framinn í verzlun Jóhannes-
ar Norðfjörðs í Eymundssonar-
kjallaranum f Austurstræti.
í fyrrinótt var götulögregl-
unni tilkynnt að verið væri að
brjótast inn í verzlunina Radfó-
tónar á Laufásvegi 41. Lögregl-
an var snör f snúningum, kom
á staðinn andartaki sfðar og
handtók þjófinn inni í verzlun-
inni. Hann mun ekki hafa ver-
ið búinn að stela neinu þegar
hann var tekinn og var hann
færður í fangageymsluna.
Við rannsókn í máli hans taldi
rannsóknarlögreglan ástæðu til
að láta gera húsieit hjá honum
og að því er Ingólfur Þorsteins-
son yfirvarðstjóri rannsóknar-
lögreglunnar, sem hafði með
rannsókn í málinu að gera, tjáði
Vísi í morgun, fundust bæði úr
og skartgripir við þessa leit.
Ingólfur kvaðst ætla eftir því
sem komið væri þegar í dagsins
liós, að þarna hafi fundizt veru-
legur hluti þess þýfis, sem stol-
ið hafi verið úr úra- og skart-
gripaverzlun Jóhannesar Norð-
Framh. á bls. I':
VÍSIR
Mánudagur 2. sept, 4963.
Ekið ó staur