Vísir - 11.09.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 11.09.1963, Blaðsíða 4
4 VÍSIR . Miðvikudagur 11. september 1963. Grétar H. Óskarsson ritar um reynslu Svia af áfengum bjór Tj’igi fyrir löngu vogaði sér einn okkar ágætu þing- manna að bera fram þá tillögu á hæstvirtu alþingi að leyfð skyldi bruggun og sala áfjngs öls í landinu. Ætla mætti, að þingmenn hefðu tekið þessari tiflögu með fögnuði og sam- þykkt hana í snarheitum með þvílíkum meirihluta að líkja mætti við kosningasigra komm- únistaflokka austantjaldslanda. En sú varð nú eigi raunin á. Beðið var viðbragða lands- manna og þá sérstaklega ýmsra sjátfskipaðra siðgæðis- og menningarfrömuða, svo sem kvenfélaga, templara og annarra sérfræðinga. Mætti ætla að templarar hefðu tekið frum- varpinu á raunsæjan hátt, svo marga ágætis menn sem þeir hafa á sínum listum, en því miður fór það nú á annan veg. Vitanlega væri það bezt af öllu, að áfengið yrði aigerlega útlægt gért af landinu, en það er nú einu sinni utopia og því ekki til umræðu. Mætti því ætla, að þeir, sem virkilega óska minnkun áfengisbölsins í landinu, tækju því með föguði að hafin væri sala áfengs drykks, sem hefði einungis 4— 6% áfengismagn og mun hættu- verzianir, sem enn áttu ein- hverjar birgðir, ásamt magni og tegundum. Að fjórum vikum liðnum var höfuðborgin þurr bær. Eitthvað var þó enn til úti á landsbyggð- inni og fá við borgarastyrjöld, er tíu vörubifreiðum hlöðnum dýrustu veigum var ekið frá Smálöndum til Stokkhólms. Smálendingum líkaði ekki að þurfa að þyrsta fyrir höfuð- borgina. En þessi smásending dugði þó ekki lengi. Seldist allt út á 4 tímum og var biðröðin um hálfur kílómeter, þegar bezt lét. Var nú Stokkhólmur þurr borg til mikillar gleði templara, kvenfélaga og lögreglu, en til jafnmikillar hryggðar vinum Bakkusar. Svo leystist verkfallið eftir um tvo mánuði og Svíar gátu farið að drekka aftur. Tempiarar og skoðanabræður þeirra börð- ust af tvöföldum krafti fyrir því, að brennivfnið yrði hrein- iega gert útlægt og ekki hafin sala að nýju, en barátta þeirra var gagnslaus. Ríkið tapaði mill- jónum á dag á verkfallinu og bindindismenn voru í minni- hluta. Fleiri voru þeir, sem vildu sitt brennivín og ekkert sykurvatn. Ríkisvaldið notaði Enn er hann veikur — verður hann sterkur? Bjórinn una minni en aðrir áfengir drykkir, svo sem sannað er læknisfræð- islega. Væri það stórt skref fram á við, ef menn neyttu þessa góða og hættulitla drykkj- ar í stað svartadauða, með þeim óhugnanlegu afleiðingum, sem hann getur haft í för með sér. Mundi það án efa bjarga mörg- um manninum frá ofdrykkj- unni. Sanngjarnt væri þá að hækka verð sterkra drykkja, en halda verði þeirra vægari niðri. Þannig er þróunin í Svíþjóð og hefur gefizt vel. Sannaðist það alleftirminnilega í vetur, er verkamenn og verkstjórar áfengisverzlunarinnar fóru í verkfall til þess að knýja fram betri kjör. Varfa hafði þessi verkfallsboðun spurzt um byggðir Svíaveldis fyrr en Iandsbúar fylltu allar áfengis- verzfanir og reyndi hver og einn að birgja sig sem bezt hann gat. Sett var á skömmtun vínfanga til þess að hindra hamstur og drýgja birgðir. Fékk hver viðskiptavinur aðeins að kaupa y2 flösku af sterku og 1/1 flösku af léttu víni. Minnt- ust menn með skelfingu gam- alla banndaga og skömmtunar- bóka, sem eigi var feltd niður fyrr en 1955. Óttinn við skelfi- legan þorsta virtist hafa fyllt hugi flestra Svía. p’n birgðir verzlananna dugðu ekki lengi. Hverri verzlun- inni á fætur annarri var lokað, en því lengri urðu biðraðimar við þær, sem enn áttu eitthvað eftir af guðaveigum. Blöðin tóku upp þá frábæru þjónustu að birta daglega lista yfir þó tækifærið að hækka verð á- fengis, meðan ekkert var til og því ekki hægt að hamstra. Hækkaði brennivínið um þrjár krónur sænskar flaskan og önn- ur sterk vin samsvarandi. Létt vín og bjór hækkuðu ekki. Kostar heilflaskan af ekta hvít- víni enn ekki nema 3,50 kr. ó- dýrustu tegundirnar. Sænskur bjór kostar 1,10 kr. og dansk- ur 1,40 kr. flaskan. En þetta tveggja mánaða verkfall gaf læknum og vísinda- mönnum frábært tækifæri til þess að rannsaka afleiðingar þess, þegar menn geta skyndi- lega ekki fengið sitt brennivln lengur. Er þeirri rannsókn enn eigi aflokið, en svo mikið er þó ljóst þegar, að áhrifin voru öll til bóta. Delerium tremens og aðrir brennivínssjúkdómar urðu ekki fleiri, sem þó óttazt var, þegar drykkjumenn skyndilega yrðu sviptir víninu. Þvert á móti urðu þeir næstum óþekkt fyrirbrigði á skömmum tíma. Otokkhólmur var sem Disney- ^ land- a þessum þurrkatím- um. Var það iærdómsríkt mjög að ganga að kvöldlagi um skuggahverfi stórborgarinnar og sjá edrú róna. Féll það engu betur inn i umhverfið en St. Pauli án gleðikvenna. Lögreglan hafði náðuga daga. Tveir til þrír voru teknir úr umferð fyrir ölv- un í verstu hverfum Stokkhólms um helgar á móti 40—50 áður. Ölvun við akstur kom varla fyrir og svo mætti lengi telja En þ_ð athyglisverðasta i þessu sambandi er það, að á- fengur bjór (sænskur, danskur og þýzkur) var til allan tímann og seldur óskammtaður í öllum opnum áfengisverzlunum og vínveitingastöðum. Sannar þetta ótvírætt, eins og áfengis- rannsóknir hér f Svfþjóð hafa sýnt, að bjór er hrein barna- mjólk samanborið við brenni- vínið. Verstu fylgikvillar brenni- vínsins, Delerium tremens, brjálæði og berserksgangur þurfa alls ekki að fylgja bjór- drykkju, jafnvel þótt hann sé drukkinn íangt úr hófi fram. Ég spurði einn af aðalfröm- uðum bindindisfélags stúdenta hér í borg, hvað hann myndi álfta um þá ráðstöfun að banna bjórinn og hækka léttu vfnin, en láta sterku vínin vera á sama verði. Með því mundi nást líkt hlutfall og á Islandi. Vildi hann varla svara svo fá- ránlegri spurningu. Sterku drykkirnir væru það hættulega og mikið hefði áunnizt á sfðustu árum með að fá Svía til þess að drekka létt vfn f stað þess sterka. Væri það spor í rétta átt, á meðan algert bann væri eigi framkvæmanlegt. TTverníg á þvf stendur, að ís- lenzkir templarar eigi sjá í því spor í rétta átt, að fólk drekki frekar létta áfenga drykki heldur en rammasta svartadauða, skil ég ekki. Sú heiftarlega barátta, sem hafin hefur verið gegn þeim sjálf- sagða hlut, að við fáum að drekka okkar eigin bjór, á eng- an rétt á sér. Síkveðni .álsvar- inn, að unglingar leiðist út i drykkjuskap af bjór, er ekki einu sinni svaraverður. Ekki veit ég til þess að setja eigi upp einhverja unglingaútsölu á bjór. — Það er hryggilegt til þess að vita, að íslenzkir unglingar skuli drekka sig ofurölvi í Þjórsárdal og annars staðar, sjálfum sér og þjóð sinni til skammar. Virðast unglingarnir hafa greiðan að- gang að brennivíninu og væri kannski heillavænlegra fyrir bindindisprédikara að reyna að gera sitt bezta til þess að stemma stigu fyrir þann ófögn- uð, heldur en að verja kröftum sfnum í það að varna venju- legu fólki að drekka bjór f stað svartadauða, fari það út að skemmta sér á laugardags- kvöldi. Aldrei hefur staðið til að selja áfengan bjór annars staðar en í áfengisverzlunum og vínveitingastöðum og ættu unglingarnir því eigi að hafa neitt greiðari aðgang að honum en öðru áfengi. Skyldu ungling- arnir samt frekar kaupa sér bjór í stað brennivíns, væri það þó skömminni til skárra. Mögu- leikarnir á þvf, að úr þessum unglingum verði rónar með tímanum munu þá minnka stórum. Fyrir nokkru síðan sá ég grein f einu Reykjavíkurdag- blaðanna um ógurlegan drykkju skap unglinga í Stavanger, og var það bjór, sem ósköpunum hafði valdið Þar með átti það að vera sannað mál, hvílík ógn- un dynja myndi yfir fslenzka unglinga, fengju þeir (ólöglega) tækifæri til þess að drekka bjór f stað svartadauða. En þ-ð er ekki góður málstaður, sem barizt er fyrir þegar ekki er sagður nema hálfur sannleikur- inn. Orsakir bjórdrykkju ung- linga í Stavanger eru auðskýrð- ar þótt það afsaki ekki drykkju- skapinn. Orsakimar vildi grein- arhöfundur ekki nefna því þá var glæpurinn glataður. I Stavanger er áfengur bjór seldur í flestum matvöruverzl- unum en áfengi annars eigi nema í áfengisverzlunum og þess þá stranglega gætt að menn undir 21. árs aldri eigi fái keypt. En hægt er um hönd fyrir unglinga að fá bjór að drekka á meðan íslenzkir ung- lingar verða að láta sér nægja brennivfn og kóka kóla. Er ég hræddur um að drykkjulæti unglinga í Stavanger hefðu orð- ið enn geigvænlegri hefðu þeir drukkið svartadauða. 1 Stavang- er eru svo mikiar herbúðir norska flotans. Unga sjóliða 18 —20 ára má sjá þar á hverju kvöldi f tuga og jafnvel hundr- aða tali. Er því hætt við að statistikin yfir bjórdrykkjuskap unglinga geti orðið óhugnanleg þegar fjöldi sjóliða f frfi bætist við búsetta unglinga í bæ, sem ekki hefur nema 50 þúsund íbúa. Að birta tölur og reyna að bera saman Stavanger og Reykjavík f þessu sambandi, er þvf bara með vilja til að villa fyrir fólki, sem ekki þekkir til. Jgg hef lesið ályktaiíir, frá hinum og þessum félaga- samtökum alls staðar að af landinu, um þá bráðu hættu, sem alþjóð stafaði af áfengum bjór. Mér er spurn, hvaðan það fólk sækir þá vizku sína. Marg- ir sennilega aldrei séð bjór- Framh. & bls. 3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.