Vísir - 11.09.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 11.09.1963, Blaðsíða 6
VÍSIR . Miðvikudagur 11. september 1963. utlönd 1 ni'ongun utlönd í - . morgun utlönd .í mor:gun v : út.lQiid, f morgun ■'i ’r "*S:' 1 4 1 ■’ [■■■’- - ^ • 1 £.<*•'. > *% ií i';'.? '*• >rl • v*s-, líiti' «• > •• > ■ r i-ti: ' < •>' Lögreglan hindraði Áður en Kennedy greip í taum- ana í Alabama beitti ríkisstjórinn George Wallace öllu sínu valdi til að hindra að þeldökka skólafólkið til vinstri fengi inngöngu í skóla með hvítum nemendum. Þessi mynd er frá Mobile í Alabama og er tekin skömmu áður en Kennedy svipti Wallace yfirstjórn löggæzl- unnar á fylkinu. 18 farast í Viscount Nýju Dehli í morgun. Viscount-flugvél með 13 farþeg um og flmm i éhöfn hrapaði til jarðar í nótt 750 km suður af Nýju Dehli. Flugvélin var é ieið fré Nagpur til Nýju Dehli þegar sambandið við hana rofnaði klukkutíma eftir að hún hóf sig til flugs. Tiu farþegar voru Ind- verjar hinir þrír voru frá Japan. <mmmmmmmmmmm'~m~^—mrmm~m^mm VIÐSKIPTI BRETA 0G UL\ London f morgun. — Edward Heath innsiglisvörður herra Breta og aðalfulltrúi Stóra- Bretiands í samningaviðræðunum í Brússel um inngöngu Breta í Efnahagsbandalagið sagði i gær að viðskipti Breta við lönd Efnahags- bandalagsins færu vaxandi. Ráðherrann sagði að -20 prósent utanríkisviðskipta Breta væru nú við Efnahagsbandalagið. „Ef við værum í bandalaginu og tollhindr- unum rutt úr vegi væru marg- falt meiri möguleikar til við- skiptaaukningar við EBE. En þannig er málum ekki varið og við erum ekki að reyna að semja um inngöngu í EBE”. Ráðherrann sagði þetta skömmu áður en hann lagði upp í ferð til Stokkhólms á fund fulltrúa land- anna í Frlverzlunarsvæðinu. Heath sagði alls engan ágreining ríkjandi innan Frfverzlunarsvæðis- ins eða óánægju með þau viðskipta tilboð, sem Bretland hefur gert ríkjum á svæðinu. Sagt er að Danmörk og Austur- ríki vilji fá betri kjör innan Frí- verzlunarsvæðisins og bein tengsli við EBE. Andvígir heimsókniani ijí; NTB Rio de Janeiro í morgun. — Rfkisstjórn Brazilíu hefur til kynnt að Tito Júgóslavíuforseti heimsæki Brazilfu 18. september n. k. Tito mun ekki heimsækja Rio de Janeiro eða Sao Paolo, vegna þess að fylkisstjórarnir þar hafa neitað að taka á móti forsetanum. V.V.W.V.V.V.ViV.W.V.V. Burgess arfleiddi manninn // Moskvu í morgun (NTB) Brezki njósnarinn Guy Burgess, sem andaðist fyrir fáeinum dögum f Moskvu, arfleíddi „Þriðja mann inn“ blaðamanninn Kím Philby, sem talinn er hafa varað Burgess og Mac Lean við yfirvofandi hand- töku — að tvö þúsund sterlings- pundum, sem eru í banka í London. I Burgess átti nokkrar eignir í Bret ■.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V .■ landi sem talið er að fáist ekki yfirfærðar til Moskvu. Eignir Burgess í Moskvu eru taldar lítils virði. Lögfræðingar sem fara með eign ir Burgess hafa ekki getað fundið Philby, sem er enn þá falinn af rússnesku leynilögregluþjónust- unni. ug • • • RAUÐA STJARN- AN HARÐORÐ Moskva í morgun (NTB). — Málgagn Rauða hersins f Sovét- ríkjunum, Rauða stjarnan, fer hörðum orðum um heræfingar flota Atlantshafsbandalagsins á Eyjahafi. Segir málgagnið að þess- ar heræfingar séu ögrun og í full- kominni mótsögn við það sem unn- ið hefur verið að undanförnu í þágu bættrar sambúðar milli aust- urs og vesturs. Telur málgagnið þessar æfingar hafa gert að engu það sem áunnizt hafði. Syndið 200 metrana Bretar mótmæla London í morgun. Brezka utanríkisráðuneytið hefur harðlega mótmælt handtöku Anth- ony Greville-Bell, majors, sem ó- vænt var tekinn höndum og settur í fangelsi í Madrid fyrir skömmu. Spönsk yfirvöld segja að majorinn hafi verið dæmdur árið 1949 til fjögurra ára fangelsis fyrir tóbaks smygl en ekki hafi náðst til hans fyrr en nú. Brezka utanríkisráðuneytið segir að Greville-Bell hafi hvað eftir annað fengið að fara til Spánar og ferðast þar um síðan 1949. í Betl v/ð Nýborg 5* Vinur minn einn, sem býr í •I Þingholtunum, bregður sér öðru I; hverju í Nýborg til þess að / sækja sér brjóstglaðning, eink- ■: um á föstudögum eftir að hann íj hefir fengið vikulaunin sín. ;H Hann segir mér að ekki hafi ■; plágan af áfengissjúklingunum, ;• sem ráfa þar í kring, verið fyrr ■í jafnslæm og í sumar. Það komi •; iðulega fyrir að þeir rjúki á ;• gesti og gangandi og betli ann- ■; aðhvort nokkra fjárupphæð eða ÍJ vín. Og komið hefir það fyrir að þegar kaupendur koma að ■; staðnum í bifreiðum að þeir ;• setjist inn í bifreiðina meðan ■; hann bregður sér inn i búðina •J og sé hark við að koma þeim ;■ út þaðan aftur. Sérlega virðast ■; þessir sjúklingar hafa lagt sig ;■ eftir viðtölum og betli hjá þeim ■; útlendingum, sem þarna hafa ■J komið, og er það ekki síður ;• hvimleitt en þótt þeir leiti á ■; heimamenn. Er ekki sjálfrátt Áfengissjúklingunum, sem þarna eru á reiki er ekki sjálf- rátt og sjúkdómur þeirra er þungbær. 1 þá vill enginn kasta steini. En engu að síður er á- sókn þeirra nokkuð hvimleið. Spyrja má því, hvort löggæzlu- menn gætu ekki séð svo um að minna sé af slíkum ágangi. Kannski reynist það erfitt. — Heyrzt hefir að Áfengisverzlun- in hafi áform um það að opna nýja búð í betra húsnæði í mið- bænum. Þá yrði Nýborg vænt- anlega lokað, enda sannast sagna hinn hörmulegasti útsölu- staður hvað húsakynni og stað- setningu varðar. Og það er kannski lausnin á þessu vanda- máli. Krýsuvik — Grindavik Ferðalangur skrifar: Nýlega heyrði ég í útvarpinu tilkynningu frá vegamálastjórn- inni um það að opnaður hefði verið nýr vegur milli Krýsu- víkur og Grindavíkur. Ég brá við, pússaði bilinn og snaraði !■■■■■! mér undir stýri, með konuna 'J og krakkana í baksætinu. Leið- íj in er hin fegursta og tilkomu- ;■ mesta og vegurinn .var skínandi ■; góður. Er þetta hin bezta sunnu* !■ dagsferð fyrir bíleigendur. En j! einn annmarki var á. Hvergi ■; var merkt hvar aka skyldi út af Krýsuvíkurleiðinni 1 áttina til 'J Grindavíkur. Varð ég að fara !j heim á Krýsuvík og spyrja tii S vegar. ■; Nú kostar það litla fyrirhöfn ;■ að setja upp skilti á þessum ‘í stað. Það hefði reyndar átt að gerast um leið og vegurinn var opnaður til umferðar. Getur ■; ekki vegamálastjórnin kippt íj þessu snarlega í lag? Bréf frá lesendum ■: Lesendum VIsis er opið rúm •; í þessum dálki fyrir bréf til J* blaðsins, ábendingar, hugmynd- % ir og óskir um upplýsingar. — .J Utanáskriftin er einfaldlega: ;■ Dagblaðið Vísir (Mér dettur í •; hug...) Laugavegur 178. ;■ Og grípum nú pennann og J, tökum til við skriftirnar! Ij Kárl. W.V.V.V.V.WiV.V.V.V.V.V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.