Vísir - 07.09.1963, Síða 6

Vísir - 07.09.1963, Síða 6
V1SIR . Laugardagur 7. sept. 1963. 1 6 Christine Keeler sökuð um að bera Ijúgvitni í fyrrinótt handtók Scotland Yard hina illræmdu ungu fyrirsætu Christine Keeler og var hún leidd fyrir rétt í gær sökuð um að hafa borið ljúgvitni fyrir dómstóli. Tvær vinkonur hennar og einn kunningi hennar voru og handtekin, sökuð um sarna brot. Ungfr'úin var gefin laus eftir að hafa sett um 400 þúsund króna tryggingu. Síðan ók hún frá dómhöllinni í glæsilegri lúxusbifreið sinni. Samtímis þessari handtöku hef- ur nú komið upp sterkur orðrómur um það, að nýtt hneyksli sé að hefjast í samhengi við Profumo- málið og halda menn f Verkamanna flokknum þvf fram, að það verði ennþá víðtækara og muni fleiri menn úr brezku ríkisstjórninni við- riðnir það. Christine Keeler er nú sökuð um að bera ljúgvitni f máli svertingj- ans Lucky Gordon, sem var dæmd- ur í þriggja ára fangelsi fyrir árás á hana. Vegna nýrra gagna i mál- inu hefur Gordon nú verið sleppt úr haldi. Fyrir að bera ljúgvitni í slíku máli getur hún hlotið þung- an dóm. Hagur bankans — Framhald af bls. 1G. á bundnum reikningi 5,6 millj. f árslok 1961 var að vísu 6 millj. kr. skuld á sérstökum reikningi, sem eingöngu stafaði af því, að vanskil höfðu orðið á endur- greiðslu opinbers láns, sem Búnaðarbankinn hafði veitt á því ári fyrir milligöngu Seðla- bankans. Var þessi skuld með eðlileg- um vaxtakjörum, enda átti Bún- aðarbankinn um þau áramót 7.9 millj. kr. inni á viðskiptareikn- ingj sínum f Seðlabankanum og 40,6 millj. á bundnum reikningi. Á árinu 1962 var aldrei yfir- dráttarskuld við Seðlabankann og í árslok var inneign á við- skiptareikningi 37.8 millj. kr. og á þpdpum reikningi 71.3 mijjj. það, sem Frjáls þjóð telur 6- reiðuskuld um sfðustu áramót eru 38,5 millj. kr. f endurseld- um vfxlum vegna afurðalána landbúnaðarins, sem bankinn hóf þátttöku í á því ári. Eru þau viðskipti hagstæð fyrir Bún aðarbankann og hætt er við að Frjáls þjóð gæti skrifað furðu fréttir um hag sumra annarra banka, ef reikna á endurselda afurðavíxla til óreiðuskulda. Á þessu ári hefur hagur bank ans gagnvart Seðlabankanum enn farið batnandi og hefur aldrei á árinu verið um yfir- dráttarskuld að ræða, en auk innistoeðu á viðskiptareikningi á bankinn nú 95,6 millj. kr. inni stæðu á bundnum reikningi. Verðbréfakaup. Það er furðuleg kenning, að verðbréfaeign banka sé óhæfa enda bönkum beinlfnis gert að skyldu að eiga vissa lágmarks- upphæð í verðbréfum. Hins vegar hefur Búnaðar- bankinn af viðskiptalegum á- stæðum síðustu árin ekki keypt önnur verðbréf en f sambandi við opinberar aðgerðir. Verð- bréfaeign bankans nam í árslok 1960 alls 98 millj. kr., í árslok 1961 82,8 millj. kr. og 89 millj. kr. í árslok 1962, en á þvf ári keypti bankinn 4 millj. kr. f verðbréfum Veðdeildar Land- bankans á vegum húsnæðismála stjórnar og um 9 millj. kr. í vaxtabréfum Veðdeildar Búnað arbankans vegna lausaskulda bænda, þannig að önnur verð- bréfaeign bankans hefur lækkað verulega. Það skal játað, að um rædd verðbréfakaup eru bankan um ekki hagstæð vaxtalega, því að bréfin bera 7 — 8% vexti, en það væri fróðlegt að fá það staðfest, hvort einhverjir telja það sakarefni. Tölulega er ekki hægt að hrekja, að bankinn kaupi ,,vafa- sama pappíra". Það er háð áliti manna á bankastjórunum, hvort það er talið sennilegt. Sífellt meiri innstæðuaukning. Ein furðusaga blaðsins er sú, að innstæðuaukning um stund- arsakir hafi lagfært efna hag bankans árið 1961. Vöxtur bankans hefir verið mjög mikill undanfarin ár, og er þar ekki um neina bráðabirgðaþróun að ræða. Heildarinnstæður hafa verið sem hér segir: 1 árslok 1959 317.5 millj. . _ 1960 363.0 — ,Jy" ••• ''' 0 -51 S 1 ; Þessum upplýsingum um hag bankans telur bankastjórnin sér skylt að koma fyrir augu al- mennings vegna umræddra árás arskrifa, þótt bankastjórnin hvorki geti, vegna þagnarskyldu sinnar, né vilji elta ólar við þá menn eða blöð, sem af einhverj- um ástæðum telja eftirsóknar- vert að níða bankann. Bankastjómin mun eftir beztu getu- reyna að vinna sitt verk á þann veg, að bankinn geti verið sú lyftistöng landbúnað- ar og heilbrigðs athafnalífs í landinu, sem honum er ætlað og leggja sig fram um að reynast verðug trausts þess sívaxandi fjölda landsmanna, sem eru við- skiptavinir bankans. Hvort bank inn sé landbúnaðinum Htils virði svo sem haldið er fram f um- ræddu blaði, verða bændur og forsvarsmenn landbúnaðarins að meta. Bankastjórar Búnaðarbankans verða auðvitað að svara til saka sem aðrir menn, ef þeir brjóta af sér, en það er illt verk að reyna með ósannindum að grafa undan stofnun, sem er þjóðar- nauðsyn að geti sem bezt verið fær um að gegna hlutverki sínu. Reykjavík, 6. sept. 1963 Magnús Jónsson. Stefán Hilmarsson. Auk þessa hefir blaðinu bor- izt bréf frá Seðlabanka íslands, dagsett í gær. Þar er greint frá því að nettó innistæða Búnað- arbankans hjá Seðlabankanum hafi verið um s.l. áramót 110 millj. krónur. Þá er það og tek- ið fram f bréfinu að Búnaðar- bankinn hefir ekki sótt um né fengið neina yfirdráttarheimild hjá Seðlabankanum f s.l. 1 y2 ár. Reiðir ungir menn Jjað eru margir, sem halda þvf fram, að hverju þjóðfélagi sé nauðsynlegt að eiga reiða, unga menn. Ef þetta væri rétt, þá væru íslendingar sannarlega vel staddir, því að fáar þjóðir munu eiga ungan mann, sem er jafnhoppandi vondur og Rögn- valdur Hannesson. Hlutverk hinna reiðu ungu manna virðist vera að tala illa um og gagnrýna allt og alla. Þeir þykjast vilja beina öllu inn á betri brautir og eru svo einlægir í þessu, að fólk freist- ast til þess að trúa því, að þetta sé þeirra sannfæring. Þá er um leið komið í Ijós, að í raun og veru vilji þessi grey vel, þó að þeir hafi ekki mikið vit á hvert á að stýra, þegar til kastanna kemur. Hinn 23. f.m. birti Vísir langa grein eftir Rögnvald, sem bar hið skemmtilega og frum- lega heiti: „Nemandinn er hjól f risavaxinni ítroðslumaskínu". Kveðst hann þar vera undrandi yfir, að ég skyldi ekki — í stuttri grein sem ég hafði ritað skömmu áður — leiða hann og aðra reiða unga menn inn í fyrirmyndarskóla, þar sem ríkti frjálsmannlegt andrúmsloft, og þar sem nemendurnir ekki lifi í stöðugum ótta við harðúðga kennara og miskunnarlitlar refs ingar. Það er rétt hjá Rögnvaldi að ég gerði enga tilraun til þess og geri heldur ekki nú. Ástæðan er einföld. Hún er sú, að ég tel þess enga þörf. Þeir fslendingar sem gengið hafa f skóla, vita það bezt sjálfir, að andrúmsloft það, sem Rögnvaldur lýsir, er 'n ekki -til nema í hugarheími' hansi Og^þeir hijóta að gera sér grein fyrir þessu, svo framarlega sem þeir eru ekki haldnir sama of- stækinu. Mér dettur ekki í hug að halda þvf fram að íslenzka menntakerfið sé gallalaust, því að slíkt væri fjarstæða. Hinsveg ar eru þeir engan veginn jafn stórir og Rögnvaldur gefur í skyn. Og það eru hæfir menn,; sem í dag helga því starfskrafta sína, að bæta menntun þjóðar- innar, og hefi ég enga trú á þvf, að Rögnvaldi tækist betur. \7ið erum lítið þjóðfélag og ungt, og þó að afkoma okk- ar sé góð nú, þá var hún það ekki fyrir nokkrum árum. Við- reisnarstarfið er nýbyrjað. Fyr- ir aldamótin síðustu var almenn fræðsla engin svo að neinu næmi. Þá voru það aðeins rík- ismenn ,sem höfðu efni á að mennta sig og sína. Breyting- arnar sem síðan hafa orðið, á ekki lengri tíma, eru svo mikl- ar, að jafnvel hugkvæmasta rit- höfundi hefði ekki getað dottið þær í hug. Þetta hafa verið mik il baráttuár, og þrotlaust starf er að baki þeirrar staðreyndar, að á ótrúlega skömmum tfma hefur íslenzka þjóðin risið upp úr fáfræði og vesaldómi og til þess að verða verðugur aðili hins menntaða heims. Að vanþakka það starf, sem unnið hefur verið, til þess að þetta mætti verða, hlýtur að vera blettur á hverjum manni. Og samt segir Rögnvaldur, að ; hann ! e'aé i iekkiI-1 þakkláturnfýrir neitt ,sem fyrir hana hafi verið Ólafur Tynes Jónsson. gert, því að það sé skylda þjóð félagsins að ala hann vel. Þeg- ar Rögnvaldur brigzlaði mér um að vera íhaldsmaður, datt mér fyrst f hug, að þarna væri á ferðinni einhver eldheitur kommi. ■yið nánari athugun sá ég þó, ’ að það gat varla staðizt, þar sem hann hafði farið mörg- um lofsamlegum orðum um Bandaríkin, en slíkt myndi sann ur kommi tæplega gera sig sek- an um. Það virðist þvf einna helzt, sem Rögnvaldur trúi á mátt sinn og megin eins og Hjörleifur, og við munum öll, hvernig fór fyrir Hjörleifi. í lok greinar sinnar, ráðleggur Rögn- valdur mér að athuga vandlega, hvað ég kalli froðuhjómsorð, og hvað ekki. Það hefi ég gert, og vil að því búnu endurtaka þá umsögn um lýsingu hans á hinu frjálsmannlega og prúða fasi bandarfskrar skólaæsku. Vil ég svo telja þetta mál út- rætt frá minni hálfui > •>» Olafur Tynes Jónsson. .w.v, ■ ■ ■ ■ ■ I Afbrotaalda / landinu Það fer ekki milli mála, að í Iandinu er nú afbrotaalda. Mað ur opnar varla svo dagblað eða hlustar á útvarp, að ekki séu fluttar fréttir um stórþjófnaði, fjársvik, lfkamsárásir og nauðg- anir. Sem betur fer hefir verið til- tölulega litið um slík afbrot hér á landi lengi vel. Hins veg- ar hafa nágrannaþjóðirnar átt við mikla erfiðleika að strfða, einkum varðandi afbrot ungl- inga síðustu árin. Afbrotaalda hefir þannig mikil gengið í Sví- þjóð síðustu árin og í Bretlandi hafa glæpir unglinga tvöfaldazt frá því í stríðslok. Furðulegt andvaraleysi Fámennið var lengi vel bezta vörnin við afbrotum hér á landi. Óttinn við að svo auðvelt reynd ist venjulega að koma upp um afbrotið, hefur verið ein sterk- asta hindrunin. En Reykjavík er smám saman að verða að stór- borg og þá gerast þeir djarfari, sem fingralangir eru eða eru of- stopamenn í eðli sínu. Hér við bætist, að furðulegt andvara- leysi virðist rfkja hjá almenn- ingi í þessum efnum. Mæður láta dætur sínar einar um að IW.'AW.’.WAV.V.'AW.' spássera kornungar fjarri heim- ilum eftir miðnætti og ókunn- ugum mönnum er treyst úr hófi fram — mönnum, sem foreldr- arnir vita engin deili á. Það er eins og menn lifi enn í hinni gömlu sveitamenningu miðri, þar sem allir þekktu alla og töldu sig öllum geta treyst. En dæmi síðustu vikna sýna að það er mikill misskilningur. Á að birta n'ófnin? Þessi afbrotaalda hefir vakið upp gamalt umræðuefni: Eiga blöðin að birta nöfn afbrota- mannanna? fslenzk blöð hafa mjög skirrzt við slíkum nafnabirtingum. Það er vegna þess að oft er nafnbirt ing meiri refsing en sjálfur dóm urinn, sem hlutaðeigandi fær. Og það er ekki hlutverk blað- anna að refsa afbrotamönnum, heldur segja frá afbrotum þeirra. Erlendis er viðhorfið allt annað. Þar er fjölmennið fyrir hendi, og það brennimark sem fylgir nafnabirtingu eða ljósmynd í blöðunum er fjarri því eins sárt og hér í fámenn- inu. Þannig er sjónarmið blað- anna í þessu máli. Blöðin geta ekki skorib úr En sjónarmið almennings er nokkuð annað. Lesendur spyrja hví nöfn séu ekki birti á mönn- um, sem svívirðileg afbrot % fremja, eins og nauðganir og I* líkamsárásir, þó ekki sé til ann ars en fólk geti varað sig á >J slíkum kónum í framtíðinni. Og 1» réttilega er á það bent, að oft eru nöfn birt fyrir smærri af- brot, sem ekki geta talizt sví- virðileg. \ En blöðin geta hér ekki skor ið úr f hverju einu tilfelli um það, hvort birta á nafn eða eigi. v Um það þarf að skapa fastar / reglur, svo allt ósamræmi, bæði milli blaðanna og einstaka af- brotategunda sé útilokað. I* Slíkar reglur geta lögreglaT^ % og réttargæzluyfirvöldin sett. «“ Það er þeirra að ákveða hvort [« nafn ákærðs sakamanns er gefið upp eða ekki. Þar gilda nú eng- ar fastar reglur. En þeim þarf J. að koma á. Það þarf ekki endi- ■[[ lega að þýða að nöfn verði oft- J* ar birt en nú hefir tíðkazt, en *I það þarf að útiloka handahófið .J í þessum málum. J. Hindrar afbrot :■ Og við slíka ikipan mættu réttargæzluyfirvöldin gjarnan ■: hafa í huga hvort nafnabirting er ekki einmitt áhrifamikið ráð til þess að koma í veg fyrir að ÍJ svívirðileg afbrot verði framin. ;« I mörgum tilfellum er það tví- •; mælalaust svo. Og það á ekki að hika við að beita því ráði af V hálfu löggæzlunnar, þar sem , / það er réttlátt og viðeigandi. J* Kárl. ;I W.W.W.W.V.W.VAW.V

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.