Vísir - 11.09.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 11.09.1963, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Miðvikudagur 11. september 1963. m Otgefandi: Blaöaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er 70 krónur ó mánuði. í lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Þeir sjá eftir vísitölunni! Þjóðviljinn segir í forustugrein s.l. sunnudag, að það hafi verið mikið „lokaráð, þegar afnumdar voru vísitölugreiðslur á kaup“, því að það hafi veitt öryggi, sem hafi komið fram í því, „að kaupsamningar voru einatt gerðir til langs tíma“. Alltaf heyrir maður eitt- hvað nýtt, stendur þar. Hvenær hafa kaupsamningar verið gerðir til langs tíma á íslandi? Og hverjir hafa barizt af öllum mætti gegn því, að svo yrði gert? Sú skoðun hefur oft komið fram frá ábyrgum að- ilum, að æskilegt væri að gera kaupsamninga til tveggja ára, eins og tíðkast á hinum Norðurlöndun- um. Þetta hafa kommúnistar ekki mátt heyra nefnt; þeir hafa alltag reynt að haga svo til, „að samningar séu í sífelldri uppsögn, þannig að hægt sé að boða vinnustöðvanir með viku fyrirvara“, eins og segir í fyrmefndri grein Þjóðviljans, þar sem hann er að reyna að kenna öðrum um þetta ástand. Það hefur aldrei staðið á atvinnurekendum að semja tfl langs tíma og tryggja þanpijg^n^frijyjand- inu, og varla mundi nokkur ríkisstjórn hafa á móti því heldur. Það eru einmitt kommúnistar sjálfix*;! sem hafa lcomið í veg fyrir þetta með skemmdarstarfi sínu innan verkalýðssamtakanna. Þeir hafa alltaf stefnt að þvf, að verðlags- og kaupgjaldsmálin yrðu „einn sam- felldur glundroði“, eins og Þjóðviljinn kallar það. Þjóðviljinn segir að vísitölukerfið hafi í senn verið „mælikvarði á árangur stjómarstefnunnar og svipa, sem knúði ráðherrana til að gegna skyldustörfum sín- um“, og eftir að þessu aðhaldi hafi verið svipt burtu, hafi allt sigið í ógæfuhliðina og óðaverðbólgan magn- azt með hverju ári. Fáránleg kenning Nú verður ekki komizt hjá að minna Þjóðviljann á, að vísitölukerfið var enn í góðu gengi á dögum vinstri stjómarinnar sálugu. Hvemig „mælikvarði“ var það á stefnu þeirrar stjómar og hvemig reynd- ist það þá sem „svipa“ á ráðherrana? Voru það ekki m. a. 17 vísitölustig, sem urðu stjóminni að falli? Til- kynntl ekki forsætisráðherra þeirrar stjómar, um leið og hann sagði af sér, að ný verðbólgualda væri að skella yfir þióðina? Þetta gat þá gerzt, þrátt fyrir vísitölukerfið! Það er fáránleg kenning, að vísitalan hafi tryggt eða stuðl- að að stöðugri verðlagsþróun. Hún gerði einmitt hið gagnstæða. Sífelldar víxlhækkanir kaupgjalds og verð- lags, sem af henni leiddi, vom fljótvirkasta leiðin til þess að magna verðbólguna. Afnám vísitölukerfisins var því óhjákvæmileg nauðsyn; og þótt ný verðbólgu- hætta vofi yfir nú, væri ástandið þó enn alvarlegra, ef tenging kaups við vísitölu framfærslukostnaðar hefði ekki verið numin úr gildi. Mynd þessa tók ljósmyndaíl Vísis B. G. af vaktinni á símstöðhml i Vestmannaeyjum. 1400 sjálfvirk símanúmer í Vestmannaeyjum í desemb. — Hvað er langt síðan vinna hófst í sambandi við nýju sjálf virku stöðina? — Eitthvað á annað ár og um þessar mundir er unnið af full- um krafti við að setja upp vél- ar og fleira. — Hvernig velja Vestmanna- menn VÍSIS hittu fyrip^eywggr púra^r í ^eykjavík? 1 ^ta^ll^'Mágn^ fiwrMlít og^sirjjtTf þárhringja • "ÍSp1 ;• -S0fil)0ÍSíífersí-i.ív9I!-tP?rri?%»T Það ,,WSSOn; stoovaitstjóra l númer, sem þeir ætla að hringja Um þessar mundir er unnið að því af fullum krafti að setja upp sjálf- virka símstöð í Vest- mannaeyjum. Frétta- nýlegum, glæsilegum húsakynnum Pósts og síma í Vestmannaeyj- um, og ræddu við hann um þær breytingar er verða, þegar sjálfvirka stöðin verður tekin í notkun. — Stefnt er að því, að sjálf- virka stöðin verði tekin í notkun í desember n. k. Sett verða upp 1400 númer og fá því að heita má allir síma, sem sótt hafa í. Aftur á móti þeir, sem hringja þurfa til Vestmannaeyja, velja fyrst 98 og síðan númer, sem þeir þurfa að ná í, í Vestmanna eyjum. — Hvað eru mörg símanúm- er í Vestmannaeyjum núna? — í dag eru um 880 númer, með millisamböndum, en eins og ég sagði, fjölgar þeim upp í 1400. En aftur á móti gefur stöðin okkar möguleika á að hafa hér 5 þúsund númer. — Hætta ekki margar stúlk- ur störfum, er sjálfvirka stöðin kemur? — Jú, það hætta hjá okkur 18 stúlkur. Núna vinna hér alls 22 stúlkur, en fimm af þeim starfa hér áfram við ýmiss kon- ar afgreiðslustörf, og svo auð- vitað á Landssímanum. — Og það er alltaf nóg að gera? — Já, ekki er hægt að segja annað. Landssfminn afgreiðir sennilega að meðaltali 10 þús. viðtalsbil á mánuði. Ekki hef ég tölur um síma hér innan Vestmannaeyja, en éinu sinnl var hringt á miðstöðina 620 sinnum á 10 mínútum, en þá var brunaútkall. — Og þú sérð ekkert eftir miðstöðinni? — Ja, nú veit ég ekki hvað segja skal. Auðvitað er sjálf- virk sfmstöð það sem koma skal og sjálfsagt er að nota, en ónei'tanlega er það gott að geta lyft upp tólinu og beðið um eitthvert ákveðið nafn, auk þess sem miðstöðin er mikil upplýs- ingamiðstöð, ef svo mætti orða það. En um Ieið og sjálfvirki sfminn kemur, verður að sjálf- sögðu sett hér upp sérstakt upp lýsinganúmer. * Islenzkur nytjaskógur það var um sumarmálin að ég spjallaði dagstund við Há- kon Bjarnason um skógrækt á þessu norðlæga landi og sagði við hann að líklega væri hann mestur bjartsýnismaður sem nú væri uppi. Nei, svaraði Hákcn. Ég er ekki bjartsýnismaður. heldur raunsæismaður. Þetta svar er táknrænt fyrii eldmóð skógræktarmanna og ó- bilandi trú þeirra á gróðrar- mætti landsins; að það sé engin bábilja að sú stund renni upp fyrr en varir að landið verði aft ur kostaland kjörviðar. Því er þó ekki að neita að lengi vel urðu skógræktarmenn að lifa á bjartsýninni. Landið var — og er reyndar enn — ógn snautt af þeim bylgjandi skóg- um og beinvöxnu Iaufskálum sem suðlægari sveitir prýða. En skógræktarmenn hafa sótt sókn armátt sinn jöfnum höndum í sögurnar sem nýjustu vísinda- legar tilraunir um skógrækt á norðlægum breiddargráðum. Og þeir hafa líka átt því láni að fagna að eiga innan sinna vé- banda marga menn með hugsjón í bókstaflegri merkingu, sem sáu landið fyrir sér eins og það yrði þann dag, sem skóg- ræktin hefir náð lokamarki sfnu. Qft og mörgum sinnum hefir hinn rómantíski þáttur skóg ræktarinnar verið hafinn fram á sviðið, hinn fagurfræðilegi grundvöllur hennar, ef svo má að orði kveða. Enginn mun held ur mæla því mót að hann er sterkur þáttur. Landið verður mörgum sinnum fegurra skógi vaxið. Uppblásinn melur er ekki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.