Vísir - 13.09.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 13.09.1963, Blaðsíða 15
V1S IR . Föstud«$jar 13. september 1963. 15 Peggy Gaddis: venlæ — Nú, hvað gerðist? spurði hreppstjórinn. Meredith glotti. — Hurðinni var skellt aftur fyrir nefinu á mér þegar búið var að segja mér að vera ekki að hlut- ast til um það, sem mér kæmi ekki við. Webb svaraði engu, horfð; beint fram, tottaði sem ákafast pípuna, og tautaði eins og við sjálfan sig: — Ég vildi að ég gæti náð í strákbjálfann til þess að velgja honum undir vöngum. — Hvaða 'strákbjáifa, spurði Mereáith árosandi. — Jud Perkins, þennan. sem er 18 ára. Hann hefir verið kvaddur í herinn — og hefir lagzt út. — Þrjóturinn, sagði Meredith og meinti það. — Jæja, jæja, sagði hreppstjór- inn óvænt, hagar sér heimskulega, en það er ekkert illt í honum. Alltaf staðið sig vel í sköla, greyið, kyrr látur og vel upp alinn, og vinnu- samur, — unnið eins og maður fyrir mömmu síma og krakkana. Hræddur um að allt lendi í basli ef hann fer í herinn, en of þrár til þess að geta sannfærst um, að hann lendir f því sem verra er, ef hann hlýðir ekki kallinu. — Nei, ég býst ekki við að Af- dalsdrengur geti skotið gér undan að gera skyldu sína á þessum tíma, þvf að nú er Jónatan frændi ákveð inn, sagði Meredith þurrlega, enda styrjöld. — Hvað er annars um þessa fjölskyldu að segja. Og kom eitthvað fyrir heimilisföðurinn? Webb tók út úr sér pípuna og stakk fingri f hana ti! þess að þjappa dálítið að öskunni. — Ég mundi nú segja að þarna væri hundurinn grafinn, sagði hann treglega. Fólkið hér mun ekki hafa komist að annarri niðurstöðu en þeirri, að drengurinn væri föður- laus, — og sáma er að segja um allan krakkahópinn — að því er virðist. — Hvaða fjarstæða er þetta, hreppstjóri? — Addie Mae Perkins kom hing að til þess að setjast að þegar Jud var ekki nema 6 — 7 ára strák þvolpur. Sagðist vera ekkja, — hafði sparað dálítið saman, og gat keypt 50 ekrur lands og húsið, og svo tók hún til við ræktun og fleira eftir beztu getu. og Jud hjálpaði til. Fólk var þeim hjálplegt framan af — eða næstu tvö ár, eða þar til Addie fór að þykkna undir beiti. Og ekkert vitað um neinn eigin- mann — fólkj fannst þetta dálítið skrítið sem vonlegt var og leiddi til orðróms, sem byggðist á getgát- um einum. — Já, ég gæti trúað því, var hið eina sém Mefedith gat sagt. Hún þekkti íbúa Afdalsins nógu vel til þess að geta gert sér í hugar- lund hvað skrafað hefð; verið. — Já, þú getur aideilis ímyndað þér hvað fóllc sagði, en svo varð bara .áframhald á þessu og annað eða þriðja hvert ár fæddist nýr krói — og aldrei minntist Addie Mae á neinn eiginmann — og fólk lét hana eiga sig, vildi ekkert hafa saman við hana að sælda. Það yngsta mun vera um fjögurra ára núna og Jud nýorðinn 18 ára. Og j héraðsráðinu, sem hefur eftirlit með kvaðningum í herinn, eru tveir eða þrfr, sem hafa orðið að láta sína drengi fara, er þeir voru orðn ir átján ára og þeir telja enga ástæðu til að hlffa Jud. — Og ég lái þeim það ekki, sagði Meredith, en gat sannast að segja ekk; séð hvað þér getið gert í málinu hreppstjóri. — Mér datt nú bara svona í 'hug'; áð éf þú ættir leið þarna umj aastirðu litið inn til Addie Mae og reynt að fá hana til að Iíta á málið með augum heilbrigðrar skynsemi. — Ég er ekki trúuð á árangur af að fela mér þetta — ég veit ekki einu sinni hvort mér verður hleypt inn, hvað þá, að ég fái að tala við hana. Hún sagði honum nánara frá | móttökunum, sem hún fékk. — ' Jæja, og það var verið að brasa i klukkan tvö um nóttina. Hann hef- ir þá lagzt út og laumazt heim að næturlagi til þess að fá í gogg- : inn. Meredith minntist þess nú, að hún hafði heyrt, að hurð opnaðist eða Iokaðist meðan hún stóð úti fyrir dyrum kofans. — Ég man það núna, hrepp- | stjóri, að ég heyrði að hurð opn- i aðist og þar næst, að henni var lokað, kannske á bakhlið kofans, en ég man ekki nákvæmlega hvort það var rétt áður en opnað var eða meðan ég talaði við konuna. Hann kinkaði kolli. — Ég gæt; svo sem trúað þvf, að hann hefði falið sig f hellinum, sem faðir hans ... Hann sagði þetta eins og við sjálfan sig, en áttað sig allt í einu, að hann hefði hlaupið á sig, er hann sá svipinn á Meredith, sem starði á hann stórum augum. — Hreppstjóri, sagði hún með ásökunarhreim í röddinni, þú hefur ekki verið hreinskilinn við mig. Þú veizt eitthvað um föðurinn. — Já, ég verð víst að kannast Við það, sagði hann treglega, en ég hef aldrei trúað nokkurri lifandi sál fyrir þessu, nema Jónatan — ég varð að trúa honum fyrir öllu, er hann fór þangað til þess að búa um fótbrot Stóra Jud. Hann starði allt í einu næstum ógnandi á Meredith og sagði: - Ef ég segi þér allt eins og er, verðurðu að sverja við allt sem i heilagt er, að varðveita það sem ! leyndarmá! — þú ert sem læknir í bundin sömu þagnarskyldu og drottins þjónar, lögum samkvæmt. Læknar mega ekki bregðast traustj sjúklinga sinna, það er skylda þeirra, sem stéttarsómi þeirra er undir kominn, en hér er ekki um neina lagaskyldu að ræða, hreppstjóri, en ef um leyndarmál er að ræða, sem þú trúðir Jónatan fyrir að varðveita, vænti ég, að þú getir eins treyst mér. Hreppstjóri kinkaði kolli. — Jæja, Stóri Jud var eiginmað- ur Addie Mae, og var hundeltur i af lögreglu heils ríkis, þegar hún kom og settist hér að með dreng- inn. Nú, Stóri Jud hafði drepið mann, og hafi nokkurn tíma verið hægt að færa fram málsbætur fyrir mann, sem orðið hafði manns bani, var það í þetta skipti. og Stóri Jud hafði samúð almennings með sér. Sá, er drepinn var, átti mikið undir sér, var efnaður plantekrueig andi og stundaði búsýslu með því að fara með vinnufólk sitt verr en skepnur. Jæja, skyldmenni þessa illmennis fengu færustu lög- fræðinga í lið með sér, því að mark þpirra vgr að fá Stóra Jud hengdan á gáiga. Það tókst nú ekki, því að málsbætur voru miklar, en-hanii fékk ævilangt fangelsi. Þremur ár- um síðar tókst honum að flýja og þau komu hingað, en Stóri Jud fór huldu höfði. Addie Mae sagðist vera ekkja. Og enginn varð Stóra Juds var nema ég og Jónatan. Hann hafði fundið helli uppi í fjöllunum — og lagðist út. Þar er engin byggð, en ekki nema nokkr- ar mílur til býlis Addie Mae. Þeg- ar Jónatan hafði heyrt alla söguna, taldi hann, að Stóra Jud hefði ver- ið hegnt nóg og Iofaði að segja engum frá því, sem honum var nú kunnugt orðið. Og hann gerði að fótbrotinu, Stóri Jud dó fyrir tveim ur árum. Addie Mae og pilturinn grófu hann — enginn veit hvar. Addie Mae hefir aðeins einu sinni komið til bæjarins öll þessi ár og hún kom til þess að segja mér, að nú væri Stóri Jud dauður — segja mér það og Jónatan, og að við þyrftum engu að kvíða — hún og pilturinn hefðu gengið svo frá öllu, að enginn myndi nokkurn ttma verða neins vísari. Það varð þögn drykklanga stund og svo sló hreppstjóri knýttum hnefa á lær sér og sagðj allæstur: — Og nú hefir hann, bölvaður asninn, Iagst út, og r.otar sennilega hellinn fyrir felustað — en hans verður leitað, og það er eins víst og að tveir og tveir eru fjórir, að hans verður leitað þar til hann finnst, — með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. — Þessi hellir er þó ekki nálægt Galdranornarhellinum? sagði Mere- dith allt í einu. — Á þeim slóðum er felustað- urinn — nokkru ofar. — Það hefir þá líklega verið þessi piltur, sem ég var eitt sinn næstum búin að aka yfir þarna. Hún sagði hreppstjóra frá þvi, sem gerzt hafði. — Ekkert líklegra en að það hafi verið hann. Nú, ég veit svo sem hvemig hann ályktar, — að ef hann verði tekinn í herinn, verði enginn til að annast móður hans og systkini. Honum þykir vænt um mömmu sina og krakkana, og þeirra vegna mundi hann leggja til atlögu við allan Bandaríkjaher. — En gerir hann sér ekki grein fyrir, að hann getur komið því svo fyrir, að hún fái styrk meðan hún er í hernum — og að hann þarf engar áhyggjur að hafa af heim- ilinu? — Það er nú kannske ekki von, að hann hafi heyrt neitt um slíkt, því að hann hætti í skóla, þegar krökkunum fjölgaði, en ég hef ástæðu til að ætla að hann sé vel gefinn og lesi allt, sem hann kemst yfir. — Ég held nú, sannast að segja( sagði Meredith,. að ekkert gæti betra fyrir hann komið en fara í herinn, ef það á fyrir honum að liggja að koma heim heill á húfi. Hann mundi komast í kynni við pilta á sínum aldri og hafa gott af því. Kann fær góð föt og gott fæði, líkamsþjálfun og tækifæri til mennt unar. — Já, én ég held að hann hugsi nú mest um líkurnar fyrir, að hann verði drepinn, og mamma hans standj uppi með barnahópinn og heimilið tvístrað, en ég er þér sam- mála, að það væri bezt allra hiuta vegna, að hann hlýddi kvaðning- unni, því að ella verður hann áreið anlega tekinn og dæmdur til fang- elsisvistar. Meredith horfði um stund á hreppstjórann og sagði svo: — En hvað get ég gert í mál- inu, hreppstjóri? — Nú, þar sem þú ert kona og læknir og barnabarn Jónatans, datt mér í hug, að reynandi væri að fá þig til þess að tala við Addie Mae, reyna að koma henni í skilning um, að bezt væri þegar öllu er á botninn hvolft, að láta strákinn fara í herinn — eða að minnsta kosti fullnægja lagaskyldunni og lroma til skrásetningar. — Ef þú hefðir séð svipinn á henni, þegar hún skellti að stöfum fyrir framan nefið á mér hérna um nóttina. R 1 HIS MESSEWSER SENT TOCHIEF TUT.OF THE MISHTY USANFOS, IWVITIWS HIW TO A 'CONFSÍZENCE OF GREAT CH/EFS\ WITHOUT THE USAW70 WITCH FOCTOE.OLF CHIEF SAWA FKEFAEES FCK. THE IWTER-TRIBAL MEETIWS. WE'KE GOING TO MAKE CHIEFS JMPORTANT AGAIN, FKIEWF’GAWa! THE BLACK MAGIC OF WITCH POCTORS HAS TOO LOWS BEEN A TRAIL-BLOCK. TO OUR PEACE! Eitt sinn var sú tíð, að hofð- ingjarnir skiptu sér lítið af því sem töframennirnir sögðu, en nú hafa þeir miklu meiri völd en höfðingjarnir, og stjórna í raun og veru þorpunum. Við verðum að breyta þessu, sagði Tarzan. Töfra- læknarnir eru búnir að gera nógu illt af sér. Webb hreppstjóri horfði nú a hana með yfirvaldssvipnum: — Þú ætlar þó ekki að láta svoleiðis smámuni verða til hindr- unar, ungfrú læknir? Það ér nú svo, að læknir hefir enn ábyrgð- armeira hlutverki að gegna í sveit- arfélagi eins og hér, en f stóru bæjunu,m, það er nú einhvern veginn svo leiðis, að fólkið reiðir nnnnaanoaunoDnnnnnon Hárgreiðslustofan HÁTÚNI 6, sfmi 15493. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72. Sfmj 14853. Kárgreiðslustofan FIROLj! Grettisgötu 31, sími 14787. Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimei 9, simí 19218. Hárgreiðsiustofa AUSTURBÆJAR (Marfa Guðmundsdóttir) Laugaveg 13. slmi 14656 Nuddstofa ð sama stað. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugaveg 18 3. hæð (lyfta). Sími 24616. Hárgreiðslustofan Hverfisgötu 37, (horni Klappar- stfgs og Hverfisgðtu). Gjörlð svo vel og gangið inn. Engar sérstakar pantanir, úrgreiðslur. P E R M A, Garðsenda 21, simi 33968 — Hárgreiðslu og snyrti- stofa. Dömu, hárgreiðsla víð allra hæfi tjarnarstofan, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin Simi 14662 Hárgreiðslustofan Háaleillsbraut 20 Slmi 12614 Ódýrcar þykkar drengjapeysur HAGKAUP Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.