Vísir - 11.09.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 11.09.1963, Blaðsíða 3
Ví SIR . Miðvikudagur 11. sentemoer raiiHSi :a 3 Snemma í gærmorgun safn- aðist hópur manna, þeirra á meðal nokkrir lögregluþjónar, saman í Vatnsmýrinni, rétt fyr ir neðan Háskólasvæðið. Þeir voru að vinna að óvenjulegu björgunarstarfi. Þeir höfðu með sér kaðla og gengu þar að ein- um skurðinum, skammt frá nýju andatjöminni. Þar lá hestur ofan í skurð- inum. Hann var orðinn blautur og kaldur, hann var sokkinn svo djúpt niður f dýið, að vatnið náði yfir herðakambinn. En skurðurinn var sv,o þröngur, að vesalings skepnan gat ekki komizt af sjálfsdáðum upp. Var þó sýnilegt að hún hafði brot- izt þar um, en var nú mjög af henni dregið. Mennirnir, sem þarna komu, unnu að þvf að koma köðlum undir kvið hestsins og drógu hann sfðan upp. Ljósmyndari Vísis kom þar að og tók mynd- irnar, sem birtast í myndsjánni í dag. Hestur þessi heitir Kolur og er sjö vetra. Hann er eign Guð- jóns Teitssonar, forstjóra Skipa útgerðarinnar, annar af tveim- ur hestum hans, sem geymdir voru þarna. Þriðji hesturinn, eign annars manns, var einnig hafður í geymslu í girðingu. Guðjón er vanur að aka þarna framhjá á morgnana til að sjá, mm Bjórinn — Famh. af 4. síðu. flösku á æfi sinni, hvað þá drukkið bjór. Að vfsindamenn og læknar Svþjóð og öðrum löndum skuli vera á annarri skoðun en eitthvert kvenfélag úti á annesjum virðist ekkert hafa að segja. En öllu má ofgera og fáir óska sér sjálfsagt þýzkrar bjór- menningar til íslands. Er ölið þjóðardrykkur og neyzlan næst hæst í heimi. Má jafnvel sjá heilu fjölskyldurnar sitja á krám kvöld eftir kvöld þamb- andi björ. Hin öfgastefnan er að banna bjórinn. Bjórfrumvarpið, eins og það var lagt fram á alþingi, gerði ráð fyrir því, að áfengi bjórinn yrði aðeins seldur fullorðnu fólki eins og annað áfengi. Er það sama og framkvæmdin er í Svíþjóð. Þar er bjórinn alls ekkert vandamál, heldur meðal til þess að hemja ofdrykkju og mjög áhrifaríkt meðal til þess. V^onandi opnast augu ráða- ’ manna okkar fyrir því, að ekkert er áunnið með afkára- legum bönnum, sem ekki ná til- gangi sínum Það er lítill til- gangur í því að banna bjór, en leyfa brennivfn og ætla með því að hemja drykkjuskap. Það er þvert á móti hreina sjálfsmorð- ið fyrir unglinga, sem af kjána- skap álpast út í það að neyta áfengra drykkja. Menn ættu að kynna sér nánar reynslu ann- arra þjóða í þessum efnum, sér- staklega Svíþjóðar, sem hefur lagt mikið í rannsóknir áfengis- vandamála. Sú kynning vanda- málanna hefur án efa aðra nið- urstöðu en ályktun einhvers fé- lagsskapar, sem ekkert vit hef- ur á málinu. Því meiri ábyrgð hvílir á þeim mönnum, sem af hjartans sannfæringu berjast gegn áfengisbölinu og ættu að vita meira um þessi má! en framkvæmdir þeirra sýna. Að lokum vil ég vitna í um- mæli dr. Konrads Adenauer, kanslara Þýzkalands, úr löngu sjónvarpsviðtali, sem sjónvarp- að var um öll Bandaríkin: „Þið Bandaríkjamenn ættuð að tala varlega um lýðræði. Ekki fyrir svo löngu síðan var algert vín- bann í landi yðar. Það kalla ég ekki lýðræði að geta ekki unnt þreyttum manni þess að fá sér einn lítinn eftir erfiðan dag ...“ Þá vitum við það. G. H. Ó. hvort hestamir em á sfnum stað. En þennan morgun tók hann eftir því, að Kolur var horfinn. Hélt hann í fyrstu, að hann hefði strokið, en fór samt inn í girðinguna, og kom að honum niðri f skurðinum. Eftir að Kolur hafði verið dreginn upp, var reynt að hlúa að honum. Hann fékk brauð- mola og yfirbreiðsla var sett á hann til að verja hann kulda. MYNDIRNAR. Á efstu myndinni sést hest- urinn þar sem hann liggur f skurðinum. Verið er að koma köðlum undir hann. Á næstu rriynd er verið að draga hann upp og hesturinn að koma fyrir sig fótunum. Á neðstu myndinni er eigand inn að gefa honum brauðmola.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.